Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 17
koma í veg fyrir aðgerðir Banda-
ríkjanna þó svo að þær njóti
stuðnings flestra annarra NATO-
ríkja og ríkja Evrópu. Líkurnar á
því að þeim takist þetta ætl-
unarverk sitt eru litlar sem engar
en þeir gætu eitrað alþjóðleg
samskipti um ókomin ár,“ segir
m.a. í forystugrein The Wash-
ington Post.
Bandaríkin þarfnast
bandamanna
Dagblaðið The New York Tim-
es segir að alvarleg kreppa ríki
innan NATO. Deilan sé með öllu
ástæðulaus því sjálfsagt sé að
efla varnir Tyrklands með tilliti
til hugsanlegra átaka í Írak.
„Spurningin um réttmæti þess að
ráðast gegn Írökum hefur breyst
í fram úr hófi persónulega deilu
um forystu Bandaríkjanna.
Frakkar, sem fara fyrir uppreisn-
inni, hafa gerst sekir um dóm-
greindarbrest. En ríkisstjórn
Bush ber einnig ábyrgð vegna
þeirrar skaðlegu nálgunar að
hver „sá sem ekki standi með
okkur sé á móti okkur“. Þessi
heimskulega nálgun hefur verið
látin gilda um nokkra mikilvæg-
ustu bandamenn okkar,“ segir í
greininni.
Blaðið kveður klofninginn inn-
an Atlantshafsbandalagsins þann
alvarlegasta sem myndast hafi
frá því í forsetatíð Ronalds Reag-
ans. Það beri að harma.
Vel kunni að vera að Bandarík-
in geti sigrað Íraka án stuðnings
bandamanna sinna í Evrópu.
Bandaríkjamenn muni hins vegar
þurfa á stuðningi þessara sömu
bandamanna sinna að halda í bar-
áttunni gegn alþjóðlegu hryðju-
verkaógninni og við uppbygging-
arstarf í Írak eftir að átökum
ljúki þar.
’ En skotmarkþeirrar herferðar
er ekki Saddam
Hussein heldur
Bandaríkin. ‘
kennd yfir stríðinu, er gagnrýnni á
forystu Bandaríkjamanna og finnst
ekki eins sjálfsagt að Þýzkaland
gegni eins ósjálfstæðu hlutverki í al-
þjóðamálum og það hefur gert und-
anfarna hálfa öld,“ segir í Wash-
ington Post.
Réttur vettvangur?
En spurningin er sú, hvort Ger-
hard Schröder hafi með Íraksmálinu
valið sér heppilegt málefni til að sýna
þetta aukna sjálfstæði Þýzkalands á
alþjóðavettvangi.
„Ég útiloka ekki að afstaða þýzku
stjórnarinnar þurfi að breytast strax
á næstu dögum. Enginn veit, hve
lengi „rauð-græna“ stjórnarsam-
starfið heldur,“ hefur Die Presse eft-
ir Mathias Wissmann, formanni
ESB-málanefndar þýzka þingsins
sem kemur úr stjórnarandstöðu-
flokki kristilegra demókrata. Wiss-
mann segirSchröder ekki hafa neina
grundvallarsannfæringu heldur sé
hreinræktaður „valdapólitíkus“.
Þess vegna sé alls ekki hægt að úti-
loka að hann snúi við blaðinu. Eins
og er hafi hann hins vegar komið sér
með málflutningi sínum í sjálfheldu
sem hindri honum undankomuleið.
Aðrir fréttaskýrendur telja að
með því að njörfa sig ekki niður á
einn tiltekinn valkost til lausnar
Íraksdeilunni vilji Fischer utanrík-
isráðherra, ólíkt kanzlaranum, halda
þeim möguleika opnum að sitja hjá
er atkvæði verða greidd í öryggis-
ráðinu um heimild fyrir hernaðar-
íhlutun í Írak, eða jafnvel greiða at-
kvæði með slíkri ályktun, með
vissum skilyrðum. Svo vill til að
Þjóðverjar gegna formennsku í ör-
yggisráðinu út þennan mánuð og
Fischer stýrir því fundum þess, þar
sem ákvörðun um stríð kann að
verða tekin.
auar@mbl.is
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 17
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
Pro-Clip
VERSLUN • VERKSTÆÐI
Radíóþjónusta Sigga Harðar
Vandaðar festingar fyrir
öll tæki í alla bíla.
Festingar sérsniðnar fyrir þinn bíl.
Engin göt í mælaborðið.
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
ALÞJÓÐLEGA herliðið í Afganist-
an hefur gert harðar loftárásir á
hella í miðhluta Afganistans og hafa
norskar og danskar flugvélar tekið
þátt í aðgerðunum. Fimm uppreisn-
armenn gerðu bandarískum sér-
sveitarmönnum fyrirsát í afskekktu
fjalllendi í Uruzgan-héraði á mánu-
dagsmorgun. Enginn sérsveitar-
mannanna féll en þeir voru að leita
að földum vopnabirgðum.
Roger King ofursti, talsmaður al-
þjóðaliðsins, sagði að beðið hefði ver-
ið um aðstoð herflugvéla og hefðu
F-16 orrustuþotur varpað fimm öfl-
ugum sprengjum. „Meira en hundr-
að hleðslum af 20 mm skotum var
beitt gegn þrem skotmörkum, það er
hellum og minnst fimm vopnuðum
mönnum,“ sagði King. Hann sagði að
ekki benti neitt til þess að mannfall
hefði orðið.
Dönsku og norsku þoturnar hafa
bækistöð í Kirgístan en fljúga dag-
lega yfir Afganistan, að sögn dag-
blaðsins Berlingske Tidende. Er þá
stundum flogið í mikilli hæð og vél-
arnar þá til reiðu ef þörf krefur en
einnig eru þær sendar á fyrirfram
ákveðinn stað til að vernda herflokk,
eins og í áðurnefndu tilfelli á mánu-
dag. Er þetta í annað sinn sem vopn-
um norsku og dönsku vélanna er
beitt gegn uppreisnarmönnum. Not-
aðar voru leysistýrðar 227 kíló-
gramma sprengjur, að sögn danska
blaðsins.
Athygli hefur vakið að sögn Aften-
posten í Noregi hve víðtækar upp-
lýsingar dönsk stjórnvöld veittu að
þessu sinni um aðgerðirnar. Svend
Aage Jensby varnarmálaráðherra
útskýrði í smáatriðum hvað gerst
hefði og var haft eftir heimildar-
mönnum í blaðinu Jyllandsposten að
hann gæti með þessu stefnt öryggi
flugmannanna í hættu.
Er danskar vélar tóku þátt í að-
gerðum fyrir skömmu var fundið að
því að of litlar upplýsingar hefðu ver-
ið birtar um málið. Harðar umræður
urðu á norska þinginu um aðgerðir
norsku flugvélanna fyrir skömmu og
efuðust sumir þingmenn um að veitt
hefði verið heimild til þeirra er sam-
þykkt var að senda vélarnar til svæð-
isins til að efla friðargæsluliðið. En
þátttaka danskra véla í árásum hefur
ekki vakið verulegar deilur í Dan-
mörku.
Tengsl við Hekmatyar?
Ekki er vitað með vissu hvaða
fylkingu uppreisnarmennirnir í
Uruzgan tilheyra en fyrir tveim vik-
um urðu hörð átök við svonefnda Adi
Ghar-hella í grennd við borgina Spin
Boldak í suðausturhluta landsins. Al-
þjóðaliðið felldi þar 18 menn og tóku
norskar flugvélar þátt í þeim átök-
um. Talið er að liðsmenn stríðsherr-
ans Gulbuddins Hekmatyars, sem
hefur tekið upp samstarf við leifar
herliðs talibana og al-Qaeda hryðju-
verkasamtakanna, hafi notað Adi
Ghar-hellana.
King sagði ekkert vitað um tengsl
milli Hekmatyars og mannanna sem
gerðu árásina í Uruzgan, aðeins að
um óvini stjórnar Hamids Karzais
forseta í Kabúl væri að ræða. Þjóð-
verjar og Hollendingar tóku á mánu-
dag við yfirstjórn alþjóðaliðsins af
Tyrkjum við hátíðlega athöfn í Kabúl
en nokkrum stundum síðar var skot-
ið tveim flugskeytum að bækistöð al-
þjóðaliðsins sem annast eftirlit í
borginni. Enginn mun hafa særst.
Sprengju-
árásir á hella
í Afganistan
Bagram-flugbækistöðinni í Afganistan. AFP.
AP
Bandarískir hermenn í Afganistan koma sér fyrir á svæði skammt frá Bagr-
am-bækistöðinni við Kabúl í gær. UH-60 Blackhawk-þyrla sveimar yfir.
FJÓRTÁN pílagrímar létu lífið í
troðningi í sádi-arabíska bænum
Mena, nálægt Mekka, í gær þegar
fram fór helgisiður sem felst í því
að „grýta djöfulinn“. Múslímar sjást
hér taka þátt í helgisiðnum.
Hann felst í því að pílagrímar
kasta sjö steinum á dag í þrjá daga
á þrjár súlur sem eiga að tákna
djöfulinn. Meira en tvær milljónir
múslíma fylgjast með athöfninni og
oft verður mikill troðningur þegar
fólkið reynir að komast að súlunum.
Reuters
Pílagrímar
troðnir undir
INDÓNESI, sem grunaður er um
aðild að tilræðum á eyjunni Balí í
október, veitti í gær ítarlegar upp-
lýsingar um hvernig staðið var að
hryðjuverkunum. Hann gortaði af
kunnáttu sinni í sprengjugerð en bað
fjölskyldur fórnarlambanna afsök-
unar á ódæðinu sem kostaði 192 lífið,
aðallega erlenda ferðamenn.
Sakborningurinn, Ali Imron, kom
fram á blaðamannafundi í höfuð-
stöðvum lögreglunnar á Balí og ját-
aði að hafa skipulagt sprengjuárásir
á tvo skemmtistaði á eyjunni. Hann
sýndi hvernig litlum sprengjum var
komið fyrir í vesti sem einn hryðju-
verkamannanna klæddist og
sprengdi á öðrum skemmtistaðanna.
Imron sagði að tekið hefði átta daga
að setja sprengjuna saman.
Lögreglan hefur sagt að sprengj-
an hafi verið allt að 100 kg á þyngd
en Imron kvaðst hafa notað 900 kg af
kalíumklóríði, 150 kg af brennisteini
og 75 kg af áldufti.
Imron stærði sig af kunnáttu sinni
en kvaðst iðrast hryðjuverkanna.
„Sem Indónesar getum við verið
stoltir af hæfileikum okkar en þeir
voru notaðir í röngum tilgangi,“
sagði hann. „Í hjarta mínu iðrast ég
verknaðarins. Ég vil biðja fjölskyld-
ur fórnarlambanna í Indónesíu og
erlendu fjölskyldurnar afsökunar.“
Baðst afsökunar
á Balí-tilræðinu
Denpasar. AP, AFP.