Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 9
ERFINGJAR konu sem átti íbúð í
Reykjavík sem reist var af bygging-
arsamvinnufélaginu Samtökum
aldraðra mega selja íbúðina á mark-
aðsvirði en eru ekki bundnir af sam-
þykktum félagsins um að íbúðarverð
skuli aldrei vera hærra en kostn-
aðarverð hennar að viðbættri verð-
hækkun. Þetta er niðurstaða meiri-
hluta Hæstaréttar. Einn dómaranna
var þessu ósammála og skilaði sér-
atkvæði.
Málaferlin snerust um ákvæði 17.
greinar samþykktar félagsins og
hvort efni hennar hefði verið kynnt
konunni með fullnægjandi hætti
þegar hún keypti íbúðina árið 1991.
Þar er m.a. kveðið á um að kaupandi
íbúðar skuli vera félagi í Samtökum
aldraðra og að hún verði ekki seld
eða afhent öðrum en þeim sem hefði
náð 63 ára aldri. Þá mætti söluverð
íbúðarinnar, hversu oft sem hún
skipti um eigendur, aldrei vera
hærra en sem næmi kostnaðarverði,
þegar tekið hafi verið tillit til vísi-
töluhækkunar og fyrningar. Tekið
er fram í dómnum að af gögnum
málsins yrði ráðið að konan hafi litið
á sig sem félaga í samtökunum en
engin formleg gögn voru þó til um
inngöngu hennar. Þá var ekki þing-
lýst á íbúðina ákvæðum um sölu-
verð.
Taldi meirihluti Hæstaréttar að
Samtökum aldraðra hefði ekki tekist
að sýna fram á að konunni hefði ver-
ið kunnugt um þetta ákvæði og því
væru erfingjarnir ekki bundnir af
því.
Þessu var Garðar Gíslason,
hæstaréttardómari, ósammála. Í
sératkvæði hans segir að reglan um
söluverð sé bæði sanngjörn og eðli-
leg, auk þess sem hún hvíldi á öllum
íbúðum í húsinu. Taldi hann að erf-
ingjunum hefði ekki tekist að sýna
fram á að konunni hafi verið ókunn-
ugt um þessa reglu og því vildi hann
sýkna byggingarsamvinnufélagið.
Þeir sem mynduðu meirihluta í
dómnum voru þau Guðrún Erlends-
dóttir, Gunnlaugur Claessen, Har-
aldur Henrysson og Pétur Kr. Haf-
stein. Ragnar Halldór Hall hrl. flutti
málið f.h. Samtaka aldraðra en Karl
Axelsson hrl. fyrir hönd erfingjanna.
Erfingjarnir mega selja
íbúðina á markaðsverði
SAMKVÆMT bréfi til umboðs-
manns Alþingis hefur Orkuveita
Reykjavíkur (OR) ákveðið að breyta
útgáfu á reikningum þannig að fram-
vegis geti þeir sem þess óska fengið
sent í pósti afrit áætlunarreikninga
sinna auk venjulegrar útsendingar
uppgjörsreikninga.
Tilefni þessa er að umboðsmanni
hafa á undanförnum mánuðum bor-
ist athugasemdir við að OR sendi
ekki þeim viðskiptavinum, sem kjósa
að greiða fyrir áætlaða raforkunotk-
un með bein- eða boðgreiðslum,
reikning vegna viðskiptanna nema
einu sinni ári. Sendi umboðsmaður
OR bréf þar sem hann óskaði upp-
lýsinga um þetta atriði og fékk ofan-
greint svar.
Vonast umboðsmaður til þess að
afrit áætlunarreikninga verði þannig
útbúin af hálfu OR að þau teljist full-
nægjandi skjöl í bókhaldi orkukaup-
enda. Þá kemur umboðsmaður þeirri
ábendingu á framfæri við OR að fyr-
irtækið gæti þess að kynna við-
skiptavinum sínum möguleika þeirra
til að fá útgefna reikninga. Tekur
umboðsmaður fram að hann telji það
vera í betra samræmi við stöðu OR
sem eina söluaðila á rafmagni og
heitu vatni á sínu svæði, og fyrirtæk-
is í opinberri eigu, að hafa frum-
kvæði að því að kynna orkukaupend-
um umrædda möguleika frekar en
að láta vitneskju viðskiptavina um þá
ráðast af því hvort þeir kunni að
beina fyrirspurn um þetta til þjón-
ustuvers fyrirtækisins.
Seðilgjald heimilt
Umboðsmanni Alþingis bárust
jafnframt athugasemdir við seðil-
gjald upp á 450 krónur sem OR hefur
lagt á 15 dögum eftir gjalddaga
vegna vanskila á raforkureikning-
um. Ekki eru gerðar athugasemdir
við þetta gjald þar sem heimild sé
fyrir því í gjaldskrá fyrirtækisins.
Tekur umboðsmaður fram að gefnu
tilefni að lagagrundvöllur að baki
seðilgjaldinu sé ólíkur þeim sem
staðið hafi að baki svonefndu gíró-
gjaldi hjá Ríkisútvarpinu. Umboðs-
maður bendir á að á grundvelli laga
um stofnun sameignarfyrirtækis um
OR hafi verið sett gjaldskrá sem hafi
verið staðfest af iðnaðarráðherra.
Umboðsmaður gerir ekki athuga-
semd við þá afstöðu iðnaðarráðu-
neytisins að fjárhæð seðilgjaldsins
sé hófleg og innan skynsamlegra
marka. Telur umboðsmaður ekki
fært að fullyrða að það hafi verið í
ósamræmi við hlutverk ráðuneytis-
ins að það byggði staðfestingu sína á
mati, enda þótt ekki liggi fyrir ná-
kvæmur útreikningur eða kostnað-
argreining á umræddu seðlilgjaldi.
Orkuveitan breytir út-
gáfu raforkureikninga
Morgunblaðið/Jim Smart
Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00.
Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is
• Þau syngja, dansa
og þjóna þér !
• Þau láta þig hlæja, dansa
og syngja!
• Ekki missa af þessari sýningu !
• Þau eru Le'Sing!
Sýningar 14.feb. -15.feb. nokkur sæti laus. - 21. og 22.feb.
Verð kr. 2.500 + matur
Litla sviðið opnar klukkan 19.30 .
Sýningin hefst
stundvíslega kl. 20:00.
Hátíðarkvöldverður
og skemmti-
dagskrá úr
Borgarfirðinum
Föstudaginn
14. febrúar:
TINA
TURNER
hljómsveit
söngur, dans
föstudagur 28. febrúar
Matur skemmtun og dansleikur
kr. 4.900.
Skemmtun og dansleikur2.500.
Dansleikur 1.200 kr
Söngvarar: Jóhanna Harðardóttir,
Jón Ike Sverrisson
og Jóna Fanney Friðriksdóttir.
St
af
ræ
na
h
ug
m
yn
da
sm
ið
ja
n/
28
53
SKEMMTI- OG
HAGYRÐINGA
KVÖLD
föstudagskvöldið 21. febrúar
Matur - skemmtun - dansleikur 4.900.
Skemmtun - dansleikur 2.500.
dansleikur eftir kl. 23:30 kr. 1.200.
Landsfrægir hagyrðingar.
Lögreglukór Reykjavíkur í syngjandi sveiflu.
Húsið opnar fyrir matargesti kl. 19:00
Dansleikur til 03:00. Hljómsveitin Lúdó og Stefán.
Lögreglumenn og velunnarar lögreglunnar
sérstaklega velkomnir.
Erum með glæsilega sali
fyrir fermingar og giftingar !
Matur - skemmtun
- dansleikur 4.900.
Skemmtun - dansleikur 2.500.
Dansleikur kr. 1.200.
Valentínusar-
dagur
Hljómsveitin
Stuðbandalagið
leikur svo á ekta sveitaballi
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Verðhrun
Rýmum fyrir vorinu
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi
sími 577 4949
Næs
Glæsilegir árshátíðarkjólar
skór - veski
Fallegir síðir dragtajakkar
í stærðum 38-52
Opnunartími
miðvikudag kl. 14-18
fimmtudag kl. 14-18 og 20-22
föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14
Pelshúfur
og -treflar
Enn er hægt að gera
mjög góð kaup á útsölunni í Eddufelli
Nýjar vörur í báðum búðunum
St. 36—42 & 44—46
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—15
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111