Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
LÁRÉTT
1 gutlreið, 4 tilfinning, 7
fótaskjögrið, 8 höndin, 9
þæg, 11 groms, 13 ljúka,
14 mynnið, 15 hrúgaði
upp, 17 nota, 20 sár, 22
hásan, 23 klaufdýrið, 24
ræktuð lönd, 25 þreytt-
ar.
LÓÐRÉTT
1 viðarbútur, 2 minnist
á, 3 ær, 4 höfuð, 5 ber,
6 dútla, 10 kappnógur,
12 væn, 13 bókstafur,
15 afskræmi, 16 óður,
18 fylginn sér, 19
korns, 20 sættir sig við,
21 bauja.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kjánalegt, 8 tófur, 9 ótukt, 10 rós, 11 terta, 13
tunna, 15 kepps, 18 sakna, 21 kóp, 22 pilla, 23 arann, 24
kampakáta.
Lóðrétt: 2 jöfur, 3 narra, 4 ljóst, 5 grunn, 6 stút, 7 Etna,
12 tap, 14 Una, 15 kopp, 16 pilta, 17 skaup, 18 spark, 19
kraft, 20 asni.
Krossgáta
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss og Dettifoss
koma og fara í dag.
Bremon og Hanseduo
koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Polar Siglir fór í gær.
Brúarfoss fer í dag til
Reykjavíkur.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Skrifstofa
s. 551 4349, opin mið-
vikud. kl. 14–17. Flóa-
markaður, fataút-
hlutun og fatamóttaka
opin annan og fjórða
hvern miðvikud. í mán-
uði kl. 14–17, s.
552 5277.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 13–16.30
opin smíða- og handa-
vinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 bað, kl. 9–12 gler-
list, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–10.30
Búnaðarbankinn, kl.
13–16.30 bridge/vist,
kl. 13–16 glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 hár-
greiðsla og bað, kl. 10
leikfimi, kl. 14.30
bankaþjónusta, kl.
14.40 ferð í Bónus.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl. 9
silkimálun, kl. 13–16
körfugerð, kl. 10–13
opin verslunin, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. 13.30
bankaþjónusta.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
postulínsmálun, kl. 13–
16.30 módelteikning,
kl. 9–14 hárgreiðsla, kl.
9–16.30 fótaaðgerð.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tréút-
skurður kl. 9, myndlist
kl. 10–16, línudans kl.
11, glerlist kl. 13, pílu-
kast kl. 13.30 og kóræf-
ing kl. 16.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Línudans-
kennsla kl. 19.15.
Söngvaka kl. 20.45. S.
588 2111.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum, Selinu,
Vallarbraut 4, Njarð-
vík. Í dag kl. 14 fé-
lagsvist.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
10.30 gamlir leikir og
dansar, frá hádegi
spilasalur opinn. S.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.30 boccia og
glerlist, kl. 13 glerlist,
kl. 16 hringdansar,
kl. 17 bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
stólaleikfimi, kl. 10
ganga, kl. 13–16
handavinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, bútasaum-
ur, útskurður, hár-
greiðsla og fótaaðgerð,
kl. 11 banki, kl. 13
bridge.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9 föndur, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 14 dans, kl. 15
frjáls dans, kl. 15
teiknun og málun.
Fótaaðgerðir og hár-
greiðsla.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
10–11 samverustund,
kl. 9–16 fótaaðgerð, kl.
13–13.30 banki, kl. 14
félagsvist.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
myndmennt, kl. 12.15–
14.30 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–14 spurt
og spjallað, kl. 13–16
tréskurður.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 10 fótaaðgerð, bók-
band og bútasaumur,
kl. 13 handmennt, kl.
13.30 bókband, kl.
12.30 verslunarferð.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 19.30
félagsvist, kl. 16.30
fundur hjá átaks-
hópnum.
Barðstrendinga-
félagið. Félagsvist í
Konnakoti, Hverf-
isgötu 105, kl. 20.30 í
kvöld.
ITC Melkorka,
fundur í Borgartúni 22,
3. hæð, í kvöld kl. 20
Allir velkomnir.
Uppl. í s. 587 1712.
Hulda.
Slysavarnadeild
kvenna í Reykjavík.
Aðalfundurinn er í
Höllubúð fimmtudag-
inn 13. og hefst kl.
19.30 með þorramat.
Í dag er miðvikudagur 12. febr-
úar, 43. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Auðmýkið yður því
undir Guðs voldugu hönd,
til þess að hann á sínum tíma
upphefji yður. Varpið allri
áhyggju yðar á hann, því að hann
ber umhyggju fyrir yður.
(1. Pét. 5, 6. 7.)
Hellisheiði
ÉG er einn af þeim mörgu
sem aka Hellisheiði 5–7
sinnum í viku og nú verð
ég að segja að ég er orðinn
verulega pirraður á
ástandi hennar yfirleitt.
Eftir að hafa forvitnast
um málið komst ég að því
að þessi snjómokstur sem
um er rætt er settur í út-
boð af hálfu Vegagerðar-
innar. Eftir að hafa lesið
útboðsgögnin er ég væg-
ast sagt gáttaður og furða
mig ekki lengur á að
ástandið sé eins og það er.
Þeir sem taka þennan
mokstur að sér fá úthlutað
vissum kílómetrafjölda á
ári sem þeir mega moka á
fullu gjaldi, allt eftir það er
á helmingsafslætti!
Hvað eru menn að
hugsa? Þetta býður auð-
vitað upp á það að þarna sé
ekki mokað vegna þess að
menn eru að spara þessa
kílómetra. Ekki finnst mér
mikill sparnaður í þessu
því að oft hefur legið við að
þarna verði stórslys, nú
síðast í byrjun desember
varð þarna fimm bíla
árekstur og tvær bílveltur.
Ef menn hefðu verið svo-
lítið vakandi yfir þessum
hlutum hefði þetta ekki
þurft að gerast.
Nú vil ég beina því til
Vegagerðarinnar að
hressa upp á mannskapinn
og taka þetta til athugunar
því það er einungis orðið
tímaspursmál hvenær
þarna verður alvarlegt
slys.
S.P.
Launhelgi lyganna
SÆL Baugalín, höfundur
bókarinnar „Launhelgi
lyganna“.
Ég var enda við að klára
lestur bókar þinnar og er
ég mjög sátt við hana og
þakka þér fyrir skrif henn-
ar. Ég þekki þetta að hluta
til af eigin raun og finnst
mikill sigur hjá þér að gefa
út bókina. Það sýnir þinn
sigur í þínu máli.
Ég vona að einhvern
daginn muni móðir þín
taka þig í sátt og geta ver-
ið hreinskilin við þig og
fyrst og fremst beðið þig
fyrirgefningar. Ég veit að
í mínu tilviki þá var enginn
ánægður er ég fór að tala
um það sem hafði gerst.
En ég veit að án þess að
tala hefði ég dáið endan-
lega, vegna þess að þögnin
er í raun til að drepa sálina
í manni hægt og sígandi.
En það sem mér hefur
lærst í dag er fyrst og
fremst það að mér takist
að fyrirgefa. Svo ég sjálf
geti lifað áfram. Ég vona
að þér takist það líka.
Megi Guð blessa þig. Og
takk enn og aftur fyrir
góða bók.
S. Kristinsdóttir.
Steinasafnarar
VELVAKANDA hefur
borist bréf frá Karsten
Gries í Þýskalandi en hann
er að leita að steinasafn-
ara hér á landi sem er
tilbúinn að skiptast á
steinum við hann. Þeir
sem hafa áhuga eru beðnir
að hafa samband:
Karsten Gries,
Wassergasse 9,
99310 Marlieshausen,
Deutschland.
Hagnaður á kostnað
almennings
BANKAR hæla sér núna
fyrir mikinn hagnað. Má
kannski spyrja hvers
vegna og hverjir það séu
sem skila inn þessum fjár-
munum og fyrir hvað.
Verðtrygging er undar-
legt fyrirbrigði, því að
verðrýrnun kemur ekki
lántakendum til góða. Inn-
lagt sparifé í banka er
vaxtalaust, miðað við verð-
bólgu. Hagnaður banka er
þess vegna á kostnað al-
mennings í landinu.
Kári í Kópavogi.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
Á́RSHÁTÍÐ embættismannastjórnarráðsins fór fram á dög-
unum, en vart er hægt að komast
hærra í þjóðfélagsstiganum. Ægi-
vald þeirra sést vel á því að skemmti-
krafturinn var ráðherra. Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra fór á
kostum í því hlutverki, enda sagðist
hann alinn upp við mikla virðingu
fyrir embættismönnum:
„Í mínu ungdæmi fyrir norðan var
talað um þá í hálfum hljóðum sem
fengu embætti. Ef einhver hafði
komið sér sérlega vel áfram í lífinu,
þá var sagt: „Hann er búinn að fá
embætti.“ Það jafngilti aðgangi að
himnaríki. Þeir sem komust í stjórn-
arráðið, – ég man ekki nokkurn tíma
í minni barnæsku eftir að hafa kom-
ist í kallfæri við slíka menn. Slíkir til-
heyrðu þeim sem gengu undir nafn-
inu „þeir“ í munni almennings í
landinu, ásamt stjórnmálamönnum.
„Þeir“ gerðu þetta og „þeir“ gerðu
hitt, og venjulega var það til bölv-
unar að áliti manna.“
Jón lét þá sögu fylgja, sem Vil-
hjálmur Hjálmarsson sagði honum,
að þegar Vilhjálmur var mennta-
málaráðherra kom maður nokkur í
ráðuneytið og spurði eftir honum.
Ráðherrann var ekki við, og þá sagði
maðurinn: „Ætli ég verði þá ekki að
fá að tala við Birgi sjálfan.“ Birgir
þessi var Birgir Thorlacius ráðuneyt-
isstjóri. „Þetta er dæmi um virðingu
embættismanna, og það er betra að
kunna að haga orðum sínum þegar
slíkir menn hlusta.“
x x x
VEÐRIÐ er eftirlætisumræðuefniÍslendinga. Sama hvernig viðrar,
þá þykir það alltaf tíðindum sæta.
Eins og kom fram í vísu Jónasar
Hallgrímssonar, sem hann orti í
septembermollu á Völlum í Svarf-
aðardal:
Veðrið er hvurki vont né gott,
varla kalt og ekki heitt,
það er hvurki þurrt né vott,
það er svo sem ekki neitt.
x x x
VINIR Víkverja ákváðu að veraforsjálir og tryggðu sér viku-
langa skíðaferð fyrir fjölskylduna
með því að panta í vetrarbyrjun or-
lofshús á Akureyri í janúar. Ferðin
var algjör draumur. Og það þrátt fyr-
ir að Hlíðarfjall væri snjólaust. Það
varð þess nefnilega valdandi að þau
renndu sér í gönguferðir um bæinn á
venjulegum skóm. Og fáir staðir eru
fallegri en Akureyri til gönguferða.
x x x
ÞANNIG er Ísland; það hefurtjónkað lítið að plana framtíðina.
Það er ekki bara gengi krónunnar
sem sveiflast heldur líka veðrið. Jón-
as háttaði um sumarkvöld í Skaga-
firðinum í góðu veðri, en um morg-
uninn þegar hann kom út var
snjóhret og norðan kuldastormur. Í
þeim veðrabrigðum gerði hann vís-
una:
Nú er sumar í köldu kinn,
eg kvað það á milli vita;
fyrr má nú vera, faðir minn!
en flugurnar springi af hita.
Hannes Pétursson hefur bent á að
líklega sé kalda kinn umritun á Ís-
landi, „að stakan lýsi því kankvíslega
hve skjótt skiptir oft um veðráttu í
köldu kinn, á ís-landi: Svo hlýtt hafi
verið einn daginn að drottni fannst
nóg um og lét snöggkólna til þess að
hlífa flugunum – svo að þær spryngju
ekki af hita!“
Morgunblaðið/RAX
Jón var skemmtikraftur fyrir „þá“.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Ingibjrg Sólrún Gísla-dóttir, forsætisráð-
herraefni Samfylking-
arinnar, sagði í ræðu
sinni í Borgarnesi, að af-
skiptasemi stjórnmála-
manna af fyrirtækjum
landsins væri ein að-
almeinsemd íslensks
efnahags- og atvinnulífs.
Eflaust hafa margir kjós-
endur skilið þetta sem
svo, að Ingibjörg Sólrún
væri talsmaður frjáls
markaðar og þess sjón-
armiðs að hið opinbera
eigi ekki að vasast í at-
vinnustarfsemi. Ýmis
fyrri ummæli hennar
benda þó ekki til þess.
Þegar Ingibjörg Sólrúnvar borgarstjóraefni
Reykjavíkurlistans, í maí
1994, var hún spurð í
Morgunblaðinu um mun-
inn á stefnu R-lista og D-
lista í atvinnumálum.
Hún svaraði: „Í okkar
stefnuskrá er meiri
áherzla lögð á pólitískar
aðgerðir, sem kalla má
opinber afskipti af at-
vinnulífinu.“ Borg-
arstjóraefnið sagði að R-
listinn vildi „ganga nokk-
uð langt“ í að beita
borginni til að gangsetja
hjól atvinnulífsins; hún
ætti þó ekki að fara út í
atvinnurekstur. Skömmu
áður hafði Ingibjörg Sól-
rún sagt í Morgunblaðinu
að „atvinnulífið hafi
hingað til mátt spjara sig
upp á eigin spýtur. Það
væri hins vegar stefna
sem ekki gengi á tímum
sem þessum.“
Ýmislegt er til merkisum að þegar leið á
borgarstjóraferil Ingi-
bjargar Sólrúnar hafi
hún fallið frá því að
borgin ætti ekki að taka
þátt í atvinnurekstri. Um
Línu.net-ævintýrið sagði
hún í viðtali hér í blaðinu
sl. vor: „Um það má auð-
vitað alltaf deila hvort
opinberir aðilar eigi að
koma að slíkum fyr-
irtækjum, en okkar mat
var einfaldlega að Orku-
veitan ætti grunnnet sem
mætti þróa og nota til að
skapa á markaðnum ein-
hverja samkeppni við
Landssímann ... ef einka-
aðilar treysta sér ekki í
þá fjárfestingu sem þarf í
upphafi til að skapa þær
aðstæður þá finnst mér
rétt að Orkuveitan geri
það.“
Skoðun IngibjargarSólrúnar á þátttöku
Orkuveitunnar í risa-
rækjueldi austur í Ölfusi
kom fram í sjónvarps-
umræðum fyrir borg-
arstjórnarkosningar sl.
vor: „Orkuveita Reykja-
víkur ... er fyrirtæki sem
hefur gríðarlega miklu
hlutverki að gegna hér í
borginni og á auðvitað að
sinna sinni samfélags-
skyldu með því að skoða
ýmis þróunarverkefni
sem renna styrkari stoð-
um undir atvinnulífið í
borginni.“
Með öðrum orðumvirðist forsætisráð-
herraefni Samfylking-
arinnar telja afskipti
stjórnmálamanna af at-
vinnulífinu í lagi – þ.e.
sumra stjórnmálamanna.
STAKSTEINAR
...sem kalla má opinber
afskipti af atvinnulífinu
ÉG varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að verða mér
úti um miða á tónleika
sem voru haldnir í Saln-
um í Kópavogi fimmtu-
daginn 6. febrúar sl.
Þetta voru lögin henn-
ar Ellýjar Vilhjálms sem
sungin voru af Guðrúnu
Gunnarsdóttur. Ég veit
nú ekki með hvaða orð-
um ég á að lýsa hrifn-
ingu minni, því mig vant-
ar hreinlega nógu sterk
orð. Þarna flutti hún
(Guðrún) af sinni ein-
skæru snilld hvert lagið
á fætur öðru og fékk til
liðs við sig frábæra
hljóðfæraleikara. Þarna
sungu líka Borgardætur
bakraddir í nokkrum
lögum, Eyfi Kristjáns
söng eitt lag með henni
og einnig Stefán Hilmars
eitt. Fyrir okkur sem
vorum svo „heppin“ að
vera hlustendur tala ég
eflaust fyrir munn allra,
þetta var í einu orði sagt
FRÁBÆRT. Ef þessir
tónleikar verða end-
urteknir hvet ég alla
unnendur góðrar tónlist-
ar til að krækja sér í
miða sem fyrst.
Guðrún, hafðu þökk
fyrir að láta draum þinn
rætast og leyfa okkur að
njóta. Takk fyrir okkur.
Ánægður
tónleikagestur.
Frábærir tónleikar