Morgunblaðið - 12.02.2003, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRLEGT Viðskiptaþing Versl-
unarráðs verður haldið í dag undir
yfirskriftinni Árangur fyrir Ísland.
Í tilkynningu frá ráðinu segir að á
þinginu verði kynnt stefnumótun
Verslunarráðs fyrir Ísland 2003–
2010 en í henni er velt upp ýmsum
grundvallaratriðum sem ráðið telur
að bæði atvinnulíf og stjórnvöld
þurfi að huga að svo tryggja megi
að sá árangur sem náðst hefur í
efnahagslífinu verði grundvöllur
frekari hagsældar. Auk ræðu Boga
Pálssonar formanns Verslunarráðs
og Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra munu þeir Ingimundur Sig-
fússon sendiherra, Sigurður Helga-
son forstjóri Flugleiða og Sigurður
Einarsson forstjóri Kaupþings
segja frá hugmyndum sínum um
hvernig best megi tryggja árangur
fyrir Ísland.
Viðskiptaþing hefst kl. 13 og er
öllum opið en skráning fyrirfram er
nauðsynleg.
Viðskiptaþing
Verslunarráðs
2003
!
"
#
" $
$ %
&
##
" &
"
&"
"
$
!" #!
%
'(
)*)+, #)-./
& )0$
$
%&'%(
!
!!"
#!
"
$
!"#
AGNES Bragadóttir, blaðamaður
á Morgunblaðinu, setti í erindi
sínu á ársfundi viðskipta- og hag-
fræðideildar Háskóla Íslands sem
haldinn var í gær undir yfirskrift-
inni „Fer viðskiptasiðferði hrak-
andi?“ fram þá hugleiðingu hvort
líta mætti á það sem er að gerast
og hefur verið að gerast í íslensku
viðskiptalífi sem smækkaða hlið-
stæðu af því sem gerðist á seinni
árum valdatíðar Borís Jeltsíns,
forseta Rússlands, þar sem Olik-
arlarnir svokallaðir réðu öllu, en
að því er fram kom í ræðu
Agnesar voru þeir svo áhrifa- og
valdamiklir að þeir gátu bók-
staflega keypt kosninganið-
urstöður sem voru Jeltsín í hag.
„Þegar ég nefni samlíkingu við
Olikarlana í Rússlandi á ég við það
að hér virðast nokkrar við-
skiptagrúppur hafa náð und-
irtökum og völdum í íslensku við-
skiptalífi. Við Íslendingar hljótum
að velta því fyrir okkur hvort það
er að gerast eða hefur gerst að fá-
mennur hópur eða nokkrar við-
skiptablokkir geti keypt landið,“
sagði Agnes Bragadóttir og bætti
við stuttu síðar: „Ef þetta er
myndin sem blasir við hljóta
stjórnmálamenn að íhuga hvað sé
til ráða nema þeir hafi þegar verið
keyptir!“
Agnes sagði einnig að það væri
engum blöðum um það að fletta að
í dag væri það viðskipta- og at-
vinnulífið í landinu sem réði ferð-
inni og þar, en ekki á vettvangi
stjórnmálanna, væru hinar stóru
ákvarðanir teknar.
Mannorðið dýrmætast
Ágúst Einarsson, forseti við-
skipta- og hagfræðideildar, sagði
að mannorðið væri það dýrmæt-
asta sem þeir sem nema viðskipti
og hyggjast leggja þau fyrir sig
taka með sér út úr skóla.
Ágúst sagði brýnt að auka út-
gáfu íslenskra fræðirita á sviði
viðskipta- og hagfræði og bæta úr
fjárskorti hinnar ört stækkandi
deildar, sem nú eru um 1.400 nem-
endur í. Hann sagðist ennfremur
telja stjórnkerfi HÍ „þunglama-
legt“ og vill að deildinni sé gert
kleift að keppa við aðra skóla á
jafnréttisgrundvelli.
Nanna Margrét Gunnlaugs-
dóttir, formaður Mágusar, félags
viðskiptafræðinema, sagði að hug-
takið viðskiptasiðferði væri ekki
akademískt og því erfitt að mæla
það. Hún sagðist telja mikilvægt
að þeir sem fjölluðu um viðskipti
huguðu að því. Þá sagði hún að
henni sýndist umræðan um sið-
ferði oftar tengjast ákveðnum
mönnum í viðskiptalífinu en að
vera málefnaleg umræða.
Fullunnið ál besta hugmyndin
Formaður Hollvinafélags við-
skipta- og hagfræðideildar, Árni
Vilhjálmsson, veitti verðlaun Jóni
Bjarka Bentssyni, BS-nema í hag-
fræði, fyrir hæstu meðaleinkunn
allra á fyrsta ári í deildinni síðasta
skólavetur. Hagfræðineminn Jón
Bjarki var einnig hæstur annars
árs nema í deildinni á haustmiss-
eri 2002.
Fleiri nemendur voru verðlaun-
aðir því þeir Arnar Björnsson,
Davíð Ólafur Ingimarsson og Sig-
urður Hermannsson hlutu 125 þús-
und krónur í verðlaun frá Holl-
vinafélaginu og Búnaðarbank-
anum fyrir bestu viðskiptahug-
myndina. Verkefni þeirra lýtur að
því hvernig fullvinna megi ál hér á
landi í stað þess að flytja það
óunnið úr landi.
Ársfundur viðskipta- og hagfræðideildar HÍ
„Getur fámennur
hópur keypt landið?“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurður Hermannsson, Davíð Ólafur Ingimarsson og Arnar Björnsson
halda á milli sín verðlaunaávísun fyrir hugmynd sína um fullvinnslu áls.
Jón Bjarki Bentsson (t.h.) fékk verðlaun fyrir hæstu einkunn í deildinni á
fyrsta ári en hann er nemi í hagfræði.
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ – Gunnvör
hf. var rekið með 633 milljóna
króna hagnaði á árinu 2002, sam-
anborið við 114 milljón króna hagn-
að árið 2001. Hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði (EBITDA)
var 830 milljónir árið 2002 en 968
milljónir árið áður. Veltufé frá
rekstri nam 669 milljónum króna á
árinu og handbært fé frá rekstri
679 milljónum króna.
Viðsnúningur í
fjármagnsliðum
Í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að rekstrartekjur félagsins að
frádregnum afla til eigin vinnslu
námu 3.276 milljónum króna sam-
anborið við 2.912 milljónir árið áð-
ur og jukust um 12%. Rekstrar-
gjöld félagsins námu 2.447
milljónum króna samanborið við
1.944 milljónir árið áður. Afskriftir
námu 352 milljónum króna. Fjár-
magnsliðir voru jákvæðir um 300
milljónir króna en voru neikvæðir
um 499 milljónir árið áður. Nær
allar langtímaskuldir félagsins eru
í eá síðasta árlendum myntum og
nam gengishagnaður félagins 426
milljónum króna samanborið við
506 milljón króna gengistap árið
áður.
Framlegð hefur lækkað
„Rekstur félagsins gekk ágæt-
lega á árinu, en ljóst er að breyt-
ingar á gengi íslensku krónunnar
hafa talsverð áhrif á rekstur félags-
ins, framlegð hefur lækkað talsvert
þar sem nær allar tekjur félagsins
eru í erlendum myntum, að sama
skapi hafa skuldirnar lækkað. Veið-
ar skipa félagsins gengu ágætlega
á árinu, bolfiskskipin Júlíus Geir-
mundsson og Páll Pálsson skiluðu
metaflaverðmæti á land á árinu.
Þrátt fyrir aukinn afla rækjuskipa
félagsins er afkoma rækjuveiða og
vinnslu óviðunandi, afurðaverð á
rækju í erlendri mynt lækkaði á
árinu, auk þess sem styrking krón-
unnar hefur mikil áhrif,“ segir í til-
kynningu félagsins.
Hagnaður Gunn-
varar 633 milljón-
ir kr. á síðasta ári
' +,
8 8
!
& ,!
""+
&(
&$$
'#%(
)
*
#+ (
&+&"
* -
* )
1
%%,
%+,
& 7
(+7
,$,
#,""
&(,
'",,
%
##"+
"#%"
+
%$
$6 7
'
!"
#$%&%'"
&##
- .
VERSLUNARRÁÐ Íslands telur
æskilegt að þriðjungur menntakerf-
isins verði í höndum einkaaðila árið
2005, að því er fram kemur í drögum
að skýrslu ráðsins vegna Viðskipta-
þings, sem haldið verður í dag.
Í drögunum segir að menntun sé
einn af lykilþáttum fyrir samkeppn-
ishæfni samfélagsins. Bent er á, að
menntun sé atvinnugrein. Birgir Ár-
mannsson, starfandi framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs, segir að fjöldi
fólks hafi að atvinnu að veita öðrum
menntun. „Fjölmörg fyrirtæki og
stofnanir gegna þessu hlutverki. Á
ákveðnum sviðum er vísir að sam-
keppni á þessum markaði, en hið op-
inbera er víðast hvar mikið umfangs
á honum,“ segir hann.
Mikið hagsmunamál
Birgir segir að Verslunarráð leggi
áherslu á, að auka beri svigrúm
einkaaðila til að veita menntun.
„Jafnvel þótt ríkið greiði að stórum
hluta áfram fyrir þjónustuna. Þannig
teljum við að þjónustan batni. Við
væntum þess að þannig nýtist þeir
fjármunir sem veitt er til málaflokks-
ins betur en áður,“ segir hann. Birgir
segir að um mikið hagsmunamál sé
að ræða, enda sé menntun einn
stærsti útgjaldaliður ríkis og sveitar-
félaga.
Að mati Birgis er nauðsynlegt að
sett verði markmið um að verulegur
hluti menntakerfisins verði í höndum
einkaaðila í framtíðinni. „Auðvitað
eru þeir inni á þessum markaði núna,
með einkaskóla og námskeiðahald.
Verslunarráð hefur sjálft lagt sitt af
mörkum í uppbyggingu á mennta-
sviðinu, með rekstri Verslunarskóla
Íslands og svo Háskólans í Reykja-
vík síðustu árin.“
Hann segir Verslunarráð telja að
þessir skólar, sem séu einkareknir
en njóti fjárstuðnings hins opinbera
upp að vissu marki, hafi haft ákaf-
lega jákvæð og hvetjandi áhrif á
menntakerfið í heild. „Það er afskap-
lega mikilvægt, t.a.m. í tilfelli Há-
skólans í Reykjavík, að hið opinbera
styðji við bakið á honum, þannig að
hann fái vaxið og dafnað. Atvinnulífið
hefur lagt verulega mikið af mörkum
til uppbyggingar þessa skóla og hef-
ur að sama skapi notið skilnings
stjórnvalda. Við teljum gríðarlega
mikilvægt að sá stuðningur haldi
áfram,“ segir Birgir Ármannsson
Verslunarráð Íslands
Hlutur einka-
aðila í mennta-
kerfinu aukist
MÁR Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabanka Íslands, segir
ekki vera tilefni til snarprar lækk-
unar vaxta til að vinna gegn verð-
hjöðnun eða til að vinda ofan af
hækkun gengis. Már sagði, á há-
degisverðarfundi Félags viðskipta-
og hagfræðinga í gær, að ef Seðla-
bankinn ætlaði sér að jafna vaxta-
mun við útlönd, með því að lækka
vexti um rúm 2%, yrði algerlega
farið fram hjá verðbólgumark-
miðum. Hann segir að Íslendingar
verði að sætta sig við það að gengið
réðist nú fyrst og fremst á mark-
aði.
Raungengi of hátt
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Búnaðar-
bankans, sagðist á fundinum telja
að raungengi krónunnar væri of
hátt og það bitnaði á útflutnings-
greinum. Hún sagði að óeðlilegt
væri að fyrirtæki löguðu sig að
þessu háa raungengi. Hún sagði
ennfremur að efasemdir væru uppi
um að mögulegt væri að stilla op-
inberar framkvæmdir þannig að
þær myndu vega á móti áhrifum
stóriðjuframkvæmdanna, en í
spám opinberra aðila hefur verið
gert ráð fyrir því.
Edda Rós sagði að ef til vill væri
vert fyrir Seðlabankann að reyna
að hafa áhrif á raungengi, enda
væru aðstæður nú mjög sérstakar.
„Afskipti af raungengi geta verið
trúverðug ef þau eru hluti af heild-
stæðri stefnu í efnahagsmálum.
Þetta á sérstaklega við um núver-
andi aðstæður, þar sem stærsta
fjárfesting Íslandssögunnar stend-
ur fyrir dyrum og samkeppnis-
hæfni útflutnings- og samkeppnis-
greina er í hættu,“ sagði hún.
Már sagði að peningastefna
Seðlabankans gæti ekki haft áhrif
á raungengi nema til mjög skamms
tíma.
„Þegar allt kemur til alls er
óhjákvæmilegt að raungengi hækki
vegna þessara miklu fram-
kvæmda.“
Ekki tilefni til snarpr-
ar vaxtalækkunar