Morgunblaðið - 07.02.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigfús ArnarÓlafsson fæddist
13. mars 1941 í Gröf á
Höfðaströnd í Skaga-
firði. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans í
Kópavogi 30. janúar
síðastliðinn. Foreldrar
hans voru Ólafur Jóns-
son bóndi í Gröf, f. 24.
sept. 1898, d. 16. júní
1966, og Svanhildur
Sigfúsdóttir húsfreyja,
f. 15. okt. 1908, d. 29.
maí 1996. Systkini Sig-
fúsar eru: 1) Jón tann-
læknir í Kópavogi, f.
1938, kvæntur Ingu Svövu Ingólfs-
dóttur viðskiptafræðingi, f. 1943,
dóttir þeirra er Hildur Karítas
doktorsnemi í málvísindum, 2) Sig-
ríður starfsmaður í Skógarbæ, f.
1943, gift Þóri Hjálmarssyni sölu-
manni, f. 1943, sonur þeirra er Ólaf-
ur menntaskólanemi. 3) Edda Jón-
ína, dr. í barnalækningum við
Haukeland-sjúkrahúsið í Bergen, f.
1954, gift Hafliða Hafliðasyni dr. í
jarðfræði, prófessor við Háskólann
í Bergen, f. 1953. Börn þeirra eru
Svanhildur læknanemi, Hafliði
Arnar menntaskóla-
nemi og Ólafur Ein-
ar nemi.
Sigfús varð bú-
fræðingur frá
Bændaskólanum á
Hólum 1959, búfræ-
ðikandidat frá Bún-
aðarháskólanum í
Kaupmannahöfn
1965 og licentiat í
jarðvegsfræði frá
sama skóla 1974.
Sigfús varð cand.
med. frá HÍ 1984 og
sérfræðingur í heim-
ilislækningum frá
Vara og Lidköbing í Svíþjóð 1990.
Sigfús starfaði m.a. sem kennari á
Hólum og við Bændaskólann á
Hvanneyri og jarðfræðiráðunaut-
ur hjá Búnaðarfélagi Íslands. Eft-
ir sérfræðinám í læknisfræði var
hann heilsugæslulæknir á Hólma-
vík til haustsins 2001 er hann varð
heilsugæslulæknir á Blönduósi.
Útför Sigfúsar verður gerð frá
Digraneskirkju í Kópavogi í dag
og hefst athöfnin klukkan 16.
Jarðsett verður í heimagrafreit í
Gröf síðar.
Fyrstu kynni mín af Sigfúsi var
sumarið 1996 þegar ég kom sem
nýútskrifaður læknir að leysa hann
af á Heilbrigðisstofnun Hólmavík-
ur. Þar hafði Sigfús hafið störf
sumarið 1991 og vann þar í tíu ár
eða til ársins 2001 þegar hann fékk
læknastöðu á Blöndósi sem var nær
hans heimahögum. Á þessum árum
hef ég leyst hann af við nokkur
tækifæri og kynntist því störfum
hans sem læknis vel. Aðdáunarvert
þótti mér hversu vel hann sinnti
sínu læknishéraði en læknishérað
Hólmavíkur nær yfir stórt land-
svæði en Sigfús lét það ekki aftra
sér við vitjanir til sjúklinga að
þurfa ferðast með sérútbúnum
fjallajeppum, snjósleða eða bara á
gönguskíðum ef færðin bauð ekki
upp á annað. Sigfús var með ein-
dæmum rólegur og nægjusamur
maður og bjó án alls íburðar. Ekki
fór mikið fyrir honum en hann
áorkaði þó miklu og má þar sér-
staklega nefna hversu vel hann náði
að virkja bæjarbúa til íþróttaiðk-
unar og þannig forvarna. Það gerði
hann fyrst og fremst með eflingu
golfíþróttarinnar yfir sumartímann
og gönguskíðaiðkunar á veturna.
Sigfús var drifkrafturinn í stofnun
golffélags og byggingu golfvallar á
Hólmavík, sem hann hannaði sjálf-
ur. Mikill var því missir Stranda-
manna þegar hann hætti störfum
þar fyrir tveimur árum og varð ég
vör við óöryggi hjá skjólstæðingum
Heilbrigðisstofnunarinnar þegar
þeir leituðu þangað eftir það.
Framtíðin var ótrygg með engan
Sigfús á svæðinu.
Ég vil votta aðstandendum Sig-
fúsar og fyrrum samstarfsfólki
hans á Heilbrigðisstofnun Hólma-
víkur samúð mína yfir ótímabæru
fráfalli hans.
Anna Gunnarsdóttir.
Við lát Sigfúsar föðurbróður
míns sópast að mér minningar allt
frá því að ég var lítil stelpa í pössun
hjá ömmu minni, en þau Sigfús
héldu heimili saman, og til hins
hinsta er ég kvaddi hann síðasta
kvöldið hans hér á jörðu.
Þótt Sigfús hafi verið ókvæntur
og barnlaus átti hann samt mikið í
okkur systkinabörnum sínum,
reiðubúinn hvenær sem var að gera
okkur allt til hæfis. Þegar ég var
yngri var hann alltaf fús að kenna
og leiðbeina og finna mér eitthvað
til dundurs. Það var mjög eftir-
sóknarvert að fá að gista hjá ömmu
og Sigfúsi um helgar og ég hafði
oftast skólatöskuna með, því hann
var alltaf tilbúinn að hjálpa mér ef
á þurfti að halda.
Gröf var sveitin hans Fúsa og
þar var ég með honum og ömmu
nokkur sumur. Sigfús var þá þegar
farinn að byggja framtíðarhúsið
sitt í Gröf II og gerði mér vegasalt
og rólu úr timburbútum sem til
féllu. Hann var svo laginn og út-
sjónarsamur og heita mátti að hann
byggði sjálfur húsið við annan
mann. Þessi sumur voru dýrmætur
og skemmtilegur tími þar sem ég
átti góðar samverustundir með
ömmu og Sigfúsi.
Síðar fór hann utan í framhalds-
nám í heimilislækningum og flutti
eftir heimkomu til Hólmavíkur.
Þegar Sigfús kom í heimsókn til
höfuðborgarinnar eftir það gisti
hann ávallt hjá foreldrum mínum.
Hver heimsókn var annarri
skemmtilegri og var í nógu að snú-
ast við að afla aðfanga í nýja húsið
og það eldra sem hann vildi hafa
sem ættarsetur.
Sigfús hafði sterk einkenni Graf-
arættarinnar. Hann var eins og
amma mín hörkuduglegur, ósérhlíf-
inn og umfram allt ærlegur. Hann
hafði afbragðsnámsgáfur og var sí-
fellt að grúska í fræðiritum.
Þegar Sigfús veiktist fyrir réttu
ári af krabbameini hafði hann
heimili sitt meira og minna hjá for-
eldrum mínum, en gat farið um
páskana til Portúgals með Gunnari
frænda sínum og Kristínu konu
hans og auðnaðist að vera í Gröf
nokkuð langan tíma í sumar. Hann
bjó þá í sínu húsi, en ættingjar sem
dvöldu á ættarsetrinu fylgdust með
honum. Pabbi og fleiri ættingjar og
vinir fóru oft norður til þess að
vinna undir hans stjórn að endur-
gerð ættarsetursins og þegar Sig-
fús að lokum kom suður, fárveikur,
fyrri hluta októbermánaðar var
ljóst að hann var kominn til að
vera.
Í byrjun desember varð Sigfús
mjög veikur og lagðist inn á
krabbameinsdeild Landspítalans
um tíma. Eftir þá innlögn komu
alltaf reglulega hjúkrunarfræðing-
ar frá heimahjúkrun Krabbameins-
félagsins heim til okkar og sinntu
honum með mikilli umhyggju og
kærleik. Rétt fyrir jólin hresstist
Sigfús mjög mikið og við áttum
saman yndislegt aðfangadagskvöld
og jóladag. En á annan í jólum
hrakaði honum mjög og nokkrum
dögum síðar fór hann til dvalar á
líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi. Þar var hlúð að honum af mik-
illi natni og fyrir það er fjölskylda
Sigfúsar ákaflega þakklát.
Systkini og frændsystkini Sigfús-
ar voru honum mikill styrkur í
veikindum hans. Pabbi fór ávallt
með honum á spítalann þegar hann
fór í rannsóknir og meðferðir og
þegar Sigfús átti erfiðar nætur
vaknaði pabbi og hugsaði um hann.
Sigga systir hans var honum líka
stoð, var oft í sambandi við hann,
og Edda yngsta systir hans, sem
búsett er í Noregi, sýndi kærleika
sinn til bróður síns með tíðum
heimsóknum, en hún kom fjórum
sinnum til Íslands eftir að hann
greindist með krabbameinið og
hringdi oft til að tala við hann eða
fá fréttir af honum. Það var honum
og fjölskyldunni ómetanlegur
styrkur. Gunnar og Anna Sigga,
frændsystkini Sigfúsar, stóðu líka
þétt með honum. Þau voru ákaflega
náin alla tíð og hjálpuðu Sigfúsi
mikið síðustu mánuðina hans.
Ég er Guði þakklát fyrir að hafa
fengið að vera samferða svo góðum
manni. Blessuð sé minning Sigfúsar
Ólafssonar.
Hildur Karítas Jónsdóttir.
Á legstein þekkts uppeldisfröm-
uðar er letrað „Allt fyrir aðra, ekk-
ert fyrir sjálfan sig“. Þessi orð
gætu eins staðið á legsteini Sigfús-
ar Arnars Ólafssonar.
Sigfús var um margra ára skeið
héraðslæknir og raunar eini lækn-
irinn í einu stærsta og erfiðasta
læknishéraði á landinu. Þá var
hann á vakt allan sólarhringinn allt
árið, og ætíð reiðubúinn að sinna
sjúklingum sínum.
Samgöngur í norðurhluta
Strandasýslu voru mjög erfiðar á
vetrum, vegir lokaðir um margra
mánaða skeið og oft ekki lendandi á
flugvöllum. Í nokkur skipti þurfti
Sigfús að fara á skíðum eða fót-
gangandi yfir fjöll og heiðar til að
sinna sjúklingum í nauð. Aldrei
heyrðist Sigfús kvarta yfir vinnuá-
lagi eða erfiðleikum í starfinu, og
þarfir sjúklinganna voru ætíð í fyr-
irrúmi fyrir hans eigin þörfum.
Sigfús var óvenju vel gerður
maður, hann hafði framúrskarandi
námshæfileika, lauk tveimur há-
skólagráðum bæði í landbúnaðar-
fræðum og læknisfræði. Hann var
kennari um skeið við búnaðar-
skólana að Hólum í Hjaltadal og
Hvanneyri í Borgarfirði.
Sennilega hafa bóndinn og lækn-
irinn togast nokkuð á í huga Sigfús-
ar, og dreymdi hann um að sætta
þá endanlega með því að setjast að
á eigin jörð að Gröf á Höfðaströnd,
og hefja þar smábúskap þegar
hann kæmist á eftirlaun, jafnvel
með nokkurri lausamennsku sem
læknir í afleysingum.
Þegar við minnumst Sigfúsar nú
leita margar minningar á hugann,
sameiginlegar ánægjustundir þeg-
ar við vorum við nám í Kaupmanna-
höfn; dvöl í sumarbústað hans í Sví-
þjóð ásamt skoðunarferð til
Stokkhólms; ferð með honum í
læknisvitjun norður í Trékyllisvík
og nú seinast einkar ánægjuleg
ferð til Portúgals um seinustu
páska. En seinast en ekki síst vilj-
um við þakka allar ánægjulegu
samverustundirnar í Gröf á Höfð-
aströnd bæði í sumarleyfum og í
vinnuferðum.
Undanfarin tíu ár stóð Sigfús
fyrir viðgerð á gamla íbúðarhúsinu
í Gröf.
Sigfús var mikill verkmaður og
laginn smiður og stjórnaði okkur
hinum með einstakri lagni og
ákveðni. Þegar okkur óx verkið í
augum og vildum kalla til fagmenn
sagði Sigfús gjarnan: „Við reynum
þetta sjálfir“ og það gekk oftast
ágætlega undir hans stjórn.
Síðastliðið vor spurðum við hann
einhverju sinni hvað hann langaði
mest til að gera og stungum upp á
heimsreisu eða golfferð til Ástralíu,
meira í gríni en alvöru. Sigfús svar-
aði fálega, en segja má að hann hafi
látið verkin tala í stað þess að svara
barnalegum spurningum okkar.
Hann hófst sem sagt handa síðast-
liðið sumar við meiri framkvæmdir
í Gröf en flest undanfarin ár. Tvö
íbúðarherbergi voru innréttuð í
kjallara ásamt baðherbergi, skipt
um alla glugga í kjallaranum og
stærstu hlöðunni var breytt í
íþróttahús. Við höfum oft velt því
fyrir okkur hvers vegna hann stóð í
þessum framkvæmdum, búinn að fá
krabbamein og vissi áreiðanlega vel
að hverju stefndi. Þetta var aug-
ljóslega ekki gert til að búa í hag-
inn fyrir hann sjálfan, heldur miklu
fremur fyrir okkur hin sem eftir lif-
um.
Sigfús var einstaklega traust-
SIGFÚS ARNAR
ÓLAFSSON
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tegndafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SIGURÐSSON
forstjóri Loftorku Reykjavík,
Vonarholti,
Kjalarnesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 11. febrúar kl. 13.30.
Sæunn Andrésdóttir,
Kristín Sigurðardóttir, Ólafur Jónsson,
Sigurveig Sigurðardóttir, Björn Þráinn Þórðarson,
Ari Sigurðsson, Anna Ólafsdóttir Björnsson,
Freyr Sigurðsson, Mercedes Berger,
Andrés Sigurðsson, Hjördís Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
hlýhug og vináttu við andlát og útför mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR
fyrrverandi flugstjóra.
Sérstakar þakkir færum við Kjartani Magnús-
syni lækni og starfsfólki krabbameinslækn-
ingadeildar 11-E, Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka umönnun
og aðhlynningu.
Guð blessi ykkur öll.
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Þórey Björnsdóttir, Jens Kjartanson,
Margrét Björnsdóttir, Jón Hrafnkelsson,
Guðmundur Ásgeir Björnsson, Sæunn Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN G.Þ. JÓHANNSSON,
áður Óðinsgötu 11,
Reykjavík,
lést á elliheimilinu Grund þriðjudaginn
4. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðviku-
daginn 12. febrúar kl. 13.30.
Inga Jóhannsson, Guðmundur Kristófersson,
Donna Ilumin, JoJo Ilumin,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
NICOLAI GUNNAR BJARNASON,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð.
Ásta Steinunn Gissurardóttir,
Steinar Bjarnason, Sólveig Kristinsdóttir,
Nicolai Gissur Bjarnason, Svanhildur Einarsdóttir,
Hjördís Margrét Bjarnason, Helgi Jóhannsson,
Óskar Bjarnason, Guðbjörg Þóra Hjaltadóttir,
Skúli Bjarnason, Emilía Dröfn Jónsdóttir,
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
bróður, afa, langafa og tengdaföðurs,
GUÐNA BALDURS INGIMUNDARSONAR.
Kristín Sigmundsdóttir,
Ásta Guðnadóttir,
Soffía Guðnadóttir,
Kristín Elfa Guðnadóttir,
Ingimundur Guðnason,
Guðni Arnar Guðnason,
Valgerður Guðrún Guðnadóttir,
systkini, afabörn, langafabarn
og tengdabörn.