Morgunblaðið - 12.02.2003, Side 36

Morgunblaðið - 12.02.2003, Side 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðustu lotuna ei sigrar neinn sveðjuna dauðinn brýnir. Þeir eru að kveðja einn og einn æskuvinirnir mínir. (I.B.) Nú þegar vinur okkar Sigurður er allur langar okkur að kveðja hann með nokkrun orðum og þakka honum fyrir alla hans tryggð við okkur ferm- ingar- og skólasystkinin. Hann var alinn upp á Lambafelli undir Eyja- fjöllum og dvaldi þar fram yfir ferm- ingu og var alla tíð mikill Eyfellingur. Þá var prestur í Holti sr. Jón M. Guð- jónsson, síðar prestur á Akranesi, og á 85 ára afmæli hans 1990 komum við saman nokkrir árgangar af ferming- arbörnum hans ásamt mökum okkar til að minnast æskuáranna. Ákváðum SIGURÐUR SIGURÐSSON ✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 11. febrúar. við þá að hittast að minnsta kosti einu sinni á á ári. Síðan höfum við átt yndislegar sam- verustundir, farið í stuttar ferðir eða í leik- hús og alltaf hefur Siggi Lambó eins og við köll- uðum hann verið drif- fjöðrin í því gangverki ásamt sinni ágætu konu Sæunni. Nú er hópur- inn farinn að þynnast, þar sem sex eru horfin yfir móðuna miklu. Við söknum þeirra allra en þetta er lögmál lífsins. Megi góður Guð blessa minningu þeirra. Og nú er Sigurður vinur okkar lagður upp í nýja langferð. Við stöndum eftir með hryggð og söknuð í huga. Elsku Sæunn, Vorhópurinn sendir þér og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Megi góðar og hug- ljúfar minningar styrkja ykkur öll í sorginni. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma. þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.W.) Vorhópurinn. Mér er sárt að kveðja Vigfús Gunn- arsson frænda minn. Samband okkar systk- inanna við afabróður okkar var lík- lega meira en gengur og gerist. Hann eignaðist engin barnabörn sjálfur en eftir á að hyggja mætti segja sem svo að við systkinin höf- um átt tvo afa, einn ekta og annan svona hálfgerðan bónusafa. Vigfús var enginn venjulegur eldri maður. Hann var til dæmis óvenjulega tæknilega sinnaður mið- að við mann á hans aldri, mikill græjukall. Og það dugði aldrei nema það besta og flottasta á mark- aðnum. Eftirminnilegt er mér þegar ég fór ungur að aldri með honum að kaupa reiðhjól. Eftir ferðina kom Vigfús heim með glæsilegt nýtísku fjallahjól, sem hann reyndar notaði ekki mikið. Það hefur eflaust verið of tæknilegt fyrir hann. En mikið þótti okkur það flott! Þegar ég sá hann síðast lá hann á Borgarspítalanum rétt eftir mjaðm- araðgerð sem hann hafði dregið lengi. Og ég man ég hugsaði með mér; mikið er hann hress. Ef hann hefði einhvern tímann komið heim eftir aðgerðina. Ætli hann hefði hjólað? Óskar Örn Arnórsson. Kveðja frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra Starfsemi hinna frjálsu félaga- samtaka byggist að miklu leyti á vinnuframlagi, sjálfboðavinnu áhugamanna um málefni viðkom- andi félags. Gjarnan er algengt að menn staldri við í slíkum fé- lagsstörfum í nokkur ár, e.t.v. í mesta lagi áratug. Vigfús, sem hér er kvaddur, gerði gott betur því að hann lagði Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (skammst. SLF, stofnað l952) lið í meir en fjóra áratugi, bæði sem almennur félagi og einnig hafandi með höndum ýmis trúnað- arstörf fyrir félagið. Vigfús var í framkvæmdaráði SLF samfellt í 40 ár og um árabil var hann í stjórn félagsins. SLF var eitt af sex „öryrkjafélögum“ sem stofnuðu Öryrkjabandalag Íslands árið l961. Vigfús sat árlega aðal- fundi bandalagsins í mörg ár. Sér- stakan áhuga hafði Vigfús fyrir VIGFÚS K. GUNNARSSON ✝ Vigfús KristjánGunnarsson fæddist á Litla- Hamri í Eyjafjarðar- sveit 15. október 1927. Hann lést á Rauðakrosshótelinu við Rauðarárstíg 30. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 7. febrúar. ferlimálum fatlaðra ut- an dyra og innan. Að þessum þýðingarmikla þætti skipulagsmála starfaði Vigfús af mik- illi alúð og kunnáttu. Hann naut eigin reynslu í þeim efnum en hann bjó við all- nokkra umferðarhöml- un vegna afleiðinga mænuveiki í bernsku. Fráfall Vigfúsar markar viss kaflaskil hjá SLF sem stofnað var af áhugamönnum um þjálfun, hæfingu og endurhæfingu, einkum þeirra sem veikst höfðu af mænuveiki. Þeim fækkar óðum sem skópu grundvöll félagsins og unnu að upp- byggingu þess og þróun starfsem- innar fyrstu árin. Þótt maður komi manns í stað er eftirsjáin eftir brautryðjendunum mikil og ávallt fyrir hendi. SLF þakkar af alhug fyrir ósér- hlífa vinnu Vigfúsar við mótun á starfsemi SLF og framlag hans á hinum ýmsu sviðum málefna fatl- aðra. Félagið sendir ættingjum hans og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í dag verður til moldar borinn fyrrum samstarfsmaður okkar, Vig- fús K. Gunnarsson, löggiltur endur- skoðandi. Vigfús hóf störf hjá Rík- isendurskoðun 1971 og starfaði þar óslitið í tæplega 30 ár er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Vigfús var dugmikill og glöggur endurskoðandi, sem gott var að vinna með. Hann lét sér annt um hagi samstarfsmanna en ekki síður um veg stofnunarinnar. Eftir að hann lét af störfum kom hann reglulega í heimsókn til þess að for- vitnast um hvernig starfið gengi og rækta gömul kynni. Hann var ljúfur í umgengni og reglusamur. Vigfús var félagslyndur og tók virkan þátt í félagslífi starfsmanna og skipti í því efni engu máli þótt hann hefði frá unga aldri þurft að styðjast við staf vegna bæklunar á fæti. Hann lét sig t.d. sjaldnast vanta í sum- arferðir starfsmanna og vílaði ekki fyrir sér að klöngrast misjafna slóð ef svo bar undir. Okkur er t.d. mjög minnisstætt þegar hann geystist um á vélsleða á Skálafellsjökli fyrir nokkrum árum. Vigfús lét sér annt um hag fatlaðra og gegndi m.a. nokkrum trúnaðarstörfum fyrir samtök þeirra. Að leiðarlokum þökkum við, fyrr- um samstarfsmenn hans, fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og vottum systkinum hans og öðr- um ástvinum dýpstu samúð. Starfsfólk Ríkisendur- skoðunar. Fallinn er fornvinur minn úr Stykkishólmi, Vigfús Gunnarsson, í hópi okkar skólasystkina oftast kall- aður Gói. Hann var bæklaður frá barnsaldri af mislengd fótleggja, og því hamlaður af háum og þungum klossa á öðrum fæti, sem gerði hon- um örðugt um gang og ókleift að hlaupa. Af þessu spratt annars veg- ar ævilöng sjálfsögun og skapgerð- arþroski og hins vegar þroskandi samúð og tillitssemi okkar krakk- anna, sem áttum samleið með hon- um í skóla og leik. Þegar ég kom í Hólminn sumarið 1937, þá nýorðinn níu ára, hitti ég hann fyrir sem jafn- aldra í næsta húsi, son valinkunnra sæmdarhjóna með styrka skapgerð, svo orð fer af enn í dag. Urðu sam- skipti okkar meiri og betri en vænta mátti af hömlun hans. Í hönd fóru dýrleg sumur í einu fegursta byggðarlagi landsins. Val leikfélaga var þá eitt af mikilvæg- ustu viðfangsefnum lífsins, og fór eftir ýmsu hverjir voru tagltækir og í færum til að veita eggjun til stæl- ingar krafta og vits. Lengstum skip- uðust strákar í smáhópa til flakks og dundurs og heimsskoðunar, en stundum fleiri til hópleikja og þá gjarnan stelpur með til að fylla töl- una og gefa þeim hýrt auga. Gói átti örðugt með að etja kappi á þeim vettvangi, en ekki skorti hann hug og dug til að leggja sig allan fram. Kom þá undratækið reiðhjól til sög- unnar að jafna metin og ljá honum svo lipra liði sem öðrum voru gefnir. Skínandi gljálökkuð reiðhjól heill- uðu auga og hug þá jafnvel meira en fjórhjólaðir reiðskjótar síðar. Völdumst við tveir saman til hjól- reiða, fyrst um bæjargötur og síðar æ lengra um holt og móa og mýra- sund, inn í Nýrækt og Nesvogsbotn og víðar, eftir því sem vegslóðar leyfðu og þrekið hrökk til. Gói var síður en svo til tafa, heldur hljóp honum kapp í kinn, þegar slétt var undir hjól og böðlaðist upp brekkur að fá fegurðarinnar yfirsýn og for- þéna góða salibunu niður. Vigfús var gæddur skarpri greind og kímni, sem honum var nauðsyn að leggja rækt við til þess að hefja sig yfir erfiðleikana. Kom þetta vel fram í hnittnum tilsvörum og sam- ræðulist, þar sem honum var lagið að stinga á málglöðum belgingi, sem kom sér ekki síst vel í skiptum við undirritaðan. Honum var með sama hætti lagið að velja sér starfsbraut endurskoðunar, þar sem kostir hans nutu sín hvað best að tiltölu við hömlur. Leiðir okkar skildi við það, að ég hvarf úr Hólminum eftir barnaskólapróf og við tóku nýir skólar og félagar, sem náðu þá meiri festu en fyrri leikfélagar. Jafnan urðu þó fagnaðarfundir hverju sinni er við hittumst af hend- ingu, svo sem einnig átti við um aðra góða bernskuvini og gamla Hólmara, sem því miður hefur farið mjög fækkandi. Ég þakka Vigfúsi góða og trygga samfylgd á bjartri braut bernsku- daga um leið og ég votta fjölskyldu hans hluttekningu við brotthvarf hans af heimi. Bjarni Bragi Jónsson. Kvatt hefur þetta jarðlíf svo skyndilega sívökull baráttumaður fyrir bættum hag fatlaðra í landinu, bættu aðgengi þó allra helzt. Vigfús Gunnarsson var virkur í félagsstarfi fatlaðra, bæði á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjargar og Öryrkjabandalags Íslands og það munaði hvarvetna um þennan vaska dreng heiðrar hugarsýnar. Hann barði oft að dyrum hjá mér í starfi mínu hjá Öryrkjabandalagi Íslands, snaraðist inn og oftar en ekki hljómaði: Má ég benda þér á eitt, og svo kom hin þarfasta ábend- ing um svo margt sem varðaði heill og hagsmuni fatlaðra, ábending sem komst svo til skila í fréttabréfi okk- ar með glöggum og skýrum dæmum Vigfúsar. Vigfús minn dró aldrei af sér í til- lögugerð sinni, hugmyndaríkur og eftirtektarsamur um svo margt í mannlífinu og umhverfinu sem hann vildi sjá fært til betri vegar. Hann vissi gjörla að af ærnu var að taka, en raunsær sem hann var benti hann um leið á færar leiðir að mark- inu. Hann var um árabil skoðunar- maður reikninga hjá Öryrkjabanda- laginu, talnavís hið bezta og glögg- skyggn á það sem máli skipti, vandvirkur um leið og fór vel ofan í hlutina og kunni um leið ágætlega að meta það sem vel var gjört í reikningshaldi öllu svo sem þarna var ævinlega. Heilbrigðir lífshættir áttu í hon- um hollvin góðan, hann var einlæg- ur bindindismaður og unni hreyf- ingunni og þeirri hugsjón mannræktar og manngöfgi sem þar var og er efst alls. Ég á eftir að sakna samfundanna við þennan skýra og vakandi dreng góðra eiginda, hlýjunnar sem fylgdi ákveðninni og baráttugleðinnar sem hvergi fölskvaðist þótt árum fjölg- aði. Einlæg þökk er fyrir frjóa og gefandi samfylgd áranna. Þar fór vammi firrtur heiðurs- maður sem hvarvetna átti lífsgöngu góða. Helgi Seljan. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR, Norðtungu. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Magnússon, Magnús Magnússon, Björg Ólafsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, Skúli Hákonarson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Davíð Magnússon, Margrét Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður Magnússon, barnabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR GÍSLASON, Safamýri 46, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 2. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Gísli Sæmundsson, Anna Día Brynjólfsdóttir, Magnús Sæmundsson, Svandís Egilsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Atli Magnús Gíslason, Brynjólfur Gíslason, Sæmundur Andri Magnússon, Daníel Arnar Magnússon, Gísli Aron Magnússon, AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.