Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Í FRAMTÍÐINNI verða færri norskir atvinnumenn í knatt- spyrnu en áður og norsk félagslið munu eiga í vandræðum með að selja sína bestu leikmenn,“ segir Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna, við fréttastofuna P4 í Noregi og telur að ástandið muni vara í mörg ár til viðbótar. „Fjárhagsstaða knattspyrnuliða í Noregi er verri nú en á und- anförnum árum og líkist ástand- inu sem er ríkjandi í Evrópu. Kraf- an um mikil gæði en lágt verð mun verða ráðandi og norskir knatt- spyrnumenn verða undir í þeirri baráttu,“ segir Semb og hvetur leikmenn til þess að reyna að ná góðum árangri í heimalandinu áð- ur en þeir fari til annarra landa. „Knattspyrnulið hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvaða leikmenn þeir vilja og þeir vilja aðeins þá bestu,“ bætir Semb við og fær stuðning frá Per Mathias Høgmo, þjálfara 21 árs landsliðs Norðmanna. Hann segir að norsku félagsliðin og leikmenn hafi rang- ar hugmyndir um verðlagningu á norskum leikmönnum og að sínu mati sé það verð of hátt. „Evrópsk lið leita eftir ódýrum leikmönnum og eru flestir þeirra mun ódýrari en þeir norsku,“ seg- ir hann og kennir umboðsmönnum um hvernig staðan er. „Margir þeirra hugsa aðeins um að ná til sín sem mestu fé í stað þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Høgmo. FÓLK  BJARKI Sigurðsson, handknatt- leiksmaður með Val, leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð eftir að hann sleit krossbönd í vinstra hné á dögunum. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn, þar sem Bjarki hefur verið einn af lykilmönn- um þeirra.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir Tvis Holstebro er liðið gerði jafntefli, 23:23, við Vi- borg í dönsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Tvis Holste- bro er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar. Hrafnhildur er hins vegar í 7. sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar, hefur skoraði 81 mark.  Á heimasíðu þýska handknatt- leiksfélagsins GWD Minden er greint frá því að það hyggist fá Dan- ann Lars Rasmussen, til að koma í stað Gústafs Bjarnasonar landsliðs- manns en reiknað er með að hann flytji heim til Íslands í sumar. Rasm- ussen leikur með Ajax/Farum í Danmörku og er markahæsti leik- maður dönsku úrvalsdeildarinnar.  STEINAR Ege, landsliðsmark- vörður Norðmanna í handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Gummers- bach. Ege hefur verið á mála hjá Kiel frá árinu 1999 en þangað fór hann frá Gummersbach þar sem hann lék í tvö ár. Ege á að leysa hinn 42 ára gamla Stefan Hecker af hólmi hjá Gummersbach en þá er einnig fyrir hjá félaginu Svíinn Jan Stank- iewicz.  MATS Olsson, aðstoðarlandsliðs- þjálfari Portúgals í handknattleik, segist telja að sínir menn eigi að leggja Norðmenn í undankeppni EM í handknattleik, en þjóðirnar mætast í vor. „Síðari leikurinn er á okkar heimavelli og það tel ég að ráði úr- slitum,“ segir Olsson en viðurkennir að Noregur hafi verið sú þjóð sem hann vildi síst mæta af þeim þjóðum sem Portúgal gat dregist á móti.  FRAMHERJINN Daniel Fonseca hefur rift samningi sínum við ítalska 1.deildarliðið Como aðeins þremur mánuðum eftir að hann samdi við lið- ið sem berst fyrir sæti sínu á meðal þeirra bestu á Ítalíu. Fonseca hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu en hann var fenginn til liðsins af Loris Dominissini sem stýrði þá lið- inu en var sagt upp störfum tveimur vikum eftir að Fonseca samdi við Como. Fonseca, er 33 ára og lands- liðsmaður Úrúgvæ og hefur leikið ellefu keppnistímabil á Ítalíu.  SIMONE Inzaghi, framherji Laz- io, varð fyrir því óláni að handar- brotna þegar hann lenti í samstuði við Walter Samuel, leikmann Roma, í leik liðanna í ítölsku bikarkeppn- inni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Inz- aghi verður frá keppni og æfingum næstu tvo mánuðina. einuðu arabísku furstadæmunum. Um er að ræða kveðjuleik landsliðs- manns Barein til margra ára, Khanis Aid. Fregnir herma að leik- urinn gefi brasilíska landsliðinu mikið í aðra hönd þar sem fjár- sterkir aðilar vilja fá liðið og hefur leiknum því verið frestað þar til ljóst verður hvað gerist á næstu FORRÁÐAMENN Heimsmeistara- liðs Brasilíu í knattspyrnu hafa af- boðað komu liðsins til Barein hinn 1. apríl nk. af ótta við yfirvofandi stríðsátök Bandaríkjamanna gegn Írak. Brasilía hafði þegið boð um að leika gegn samsettu liði, skipað leikmönnum frá Barein, Kúveit, Katar, Óman, Sádi-Arabíu og Sam- vikum í málefnum Íraka og Banda- ríkjamanna. Þess má geta knatt- spyrnusamband Kína hefur komist að samkomulagi við Brasilíumenn um að þeir leiki vináttulandsleik þar í landi í apríl og hafa farið fram á rúmlega 100 milljónir ísl. kr. fyrir þann leik. Nú þegar er uppselt á leikinn sem fram fer í Shanghai. Brasilíumenn vilja ekki fara til Barein HINN sænski forseti knattspyrnu- sambands Evrópu, Lennart Johansson, gagnrýndi í gær fram- kvæmd Heimsmeistarakeppni fé- lagsliða og sagði m.a. að lið frá Evrópu hefðu lítinn áhuga á að taka þátt í keppninni. Á þingi hjá UEFA sagði Johansson að ekki væri vandamál að skipuleggja slíka keppni en það væri verra ef flest af bestu félagsliðum Evrópu hefðu engan áhuga á að taka þátt. Keppn- in fór fram í fyrsta sinn árið 2000 í Brasilíu en næsta keppni á að fara fram árið 2005. Hinsvegar hafa styrktaraðilar ekki beðið í bið- röðum til þess að geta sett fjár- magn í þessa keppni því að ekkert varð af keppninni sem fara átti fram á Spáni árið 2001, þar sem ekki fengust styrktaraðilar. Vesturbæingar byrjuðu vel enþegar þeir náðu 17:6 forystu var eins og þeir héldu að sjálfkrafa framhald yrði á góðri byrjun. Svo var ekki en Tinda- stóll náði samt ekki að jafna fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Það var helst vegna þess að Darrell Flake, sem dregið hafði vagninn fyrir KR, meiddist og enginn félaga hans var tilbúinn til að leiða liðið áfram. Clifton Cook og Kristinn Friðriks- son nýttu sér til hins ítrasta fjar- veru Darrells og skoruðu 23 af 25 stigum Tindastóls í öðrum leik- hluta. Þrátt fyrir meiðsli mætti Darrell til síðari hálfleiks og sem fyrr bar hann uppi leik KR. Leikurinn var í járnum og gestirnir yfir, 81:80, undir lok þriðja leikhluta. Þá kom að þætti Herberts, sem skoraði tíu stig á stuttum tíma, og KR náði öruggri forystu. Tindastólsmenn reyndu ákaft að jafna en fengu tví- vegis á sig ruðningsdóm. „Ég á að taka skotin ef þau bjóð- ast, það er minn styrkur og stund- um fer allt ofan í en stundum ekki,“ sagði Herbert eftir leikinn en hann skoraði öll sín 23 stig eftir hlé. „Við byrjuðum af krafti og náðum góðri forystu en gáfum þá eftir, það kom deyfð í alla. Við vor- um samt alltaf sannfærðir um að vinna leikinn en þetta var alltof mikið og óþarft basl. Sem betur fer gerðum við það sem þurfti til að vinna en það verður að koma meiri kraftur í liðið ef það ætlar að gera einhverjar rósir.“ Sem fyrr segir var Darrell allt í öllu og tók 16 frá- köst en Baldur Ólafsson átti ágæta spretti auk þess að Herbert gerði sitt. Barátta Tindastóls var góð en þeir náðu ekki að halda haus síð- ustu mínúturnar. Clifton, Kristinn, Michail Antropov og Axel Kárason voru góðir. Óli Barðdal kom fersk- ur inná þegar Clifton meiddist og átti góðan leik en það dugði ekki til. „Eins og að undanförnu klúðr- um við leikjum í lokin og dómar virtust falla KR-megin í lokin. Við lentum í villuvandræðum svo að við þurftum að fara í svæðisvörn og Herbert fékk að skjóta,“ sagði Óli eftir leikinn. Morgunblaðið/Kristinn Darrell Flake úr KR var ekki á því að láta Óla Barðdal úr Tindastóli handsama knöttinn. KR slapp fyrir horn gegn Tindastóli TVÆR þriggja stiga körfur frá Herberti Arnarsyni rétt fyrir leikslok þurfti til að kveikja neistann í KR-ingum þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í gærkvöld. Það dugði til að rífa liðið úr dvala og gest- irnir frá Sauðárkróki, sem voru komnir í villuvandræði eftir harðan leik, áttu ekkert svar við því og urðu að sætta sig við 102:92 tap. Sigur KR, sem var sá sjöundi í röð, skilar liðinu í 2. sæti deild- arinnar, næst á eftir Grindavík en Tindastóll missti af því að komast upp um tvö sæti sem kæmi sér vel í úrslitakeppninni. Stefán Stefánsson skrifar HM fé- lagsliða í upp- námi? Semb segir norska leikmenn of dýra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.