Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það er hreint guðlast að bjóða sjúklingunum upp á eitthvert nálarstungukukl, í staðinn fyr-
ir að treysta okkur Kalla og Guði fyrir þeim, Jón minn.
Skóli á nýrri öld
Reynt að lesa
í þróunina
RÁÐSTEFNANSkóli á nýrri öldfer fram á Grand
hóteli, Reykjavík, fimmtu-
daginn 13. febrúar klukk-
an 14 til 17.30. Gerður G.
Óskarsdóttir, fræðslu-
stjóri í Reykjavík, er í for-
svari fyrir ráðstefnuna.
–Þetta er meira en bara
ráðstefna ekki satt?
„Laugardag og sunnu-
dag nk. verður sýning í
Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur á ný-
breytni8starfi í grunnskól-
um Reykjavíkur. Sýningin
verður opin klukkan 11 til
18 báða dagana. Þar sýna
um 25 skólar um 30 ný-
breytniverkefni úr lifandi
skólastarfi. Sem dæmi má
nefna verkefni um fjar-
kennslu, listkennslu, fjölmenn-
ingu, vildarvog, vísindi og margt
fleira sem lýst er í bæklingi sem
liggja mun frammi. Sýningin er
ætluð öllum sem áhuga hafa á,
bæði foreldrum barna í grunn-
skólum Reykjavíkur og öðrum
þeim sem hafa áhuga á þróun
skólamála og síðast en ekki síst
kennurum sem þarna fá tækifæri
til að læra hver af öðrum.
Í lok síðari dagsins verða af-
hent hvatningarverðlaun fræðslu-
ráðs Reykjavíkur. Auglýst var
eftir tilnefningum frá skólafólki
og foreldrum og bárust 53 tilnefn-
ingar um framúrskarandi verk-
efni sem unnið er að í skólum
Reykjavíkur á skólaárinu 2002–
2003. Dómnefnd valdi úr þeim.
Sex viðurkenningar verða veittar
jafnmörgum verkefnum og þrjú
þeirra fá verðlaun að auki. Mark-
mið verðlaunanna er að vekja at-
hygli á því sem vel er gert og
hvetja skóla til nýbreytni- og þró-
unarstarfs.“
–Hvað felur yfirskriftin í sér?
„Skólinn breyttist kannski ekki
svo mikið alla síðustu öld,
snemma á þeirri öld mótuðust
skólar í þeirri mynd sem þeir eru
nú, nemendur skiptust í árganga
og bekki þar sem voru 20–30
nemendur, skóladagurinn skiptist
í kennslustundir fyrir mismun-
andi námsgreinar o.s.frv. Það get-
ur varla verið að skólinn verði
eins á 21. öldinni. Skólinn breytist
eins og önnur svið þjóðfélagsins.
Með ráðstefnunni og sýningunni
erum við að reyna að lesa í þró-
unina.“
–Tilgangur og tilurð?
„Tilgangur ráðstefnunnar er að
vekja athygli á markmiðum okkar
um einstaklingsmiðaðra nám en
verið hefur og áherslu á samvinnu
nemenda í skólum borgarinnar,
hvetja skóla og kennara til að
reyna ýmsar leiðir í þessum efn-
um og miðla upplýsingum um það
sem vel er gert. Þarna fer í raun
fram jafningjafræðsla.
Tilgangur sýningarinnar er að
vekja athygli á því fjölbreytta ný-
breytni- og þróunarstarfi sem
fram fer í grunnskólum Reykja-
víkur. Þar er mikil gróska um
þessar mundir og
margt að breytast.
Flutningur grunnskól-
ans til borgarinnar var
í raun vítamínsprauta.
Skólarnir hafa nú mun
meira sjálfstæði en þeir hafa áður
haft, einsetning skólanna skapar
nýja möguleika og stóraukið fé
hefur verið lagt til skólanna, m.a.
til að auka sveigjanleika og bæta
skólastarfið og umgjörð þess.
Tilgangur hvatningarverð-
launanna er að hvetja skóla til að
leita stöðugt nýrra leiða til að
bæta starfið. Við getum alltaf
gert enn betur.“
–Hverjir verða ræðumenn?
„Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni
er Maxine Giberson, kennari og
kennsluráðgjafi frá New Bruns-
wick í Kanada, en þar hafa menn
stigið athyglisverð skref í átt til
einstaklingsmiðaðra náms. Hún
talar um fjölþrepakennslu og nám
við hæfi allra. Katrín Frímanns-
dóttir fjallar um samvinnu nem-
enda og hópvinnu. Sigríður Heiða
Bragadóttir og Auður Ögmunds-
dóttir segja frá þróunarverkefni í
Ölduselsskóla um breytta
kennsluhætti og einstaklingsmið-
að nám og frá verkmöppum.
Kennarar úr Ingunnarskóla,
Hrund Gautadóttir, Þorgerður
Hlöðversdóttir og Eygló Frið-
riksdóttir, fjalla um einstaklings-
áætlanir og þemavinnu og loks
ræðir dr. Ingvar Sigurgeirsson
frá Kennaraháskóla Íslands um
kennaranám og skóla framtíðar.“
–Hvernig sérðu fyrir þér þró-
unina í skólastarfi?
„Ég sé fyrir mér að skólastarf
verði mun sveigjanlegra en nú er,
athyglin mun beinast meira að
hverjum og einum og samvinn-
unámi af ýmsu tagi. Það þýðir að
nám hvers nemanda tekur meira
mið af stöðu og áhuga hans eða
hennar. Ég sé fyrir mér að bekkir
af svipaðri stærð muni víkja fyrir
námi nemenda í mismunandi hóp-
um, stórum og litlum, og einstak-
lingsnámi. Í stað eins kennara og
eins bekkjar komi samvinna
kennara um stærri hópa, þótt
kennarar haldi áfram
að hafa sinn umsjónar-
hóp. Skólastofur af
sömu stærð muni hopa
fyrir rýmum af mis-
munandi stærð og gerð
í nýjum skólum og eldra skóla-
húsnæði verði gert sveigjanlegra.
Þetta eru engar nýjar hugmyndir,
en nýja tölvu- og samskiptatækn-
in, einsetning skólanna og fleiri
starfsmenn í skólunum en áður
gerir okkur þetta m.a. auðveldara
en verið hefur. Á ráðstefnunni
mun reyndar liggja frammi grein
sem ég skrifaði nýlega um sýn
mína um framtíðarskólann.“
Gerður G. Óskarsdóttir
Gerður G. Óskarsdóttir er
fædd í Reykjavík 5. september
1943. Stúdent frá MR 1963.
Kennarapróf frá KÍ 1964. BA-
próf í landafræði og þýsku frá HÍ
1969. Kennslufræði til kennslu-
réttinda frá HÍ 1971. Mast-
ersnám í námsráðgjöf frá Bost-
onháskóla 1981 og doktorspróf í
stjórnun og stefnumörkun
menntamála frá Kaliforníuhá-
skóla í Berkley 1994. Kenndi
víða og var skólastýra í Nes-
kaupstað, kennslustjóri í
kennslufræðum við HÍ og ráðu-
nautur menntamálaráðherra
1988–91. Fræðslustjóri frá 1996.
Vekja athygli
á því sem
vel er gert
RANNSÓKNARRÁÐ Íslands til-
kynnti í gær fjölda styrkveitinga úr
vísinda- og tæknisjóði. Alls fá 117
verkefni úthlutun úr Vísindasjóði í ár,
þar af 75 framhaldsverkefni. Úr
tæknisjóði er úthlutað til 58 verkefna
að þessu sinni. Þetta er í síðasta sinn
sem úthlutað er úr þessum tveimur
sjóðum en lög um Rannsóknarráð Ís-
lands hafa verið felld úr gildi og starf-
ar ráðið nú samkvæmt bráðabirgða-
ákvæði til loka marsmánaðar. Lög um
Vísinda- og tækniráð tóku gildi í byrj-
un febrúar og verður úthlutað úr nýj-
um Rannsóknasjóði á næsta ári að því
er fram kom í máli Hafliða Péturs
Gíslasonar, formanns Rannís, í gær.
Vísindasjóður hefur haft það hlut-
verk að efla vísindarannsóknir á Ís-
landi. Í ár hafði sjóðurinn 210 millj-
ónir króna til ráðstöfunar og barst í ár
221 umsókn um nýja styrki. Veitt var
til 42 nýrra verkefna, alls 65 milljónir
króna. Öll framhaldsverkefnin 75,
sem sótt var um, voru styrkt um alls
122 milljónir króna.
Tæknisjóður hefur það hlutverk að
styrkja þróun og nýsköpun í íslensku
atvinnulífi með styrkjum til hagnýtra
rannsókna. Til ráðstöfunar í ár voru
202 milljónir króna. Sjóðnum bárust
að þessu sinni 115 umsóknir um verk-
efnastyrki, þar af voru 17 til fram-
haldsverkefna og 98 nýjar umsóknir.
Alls var 51 verkefni styrkt og voru 34
vegna nýrra umsókna. Til viðbótar
voru sjö verkefni styrkt um 29 millj-
ónir sem einnig fengu styrk á árunum
2001 og 2002. Er það liður í langtíma-
styrkveitingu sjóðsins. Alls nema
styrkir úr tæknisjóði í ár 183,5 millj-
ónum króna.
Viðfangsefni skarast
Hafliði P. Gíslason sagði að talsvert
væri farið að bera á skörun viðfangs-
efna sem vísindasjóður og tæknisjóð-
ur styrkja. Nefndi hann einkum á
sviði heilbrigðis og lífvísinda og að bú-
ast mætti við svipaðri þróun á öðrum
sviðum. Hann fagnar því að þessir
tveir sjóðir skulu sameinaðir í einn
rannsóknasjóð með nýjum lögum um
opinberan stuðning við vísindarann-
sóknir. Samhliða þessum breytingum
muni nýr tækniþróunarsjóður styðja
við þróunarstarf sem miði að nýsköp-
un í atvinnulífinu. Rannsóknasjóður
muni hins vegar styrkja bæði grunn-
rannsóknir og hagnýtar rannsóknir.
Hafliði sagði starfshætti sjóðanna
hafa verið mismunandi að mörgu
leyti. Tæknisjóður styrki færri verk-
efni með hærri styrkjum. Nú sé út-
hlutað um 50 styrkjum að meðaltali
um þrjár milljónir króna. Vísinda-
sjóður hafi hins vegar fjölbreyttari
hóp viðskiptavina og verkefnastyrkir
í ár rúmlega 100 að meðaltali 1.200
þúsund krónur auk rannsóknastöðu-
og öndvegisstyrkja. Hlutfall veittra
styrkja og meðalstyrkur er því mun
lægra þar en hjá tæknisjóði.
Hann sagði vanda þessara sjóða
ekki leysta með því að sameina þá.
Einungis verði sátt um rannsókna-
sjóð ef hann verði það öflugur að hann
geti sinnt þörfum beggja hópa um-
sækjenda á viðunandi hátt. Vonar
hann að hraustlega verði tekið á mál-
inu í fjárlögum næsta haust.
Síðasta úthlutun vísinda- og tæknisjóðs í óbreyttri mynd
Rannís úthlutar styrkj-
um til 175 verkefna
EINAR Mäntylä er verkefnastjóri
hjá ORF Líftækni hf. og fékk hann
ásamt Birni Örvari fimm milljónir
króna í styrk frá Rannís til að vinna
að þróun framleiðslukerfis sem notar
plöntur til að framleiða verðmæt efni
eins og prótein í miklum mæli á ódýr-
an hátt. Einar segir mikla eftirspurn
eftir próteini, sem er t.d. notað sem
virkt efni í lyfjagerð, en fram-
leiðsluaðferðir hafa verið látnar sitja
á hakanum á meðan lyf sem innihalda
prótein hafa verið í þróun. Nú þegar
tilskilin leyfi eru fengin til að fram-
leiða slík lyf er eftirpurnin fjórföld á
við framleiðsluna. Hálfgerð stífla hafi
myndast í framleiðsluferlinu.
Einar segir mikið sóknarfæri fyrir
Íslendinga í þessari framleiðslu.
Horfir hann sérstaklega til íslenska
byggsins þar sem erfðabreytt planta
er látin hlaða upp verðmætum pró-
teinum. Með aðferðum plöntu-
líftækninnar er hægt að stýra því
hvar í plöntunum próteinin hlaðast
upp, hvenær það gerist, og hvernig
má einangra þau og hreinsa.
Hann segir íslenskar aðstæður
skapa varanlega sérstöðu innan þess-
arar ungu greinar. Óblíð veðrátta,
tegundafæð og erfið vaxtarskilyrði
utan gróðurhúsa og ræktaðs lands
tryggir algera sérstöðu í afmörkun og
öryggi við ræktun erfðabættra
plantna. Hann segir hér mikið rækt-
arland svo ekki þurfi að ganga á það
land sem þegar er í ræktun.
Þessi aðferð tryggir að mati Einars
lágan framleiðslukostnað og fram-
leiðslugetan er mikil þar sem land sé
nóg. Stýring á framleiðslumagni er
auðveld og ódýr með því að ákvarða
stærð ræktað lands eftir eftirspurn.
Áhætta vegna aðskotaefna eða smits
er lítil og lítið sé notað af eiturefnum.
ORF líftækni vinnur að þróun framleiðslukerfis
Erfðabreyttar plöntur
notaðar til próteingerðar