Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 16
HELSTU dagblöð Bandaríkjanna fjölluðu í gær í forystugreinum um klofninginn sem skapast hef- ur innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) vegna ágreinings um réttmæti þess að blása til hern- aðar gegn stjórn Saddams Huss- eins Íraksforseta. Stærstu dagblöð austurstrand- arinnar The Washington Post og The New York Times nálgast deiluna með heldur ólíkum hætti og gætir meiri hörku í umfjöllun fyrrnefnda blaðsins. Leiðarahöfundur The Wash- ington Post segir að loks hafi Frakkar og Þjóðverjar brugðist við skýlausum brotum Íraks- stjórnar gagnvart ályktunum Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „En skotmark þeirrar herferðar er ekki Saddam Hussein heldur Bandaríkin,“ segir í forystugrein- inni. Því er haldið fram að þessi nálgun muni ekki hafa í för með sér að valdakerfi „einræðisherr- ans“ í Bagdad riðlist. Miklu frek- ar verði það hinar alþjóðlegu stofnanir sem tengt hafi saman evrópsk og alþjóðleg öryggismál sem skaddist. Blaðið fullyrðir að framganga þeirra Jacques Chiracs Frakk- landsforseta og Gerhards Schröd- ers Þýskalandskanslara styrki stöðu Saddams Husseins og mál- svara hans. Yfirskrift leiðarans er enda; „Staðið með Saddam“. „Framkoma leiðtoganna tveggja bendir sífellt meira í átt til þess að þeir hafi sett sér sama mark- mið og íraski einræðisherrann: að Chirac og Schröder sagð- ir „standa með Saddam“ AP Andstaða við herför gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta er mikil og almenn í Evrópu, ef marka má skoðanakannanir. Hér er stríði mótmælt á útifundi með yfir 10.000 þátttakendum í Leipzig í Þýskalandi á mánudag. The Washington Post fer hörðum orðum um Þjóð- verja og Frakka ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÝMISLEGT hefur komið á óvart í þeirri atburðarás, sem nú hefur leitt til þess að kominn er upp á yfirborðið alvarlegasti klofningurinn innan Atl- antshafsbandalagsins í rúmlega hálfrar aldar sögu þess. Að Frakkar leggi sig fram um að sýna og sanna að þeir séu illtilkippi- legir að lúta forystu Bandaríkja- manna er að sönnu ekkert nýtt. En það sem mörgum kemur á óvart – ekki sízt bandarískum stjórnmála- mönnum – er sú stefna sem þýzk stjórnvöld hafa valið að fylgja í þessu máli. Ekki að það komi á óvart að Þjóðverjar séu mótfallnir því að her- valdi sé beitt við lausn alþjóðlegra deilumála, heldur það að ráðamenn í Berlín skuli láta þá afstöðu sína spilla eins alvarlega fyrir samskipt- unum yfir Atlantshafið eins og nú er orðin raunin. Allt frá stofnun þýzka Sam- bandslýðveldisins – sem gerðist reyndar sama vorið og Atlantshafs- bandalagið varð til – hefur það verið bjargfastasti hornsteinn utanríkis- stefnu þess að leggja rækt við tengslin við Bandaríkin. „Þýzkaland veður í rústum utan- ríkisstefnu sinnar,“ segir í grein austurríska blaðsins Die Presse um þetta efni. Stefna ríkisstjórnarinnar í Berlín sé í uppnámi, bæði út á við sem inn á við. Að sögn Die Presse er staðan nú orðin þannig á „rauð- græna“ stjórnarheimilinu (sam- steypustjórn jafnaðarmanna og græningja) að ekki sé hægt að úti- loka að Gerhard Schröder kanzlari segi af sér áður en þetta ár er úti, eða þá utanríkisráðherrann Joschka Fischer. Nýjasta tilefnið til þessara álykt- ana er það sjónarspil sem fylgjast mátti með á alþjóðlegri ráðstefnu um varnarmál sem fram fór í München um helgina. Þátttakendum á ráð- stefnunni – þ.ám. varnarmálaráð- herrum NATO-ríkjanna – var ekki skemmt þegar þeir fréttu í gegnum fjölmiðla af meintum þýzk-frönskum tillögum sem leggja ætti fram í ör- yggisráðinu um að stórefla vopnaeft- irlitslið SÞ í Írak. Þannig yrði tryggt að markmið ályktana SÞ um afvopn- un Íraka næðust fram án stríðs með því að senda þangað allfjölmennt friðargæzlulið á vegum SÞ. Ljóst er að hefðu upplýsingar um hinar þýzk-frönsku tillögur borizt inn á ráðstefnuna í München hefði það haft veruleg áhrif á umræður ráðamannanna sem þar voru saman komnir. Í seinasta lagi er Fischer ut- anríkisráðherra var spurður í pall- borðsumræðum á ráðstefnunni, hvaða valkosti hann sæi í stöðunni til lausnar Íraksdeilunni aðra en þá sem Bandaríkjamenn aðhylltust, hefði hann þurft að kynna þessar til- lögur. Bandarísku fulltrúunum, þar á meðal Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra, fannst sem verið væri að fara á bak við þá. Í þeirra augum bætti það gráu ofan á svart að á sama tíma sat Schröder kanzlari að ræða þessar hugmyndir við Vladimír Pút- ín Rússlandsforseta í Berlín. Sjálfhelda Hvernig gat þetta gerzt? Svarið virðist einfaldlega vera það að hvorki Fischer né þýzki varnar- málaráðherrann Struck vissu nokk- uð um þær hugmyndir sem kanzl- arinn var þarna að kynna fyrir heiminum. Þetta er nýjasta og áþreifanlegasta dæmið um það hvernig kanzlarinn virðist fara sínar eigin leiðir í þessum málum án þess að ráðfæra sig mikið við utanríkis- ráðherrann. „Það er orðið augljóst að þýzka ríkisstjórnin reynir nú allt sem hún getur til þess að reyna að losa sig út úr þeirri sjálfheldu sem afskipti Schröders af utanríkisstefn- unni hafa komið henni í,“ skrifar svissneska blaðið Neue Zürcher Zeitung um þetta. Rugling skapaði líka afstaða þýzku stjórnarinnar til þess hvort beita skyldi neitunarvaldi gegn beiðni Bandaríkjamanna um virkjun varnarskuldbindinga NATO fyrir Tyrkland í ljósi þeirrar hættu sem það bandalagsland lenti í ef til stríðs- átaka í Írak kæmi. Fyrst var að heyra að ráðamenn í Berlín væru ákveðnir í að taka þátt í að beita neit- unarvaldi innan Atlantshafsbanda- lagsins. Síðan virtist sem þeir væru það ekki. Loks lýstu fulltrúar Þýzka- lands yfir stuðningi við ákvörðun Belga og Frakka, sem beittu neit- unarvaldi innan Atlantshafsbanda- lagsins þegar á það reyndi á mánu- dag. Í þýzkum fjölmiðlum hafa undan- farna daga birzt ítrekaðar fullyrð- ingar um að sambandið milli Schröd- ers og Fischers sé nú með versta móti. Utanríkisráðherranum gremj- ist mjög hvernig kanzlarinn hafi æ ofan í æ blandað sér í utanríkismálin í hrein-innanríkispólitískum tilgangi, nú síðast fyrir nýafstaðnar héraðs- þingkosningar í Hessen og Neðra- Saxlandi, og spilli þar með fyrir sínu starfi á viðsjárverðum tímum. Meint vatnaskil Bandaríska blaðið The Wash- ington Post les út úr stefnu ríkis- stjórnar Schröders vatnaskil í sögu þýzkrar utanríkisstefnu eftir Síðari heimsstyrjöld. Áður hafi kanzlarar Sambandslýðveldisins, úr hvaða flokki sem þeir komu, leitt hjá sér þær and-amerísku raddir sem vissu- lega fyrirfundust á jöðrum þýzkra stjórnmála. Í utanríkismálum hafi þeir litið á það sem hlutverk sitt (ólíkt hinum franska Charles de Gaulle og eftirmönnum hans) að ekki slaknaði á vináttuböndunum yfir Atl- antshafið. Frá því í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í september sl. hafi Schröder snúið baki við þessari hefð og frekar ýtt undir and-amer- ískar raddir en hitt. Nú sé í fyrsta sinn í sögu Sambandslýðveldisins við völd ríkisstjórn, sem að vísu „hefur ekki slíkar [and-amerískar] hneigðir innanborðs, en ýtir frekar undir þær og virkjar þær sér til framdráttar,“ eftir því sem Washington Post hefur eftir ónafngreindum þýzkum þing- manni. Þetta setur blaðið í samhengi við yfirlýstan vilja ríkisstjórnar samein- aðs Þýzkalands til að finna því sinn verðuga sess í samfélagi þjóðanna eftir hið langa niðurlægingartímabil kalda stríðsins, þegar landið var skipt í tvö ríki sem hvorugt gat talizt fullvalda. „Ný kynslóð stjórnmála- manna stýrir nú Þýzkalandi, kynslóð sem ekki er eins þjökuð af sektar- Risið upp gegn for- ystu Bandaríkjanna Ljóst þykir nú að Schröder Þýzkalandskanzlari fari eigin leiðir í utanríkismálum, í óþökk utanríkisráðherrans Fischers, skrifar Auðunn Arnórsson. Með harðri andstöðu við stefnu Bandaríkja- manna í Íraksmálinu er kanzlarinn að brjóta sterka hefð. Schröder og Fischer. LITLAR sem engar líkur eru á því að stjórnvöld í Frakklandi breyti um afstöðu og taki að styðja herför gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta. Viðmælendur AFP- fréttastofunnar frönsku segja að erfitt ef ekki ógerlegt verði fyrir Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, að breyta um afstöðu í Íraksmálinu en almenningur í landinu er mjög andvígur hernaði. Chirac vill að vopnaeftirlit verði hert og aukið áður en afstaða verði tekin til þess hvort blása skuli til herfarar gegn Íraksstjórn. Telja viðmælendur þvert á móti líkur hafa aukist á því að til sögulegs uppgjörs komi á milli Frakka og Bandaríkjamanna á vettvangi ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Fyrir viku virtist hugsanlegt að Frakkar kynnu að skipta um skoð- un. Hins vegar er reginmunur á því að lýsa andstöðu við stefnu Banda- ríkjastjórnar og að leggja fram aðra afstöðu með formlegum hætti,“ sagði Armand Menon, for- stöðumaður rannsóknarstofnunar í Evrópufræðum við Birmingham- háskóla. „Nú þegar Frakkar hafa mótað aðra afstöðu og haft frum- kvæði að því að kynna aðra lausn verður mun erfiðara fyrir Frakka að komast hjá því að beita neitun- arvaldi,“ bætti hann við. Fimm ríki öryggisráðsins hafa neitunarvald og eru Frakkar í þeim hópi. Tíu ríki eiga þar tíma- bundið sæti. Ónefndur talsmaður þýskra stjórnvalda sagði í gær að 11 af 15 ríkjum ráðsins styddu frumkvæði Frakka og Þjóðverja um aukið vopnaeftirlit í því skyni að knýja Íraka til að afvopnast. Fjögur ríki, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría og Spánn væru á móti. Líklegt er talið að uppgjörið á vettvangi öryggisráðsins kunni að vera skammt undan. Vopnaeftir- litsmenn í Írak kynna skýrslu sína um framgang verksins á föstudag og er þá búist við að umræður hefj- ist um hvort ráðast beri gegn Írök- um á þeim forsendum að þeir hafi brotið gegn ályktunum SÞ. Margir höfðu talið að Frakkar myndu á síðustu stundu breyta um afstöðu og leggjast á sveif með Bretum og Bandaríkjamönnum. Þetta myndu Frakkar gera með tilliti til þjóðarhagsmuna sinna því ella bíði þeirra einangrun og áhrifaleysi á alþjóðavettvangi. Nú telja sumir sérfræðingar líklegt að þessi umskipti muni ekki eiga sér stað; Frakkar hyggist hvergi hvika þrátt fyrir að sú afstaða hafi nú þegar kallað fram kreppu innan Atlansthafsbandalagsins, ágrein- ing innan Evrópusambandsins og spennu á vettvangi öryggisráðsins. Francois Heisbourg, þekktur sérfræðingur á sviði varnarmála og ráðgjafi utanríkisráðuneytisins franska, sagði í gær að Frakka hefði löngum skort sannfæringu fyrir þeirri ógn sem sögð væri stafa af Saddam Hussein. „Til viðbótar við þessa greiningu skynja menn það hér sem svo að við getum eng- an veginn fylgt þessari ríkisstjórn Bandaríkjanna, sem hefur skapað þvílíkan trúnaðarbrest að annað eins hefur ekki sést,“ sagði Heis- bourg. Vísaði hann til öryggisráð- stefnu sem haldin var í Þýskalandi um liðna helgi þar sem ágreining- urinn milli Frakka og Þjóðverja annars vegar og Bandaríkjamanna hins vegar kom berlega í ljós. Sagði Heisbourg að vantraustið sem þar ríkti hefði gert viðstadda nánast orðlausa af undrun. „Okkur var í raun sagt að standa stilltir í röð, sjúga upp í nefið og halda okkur saman,“ sagði hann. Sögulegt uppgjör? París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.