Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 29 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar á sunnudaginn. „Það er enginn staður í henni,“ sagði vinur minn við mig, „heldur líktist hún gam- aldags útifundarræðu, sem eiginlega er ekki hægt að taka alvarlega. Maður varð svolítið hissa, af því að maður gat ekki skilið, að hún meinti það sem hún sagði.“ Nú hef ég ræðuna ekki fyrir framan mig, heldur verð að grípa á þeim púnktum, sem birtust í fjölmiðlum. Og gríp þá fyrst þann púnktinn, sem vísar til þess tíma, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat á þingi fyrir Kvennalist- ann: „Ef frá eru taldar breytingar í efnahags- og atvinnulífi sem urðu vegna EES-samningsins, undir forystu Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar, og einkavæðing ríkisbankanna hefur harla lítið borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Odds- sonar,“ segir Ingibjörg Sólrún eins og hún muni ekki lengur, að hún greiddi atkvæði með frávísunartillögu við samninginn um hið evrópska efnahags- svæði 12. janúar 1993. Auðvitað lætur hún Davíð Oddsson ekki njóta sann- mælis en reynir að upphefja alla í kringum hann, sem er broslegt. Líka það, að hún skuli nefna einkavæðingu bankanna til sögunnar, en öll þau flokksbrot sem standa að Samfylking- unni voru á móti henni meðan þau gátu. Kaupmáttur hefur vaxið um þriðjung eftir að Jón Sigurðsson sagði af sér sem ráðherra eða síðan 1994 og verð- bólgan er komin í takt við meðaltal ná- lægra þjóða. Skattbyrði heimila er með því lægsta sem þekkist innan OECD- ríkjanna og í könnun Sameinuðu þjóð- anna árið 2001 kom í ljós, að Ísland var í sjöunda sæti af 174 löndum, þegar metið var, hvar best væri að búa. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er með því besta sem þekkist og Ísland komst haustið 2002 í hæsta gæðaflokk við mat á lánstrausti þjóða. Með allt þetta í huga er eðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hvað fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vakir, þegar hún segir að „harla lítið“ hafi borið til tíðinda í ís- lenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Oddssonar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heldur því fram, að velvilji Davíðs Oddssonar hafi spillt fyrir Íslenskri erfðagrein- ingu bæði hérlendis og erlendis! Nema hvað! Og bætir því síðan við, að hann hafi verið vondur við Baug, Norðurljós og Kaupþing, en hjá þessum þrem fyr- irtækjum liggur samúð hennar öll. Jón Ólafsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru bisnissmenn að hennar skapi og hún ber þá ósjálfrátt saman við Kára Stefánsson, sem sé maður að skapi Davíðs. Með þessu þykist hún leiða rök að því, að afskiptasemi stjórnmála- manna af fyrirtækjum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Davíð Oddsson hrakti þetta mjög eftirminnilega og skemmtilega í sjónvarpsviðtölum á mánudagskvöld. En auðvitað liggur það á bak við orð Ingibjargar Sólrúnar, að hún er að dylgja með að við búum við opinbera spillingu hér á landi, en rökstyður það svona klaufalega, af því að hún finnur ekki dæmin. Fáránleikinn í málflutn- ingi hennar sést glöggt með því að rifja upp, að það var sameiginlegt mat Har- vard-háskóla og stofnunarinnar World Economic Forum á síðasta ári, að Ís- land væri í fyrsta sæti, þegar kannað var í hvaða ríkjum menn byggju við minnsta spillingu. Glöggt er gests aug- að og sér stundum betur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í gamaldags útifundarræðum þótti nauðsynlegt að vitna í Halldór Laxness ef skamma átti íhaldið. Einlægt voru sömu tilvitnanirnar notaðar hvernig sem á stóð. Þetta var líka gert í Þjóð- viljanum og í Æskulýðsfylkingunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kann þetta og tekur úr Sölku Völku: „Við ætlum ekki að búa í verstöðinni Íslandi, jafnvel þótt það gæti gefið mikið í aðra hönd, heldur í nútímasamfélagi með öllu því sem það krefst. Og þess vegna ætlum við heldur ekki að sætta okkur við stjórnvöld sem deila og drottna, umbuna og refsa og ráða örlögum fólks eins og Jóhann Bogesen á Óseyri við Axarfjörð. Slík stjórnvöld tilheyra liðn- um tíma – þau eru tímaskekkja.“ Ingi- björg Sólrún Gísladóttir er engin Salka Valka þótt hún sé að bera sig saman við hana. Þessi tilvitnun er líka óheppi- leg af öðrum ástæðum. Ingibjörg Sól- rún lítur til baka með söknuði til þess tíma, þegar orku- og stóriðjumál voru í höndum krata, þeirra Jón Sigurðs- sonar og Jóns Baldvins, og ekkert gerðist. Í þeim skilningi var Ísland ver- stöð eins og áður. En síðan hafa hlut- irnir komist á hreyfingu: Á Grund- artanga, í Hvalfirði og nú fyrir austan við Kárahnjúka og í Reyðarfirði. Ég nefni Íslenska erfðagreiningu og ýmis hugbúnaðarfyrirtæki. Með breyttu skatta- og rekstrarumhverfi eru erlend fyrirtæki farin að hasla sér völl hér á landi. Hér ríkir frjálsræði í viðskipta- og atvinnumálum og afskipti rík- isvaldsins af atvinnurekstri eru hverf- andi. Það var öðru vísi umhorfs í tíð síðustu vinstristjórnar á Íslandi 1988– 1991. Þá sat Jóhann Bogesen í stjórn Hlutafjársjóðs við Axarskaptafjörð og útdeildi peningum. Það er veröld sem var, sem ungt fólk í dag getur ekki skil- ið. Ísland er ekki lengur verstöð, held- ur nútíma þjóðfélag með traustan efna- hag, sem býður þegnum sínum upp á lífskjör, sem eru meðal hins besta í ver- öldinni. Og enn getum við gert betur með því að halda rétt á málunum. Ís- land hefur stækkað innan frá og þarf ekki á Evrópusambandinu að halda.Vill ekki vera verstöð Evrópusambandsins. Í ræðu sinni sló Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þann varnagla, að trúverð- ugleiki hennar fælist ekki í því að hafa svör á reiðum höndum við öllu sem upp kæmi, en „við munum vanda okkur við leit að svörum“, sagði hún. Enda svar- aði ræða hennar ekki einu né neinu. Nema því, að menn hljóta að undrast það, hversu lítið Ingibjörg Sólrún hefur til málanna að leggja. Það er eins og hún hræðist þjóðfélagsumræðuna. Það er enginn staður í þessari ræðu Eftir Halldór Blöndal „Enda svaraði ræða hennar ekki einu né neinu. Nema því, að menn hljóta að undrast það, hversu lítið Ingibjörg Sólrún hef- ur til málanna að leggja.“ Höfundur er 1. þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. EINHVERJUM varð það á að minn- ast nýlega á fátæktina. Var það ekki sjálfur forseti lýðveldisins í áramóta- ávarpi sínu? Og varla að ástæðulausu, enda hefði maður haldið að sá smán- arblettur í allsnægtaþjóðfélaginu kæmi einhverjum við og þá ekki síst þeim einstaklingum, sem fást við það að axla ábyrgð á stjórn landsins. Sjálfur hef ég að undanförnu gert að umtalsefni þá misskiptingu, sem felst í því að auðurinn safnist sífellt á færri hendur, sem skapar stóra gjá milli hinna ríku annars vegar og hins stóra fjölda almúgafólks og millistéttar hins vegar, sem ekki er endilega fátækt fólk, en gerir kannski ekki miklu meira en að eiga fyrir nauðþurftum. Þessa umræðu um fátæktina hefur borið á góma á vettvangi fjölmiðla og niðri á þingi og þá hefur það gerst að fram á sviðið stíga fulltrúar umvönd- unar og vanþóknunar, sem vilja gera lítið úr þessu „mærðartali“ og kosn- ingahjali. Pétur Blöndal, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, hefur auglýst eftir fá- tækt, af því að hann þekkir hana ekki nema sem sjálfskaparvíti og þekkir meira að segja mann, sem hringdi í hann til að staðfesta að hann gæti framfleytt sér á níutíu þúsund krónum á mánuði (með því að borða ekki pítsu). Forsætisráðherra segir að kaup- máttur bóta hafi hækkað um 13% (þannig að bótaþegar hafa það bara nokkuð gott) og sumir þingmenn eru hæddir fyrir að hlaupa undir pilsfald- inn á Jóhönnu Sigurðardóttur og slá sig til riddara með þessari „aum- ingjagæsku“ eins og Hrafnkell Jóns- son, héraðsskjalavörðurinn og sjálf- stæðismaðurinn í Fellabæ, kallar það. Fátæklingar eru sem sagt ekki til nema vegna þess að þeir hafa sjálfir steypt sér út í skuldirnar og vesaldóm- inn eða þá að þeir eru einfaldlega aumingjar. Jóhanna Sigurðardóttir er í ofanálag hædd fyrir að hafa gert mál- stað líltilmagnans að sínum á löngum og merkum þingferli. Og hinir líka, sem taka undir með henni. Og svo þeir allir sem „hafa ekki kunnað sér hóf í stjórnlausu neyslukapphlaupi eða bak- að sér tjón með óskynsamlegri hegðan eða neyslumynstri“, svo aftur sé vitnað í Hrafnkel héraðsskjalavörð. Aumingjagæska heitir þessi um- ræða á máli sjálfstæðismannsins að austan. Hann um það. Og helst er að skilja að þeir einir megi tala um aum- ingjana, sem eru aumingjar sjálfir. Hann um það líka. Hitt veit ég, að lífskjör og lífsvið- urværi hins almenna borgara (fátækir eða ekki fátækir) eru viðfangsefni og þungamiðja stjórnmálanna, bæði fyrir kosningar og eftir kosningar, og auð- vitað mega sumir stjórnmála- áhugamenn og jafnvel alþingismenn líta á fátækt og efnaleysi sem aum- ingjaskap og sjálfskaparvíti. Og kalla það aumingjagæsku þegar að því er vikið að fólk eigi bágt. Það er þeirra mál. En ég spyr um leið: Eigum við eitthvert erindi við slíka menn? Eiga þeir erindi við okk- ur? Aumingjagæskan Eftir Ellert B. Schram „Hitt veit ég, að lífskjör og lífsvið- urværi hins almenna borgara (fátækir eða ekki fátækir) eru viðfangsefni og þungamiðja stjórnmálanna, bæði fyrir kosningar og eftir kosningar …“ Höfundur er í 6. sæti Samfylkingar í Reykjavík norður. n líklega um helmingi dýr- min á 18 mánuðum ur á að renna til vegagerð- ursvæðinu“ eins og segir í g annar milljarður til vega- jörðum auk 200 milljóna í milli Skagafjarðar og purður sagði Halldór að ndi m.a. renna til vegabóta í og í að bæta vegi milli Þórshafnar og Bakkafjarð- on sagði að með 500 millj- u til Suðurstrandarvegar ns langt á veg og hið sama m framkvæmdir við Gjá- 00 milljónir renna þangað. er ætluð í framkvæmdir á agði Halldór að m.a. væri að þrefalda veginn á fleiri ður umfangsmiklum vega- víða um land sem þegar kveðnar flýtt. Aðspurðir u að þessum verkefnunum n 18 mánaða, sögðu Davíð þeim yrði væntanlega ekki au yrðu langt komin. andi um framtíðina amþykkt ríkisstjórnarinn- milljónir til atvinnuþróunar Byggðastofnunar. Halldór þær framkvæmdir sem nú aðar á Austurlandi hefðu lk sem byggi í tiltölulega veikum byggðum, þar sem fjölbreytni í at- vinnulífi væri lítil, til umhugsunar um framtíðina. Ljóslega hefðu Vestfirðir sér- stöðu í því sambandi og því mikilvægt að huga að þróun atvinnumála á því svæði. Hið sama gildi um Vestmannaeyjar, ýms- ar byggðir á Norðausturlandi og sunnan- verðum Austfjörðum. Ekki mætti heldur gleyma því að atvinnuástand væri ekki sérstaklega gott á höfuðborgarsvæðinu eða á Suðurnesjum. Einn milljarður króna verður veittur til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum, náist viðhlítandi samn- ingar við sveitarfélögin. Aðspurður hvort ekki hafi verið talað um að menningarhús risu víðar en á þessum tveimur stöðum sagði Davíð að á Austurlandi hefðu heima- menn frekar viljað semja um annað en húsbyggingu og fénu verið dreift í fleiri verkefni. Þessu verkefni væri því lokið þar, nema varðandi Egilsstaði. Þá væru samningar við Ísfirðinga á lokastigi. Eftir væri að semja við Akureyringa og Vest- mannaeyinga. „Fyrst þegar við kynntum þessa hugmynd fyrir fjórum árum, var henni satt að segja ekki tekið mjög vel og fékk ekki þann byr sem við hugðum að hún myndi fá,“ sagði Davíð. Málið væri hins vegar lengra komið en margir héldu. Fé leyst úr læðingi Samþykkt ríkisstjórnarinnar kveður á um að 6,3 milljörðum verði varið til ofan- greindra viðbótarverkefna. Vegagerð fyr- ir 4,6 milljarða og atvinnuþróun fyrir 700 milljónir á að fjármagna með sölu á öllum hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbankanum, Landsbankanum og Íslenskum aðalverk- tökum. Fram kom á blaðamannafundinum að rúmlega 2% hlutur í Búnaðarbankan- um og rúmlega 9% hlutur í Landsbank- anum verða seldir á almennum markaði en 40% hlutur ríkisins í Íslenskum aðal- verktökum (ÍAV) verður boðinn út með svipuðum hætti og gert var þegar kjöl- festuhlutir í bönkunum tveimur voru seld- ir. Bjóst Halldór við að einkavæðingar- nefnd muni auglýsa hlutinn í ÍAV fyrir lok febrúar. Nokkrir hefðu þegar lýst áhuga á að kaupa fyrirtækið. Davíð sagði að hlutur ríkisins í ÍAV hefði verið til sölu um nokkra hríð. Núna væri rétti tíminn til að „leysa þetta fé úr læðingi og láta það vinna að atvinnusköpun í landinu“. Spurður um nánari tímasetningar á hlutafjársölunni í bönkunum sagði Davíð að það myndi a.m.k. gerast innan 18 mánaða. Ráðherrarnir voru spurðir að því hvort þessi aðgerð væri einsdæmi í Íslandssög- unni. Sagði Davíð að gripið hefði verið til svipaðra aðgerða áður, en ekki í svona stórum stíl. Nýlundan væri sú að þetta væri gert með því að selja eignir en ekki með skatttekjum úr ríkissjóði. Halldór sagði það einsdæmi að það væri svo mikill slaki í efnahagslífinu og á sama tíma væri lítill ótti við verðbólgu á næstunni. „ Hér áður fyrr ef eitthvað þvíumlíkt var gert, þá var venjulega sagt að þetta yrði til þess að kynda undir verðbólguna og verðbólgu- bálið. Nú er því ekki þannig farið. Það er talið nauðsynlegt að mati hagfræðinga að fara út í slíkar framkvæmdir til þess að hjól efnahagslífsins snúist betur,“ sagði Halldór. Kosningabragð? Ráðherrarnir voru spurðir að því hvort tímasetning aðgerðanna kæmi sér ekki vel fyrir ríkisstjórnina þar sem skammt er til alþingiskosninga. Davíð svaraði því til að það kæmi sér vel fyrir ríkisstjórnina að sýna ábyrgð. Auk þess hafi stjórnarand- staðan verið að kalla eftir svipuðum að- gerðum og nú væri gripið til. Halldór sagði það gott þegar það færi saman, að það sem kæmi sér vel fyrir þjóðina, kæmi sér vel fyrir ríkisstjórnina. „Þannig á það að vera og við erum með þessum hætti meðal ann- ars að skila af okkur afskaplega góðu búi þó að við höfum ekki sagt síðasta orðið í þeim efnum. En þetta sýnir á mjög góðan hátt hversu gott bú er hjá Íslendingum í dag, að við skulum vera fær um að gera svona hluti,“ sagði hann. Og Davíð bætti við: „Að það sé hægt að fara í svona út- gjöld án þess að hækka nokkurn skatt, það er að minnsta kosti einsdæmi í sögunni.“ tvinnuleysi og slaka í efnahagslífinu tækifærið æmda    # #    '   & ,      0  ! 1   - 0    !     4 5 Morgunblaðið/Árni Sæberg í Ráðherrabústaðnum. ráð fyrir og slak- n bregst við með fleiri verkefnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.