Morgunblaðið - 12.02.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.02.2003, Qupperneq 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 15 ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki sannfærður um að nýjar skattalækkanir væru nauðsynleg- ar svo hleypa mætti lífi í efna- hag Bandaríkj- anna. Sagði hann, er hann kom fyrir þingnefnd í Wash- ington, að Banda- ríkjaþing yrði að tryggja að halli á ríkissjóði færi ekki úr böndunum næstu árin. Ummæli Greenspans eru talin áfall fyrir George W. Bush Bandaríkjafor- seta sem hefur lagt til stórfellda lækkun skatta. Tekur Greenspan með þessu undir þá gagnrýni demókrata og um 400 hagfræðinga, sem lýstu skoðun sinni í gær með heilsíðuaug- lýsingu í New York Times, að skatta- lækkanirnar veiki efnahag Banda- ríkjanna til lengri tíma litið með því að auka fjárlagahallann. „Við verðum að lífeyrisgreiðslna og fleiri verkefna. Kenneth Arrow, Nóbelsverðlaunahafi við Stanford-háskóla, segir að mikill fjárlagahalli leiði til „aukinnar sam- keppni ríkisins á fjármagnsmarkaði og hugsanlega verðbólgu og þar af leiðandi til hærri langtímavaxta“. Hagfræðingarnir gagnrýna eink- um tillögu Bush um að afnema skatta á arð af hlutabréfum og segja að hún sé „ekki trúverðug“ leið til að hleypa nýjum þrótti í efnahagslífið. Þeir benda á að í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar er spáð metfjárlaga- halla á næstu tveimur árum jafnvel þótt kostnaður af hugsanlegu stríði í Írak sé ekki tekinn með í reikninginn. Einnig segja þeir að til að blása nýju lífi í efnahaginn þurfi stjórnin að gera „tafarlausar en tímabundnar út- gjalda- og skattaráðstafanir til að auka eftirspurnina“ og stuðla að meiri fjárfestingum. „Slíkar ráðstafanir myndu auka hagvöxt og fjölga störf- um án þess að fjárlagahorfurnar versnuðu til lengri tíma litið,“ segja hagfræðingarnir. Greenspan efins um skattastefnu Bush Óttast að ríkishalli fari úr böndunum Washington. AFP. vara okkur mjög á því að láta ekki rík- ishallann fara úr böndunum,“ sagði Greenspan. Ummæli Greenspans eru jafnframt allt annars eðlis en þau, sem hann lét falla fyrir tveimur árum, þegar Bush kynnti fyrstu skattalækkunartillögur sínar. Þá studdi hann hugmyndir for- setans, sem urðu að lögum það ár. Auka ekki hagvöxt að ráði Meðal hagfræðinganna 400, sem sögðu í gær að tillögur Bush væru „ekki lausnin á efnahagsvanda Bandaríkjanna“, eru tíu Nóbelsverð- launahafar. Hagfræðingarnir segja að fyrirhugaðar skattalækkanir Bush auki ekki hagvöxt og fjölgi ekki störf- um að ráði en leiði til mikils fjárlaga- halla sem kunni að verða til þess að stjórnin hafi ekki nógu mikið fé til elli- Alan Greenspan UM 400 hermenn héldu uppi örygg- isgæslu á Heathrow-flugvelli og á fleiri stöðum í Lundúnum í gær. Að sögn lögreglu var ákveðið að auka viðbúnaðinn af ótta við hryðjuverk í tengslum við einn helsta hátíðisdag múslíma. Eid al-Adha, önnur helsta trúarhá- tíð múslíma, hófst í gær og sögðu talsmenn bresku lögreglunnar hugs- anlegt að hryðjuverkasamtök á borð við al-Qaeda hygðust nýta sér það til- efni til hryðjuverka í Bretlandi. Mestur var viðbúnaðurinn á Heat- hrow-flugvelli skammt fyrir utan höfuðborgina. Þar voru um 400 her- menn í viðbragðsstöðu. Léttum skriðdrekum hafði verið komið fyrir víða á flugvallarsvæðinu og vopnaðir menn fóru um flugstöðvarbyggingar. Er þetta mesti öryggisviðbúnaður á Heathrow frá árinu 1994 en þá létu liðsmenn Írska lýðveldishersins, IRA, til sín taka m.a. með því að skjóta sprengjum inn á flugvallar- svæðið. Sheikh Omar Bakri Mohammed, andlegur leiðtogi róttækrar múslím- ahreyfingar í Bretlandi, tók í gær undir að hætta á hryðjuverkum hefði aukist í landinu. Í viðtali við breska útvarpið, BBC, sagði Sheikh Omar að stuðningsmenn al-Qaeda væru á ferðinni í Bretlandi. Sagði hann það ekki vera stuðningsmenn sína. Hvatti hann fólk til að fara varlega og lagði sérstaka áherslu á að almenn- ingur hætti sér ekki inn í opinberar byggingar og fjármálastofnanir. ReutersBrynvagnar við Heathrow-flugvöll í Lundúnum í gær. Öryggisgæsla var efld vegna ótta við hryðjuverk. Lundúnum. AFP. Óttast árás á Heathrow BANDARÍSKUR áfrýjunarréttur hefur úrskurðað að embættismenn í Arkansas geti þvingað dauðadæmd- an fanga til að taka geðlyf með það að markmiði að hann verði nógu heill á geði til að hægt verði að taka hann af lífi, að sögn New York Tim- es í gær. Án lyfjameðferðar væri ekki hægt að lífláta fangann vegna þess að hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að það samræmist ekki stjórnarskránni að taka geð- veika fanga af lífi. Er þetta í fyrsta sinn sem banda- rískur áfrýjunarréttur heimilar slíka aftöku, að sögn New York Times. Dómstóllinn samþykkti með sex atkvæðum gegn fimm að heim- ila embættismönnunum að þvinga fangann, Charles Laverne Single- ton, til að taka sefandi lyf. „Dómstóllinn þurfti að velja á milli nauðungarlyfjagjafar sem leið- ir til aftöku og engrar lyfjagjafar sem leiðir til geðveiki og fangelsis- vistar,“ skrifaði dómarinn Roger L. Wollman í dómsorði meirihlutans. „Eina óæskilega afleiðing lyfjagjaf- arinnar er að hann verður hæfur til aftöku,“ skrifaði dómarinn. Hámark „villimennskunnar“ Dómarinn Gerald W. Heaney, sem greiddi atkvæði gegn úrskurð- inum, sagði að dómstóllinn hefði átt að heimila lyfjagjöfina en banna af- tökuna. Hann skírskotaði til þeirrar niðurstöðu hæstaréttardómarans Thurgoods Marshalls árið 1986 að það samræmdist ekki stjórnar- skránni að taka geðveika fanga af lífi þar sem hún bannaði grimmilega og óvenjulega refsingu. „Ég tel að aftaka manns sem er alvarlega geðveikur án meðferðar, og að öllum líkindum óhæfur þegar hann fær meðferð, sé hámark þess sem Marshall dómari kallaði „villi- mennskuna sem felst í því að krefj- ast hugsunarlausrar hefndar“,“ skrifaði Heaney. Singleton myrti afgreiðslukonu matvöruverslunar í Arkansas árið 1979 og var dæmdur til dauða sama ár. Tíu árum síðar og ári eftir um- ræddan úrskurð hæstaréttar tók geðheilsa fangans að versna. Hann hélt því fram að púkar hefðu tekið sér bólfestu í klefa hans og læknir hefði komið fyrir einhvers konar tæki í eyra hans. Hann skrifaði áfrýjunarréttinum fyrir ári og sagði að hann teldi ekki að konan, sem hann myrti, væri látin. „Hún er ein- hvers staðar á jörðinni og bíður mín – brúðgumans.“ Geðsjúkur fangi fær lyf til að hægt sé að lífláta hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.