Morgunblaðið - 07.02.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Séra Björn Sig-urbjörnsson
fæddist í Reykjavík
27. júní 1949. Hann
lést á Diakonissestif-
telsens Hospice í
Kaupmannahöfn 27.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Sigurbjörn Einars-
son, biskup, f. 30.
júní 1911 og kona
hans Magnea Þor-
kelsdóttir, f. 1. mars
1911. Systkini
Björns eru: Gíslrún
kennari, f. 1934,
Rannveig hjúkrunarfræðingur f.
1936, Þorkell tónskáld, f. 1938,
Árni Bergur sóknarprestur, f.
1941, Einar prófessor, f. 1944,
Karl biskup, f. 1947, og Gunnar
hagfræðingur, f. 1951, búsettur í
Västerås í Svíþjóð.
Eftirlifandi eiginkona Björns er
Lilian Sigurbjörnsson, f. 25. des.
1948. Þau eiga þrjú börn: Kjartan
cand. polit, f. 1970, deildarstjóri
1987. Því embætti gegndi hann
fram á haust 1997 er hann varð að
láta af störfum vegna veikinda. Á
árunum 1989-1991 var hann að-
stoðarkennari í prédikunarfræð-
um við Pastoralseminariet í Kaup-
mannahöfn. Meðfram prests-
störfum og eins eftir að hann lét
af embætti fékkst Björn mikið við
ritstörf og þýðingar. Hann þýddi
Passíusálmana á dönsku og kom
þýðing hans út í Reykjavík og
Kaupmannahöfn 1995. Þá hafa
komið út eftir hann þýðingar á ís-
lenskum sálmum, barnaleikritinu
Grýlu eftir Þórdísi Arnljótsdóttur
og á Heimi Guðríðar eftir Stein-
unni Jóhannesdóttur. Í handritum
liggja eftir hann þýðingar á ljóð-
um og sögum m.a. eftir Davíð
Oddsson, Gyrði Elíasson, Jón úr
Vör, Sigrúnu Eldjárn, Stefán Sig-
urkarlsson og Þórarin Eldjárn. Þá
sendi Björn frá sér tvær frum-
samdar ljóðabækur. Sú fyrri er
Orð og mál er kom út í Reykjavík
árið 2000 og sú síðari ber heitið
Út og heim og kom út í Reykjavík
tæpri viku fyrir andlát hans.
Minningarathöfn um Björn
verður í Hallgrímskirkju í dag og
hefst hún klukkan 15 en útför
hans var gerð frá Christians-
kirken í Lyngby laugardaginn 1.
febrúar.
við Hagstofu Evrópu-
sambandsins í Lúx-
emburg, kvæntur
Annete Sigurbjörns-
son fulltrúa hjá Hag-
stofu Evrópusam-
bandsins og er sonur
þeirra Magnús, f.
2000, María bóka-
safnsfræðingur, f. 12.
jan. 1973, dóttir henn-
ar er Sofie, f. 2002, og
Bjarki f. 29. sept.
1977, er nýlega lauk
B.A.-prófum í við-
skiptafræði og tölvun-
arfræði.
Björn fluttist unglingur til Dan-
merkur og settist þar að. Hann
stundaði ýmis störf en hóf árið
1981 nám við guðfræðideild Kaup-
mannahafnarháskóla og lauk það-
an embættisprófi í guðfræði í jan-
úar 1987. Hann var skipaður
sóknarprestur við Christianskir-
ken í Kongens Lyngby í Helsing-
ørstifti vorið 1987 og vígður í
dómkirkjunni í Helsingør 31. maí
Hann Bjössi mágur minn er allur
– og hvílík eftirsjón er að honum.
Við kynntumst strax og mágsemd-
ir okkar hófust, hann var stór-
skemmtilegur níu ára hnokki, kot-
roskinn, frásagnarglaður og
orðheppinn með frumlegt og glöggt
auga fyrir umhverfinu. Hann var
augljóst efni í rithöfund enda fór
hann að gefa út handskrifað blað og
kynnti okkur stúdentum í lokapróf-
lestri á efstu hæðinni á Nýja Garði. Í
blaðinu voru margir óborganlegir
gullmolar enda jókst áskrifendatal-
an dag frá degi. Bjössi mátti sitja við
öllum stundum og skrifa upp blaðið
því að fjölföldunartæknin hafði ekki
hafið innreið sína. Að lokum kom út
síðasta eintakið, útgáfunni var hætt
vegna of mikilla vinsælda. Líklega
einsdæmi í íslenskri blaðasögu! Þeg-
ar við fluttum svo út á land kom
Bjössi gjarnan til okkar í skólaleyf-
unum, enda aufúsugestur, með glitr-
andi húmor og hjálpsamur heimilis-
maður svo af bar. Einn vetur var
hann hjá okkur og las menntaskól-
ann utanskóla. Hann tók ríkan þátt í
félagslífi Gnúpverja, aðstoðaði mig
við fjárbúskapinn með þeim árangri
að við áttum þyngsta dilkinn um
haustið. Þá voru sumir drjúgir með
sig! Hann las af kappi – en aðallega
fagurbókmenntir. Ég reyndi að
halda honum að efnafræði og stærð-
fræði, en það var eiginlega einskonar
andlegt ofbeldi því það var augljóst
að þau fræði yrðu ekki hans framtíð-
ariðkan. Það fjölgaði í litlu fjölskyld-
unni þennan vetur, Magnús Þorkell
fæddist og Bjössi reyndist bráðflínk-
ur barnagætir og var Svövu mikill og
nærfærinn stuðningur þar sem hún
hafði nú misst stöðu sína sem einka-
barn.
Svo náði útþráin yfirtökum, Bjössi
fór á skóla í Danmörku, kynntist
Lilian og þau gáfust hvort öðru og
gengu samstiga uppfrá því. Börnin
þrjú komu eitt af öðru og Bjössi
reyndist heimilisfaðir í sérflokki.
Hann átti langan vinnudag, bæði við
launuð störf og lestur, hann tók aftur
til við námið, lauk stúdentsprófi, las
guðfræði og lauk kandidatsprófi 37
ára gamall. Hann var síðan valinn úr
stórum hópi umsækjenda sem sókn-
arprestur í Kongens Lyngby í út-
jaðri Kaupmannahafnar, og var
vígður í maí 1987. Þar voru viðstadd-
ir þeir bræður hans þrír, faðir hans
og mágur hempuklæddir og um-
vöfðu stoltir þennan afreksmann.
Hann var afar vinsæll og nærfær-
inn prestur. Prédikanir hans voru
slíkar að hann var kallaður til þess
að kenna dönskum prestsefnum
predikunargerð um árabil. Hann átti
síðan stefnumót að nýju við skáld-
gyðjuna, hann orti nokkra gullfal-
lega sálma á dönsku og tók til við
þýðingar. Þar ber hæst þýðingu
hans á Passíusálmum Hallgríms,
sem þykir afburða góð. Þess vegna
var hann einn af heiðursgestunum á
Kristnihátíð árið 2000. Hann naut
þeirra fögru daga hér heima til hlít-
ar, en þá var heilsa hans tekin veru-
lega að bila. Meunier-sjúkdómurinn
hafði hellst yfir hann með þvílíkum
þunga að eftir tvo höfuðuppskurði
var hann úrskurðaður öryrki og varð
að láta af prestsskap eftir aðeins 10
ára þjónustu. En þótt líkaminn hefði
gefið eftir var enginn bilbugur á and-
legu atgervi Bjössa. Hann varð mik-
ilvirkur þýðandi á dönsku, þar sem
ekki síst skopskyn hans naut sín, en
mest um vert var þó að fá hans eigin
ljóð. Fyrri bók hans kom út árið 2000
en sú seinni, Út og heim, barst til
hans daginn sem hann lést. Ljóðin
hans snerta lesandann, ekki síst þá
sem hafa dvalið erlendis og þekkja
þann framandleik sem fylgir því að
vera gestur á erlendri grund og jafn-
vel í eigin landi.
Síðustu árin hafa verið Bjössa og
fjölskyldu hans ólýsanlega erfið.
Biblían talar gjarnan um harm-
kvælamenn, þá sem eru kunnugir
þjáningum. Bjössi varð einn þeirra.
Það tókst ekki að greina hvað olli
næstum óbærilegum þjáningum
hans í heilt ár, það tókst loks um síð-
ustu jól, og þá var leikurinn tapaður.
En við þessar ógnaraðstæður sýndi
Bjössi ótrúlegan hetjuskap og æðru-
leysi. Hann leitaðist í sífellu við að
uppörva okkur og hugga, sálarþrek-
ið virtist óbugandi. Þar sáum við
mannlega reisn byggða á óbilandi
trú.
Hann var tilbúinn að kveðja síð-
ustu vikurnar, hann átti góða heim-
von. Sálmarnir hans lýsa lífssýn
hans og von, lýsa trú hans sem dýpk-
aði við hvert áfall sem á skall. Í slík-
um átökum mætir maðurinn oftlega
Guði með sérstökum hætti djúpt í sál
sinni. Ég trúi að Bjössi hafi einmitt
eftir þessa ógnarreynslu getað tekið
undir með Job í hjarta sínu, Job sem
missti allt, eigur sínar, vini og heilsu:
„Ég þekkti þig af afspurn, en nú hafa
augu mín litið þig.“
Og nú er Bjössi blessaður genginn
inn í fögnuð herra síns, þar sem
„hvorki harmur né vein, né kvöl er
framar til“. Við sitjum eftir, högg-
dofa, en með slíkan fjársjóð minn-
inga um hann að endist okkur ævina
alla.
Já, hvílík eftirsjá er að honum.
Veri hann Guði falinn.
Bernharður Guðmundsson.
Ég var fimm ára þegar Bjössi
fæddist og man það vel. Mamma
komin á spítala og síðan fréttist að
fæddur væri strákur. „Enn einn
strákurinn,“ sögðu systur mínar
með hrolli sem hvarf þeim þó brátt
því ekki leið á löngu uns við öll lærð-
um að meta litla bróður. Hann var
broshýr og skemmtilega ákveðinn.
Þegar maður gat farið að leika sér
við hann kom fljótt í ljós mikil hug-
myndaauðgi og frjótt ímyndunarafl.
Hann fékk snemma mikinn áhuga á
bílum, þekkti bílategundir út og inn
og svo var hann ófeiminn að hann
gaf sig á tal við strætisvagnstjóra og
fékk salibunur með vögnunum.
Stundum átti hann til að laumast
inn í strætisvagn og fara margar
ferðir þar til athugull bílstjóri tók
eftir snáða og gat hringt heim.
Pabbi og mamma höfðu nefnilega
sett á hann merkimiða með nafni,
heimilisfangi og símanúmeri þegar
þeim varð ljóst að Bjössi gat tekið
upp á því að fara sinna eigin ferða.
Þegar við lékum okkur inni átti
Bjössi til að setja upp útvarpsstöð
og skemmta okkur með sögum og
tónlist sem hann samdi sjálfur. Og
ekki má gleyma blaðaútgáfunni.
Hann handskrifaði blöð með frétt-
um og sögum og á tímabili voru tölu-
verð umsvif á útgáfunni. Unglings-
árin voru Bjössa erfið.
Hann fór til Danmerkur og þar
hitti hann ástina sína, hana Lilian.
Þau giftu sig og eignuðust börnin
þrjú, Kjartan, Maríu og Bjarka. Um
1980 fór í hönd besti tíminn í ævi
Bjössa og Lilian þegar hann hóf
nám í guðfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Hann tók námið
föstum tökum enda miklum gáfum
gæddur. Sumum prófessorum þótti
nóg um námshraðann sem þeim
fannst standa gegn reglugerðum
um próftökur og reyndu jafnvel að
hægja á honum. En það tókst ekki.
Bjössi lauk guðfræðiprófi með góð-
um árangri í ársbyrjun 1987 og var
um vorið kjörinn prestur við
Christianskirken í Lyngby þar sem
hann þjónaði í 10 ár. Það var
ánægjuleg ferð þegar við systkinin
fórum ásamt pabba og mömmu til
vígslu hans í Helsingørdómkirkju.
Bjössi naut sín vel í prestsstarfinu.
Hann var góður prédikari, vandaði
vel undirbúning prédikana og flutn-
ing og kenndi um skeið prédikunar-
fræði við kennimannlega skólann í
Kaupmannahöfn. Hann hafði náð
mjög góðum tökum á dönsku og tal-
aði hana lýtalaust. Hann lét sér annt
um sóknarbörn sín og var mikill
sálusorgari.
Hann hélt uppi fræðslustarfi í
söfnuðinum, m.a. um sálma og ekki
síst íslenska sálma og voru þær
stundir mjög vinsælar. Meðfram
prestsstörfum stundaði hann ritstörf
og vann það mikla afrek að þýða
Passíusálmana á dönsku. Hann tók
það líka upp hjá sjálfum sér að þýða
bók mína, Credo, og lagði í það mikla
og góða vinnu. Þrátt fyrir miklar til-
raunir til að fá hana útgefna í Dan-
mörku tókst það ekki og voru það
vonbrigði fyrir okkur báða. Bjössi
kenndi okkur að meta danska sálma
á frummálinu og benti okkur á
hversu sú myndauðgi sem einkennir
þá marga hefur oft glatast í þýðing-
um.
Sjálfur orti hann sálma á dönsku
en hann sagðist ekki treysta sér til
að þýða danska sálma yfir á íslensku.
Við hvöttum hann m.a. til að þýða
fallega sálminn hans Jakobs Knud-
sens sem síðan var sunginn við útför
hans í Christianskirken: „Se, nu stig-
er solen av havets skød.“ Það kvaðst
hann ekki geta en ógleymanlegt er
okkur þegar hann einu sinni las þann
sálm fyrir okkur og skýrði. Bjössi
missti heilsuna of fljótt.
Meniére-sjúkdómurinn tók að láta
kræla á sér. Í fyrstu virtist sem
læknum hefði tekist að komast fyrir
hann, en þá tók hann sig aftur upp og
Bjössi varð að láta af embætti og
fara á eftirlaun tæplega fimmtugur
að aldri. Það var reiðarslag en að
sama skapi þakkarefni þegar hann
hafði náð þeirri heilsu með viljastyrk
og góðri þjálfun að hann gat aftur
farið að stunda ritstörf, aðallega
þýðingar, en auk þýðingarstarfa
fékkst hann líka við að yrkja ljóð á ís-
lensku og hafa komið út eftir hann
tvær ljóðabækur hér á landi. En
síðla árs 2001 fóru veikindi að gera
vart við sig og allt síðastliðið ár mátti
hann þola miklar þjáningar og
greinilegt að læknum höfðu orðið á
alvarleg mistök í sambandi við sjúk-
dómsgreiningu og meðhöndlun. Það
var erfitt að horfa upp á hversu mjög
hann kvaldist. En æðruleysi hans og
andlegur styrkur var með ólíkindum.
Með orðum sínum og fasi uppörvaði
hann fjölskyldu sína og okkur hin.
Trúarstyrkur hans og óbifanleg von
lýsti sér í orðum hans og atferli. Og
nú er Bjössi allur. Í hjörtum okkar
býr sorg og söknuður. Hann skilur
eftir sig skarð sem ekki er hægt að
fylla. Mest er sorgin hjá Lilian og
börnunum, tengdadótturinni og
barnabörnunum tveim. Þeim öllum
biðjum við huggunar og styrks með
orðum 37. Passíusálms:
Ég lít beint á þig, Jesú minn,
jafnan þá hryggðin særir.
Í mínum krossi krossinn þinn
kröftuglega mig nærir.
Sérhvert einasta sárið þitt
sannlega græðir hjartað mitt
og nýjan fögnuð færir.
Í danskri þýðingu Bjössa:
Jeg ser, min Jesus, til dig hen,
når sorgen er på færde,
dit kors vil gi’ mig mod igen,
så jeg mit kors kan bære.
Hvert eneste af dine sår
vil læge hjertet, hvor jeg går,
og troens håb ernære.
(Passíusálmur 37.10.)
Einar og Guðrún Edda.
Hugur einn það veit,
er býr hjarta nær,
einn er hann sér of sefa.
(Úr Hávamálum.)
Í skjóli því sem mörgum kann að
virðast öðrum tryggara læðist ein-
semdin að barnshuganum. Glíman
við hana hefur lagt marga að velli en
aðrir haft nauman sigur í þeirri sáru
raun og orðið merkilegir einstakling-
ar einmitt vegna þess hve tæpt þeir
höfðu staðið. Svo var því farið um
Björn Sigurbjörnsson sem andaðist
á Friðriksbergshospitali í Kaup-
mannahöfn hinn 27. janúar síðastlið-
inn.
Honum kynntist ég fyrst sumarið
1958, viðkvæmum, sérstæðum og
hugmyndaríkum níu ára dreng sem
ekki var líklegur til að una við alfara-
vegi. Hann bar þá þegar með sér blæ
einmanaleikans en virtist líka eiga
ærinn kjark. Tveimur eða þremur
árum síðar var hann farinn að gefa
út sitt eigið blað, handskrifað að mig
minnir, og bauð mönnum til kaups,
eitt eða fleiri eintök.
Ein mynd frá því skeiði lifir enn
alskýr í mínum huga. Það var í Vina-
minni, gömlu húsi í Grjótaþorpinu.
Ég var á leið niður bratta stigana og
heyri á tal tveggja manna innan við
útidyrnar. Annar var drengurinn,
Björn Sigurbjörnsson, en hinn Jónas
Árnason rithöfundur, sem kjörinn
hafði verið til setu á Alþingi árið sem
Björn fæddist. Þarna ræddu þeir
málin eins og jafningjar og Jónas bú-
inn að kaupa allt upplagið af blaði
drengsins. Líklega hef ég aldrei séð
öðru sinni tvo svona glaða rithöfunda
á einum og sama stigapallinum. Þeir
ljómuðu báðir.
Átján eða nítján ára gamall kynnt-
ist Björn ungri Kaupmannahafnar-
stúlku og fyrr en varði voru þau orð-
in óaðskiljanleg og hafa verið það æ
síðan uns dauðinn nam hann á brott
úr örmum hennar. Hún heitir Lilian.
Styrkur hennar gerði honum fært að
njóta um alllangt skeið sinna bestu
krafta.
Þau bjuggu jafnan í Danmörku og
á yngri árum vann Björn þar fyrir
sér við breytileg störf en lauk svo
guðfræðinámi frá Kaupmannahafn-
arháskóla og gerðist prestur í Kong-
ens Lyngby, kominn hátt á fertugs-
aldur. Þar þjónaði hann í um það bil
tíu ár en varð þá að láta af störfum
vegna heilsubrests. Hann var að
sögn kunnugra snjall predikari, orð
hans aldrei innantóm. Einlæg og
sterk samlíðan með syrgjendum og
djúpur mannskilningur gerðu hon-
um fært að létta mörgum þungar
byrðar.
Fornir textar Biblíunnar veittu
Birni unun og voru eitt af þeim
forðabúrum sem hann sótti styrk til.
Annars konar bókmenntir svo og
forn og ný heimspeki voru honum þó,
að ég hygg, ásæknari hugðarefni og
ekki síst hlutskipti nútímamannsins í
heimi á heljarþröm þar sem flest
sund virðast lokuð og ekkert hjálp-
ræði í boði að utan eða ofan.
Þegar hann lét af embætti fór
hann að fást við þýðingar og ber þar
hæst danska þýðingu hans á Pass-
íusálmum Hallgríms Péturssonar.
Þó að líkamsþrekið væri skert var
höfuðið heilt og skýrri hugsun hélt
hann alveg fram undir andlátið.
Framan af ævi skorti Björn sjálfs-
traust til að fást við ljóðagerð en á
lokaskeiði ævinnar, er hann vissi
orðið fullvel hver samastaður hans í
tilverunni var, komu ljóðin til hans,
hikandi, dúnmjúkum skrefum. Og nú
á kveðjustund er það gleði okkar
sem áttum hann að vini að honum
skyldi auðnast að búa til prentunar
tvö kver með eigin ljóðum. Hið fyrra
kom út árið 2000 og heitir Orð og mál
en hið síðara Út og heim, nú fyrir ör-
fáum dögum í sama mund og stunda-
glas hans rann út.
Með virðingu og þökk kveð ég
þennan góða dreng. Lilian og börn-
um þeirra óska ég velfarnaðar á veg-
inum sem framundan er.
Kjartan Ólafsson.
Frændi minn, jafnaldri, gamall
bekkjarbróðir og vinur, séra Björn
Sigurbjörnsson, lést í Kaupmanna-
höfn í síðustu viku eftir langvinn og
erfið veikindi. Lengi skal manninn
reyna og veikindin staðfestu úr
hverju Björn var gerður. Hann var
æðrulausari en svo að við fáum skilið
sem útdeilt hefur verið hestaheilsu
og finnst sjálfsagt og eðlilegt og
kvörtum yfir hverjum kveisusting.
Undir það síðasta hafði hann helst
áhyggjur af því að sjúkdómurinn
svipti hann ráði og rænu og hann
yrði sínum nánustu þar með byrði.
Þungbærast fannst honum að horfa
upp á sorgina í augum konu sinnar
og barna eins og hann orðaði það í
rafpósti fyrir nokkrum vikum. Á
hinn bóginn gat hann skopast að því
hvernig allt veltist hjá honum sjálf-
um. Í ljóðinu „Uppbót“ í bók hans
„Orð og mál“ sem kom út árið 2000
leggur hann út af illvígum heyrnar-
og jafnvægissjúkdómi sem þjáði
hann árum saman:
Ég heyri ekki í dyrabjöllunni
en fer þó oft til dyra
vegna hringinga í eyrunum.
Svona er manni ætíð bættur skaðinn.
Björn bjó og starfaði í Kaup-
mannahöfn um áratuga skeið. Hann
var í góðu sambandi við gamla landið
og sá því í tvo heima. Sú tveggja
heima sýn fann sér frjóan farveg í
bók hans sem hér var nefnd og er
einhver öflugasta ljóðabók sem kom-
ið hefur út á íslensku lengi. Ekki öfl-
ug í einhverjum kraftaskilningi held-
ur sterk í yfirlætislausri og
eðlislægri góðvild og kímni og skáld-
legri sýn. Annað bóklegt stórvirki
innti Björn af hendi fyrir nokkrum
árum er hann þýddi Passíusálma
séra Hallgríms yfir á ótrúlega lip-
urlega dönsku.
Björn hafði prýðilega frásagnar-
gáfu og gott auga fyrir því sem var
BJÖRN
SIGURBJÖRNSSON