Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 26

Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eins og allir vita getur Ingibjörg Sólrún verið skjót til ef hún vill það við hafa. Sú var því miður ekki raun- in þegar um var að ræða spurningar sem brenna á mörgum öryrkjum og fötluðum um þessar mundir. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir kaus að svara ekki þessum spurningum sem borgarstjóri og gerir það varla úr þessu. Er þessi fælni hennar gagn- vart fyrirspurnum í Morgunblaðinu nýlunda því margir muna eftir því þegar hún kveinkaði sér mjög undan því í baráttunni fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 1994 og 1998 að fá ekki daglegan þátt í blaðinu þar sem kjósendur gætu beint til hennar fjölda fyrirspurna. Er sérkennilegt að sama manneskja skuli nú ekki sjá sér fært að svara svo mikið sem einni fyrirspurn á hálfum mánuði. Verður vart annað ályktað af þögn hennar en hún telji fyrispurnir, sem varða málefni fatlaðra og öryrkja, ekki svara verðar. Undirritaður leyfði sér að vekja athygli á þessum opinberu fyrir- spurnum á borgarstjórnarfundi 30. janúar, en það var einmitt síðasti fundur Ingibjargar Sólrúnar sem borgarstjóra. Vakti ég athygli á blaðagreinum Sveins Schevings og skoraði á borgarstjóra að svara spurningum hans. Vísaði ég til þess að á síðustu vikum Ingibjargar Sól- rúnar í embætti borgarstjóra hefði hún ekki einungis reynt að ljúka ýmsum verkum, heldur hefði hún einnig beinlínis lagt kapp á að stofna til nýrra verkefna sem kostuðu bæði fyrirhöfn og fjármuni. Kemur mér ekki við Borgarstjóri fékk þannig tækifæri til þess á áðurnefndum borgar- stjórnarfundi að svara umræddum fyrirspurnum sem hún hafði ekki hirt um í fjölmiðlum. Ingibjörg Sól- rún svaraði áskorun minni þannig að hún teldi málið ekki vera á sínu ábyrgðarsviði, henni kæmi málið ekki við. Að fengnu þessu svari benti und- irritaður á að borgarstjóri væri æðsti embættismaður borgarinnar og henni bæri því að svara fyrir stjórnsýslu borgarinnar og láta mál til sín taka ef misbrestur yrði á fram- kvæmd þeirra. Þá hlýtur borgar- stjóri að leggja sig fram um að svara öllum fyrirspurnum, sem til hans er beint, ekki síst formlegum fyrir- spurnum í fjölmiðlum. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Ein síðasta ákvörð- un Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í embætti borgarstjóra var að sér kæmi ekki við klúður í borgarkerfinu sem snertir brýnt hagsmunamál hreyfihamlaðra. Sumir láta verkin tala. Ingibjörg Sólrún kýs að láta þögnina og aðgerðarleysið tala í þessu máli fyrir sína hönd. NOKKRAR umræður hafa átt sér stað á opinberum vettvangi að und- anförnu í tilefni af því að í rúmt ár hefur ekkert verið aðhafst til að hrinda í framkvæmd tillögu um úr- bætur í bílastæðamálum fatlaðra og öryrkja, sem lögð var fram af sjálf- stæðismönnum og samþykkt í sam- göngunefnd Reykjavíkur í janúar 2002. Sveinn Scheving öryrki skrifaði um málið í Morgunblaðið 15. janúar og óskaði eftir svörum við nokkrum einföldum spurningum. Spurði hann að því hver bæri ábyrgðina á þessum drætti og hvenær úrbóta væri að vænta í bílastæðamálum fatlaðra. Beindi hann þessum spurningum til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra sem æðsta embættis- manns borgarinnar enda hafði Sveinn ekki fengið svör við fyrir- spurnum sínum annars staðar í borgarkerfinu. Borgarstjóri svarar ekki formlegri fyrirspurn Þegar tíminn leið og ekkert bólaði á svari skrifaði Sveinn aðra grein í Morgunblaðið 30. janúar og ítrekaði spurningar sínar. Bað hann Ingi- björgu Sólrúnu vinsamlegast að svara þessum spurningum áður en hún léti af embætti borgarstjóra svo hann þyrfti ekki að taka málið upp við nýjan mann. Ingibjörg Sólrún hunsar fyrir- spurnir öryrkja og fatlaðra Eftir Kjartan Magnússon „Ein síðasta ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar í embætti borgarstjóra var sú að sér kæmi ekki við klúð- ur í borgarkerfinu sem snertir brýnt hagsmuna- mál hreyfihamlaðra.“ Höfundur er borgarfulltrúi. ENGINN vafi ætti að leika um það, að með formlegri og markvissri sam- vinnu þeirra háskóla – ríkisháskóla og einkaháskóla – sem nú eru í landi okk- ar, og einnig þeirra sem síðar koma til sögu, má ná fram margfaldri nýtingu takmarkaðra fjármuna og framförum á einstökum fræðasviðum jafnframt því sem skapaður verður grundvöllur frjórra og gefandi samskipta milli þegna alls háskólasamfélagsins. Í stað karps og rígs með tilheyrandi skeytasendingum í fjölmiðlum milli mætra háskólamanna, sem hætt er við að allur almenningur fái ekki skilið eða tekið undir, þarf að breyta hinni opinberu umræðu úr þeim farvegi, sem mest hefur borið á, en sá mál- flutningur hefur einkennst af nokkr- um kulda og þröngsýni að margra mati. Fyrst af öllu verða menn að gera sér grein fyrir því, að allt fræðastarf, sem unnið er af heilindum, er af hinu góða. Það er mannbætandi og þrosk- andi fyrir gefendur jafnt sem þiggj- endur. Allir þeir háskólar, sem nú starfa hér á landi, byggja öðrum þræði á hugsjónastarfi. Þeir eru allir gagnsamir fyrir þjóð okkar. Fjöl- breytnin, sem nú er boðið uppá, til viðbótar því og að sumu leyti í stað þess, sem áður var, mun áreiðanlega verða þeim ungmennum, sem fá notið hennar, til örvunar og skapa þeim mörg sóknarfæri við undirbúning lífs- baráttunnar. Síst af öllu mega þeir, er starfa við hinar eldri og grónari stofnanir, falla í þá gryfju að lasta smæð þeirra há- skóla, sem nú eru að hefja göngu sína. Sannleikurinn er nefnilega sá, að margir þeirra háskóla, sem nú eru heimskunnir, voru örsmáir í upphafi. Ýmsir hinna gagnmerku háskóla, sem stofnaðir voru í löndum Vestur-Evr- ópu á miðöldum, höfðu aðeins nokkra tugi nemenda á fyrstu starfsárum sín- um. Var þar þó unnið merkilegt brautryðjandastarf með fræðiafrek- um og miklum áhrifum út um þjóð- löndin. Svo að dæmi séu einnig nefnd úr hópi hinna yngri ríkisháskóla: há- skólinn í Ósló (Kristjaníu) var stofn- aður 1813 með 18 nemendum (fjölgaði upp í tæplega 50 á næsta starfsári) – og Háskóli Íslands, „óskabarn“ þjóð- arinnar í sjálfstæðisbaráttunni, fór af stað haustið 1911 með 45 nemendur! Enda þótt síðast nefndi háskólinn beri nú, að stærðinni til, höfuð og herðar yfir allar aðrar íslenskar menntastofnanir er hann í raun réttri mjög lítill ríkisháskóli ef borið er sam- an við þess háttar háskóla meðal flestra vestrænna þjóða – dvergsmár í samjöfnuði við suma þeirra. Því fer einnig fjarri, að ýmsir ríkisháskólar eða merkir sjálfseignarháskólar hafi byrjað starf sitt með mörgum há- skóladeildum og er Háskóli Íslands skýrt dæmi þar um (fjórar deildir í upphafi, nú ellefu). Af því sést, að þró- unarmöguleikar eru miklir þótt smátt sé farið af stað, og það á vitanlega við um háskóla af öllu tagi. Smáir háskólar hafa einmitt ýmsa kosti, sem ekki má sjást yfir í um- ræðunni. Lítil samfélög góðra fræði- manna og vel virkra nemenda, sem eru óhræddir við að kanna óruddar slóðir, geta orðið gróðrarvin ferskra hugmynda og nýsköpunar, eins og ótalmörg dæmi sanna úti um heims- byggðina. Það á að sjálfsögðu við á Ís- landi eins og annars staðar. Sumir amast nú við einkaháskólum og virðast ekki trúa því, að þeir geti orðið til mikilla þjóðþrifa. En skyldi þá ekki mega minnast þess, að margir hinir kunnustu og bestu háskólar heims eru einmitt einkastofnanir (sjálfseignarstofnir), svo sem Har- vard, Stanford og Yale í Bandaríkj- unum og háskólarnir í Oxford og Cambridge í Englandi, svo að alþekkt dæmi séu nefnd (allir mjög smáir í fyrstu). Það er þá a.m.k. ekki leiðum að líkjast þegar farið er af stað með einkaháskóla hér á landi! Ýmsir hafa haldið því fram, að rannsóknarstarfsemi (sem ein geti réttlætt háskólanafn) sé í daufara lagi í hinum yngstu háskólum hér á landi, þ.á m. einkaháskólunum – einkum þó ef borið er saman við Háskóla Íslands – en það er þó væntanlega óhjá- kvæmilegt í byrjun, þegar tími og orka hljóta einkum að ganga til grunnskipulagningar og uppbygging- ar kennslunnar. Hins vegar er ekki ástæða til annars en treysta því, að rannsóknarstarf muni brátt fylgja í kjölfarið – vonandi með góðum ár- angri. Sumir eru þeirrar skoðunar, að svo lítið þjóðfélag sem okkar „þoli“ ekki alla þá háskóla, sem nú þegar hafa verið stofnaðir (hvað þá aðra, sem síð- ar komi til), þeir muni beinlínis „sliga“ okkur. Það er þó ólíklegt. Vera má að þessi kenning gæti átt við meðal ein- hverrar annarrar örþjóðar, en dæmin sýna hins vegar að afsönnun margs þess, sem einhverjir telja til „lög- mála“, og árangur í trássi við höfða- tölu er með sínum hætti hluti þess „ævintýris að vera Íslendingur“. Það er engin ástæða til að ætla ann- að en gott og gefandi samstarf um af- mörkuð og brýn verkefni, er tengjast kennslu og rannsóknum, eigi að geta tekist milli allra háskóla á Íslandi ef kröftum verður beint í þá átt. Í okkar litla háskólaheimi á einangrunar- stefna og eintrjáningsháttur síst af öllu að líðast. Minnumst orða skálds- ins: „Plöntum, vökvum rein við rein, / ræktin skapar framann. / Hvað má höndin ein og ein? / Allir leggi sam- an!“ Eftir Pál Sigurðsson Höfundur er lagaprófessor við HÍ. „Í okkar litla háskóla- heimi á ein- angrunar- stefna og eintrjáningsháttur síst af öllu að líðast.“ Formleg sam- vinna háskólanna JÓN Kristjánsson felldi Salóm- onsdóm um framkvæmdir við Norð- lingaölduveitu. Svo virðist sem al- menn sátt sé í samfélaginu um þennan úrskurð. Það er þó óljóst enn hvort þessi útfærsla reynist arðsöm. Virkjunarfyrirtækinu er skylt samkvæmt lögum að afla orku til almenningsþarfa og stuðla að því að nýta orkulindir landsins með því meðal annars að sjá stóriðjufyrir- tækjum fyrir raforku. Þetta hefur fyrirtækið reynt að gera af fremsta megni með það að leiðarljósi í allri áætlanagerð um virkjanir að hag- kvæmni og tilhlýðilegt tillit til nátt- úruverndar haldist í hendur. Áherslan á hagkvæmni er til þess ætluð að almenningur geti fengið sitt rafmagn á eins lágu verði og unnt er og fyrirtækið verður að sýna fram á í hvert skipti sem nýr stóriðjusamningur er gerður að hann valdi ekki hærra verði til al- menningsveitna en ella hefði orðið. Þessar forsendur ráða því síðan ásamt áætlunum um orkunotkun al- mennings og stóriðjufyrirtækja í hvaða framkvæmdir skuli ráðist. Þá verður einnig að vera ljóst að orku- verð til stóriðjufyrirtækjanna sem hægt er að bjóða þeim sé sam- keppnisfært en Ísland hefur átt í harðri samkeppni um orkufrekan iðnað við fjölmörg önnur lönd í heiminum. Dýrar rannsóknir Þeir sem finna að því að ráðist skuli í virkjun við Kárahnjúka og veitu úr Þjórsá við Norðlingaöldu rökstyðja gjarnan mál sitt með því að benda á að það megi fara í aðrar virkjanir sem hafi ekki jafn mikla röskun á umhverfi í för með sér. Þessi rök eru oftast sett fram af mikilli vanþekkingu. Í fyrsta lagi má benda á að það er mjög dýrt að rannsaka virkjunarkosti upp að því marki að unnt sé að gera sér mark- tæka grein fyrir kostnaði. Allir ættu einnig að vita að það tekur langan tíma að vinna skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum og óvíst um úrslit í þeim efnum. Af þessu leiðir að það eru mjög takmarkaðir virkjunar- kostir tiltækir hverju sinni sem eru á því stigi rannsókna að um þá megi taka upplýstar ákvarðanir. Gagn- stætt því sem margir halda standa stóriðjufyrirtæki heimsins ekki í biðröð til að komast að á Íslandi með fjárfestingar sínar, það þarf mikið fyrir því að hafa að beina sjónum þeirra að okkur og þegar tekst að laða þau til okkar er það einkum vegna þess að fyrir liggi ákveðnar og trúverðugar áætlanir um orkuöflun, tímasetningar og orkuverð. Af þessu leiðir að ábend- ingar um einhverja virkjunarupp- byggingu sem ef til vill gæti komið til greina en skortir viðhlítandi rannsóknir eru út í hött og væri eft- ir þeim farið myndi það leiða til glataðra tækifæra. Málamiðlun fyrr og nú Fyrirliggjandi úrskurður um Norðlingaölduveitu vekur óneitan- lega ýmsar spurningar um stöðu virkjunarfyrirtækja í allri áætlana- gerð um virkjunaruppbyggingu. Úr- skurðurinn ógildir eina af meginfor- sendum Landsvirkjunar sem var sú að gera mætti lón við Norðlingaöldu sem lónaði upp í friðland Þjórsár- vera eins og samið var um á sínum tíma við þáverandi Náttúruvernd- arráð enda myndi slíkt ekki raska náttúruverndargildi svæðisins óhæfilega. Eftir þessu samkomulagi hefur Landsvirkjun síðan starfað af heilindum. Skipulagsstjóri staðfesti að áætlanir Landsvirkjunar yllu ekki umtalsverðum umhverfisáhrif- um. Nú koma menn hins vegar fram og segja af hverju í ósköpunum var Landsvirkjun ekki búin að koma auga á þann kost sem úrskurður setts umhverfisráðherra felur í sér? Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt því að fyrirtækið hefur leitast við að verja sem best hagkvæmni fyrir- hugaðra framkvæmda og treysti á fyrrgreint samkomulag. Auk þess var fyrirtækið búið að gangast inn á að fella niður að leiða vatn úr vest- ustu upptakakvísl Þjórsár til Kvísla- veitu til þess að gera lónið við Norð- lingaöldu ásættanlegt og fórnaði þar með nokkurri fjárhagslegri hag- kvæmni. Með úrskurðinum er nú þeirri forsendu breytt og slíkur vatnaflutningur leyfður enda er hann forsenda framkvæmdarinnar í núverandi mynd. Ég ætla ekki að gagnrýna Jón Kristjánsson fyrir úr- skurðinn og hans mat á því hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessum efnum. Hann virðist hafa haft að leiðarljósi að finna málamiðlun þar sem allir aðilar bera nokkurn skarðan hlut frá borði. Slíkt er að sjálfsögðu eðli allra málamiðlana. Á sínum tíma var gerð málamiðl- un um friðun Þjórsárvera og um hana gerður samningur sem Lands- virkjun hefur alltaf fylgt út í æsar. Meginefni þess samnings sem varða virkjunaruppbyggingu hafa nú verið ógild og er ekki við virkjunarfyr- irtækið að sakast um það. Vonandi verður Salómonsdómurinn lands- mönnum til heilla þótt of snemmt sé þó að kveða upp úr um það á þessari stundu. Enn um Norð- lingaölduveitu Eftir Jóhann Má Maríusson „Vonandi verður Sal- ómonsdóm- urinn lands- mönnum til heilla þótt of snemmt sé þó að kveða upp úr um það á þessari stundu.“ Höfundur er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ fyrirtaeki.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.