Morgunblaðið - 12.02.2003, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐ BLAÐINU Í DAG alltaf á miðvikudögum
Jeppar, aukahlutir
og fjallaferðir í
32 síðna blaði
EF HUGMYNDIR Helga Geir-
harðssonar verkfræðings ná fram
að ganga geta Garðbæingar og ná-
grannar rennt sér á skíðum við Víf-
ilsstaðavatn einhvern tímann í
framtíðinni. Hugmyndirnar, sem
voru lagðar fyrir bæjarráð á dög-
unum, ganga út á að gera skíða-
brekku með gervisnjó í hlíðunum
umhverfis vatnið. Þá kemur einnig
til greina að gera skautasvell.
Ástæðan fyrir því að Helgi telur
hlíðarnar umhverfis Vífilsstaðavatn
vera hentugar sem skíðasvæði er sú
að veðurfarið er stöðugt og kalt
vegna vatnsins og svæðið því hent-
ugt til að framleiða gervisnjó á.
„Þetta myndi byggjast á því
sama og þekkist vel á öllum skíða-
svæðum á Ítalíu t.d., að dæla snjó í
brekkurnar,“ segir Helgi sem er
mikill áhugamaður um skíði.
Gera þarf
grunnrannsóknir
Gunnar Einarsson, forstöðumað-
ur fræðslu- og menningarsviðs
Garðabæjar, segir að gera þurfi
grundvallarrannsóknir á hitafari á
svæðinu áður en lagt er í frekari
hugmyndavinnu. Heildarkostnaður
við slíkar mælingar gæti orðið um
200 þúsund krónur.
„Það eru allir áhugasamir um að
útbúa vetrarútvistarsvæði í Garða-
bæ fyrir fjölskyldur,“ segir Gunnar.
„En það þarf að skoða alla þætti,
t.d. umhverfissjónarmið. Eins og
staðan er í dag er þetta vatnsvernd-
arsvæði og á meðan svo er verða
engar framkvæmdir á svæðinu. Það
gæti breyst í framtíðinni, en hve-
nær er óvíst.“
Gunnar segir málið á algjöru
frumstigi en í tengslum við vetr-
aríþróttir eru einnig uppi hugmynd-
ir um að útbúa gönguskíðabrautir,
t.d. á golfvellinum og í Heiðmörk.
„Okkur finnst vanta aðstöðu til
vetraríþrótta á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta er nokkuð sem bæjarbú-
ar vilja hafa, að geta skellt sér rétt
út fyrir borgarmörkin til að renna
sér á skíðum, snjóþotum eða því-
líku.“
Bæjarráð Garðabæjar hefur falið
íþrótta- og tómstundaráði að skoða
málið frekar og kanna hvort aðrir
staðir í landi Garðabæjar komi til
greina sem skíðasvæði.
Hugmyndir um
skíðasvæði við
Vífilsstaðavatn
Garðabær
Morgunblaðið/Golli
Það er ekki amalegt að ganga á skíðum í Heiðmörk á góðviðrisdögum eins
og þessum og vilja Garðbæingar nú útbúa þar gönguskíðabrautir.
BERGLJÓT Arnalds, leik-
kona og rithöfundur, hefur
hug á að koma á fót barna-
menningarhúsi í Kópavogi
og hefur óskað eftir stuðn-
ingi bæjaryfirvalda til þess
að þær hugmyndir megi
verða að veruleika. Berg-
ljót hefur þegar fest kaup
á húsnæði fyrir starfsem-
ina sem hún hefur látið
endurhanna með þarfir
barnamenningarhúss í
huga.
Í húsinu yrði að sögn
Bergljótar alhliða menn-
ingarmiðstöð barna.
„Þetta yrði eins konar
hattur fyrir sköpun
barna,“ segir hún. „Þar
gætu þau haft aðstöðu og
sótt námskeið og eins hef-
ur mig alltaf langað til að
stofnað yrði listasafn
barna. Þetta gæti verið
vísir að því. Það væri t.d.
gaman að taka einn eða
tvo árganga á hverju ári
þannig að hvert einasta barn á
landinu myndi skila af sér ein-
hverju, hvort sem það yrði ljóð,
mynd eða einhver önnur sköpun.“
Þá segir hún að hægt verði að
halda fundi eða ráðstefnur í húsinu.
„Mér finnst við hólfa okkur svolítið
niður – börn eru í sérhólfi, full-
orðnir í sérhólfi og eldri borgarar í
enn öðru og svo framvegis. Það
þroskar börn hins vegar mikið að
kynnast því hvað er í boði og hvern-
ig þjóðfélagið virkar, hvað pabbi og
mamma eru að gera.“
Með útsýni
yfir Álftanesið
Húsið, sem Bergljót hefur fest
kaup á fyrir starfsemina, er 522
fermetra iðnaðarhúsæði við gömlu
höfnina í Kópavogi. „Þetta er frá-
bært hverfi, þó það hafi kannski
drabbast svolítið niður síðustu árin.
Þetta er t.d. alveg við sjóinn með
yndislegt útsýni yfir Álftanesið og
þarna er mikil veðursæld. Það væri
mjög gaman ef þetta hverfi yrði
tekið í gegn því það býður upp á
marga möguleika og er eitt
skemmtilegasta hverfið í Kópa-
vogi.“
Vífill Magnússon arkitekt hefur
endurhannað húsnæðið með þarfir
barnamenningarhúss í huga. Berg-
ljót segir talsverða vinnu hafa verið
lagða í að hanna húsið með það að
augnamiði að það geti verið sem
mest fjölnota. Meðal annars verður
þar um 200 fermetra sýning-
arsalur, sem einnig er hægt að nota
til ráðstefnu- og fundarhalda, upp-
tökustúdíó fyrir myndbönd og tón-
list og ýmis minni herbergi.
Þá hefur þegar verið ráðist í tals-
verðar framkvæmdir við húsið og
m.a. hefur Bergljót látið grafa út
um 120 fermetra kjallara undir
húsinu. Framkvæmdunum er þó
hvergi nærri lokið. „Það er t.d.
hugmynd um að koma þarna upp
viðbyggingu þar sem yrði svona
kaffihúsaaðstaða og móttaka og
það er ekki búið að gera hana,“ seg-
ir hún.
Orðin liðtæk með
hamar og nagla
Þó að Bergljót hafi sjálf unnið
talsvert við endurbyggingu húss-
ins, og segist meðal annars orðin
nokkuð liðtæk með hamar og
nagla, segir hún framkvæmdirnar
fjárfrekar og ekki á færi einnar
manneskju að standa undir þeim,
hvað þá að bera uppi rekstur húss-
ins. Því hefur hún nú óskað eftir
samstarfi við Kópavogsbæ um
framhaldið.
„Þetta er hugmynd sem ég er bú-
in að vera með í maganum í dálítinn
tíma en hún er ennþá á frumstigi,“
segir hún og bætir við að það sé vel
hugsanlegt að fleiri opinberir að-
ilar kæmu að rekstri hússins. „Ég
held að það sé veruleg þörf á svona
húsi á Íslandi. Það myndi gefa okk-
ur öllum mikið því það er mikið
hægt að læra af börnum. Ég hef
fundið fyrir því að það er fjöldi af
góðum foreldrum og kennurum og
öðru fólki í þjóðfélaginu með fullt
af sniðugum hugmyndum þannig
að ég efast ekki um að það sé mjög
góður vettvangur fyrir svona hús.“
Hún segir þó ljóst að ef draum-
urinn um barnamenningarhús eigi
að verða að veruleika verði stuðn-
ingur opinberra aðila að koma til.
„Mikið hægt að
læra af börnum“
Hugmyndir um barnamenningarhús
nýlega kynntar bæjaryfirvöldum
Í húsnæðinu er m.a. að finna um 200 fm sýn-
ingarsal. „Ég held að það sé veruleg þörf á
svona húsi á Íslandi,“ segir Bergljót Arnals.
Kópavogur
Morgunblaðið/Golli
TILLÖGUR að nafngiftum gatna í
Mosfellsdal voru kynntar fyrir
skipulags- og byggingarnefnd Mos-
fellsbæjar í vikunni. Hingað til hefur
sveitarbragurinn ráðið ferðinni í
dalnum og bæirnir ekki verið kennd-
ir við götur eða vegi. Samkvæmt
skipulagslögum skulu götur hafa
nöfn og þar verður Mosfellsdalurinn
engin undantekning. Nú er verið að
deiliskipuleggja dalinn, þegar hefur
hluti hans verið skipulagður en mikil
vinna er enn fyrir höndum.
Að sögn Ásbjarnar Þorvarðssonar
byggingafulltrúa hefur hann verið í
samstarfi við Bjarka Bjarnason, sem
er þekktur Dalbúi, við nafnaleitina.
Niðurstaða liggur ekki enn fyrir en
tillögur byggja á sögu Mosfellsdals
og örnefninu Víði sem gæti orðið
hugsanleg ending á götunöfnum.
Samkvæmt skipulagslögum ber
sveitarstjórnum ekki að kynna tillög-
ur að götunöfnum fyrir íbúum en Ás-
björn segir að það komi þó til greina í
þessu tilfelli. „Það er nauðsynlegt að
götum séu fundin nöfn til að auð-
velda skráningu og auðvelda fólki að
rata um svæðið,“ segir Ásbjörn. „Það
er hins vegar viðbúið að það taki
nokkur ár fyrir götunöfn að festa sig
í sessi hjá Dalbúum þar sem bæjar-
nöfn hafa svo lengi verið við lýði.“
Ásbjörn segir að sennilega verði
haldið í götunöfn sem þegar hafi fest
sig í sessi svo sem Helgadalsvegur
og Æsustaðavegur.
Göturnar
í Dalnum
fá nöfn
Mosfellsbær
FORELDRAR barna í Salaskóla í
Kópavogi hafa farið þess á leit við
bæjaryfirvöld að göngustígum í
Salahverfi verði tafarlaust lokað fyr-
ir bílaumferð og lýsing bætt til að
auka öryggi barna og annarra gang-
andi vegfarenda.
Erindinu var á fundi bæjarráðs í
vikunni vísað til afgreiðslu bæjar-
verkfræðings.
Í erindi sem foreldrafélag Sala-
skóla sendi bæjaryfirvöldum kemur
fram að félagið hafi áhyggjur af ör-
yggismálum í nágrenni skólans og í
hverfinu öllu.
„Undanfarið hefur talsvert borið á
því að bílum sé ekið um göngustíg-
ana sem skapar gífurlega hættu,“
segir í bréfinu. „Til að bæta gráu of-
an á svart er lýsingin á stígunum
víða léleg og sums staðar engin.“
Því fer foreldrafélagið fram á að
göngustígunum verði tafarlaust lok-
að fyrir bílaumferð og lýsing verði
bætt. „Að óbreyttu er þetta ekki
spurning um hvort heldur hvenær
eitthvað alvarlegt gerist. Eftir því
viljum við ekki bíða,“ segir í bréfinu.
Vilja betri lýsingu
á göngustígana
Salahverfi
Foreldrar uggandi yfir bílaumferð