Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 35 ✝ Ólafur Bjarnasonmúrarameistari fæddist í Reykjavík 31. desember 1928. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð 30. janúar síðast- liðinn. Foreldrar Ólafs voru Bjarni Matthíasson, verslun- armaður í Reykjavík, f. í Reykjavík 7. nóv- ember 1896, d. í Reykjavík 10. ágúst 1945, og Ágústa Ólafsdóttir, f. á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 29. júlí 1904, d. í Reykjavík 15. janúar 1990. Bróðir Ólafs er Þorsteinn Bjarnason, f. í Reykjavík 13. október 1930, og hálfsystir Ester Svanlaug Bjarna- dóttir, f. í Reykjavík 7. apríl 1922. Sólveig Steinsson þroskaþjálfi. Börn þeirra eru Esther, Silja, Selma og Arna. 3) Jónína Sigrún, f. í Reykjavík 12. janúar 1955, maki Guðmundur Rúnar Þor- valdsson múrarameistari. Börn þeirra eru Dóra, Birna og Sóley. 4) Óli Guðjón múrarameistari, f. í Reykjavík 26. október 1956, maki Lilja Rós Sigurðardóttir kaup- maður. Börn þeirra eru Lilja, Ólafur og María. 5) Birna hár- greiðslumeistari, f. í Reykjavík 15. nóvember 1961, maki Örn Þór Arnarson. Dætur þeirra eru Snædís og Svava. Ólafur var í trúnaðarráði Múr- arafélags Reykjavíkur 1959 til 1963 og hlaut meistarapróf í múrsmíði 1963. Hann var starfs- maður Íslenska álfélagsins frá 1969 og verkstjóri bygginga og viðhaldsdeildar frá 1971 til 1986 þegar hann veiktist. Ólafur var félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Eftirlifandi eigin- kona Ólafs er Fríða Margrét Guðjóns- dóttir, f. í Reykjavík 16. desember 1931. Foreldrar hennar eru Guðjón Guðmunds- son matsveinn, f. í Reykjavík 2. janúar 1909, d. 15. desember 1940, og Valgerður Guðný Óladóttir, f. í Bæ í Víkursveit í Strandasýslu 12. maí 1911, d. 24. ágúst 1994. Börn Ólafs og Fríðu Margrétar eru: 1) Ágústa þroskaþjálfi, f. í Reykjavík 25. nóvember 1949, maki Einar Sveinbjörnsson. Börn Ágústu eru Björg og Kjartan. 2) Valgarð Guðni múrari, f. í Reykjavík 7. janúar 1952, maki Vinur okkar Ólafur er allur. Kynni okkar af honum hófust þegar sonur okkar og dóttir hans voru að draga sig saman. Á þeim tíma starfaði Ólaf- ur við það sem hann var lærður til, það er að segja sem múrari og jafn- framt sem verkstjóri hjá ÍSAL í Straumsvík. Það var gott að eiga Ólaf sem vin, hann var hjálpsamur og greiðvikinn og fengum við að njóta þess í ríkum mæli þegar við vorum að byggja í Furugrundinni á sínum tíma, þá var hann ávallt tilbú- inn að hjálpa eða leiðbeina við bygg- ingu hússins. Ólafur naut þess að vera við veiðar og eru ferðir þær sem við fórum saman með honum og Maddý til veiða í Krossá á Skarð- strönd okkur ógleymanlegar, þá lék Ólafur við hvern sinn fingur og sagði sögur, enda hafði hann þann hæfi- leika að geta sagt skemmtilega frá. Þá var ekki síður skemmtilegt að heimsækja þau í sumarbústaðinn þeirra í Öndverðarnesi, sumarbú- staðalandi múrara, en þar áttum við saman margar ánægjustundir með þeim hjónum, bæði fyrir og eftir að Ólafur veiktist. Það var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna þegar hann veikist þessi stóri og kröftugi maður og varð eftir það háður aðstoð ann- arra. Ég get ímyndað mér að mað- urinn sem ávallt var í því hlutverki að aðstoða aðra hafi átt erfitt með að sætta sig við það. Ólafur var félagi í Kiwanisklúbbn- um Eldey í Kópavogi þar sem hann var virkur félagi meðan heilsa hans leyfði. Þrek hans þvarr smám saman og síðustu mánuði vissu aðstandendur hans að baráttunni mundi senn ljúka. Að lokum kveðjum við þennan vin okkar sem ávallt lagði gott orð til okkar og biðjum guð að hugga Maddý og börnin því þau hafa misst mikið við fráfall hans. Guð blessi minningu þína, kæri vinur. Þorvaldur Ragnar og Dóra. Í dag kveð ég afa minn sem lést fimmtudaginn 30. janúar. Hann var búinn að vera veikur lengi. Þegar ég kom til hans var hann alltaf svo glaður, hress og svo jákvæður. Hann var sykursjúkur en átti oft nammi til að bjóða því honum fannst svo gaman að gefa og gleðja aðra. Elsku amma, guð gefi þér og fjöl- skyldu okkar allra styrk á þessari erfiðu stundu. Snædís Arnardóttir. ÓLAFUR BJARNASON ✝ Sigríður Jónsdótt-ir fæddist á Steig í Mýrdal 16. september 1912. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson og Sigríður Þorsteins- dóttir. Sigríður var yngst af sjö systkinum. Sigríður giftist Ósk- ari Þ. Johnson 1935. Börn þeirra eru Hrönn Karolína, f. 21. jan. 1936, Þorsteinn, f. 1939, látinn sama ár, Margrét, f. 7. jan. 1941, Þor- steinn, f. 14. nóv. 1944, og Kristinn, f. 9. sept. 1946. Sigríður dvaldist síðustu sex árin á Hrafnistu í Reykja- vík en áður hafði hún átt sitt heimili í Hamraborg 14 í Kópavogi. Útför Sigríðar var gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu hinn 3. febrúar. Þegar mér bárust fregnir um lát móður minnar þá var mér mjög brugðið og söknuðurinn fyllti hjarta mitt og fór ég í gegnum líf mitt með henni, og langar að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum. Sigríður ólst upp á Steig í Mýrdal til níu ára aldurs. Þá missti hún föð- ur sinn og móðir hennar fluttist með fjölskylduna til Víkur í Mýrdal, þar sem hún sá fyrir þeim með saumaskap, og síðar til Vestmanna- eyja. Hún stundaði ýmisleg störf þar til hún hóf búskap með föður mínum á Hilmisgötu 5 ( Árdal) en mest stundaði hún störf í bókabúð Þor- steins Johnson í Vestmannaeyjum og seinna í Bókahúsinu á Laugavegi 178 í Reykjavík. Ég átti góð uppvaxtarár í Vest- mannaeyjum á Hilmisgötu 5. Mamma var kát og opin og engum leiddist í návist hennar. Hennar meðfædda kímnigáfa smitaði alla og var hún glæsileg kona og bar ætíð höfuðið hátt, enda var hún mjög stolt og vönduð kona. Eftir Vestmannaeyjagosið flutt- ust foreldrar mínir til Reykjavíkur og settu á stofn Bókahúsið við Laugaveg 178 í Reykjavík, en for- eldrar mínir skildu að skiptum 1974. Sjálf flutti ég til New Jersey með ungan son minn Óskar, og eftir það kom ég næstum árlega heim og skipti mér milli heimila foreldra minna. Átti ég margar góðar og yndislegar stundir með þeim og vorum við mamma meira vinkonur heldur en mæðgur. Ég minnist hvað við áttum góðar stundir þegar hún kom að heim- sækja mig til New Jersey. Þegar ég fór til vinnu minnar í Atlandic City þar sem ég vinn sem gjafari (dea- ler) í Spilavítinu Harrahs Marina, þá las hún og hafði félagsskap af hundinum mínum honum Maxie, og á frídögum mínum þá gerðum við mæðgurnar ýmislegt okkur til skemmtunar og aldrei komu leiðin- leg augnablik hjá okkur. Hún brá hún sér stundum á kassana í spila- vítinu til að reyna að vinna sér inn nokkra dollara sem hún ætíð gerði. Bræðrum mínum Þorsteini og Kristni þakka ég fyrir einstaka um- hyggju sem þeir sýndu móður okk- ar í gegnum árin. Fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklát. Hinstu kveðjur sendir sonur minn Óskar til ömmu sinnar og kon- an hans Linda og barnabarnabörn- in þrjú, Erik Óskar, Keith Bragi og Kevin Joseph. Elsku hjartans góða mamma mín, ég kveð þig nú með söknuð í hjarta. Ég þakka þér fyrir sam- fylgdinina og alla þá umhyggju og ást sem þú sýndir mér gegnum lífið. Guð geymi þig og varveiti. Hér mætast vinir sem helst vilja gefa, hugga og lækna og binda um sár, fyllast af kvíða og angist og efa, er ástvinur nákomin deyr fyrir ár. Hvert á að leita og hvers á að spyrja? Hver er er sú von er svo snögglega brást? Hvernig skal lifa og hvar á að byrja? Hvers vegna eru svo margir sem þjást? Unnt er að græða með huga og höndum Héluna þýða í mannlegri sál, tengja og vefja með vináttuböndum viðkvæma strengi um hugsjónamál. Láttu þá finna sem lifa í skugga leið til að bera sinn þungbæra harm, bjóða sig fram til hjálpar og hugga harmþrungna vini með tárvotan hvarm. (Hjálmar Gíslason.) Þín dóttir Margrét (Búbba). SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR sérkennilegt og skoplegt í fari fólks. Einhvern tíma fyrir löngu var hann bílstjóri hjá Sigurbirni biskupi, föður sínum, á einni af vísitasíuferðum hans en Sigurbirni er held ég flest betur gefið en að aka bíl. Frá þessari ferð og fólkinu sem á vegi hans varð sagði Björn skemmtilegar, græsku- lausar sögur. „Brosljúfur“ held ég að sé orðið sem lýsir svona manni best. Hann hélt sínum góðlátlega húm- or alla tíð. Í desemberbyrjun heim- sóttum við Ingibjörg Sólrún hann á Rigshospitalet danska. Einar bróðir Björns var þar líka staddur. Eitt- hvað gekk Birni brösulega að heyra hvað Einar var að segja og þá kom þessi ágæta athugasemd: Við Einar bróðir eigum svo gott með að tala saman. Honum liggur lágt rómur og ég heyri orðið varla neitt. Þá er ekkert eftir nema ljúka þessum umkomulausu orðum. Ég kveð góðan dreng með mikilli eft- irsjá, væntumþykju og þakklæti fyr- ir góðar samverustundir okkar og fjölskyldna okkar í gegnum árin. Við Ingibjörg Sólrún, Sveinbjörn og Hrafnkell, sendum Lilian og börnum þeirra Björns; Kjartani, Maríu og Bjarka, svo og foreldrum Björns og systkinum, innilegar samúðarkveðj- ur. Hjörleifur Sveinbjörnsson. En þið sem þekktuð hann Bjössa: Staldrið við á staðnum þar sem ég kann að vera geymdur og grafinn og nefnið mig með nafni svo samsemd mín geti læðst hljóðlega heim. Þannig lýkur ljóðinu Nöfn sem birt er í annarri ljóðabók Björns Sig- urbjörnssonar, Út og heim, sem út kom 24. janúar síðastliðinn, þremur dögum fyrir andlát hans. Í dag er hans minnst og við sem þekktum hann stöldrum við. Við Bjössi urðum vinir í Hagaskól- anum og Menntaskólanum í Reykja- vík og brölluðum þá margt í glað- væru og brokkgengu hópefli á sjöunda áratug síðustu aldar. Bjössi var frá öndverðu mjög athyglisverð- ur persónuleiki. Hann var miklum hæfileikum gæddur eins og hann átti kyn til, auk þess leikari góður, orti og skrifaði sögur og ljóð af mun næmari þroska en við hin. Við fyrstu sýn gat þó sumum virst hann und- arlega samsettur: Í aðra röndina ein- lægur alvörumaður sem pældi í stóru spurningunum, en gat svo skyndilega þegar minnst varði slegið því öllu upp í hálfkæring og orðið meiri galgopi en flestir aðrir. En við sem þekktum hann Bjössa vissum að það var ekkert undarlegt við hann. Hann var í senn víðfeðmur og heill og honum var það fullkomlega eðli- legt. Stóru spurningarnar sem Bjössa voru hugleiknar áttu sér afar litla samsvörun í námsskrá Menntaskól- ans. Galsafengna hliðin á honum átti sér enn minni hljómgrunn meðal lærimeistara. Slíkur nemandi gat ekki rekist vel í hinni stóru hjörð eft- irstríðsárabarna sem þarna var reynt að halda til beitar á mjög af- mörkuðu svæði. Fóðrið var sagt kjarnmikið, en það var einhæft og hentaði ekki öllum. Bjössi rásaði burt, yfirgaf skóla og fósturjörð og hélt á vit frænda vorra á Norður- löndum. Þar fann hann Lilian og með henni hamingju sína. Þau stofnuðu heimili í Kaupmannahöfn og lífsbar- áttan tók við. Fyrsta veturinn sem ég var við nám í Lundi 1969–70 hittumst við stundum þegar ég gerði mér erindi til þessarar borgar sem norðan sunds var miklu fremur álitin hafn- arborg Lundar en höfuðborg Dana. Bjössi var jafnan glaður og reifur, umhyggjusamur og skemmtinn, en það fannst á að hann var nokkuð óráðinn um framtíð sína. Svo voru allt í einu liðin heil tutt- ugu og sex ár án þess við sæjum hvor annan eða heyrðum. Þá bar fundum okkar saman í gamalla og góðra vina hópi eitt sumarkvöld hér heima. Mikið vatn hafði runnið til sjávar. Bjössi og Lilian höfðu lifað farsælu lífi í leik og starfi og voru búin að koma upp þremur mann- vænlegum börnum. Húsbóndinn hafði um síðir tekið sig til og kvittað fyrir allar gamlar vanrækslusyndir við gjörvöll skólakerfi alheimsins. Hann hafði lokið embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla, tekið vígslu og starfaði sem sóknarprest- ur í Lyngby við vinsældir og góðan orðstír. Yfir þessu öllu var rík ástæða til að gleðjast. Mest var þó um vert að finna þessa kvöldstund hve Bjössi var sjálfum sér líkur, leikandi léttur og djúphugull í senn. Eftir þetta tókum við upp þráðinn þar sem frá var horfið á sínum tíma eins og við hefðum aldrei kvaðst. Bréf og tölvuskeyti, bækur og blöð, flugu milli landa. Bjössi tjáði sig um hin aðskiljanlegustu málefni, ég gaf honum skýrslur um andlegt ástand þjóðarinnar og bókmenntanna og reyndi að matreiða þær á þann hátt sem ég vissi að honum féll best. Hann gerðist ákafur og afkastamik- ill þýðandi verka minna á danska tungu sem hann hafði ótrúlegt vald á. Ekki þótti mér slor að komast þar í félagsskap séra Hallgríms, en Passíusálmana hafði Bjössi áður þýtt af mikilli snilld. Jafnframt gerðist hann mér ráðhollur og óbrigðull yfirlesari þess sem í deigl- unni var. Við Unnur heimsóttum þau hjónin hvenær sem leiðin lá til Hafnar eftir þetta. Það var ævinlega mannbætandi og endurnærandi að koma til þeirra í Birkerød. Best fundum við Unnur og fjöl- skylda okkar þó hvílíkan mann Bjössi hafði að geyma þegar áföll og sorgir dundu á okkur í tvígang á skömmum tíma og lítt sá til sólar. Þá gerðist Bjössi netprestur okkar og einkasálusorgari. Til hans var hægt að leita dag og nótt með allar þær hugsanir og spurningar sem vakna frammi fyrir hinum köldustu staðreyndum, óskiljanlegum rök- um og þversögnum sjúkdóma og dauða. Bjössi hafði engar patent- lausnir fram að færa eða staðlaðar kennisetningar. En innsæi hans og reynsla, samkennd hans og um- hyggja ásamt ríkulegri orðsins gáfu urðu ævinlega til þess að tendra einhverja þá ljósglætu sem hægt var að mæna í þar til sortinn þéttist á ný. Þá var að spyrja enn og aftur og oftast gat hann þá fundið glufu og sent okkur skímu úr nýrri átt. Bjössi og Lilian máttu sjálf þola þá raun á besta aldri að sjúkdómar sviptu þau bæði starfsorkunni til þeirra verkefna er þau höfðu helg- að sig og menntað sig til. En þau báru mótlætið af fágætri reisn og æðruleysi. Þau voru staðráðin í að sættast við hlutskipti sitt. Bjössa urðu umskiptin tilefni til að vitja sinnar íslensku skáldæðar á ný. Í bókum sínum báðum, Orð og mál (2000) og Út og heim (2003), yrkir hann meðal annars um þetta hlut- skipti, en einnig margt um flókið hlutskipti hins sjálfviljuga útlaga sem festir rætur (eða ekki) í nýju landi og nýju máli. En þessi sáttfýsi dugði ekki til, það var eins og ekki væri komið nóg, eftir langvarandi kvalir greindist Bjössi nú ekki löngu fyrir jól að auki með illvígt krabbamein sem dró hann að lokum til dauða. Gagnvart slíkum skapa- dómi erum við orðlaus og skiljum ekki tilganginn, en best fer á því að vitna þar til orða sem Bjössi sendi okkur síðastliðið vor, þegar okkur barst hugleiðing frá honum dag- lega: „Við sjáum ekki nema brota- brot af þeirri heild sem er lífið allt og þetta litla brot af þeim mikla vef sem við skynjum vekur oft nístandi sárar spurningar. Ef við þekktum hins vegar heildarmyndina, vissum við betur hvers vegna drengurinn ykkar veiktist og dó.“ Við Unnur þökkum Bjössa fyrir allt sem hann gaf okkur. Lilian, Kjartani, Maríu og Bjarka, foreldr- um Bjössa og systkinum, barna- börnum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Þórarinn Eldjárn.  Fleiri minningargreinar um Björn Sigurbjörnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.