Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 2

Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BIN LADEN STYÐUR ÍRAK OSAMA bin Laden, leiðtogi al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, lýsir yfir stuðningi við Íraka í ávarpi sem sent var út á arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. Þar hvetur hann múslima hvar- vetna til að sameinast og verja írösku þjóðina gegn árás Banda- ríkjamanna. Þá hvetur hann Íraka til sjálfsmorðsárása gegn Banda- ríkjunum. Embættismenn í Wash- ington segjast telja að hljóð- upptakan hafi raunverulega að geyma rödd bins Ladens, en marg- ir hafa talið að Sádi-Arabinn væri látinn. Þeir segja ummæli bins Ladens sanna að hann eigi í sam- starfi við írösk stjórnvöld. 6,3 mil l jarða innspýting Ríkisstjórnin ætlar að eyða 6,3 milljörðum króna til aukinna vega- framkvæmda, byggingar menning- arhúsa og til atvinnuþróunarverk- efna á næstu 18 mánuðum. Á með þessu að stuðla að atvinnu fyrir hundruð manns og draga úr slaka í efnahagslífinu fram að þeim tíma sem áhrifa af framkvæmdum við stóriðju fer að gæta til fulls. Jafn- framt verður umfangsmiklum vegaframvæmdum sem þegar höfðu verið ákveðnar flýtt. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engin dæmi um svo mikla innspýt- ingu í efnahagslífið. Enn dei lt hjá NATO Enginn árangur varð á fundi sendiherra aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins í gær en nú er reynt að leysa erfiða deilu sem komin er upp meðal aðildarþjóð- anna eftir að Þjóðverjar, Frakkar og Belgar beittu neitunarvaldi gegn virkjun varnarskuldbindinga NATO til handa Tyrkjum vegna hugsanlegs stríðs við Írak. Varar við hryðjuverkum George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA), varaði í gær við hryðjuverkaárás annaðhvort í Bandaríkjunum eða á Arabíuskaganum. Sagði hann liggja fyrir upplýsingar sem bentu til að hryðjuverkamenn hygðust reyna að standa fyrir árás jafnvel fyrir lok þessarar viku. Hervar hættur Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér formennsku á framhalds- aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Öll stjórn félagsins sagði af sér í kjöl- farið, samtals 11 manns.  PT CRUISER REYNSLUEKIÐ  Á SUBURBAN Í VINNU  DRAUMABÍLLINN JEPPAHORNIÐ  BREYTTUR DOUBLE CAB  NÝJUSTU VÉLSLEÐARNIR  JEPPAR, FERÐIR OG JEPPABREYTINGAR Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED VIPER á Íslandi FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 25/27 Viðskipti 13/14 Minningar 32/37 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 19 Skák 41 Suðurnes 20 Dagbók 42/43 Landið 21 Fólk 48/53 Listir 22/24 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 * * * DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur sent formönnum stjórnmálaflokkanna bréf þar sem hann greinir frá því að hann hafi hug á að skipa tíu manna nefnd sem hefði það hlutverk að fjalla á faglegan hátt um veigamikil álitaefni um Evr- ópumál. „Hér er ekki um Evrópustefnunefnd að ræða, enda eðlilegt að hver stjórnmálaflokkur og samtök móti þá stefnu á eigin forsendum,“ segir í bréfi Davíðs. Segir hann viðbrögð forystumanna í stjórn- málum hafa verið fremur jákvæð. Gert sé ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð tilnefni tvo menn hver í nefndina og að Frjálslyndi flokkurinn tilnefni einn. Þá muni for- sætisráðherra skipa einn nefndarmann án til- nefningar, sem jafnframt verði formaður nefnd- arinnar. „Samskipti Íslands og Evrópu eru mikilvægt verkefni stjórnmála á Íslandi í nútíð og framtíð og EES-samningurinn gegnir lyk- ilhlutverki í viðskiptum landsins. Umræða um hugsanlega aðild Íslands að ESB hefur verið fyr- irferðarmikil og oft stangast á fullyrðingar um grundvallaratriði. Því hefur verið kallað eftir upplýstri umræðu og er nefndinni ætlað að koma til móts við þá ósk. Henni er þannig falið það hlutverk að skýra og skerpa umræðuna, greina aðalatriði málsins og helstu staðreyndir þess. Þetta á til dæmis við um atriði eins og fram- kvæmd EES-samningsins, hvort undanþágur séu veittar í aðildarsamningum og þá hvers konar undanþágur, hvað aðild mundi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið, hverjir væru kostir og gallar evru fyrir Ísland o.s.frv., svo aðeins ör- fá álitaefni séu nefnd til sögunnar,“ segir í bréfi Davíðs. Hver nefndarmaður mun geta gert tillögu um hvaða álitaefni skuli könnuð í starfi nefndarinn- ar. „Augljóslega yrði hér um allmikið verk að ræða, sem myndi ljúka með skýrslu og eftir at- vikum áfangaskýrslu á starfstíma nefndarinnar,“ segir ennfremur í bréfinu. Af hálfu forsætisráð- herra yrði að sinni ekki kveðið á um skip- unartíma nefndarinnar, að því er fram kemur í bréfinu. Ætlað að skýra og skerpa umræður um Evrópumál Evrópunefndinni er ekki ætlað að marka stefnu í Evrópumálum LÍKLEGT er að greiðslumark mjólkur á næsta ári verði um 103– 104 milljónir lítra, sem er um 2,1– 2,8% minna greiðslumark en á yf- irstandandi verðlagsári. Greiðslu- mark, eða mjólkurkvótinn, nú er 106 milljónir lítra. Meginástæðan fyrir þessum samdrætti er, að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands kúabænda, breytingar í sölu mjólkurafurða. „Það hefur verið stígandi í fram- leiðslunni undanfarin ár. Svo kom verulegur kippur í söluna fyrir tveimur árum þegar Íslendingar fóru að borða skyr sem aldrei fyrr. Þá var greiðslumarkið aukið, en nú hefur orðið viðsnúningur, sala skyrs hefur aðeins dalað og sala jógúrts aukist í staðinn,“ segir Snorri. Hann segir að meiri mjólk þurfi við fram- leiðslu skyrs en jógúrts, sem skýri þessi umskipti. „Síðan hefur neysla mjólkurdrykkja minnkað ár frá ári í takt við aukningu gosdrykkja- neyslu. Því sjáum við fram á að þurfa að draga úr framleiðslunni á næsta ári,“ segir Snorri. Í vor verður greiðslumark fyrir næsta verðlagsár ákveðið, en það hefst 1. september. Líklegt er talið að greiðslumarkið verði þá lækkað um 2–3 milljónir lítra, eins og fyrr segir. „Þetta er tekjutap fyrir okk- ur, þetta getur haft slæm áhrif hjá sumum bændum og er alltaf slæmt að missa framleiðsluna niður. Við vissum svo sem af því að það væri von á lækkun því framleiðslan hafði aukist mjög mikið. Greiðslumarkið var aukið á síðasta ári um 2 millj- ónir lítra og er í raun að ganga til baka aftur. Það er alltaf eðlilegt að ákveðin sveifla sé í framleiðslunni og það komi sölutoppar. Það er þó slæmt að missa framleiðsluna niður aftur,“ segir Snorri. Hann segir að í lok janúar á þessu ári hafi mjólkursamlögin sam- tals tekið við 44,3 milljónum lítra, frá því yfirstandandi verðlagsár hófst, þ.e. frá 1. september 2002. „Framleiðslan var mikil í upphafi ársins. Kýrnar hafa mjólkað mjög vel á þessu framleiðsluári,“ segir Snorri. Að óbreyttu verði offramboð á mjólk í sumar. Kúabændur þurfa að draga úr framleiðslu Útlit fyrir að greiðslumark minnki um 2% JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra og settur umhverfisráðherra vegna Norðlingaölduveitu, fékk í gær þakklætisvott frá náttúruunn- endum fyrir nýlegan úrskurð sinn, þar sem m.a. kom fram að veitu- framkvæmdir mættu ekki hafa áhrif á friðland Þjórsárvera. Magn- ús Magnússon kvikmyndagerðar- maður færði ráðherra ljósmynd af Þjórsárverum eftir Þóru Ellen Þór- hallsdóttur prófessor og einnig gaf hann ráðherra 56 náttúrulífsþætti eftir sjálfan sig, en þættirnir eru á 16 myndbandsspólum og bað Magnús ráðherra um að færa Barnaspítala Hringsins mynda- safnið að gjöf. „Ég tel að með úrskurðinum hafi verið stigið gæfuspor, þjóðinni til heilla,“ sagði Magnús við Jón. „Öll framkoma þín í þessu máli var til fyrirmyndar, njóttu heill.“ Með Magnúsi voru dætur hans, þær Íris og Rán, sem fengu það hlutverk að afhenda ráðherra gjafirnar. Jón Kristjánsson þakkaði inni- lega fyrir gjafirnar og sagði und- anfarna daga hafa verið mjög ein- kennilega. „Ég hef fundið það mjög rækilega hvað þjóðin metur mikils þennan úrskurð,“ sagði hann. „Það var tvennt sem ég vildi hafa að leið- arljósi, það er að virða mörk frið- landsins og þá alþjóðlegu samninga sem við höfum gert. Ég hef fundið það mjög áþreifanlega síðustu vik- una hvað þessar línur í málinu hafa mælst vel fyrir,“ sagði Jón. Viðstaddir athöfnina voru nokkr- ir af forystumönnum náttúruvernd- arsamtaka. Jóni þakkað að hafa bjargað Þjórsárverum Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Magnússon var afar ánægður með framgöngu Jóns Kristjánssonar og gaf honum mynd af Þjórsárverum. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Laufeyju Guðjónsdóttur í embætti forstöðumanns Kvikmynda- miðstöðvar Ís- lands. Laufey tek- ur við starfinu 17. febrúar næstkom- andi og er skipuð í stöðuna til fimm ára. Alls bárust 17 umsóknir um embættið, en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Umsóknir voru sendar kvik- myndaráði til umsagnar og mælti það eindregið með því að Laufeyju Guðjónsdóttur yrði veitt embættið. Menntamálaráðherra skipaði síðan Laufeyju í starfið. „Það er mjög gaman að hljóta þetta traust, bæði kvikmyndaráðs og menntamálaráðherra, til að tak- ast á við þetta nýja verkefni. Að vissu leyti mun starf mitt felast í að móta þessa nýju stofnun sem Kvik- myndamiðstöð Íslands er, og ég hlakka mikið til,“ sagði Laufey. Laufey hefur B.A.-gráðu í kvik- myndafræðum og spænsku frá Kaupmannahafnarháskóla. Und- anfarin þrjú ár hefur hún gegnt starfi dagskrárstjóra hjá RÚV. „Hlakka til að móta þessa nýju stofnun“ Laufey Guðjónsdóttir Laufey Guðjónsdóttir skipuð forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar HANNES Hlífar Stefánsson tapaði annarri skákinni gegn Sergei Movsesian sem tefld var í gær- kvöldi í Olíseinvíginu. Hannes er því 2-0 undir. Hann hafði hvítt og eins og í fyrstu skákinni var tefld sikileysk vörn. Hannes gafst upp eftir 34 leiki eftir mjög kraftmikla taflmennsku Slóvakans. Í dag mun Helgi Áss Grétarsson reyna við Íslandsmetið í blindskák og hefst það kl. 16.30, hálftíma áð- ur en þriðja viðureign Hannesar og Movsesian hefst. Viðburðirnir fara fram í höfuðstöðvum Olís í Sundagörðum. Í gærkvöldi tefldu einnig Bragi Þorfinnsson og Arnar E. Gunnars- son gegn tölvuforritnu Tiger 15 og máttu þeir báðir lúta í lægra haldi. Olíseinvígið í skák Hannes tap- aði aftur fyr- ir Movsesian

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.