Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LITLU skiptir hvort stjórnmálafor- ingi sem hefur ofmetnast er karl eða kona. Yfirleitt eru slíkar manneskj- ur sjálfum sér næstar í flestu. Gegn alþýðufólkinu og þeim sem minna mega sín eru þær frekar neikvæðar og skilningsvana. Oft er þetta sterkt fólk sem á erfitt með að þola veik- leika sem þó er náttúrlegur fylgi- fiskur samfélaga. Börn fæðast mis- jafnlega vel gerð og hluti þeirra slasast á lífsleiðinni. Öldrun og veik- indi vega að getu fólks og gerir það háð samfélagshjálp og þá má skiln- ing ekki vanta. Um skeið hafa sterk- ir foringjar og um margt líkir, leitt ríkis- og borgarstjórn. Báðir eru viljasterkir og lítt sveigjanlegir. Ráðherrann er sjálfum sér og auð- valdsflokknum samkvæmur. R-lista borgarstjórinn f.v. er hins vegar ekki samkvæmur sér né jafnaðar- stefnunni. Báðir foringjarnir láta sér á sama standa fátækt og erfiðleika þeirra sem minna mega sín og beina athygli almennings aðeins að því sem vel hefur tekist. Í skjóli valds og með orðfimi, geta þeir haldið óvin- sælum verkum og ákvörðunum frá sviðsljósinu. Borgarstjórinn Ingi- björg, sem stóð ekki við loforð sín fyrir og eftir kosningar hefur verið að skerða félagskerfi borgarinnar. Hún er að ná forsætisráðherranum í einkavæðingaráráttu sem fer eins og eldur í sinu um samfélagið og þau undur gerast að margir hrífast, mest fyrir að hún sagði ráðherranum stríð á hendur. Fólkið dáir færni hennar og yfirlæti en sér ekki allt sem hún gerir og lætur ógert. Henni tekst að leyna samúðarleysi sínu gagnvart þeim sem minnst hafa og þar á með- al lægst launuðu konunum í félags- málakerfi borgarinnar. Hún leggur lið Kárahnjúkavirkjun, mesta hryðjuverki Íslandssögunnar gegn umhverfi landsins. Á meðan millj- ónir tonna af jarðvegi fjúka á haf út leiðir hún klóakleiðslur á hrygning- arstöðvar í stað þess að virkja úr- gang á foksvæði með þekktum að- ferðum. Þjóð sem byggir afkomu sína á fiskveiðum sendir ekki upp- örvandi skilaboð til viðskiptalanda sinna með slíkum hætti. Fyrir ESB vill hún fórna sjálfstæði Íslands. Ingibjörg Sólrún er snjöll, en of mörg verka hennar bera þess merki að ekki er allt gull sem glóir. Von- andi verður hún ekki forsætisráð- herra, því hætt er við að Samfylk- ingin muni styðjast við Framsókn og það yrði þjóðinni skaðlegur kostur ef að líkum lætur. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3. Fráfarandi borgarstjóri Frá Alberti Jensen: HINN 2. febrúar sl. birti Morgun- blaðið opið bréf Ingimundar Kjarval til mín varðandi gjöf Jóhannesar Kjarval listmálara til Reykjavíkur- borgar. Af því tilefni vil ég upplýsa lesendur blaðsins um að ég er að kynna mér efnisatriði málsins og mun funda með Ingimundi þegar hann kemur til landsins í næstu viku. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON, borgarstjóri í Reykjavík. Kynnir sér efnisatriði Frá Þórólfi Árnasyni: AÐ gefnu tilefni langar mig til að koma á framfæri leiðréttingum við grein Steinar Bergs Ísleifssonar í Morgunblaðinu 6. febrúar, sem birt- ist undir yfirskriftinni „Fáum við nýja plötu á fóninn?“. Svo ég vitni beint í grein Steinars þá segir: „Hins vegar er það um- hugsunarvert að fánaberar íslenskr- ar tónlistar á erlendri grund: Björk, Sigur Rós, Quarashi, Leaves, Caput og múm eru samningsbundin er- lendum fyrirtækjum. Sala platna þeirra á Íslandi er háð leyfi hins er- lenda útgefanda. Eitt meginmark- mið útrásar íslenskrar tónlistar er öndvert við þetta fyrirkomulag. Út- gáfurétturinn ætti að vera vistaður hérlendis og hann framleigður til er- lendra aðila.“ Útgáfufélagið Smekk- leysa hefur gefið út og tengist nokkrum þessara listamanna sem hér eru nefndir. Fyrir hönd félags- ins vil ég benda á að útgáfuréttur Bjarkar og Sigur Rósar er ýmist hjá Smekkleysu eða listamanninum sjálfum og er framseldur þaðan. Sala platna þeirra á Íslandi hefur aldrei verið háð erlendum fyrirtækj- um. Hvað sölu á Íslandi varðar get ég fullyrt hið sama í tilfelli Leaves. Ca- put hefur gert samninga við ýmis úgáfufyrirtæki hérlendis sem er- lendis. Þeir samningar sem Caput hefur gert eru bundnir við einstakar útgáfur. Smekkleysa hefur gefið út hljóðritanir með Caput, þar sem út- gáfurétturinn er vistaður hérlendis. Þetta er algengt fyrirkomulag hjá flytjendum samtíma- og klassískrar tónlistar. Múm samdi beint við er- lent fyrirtæki, sem er rétt með farið. Mál Quarashi þekki ég hins vegar ekki. Ég vona að þessi misskilningur leiðréttist hér með. ÁSMUNDUR JÓNSSON, framkvæmdastjóri Smekkleysu. Leiðréttingar við grein Frá Ásmundi Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.