Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 50

Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÚPPÍURNAR Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Frumsýning  Kvikmyndir.is Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 3,45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8. YFIR 90.000 GESTIR Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.16 Sýnd kl. 5 og 10.10. B.i.12. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. kl. 5.30 og 9.Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12. 6 Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd ÞAÐ verður sungið og dansað þegar Óskarsverðlaunin verða af- hent í 75. sinn í Kodak-leikhúsinu í Los Angeles 23. mars næstkom- andi. Nafn dans- og söngvamynd- arinnar Chicago mun þá hljóma oftar en nöfn annarra mynda því myndin er tilnefnd til flestra verð- launa í ár, alls 13 talsins. Fast á hæla hennar koma New York- gengin með 10 tilnefningar og The Hours með 9 tilnefningar. Þetta var kunngjört í gær af óskars- verðlaunahafanum Marisu Tomei og forseta Óskarsakademíunnar Frank Pierson. Allar hlutu myndirnar þrjár til- nefningu sem bestu myndir, ásamt The Pianist og The Two Towers, og fyrir bestu leikstjórn. Chicago hlaut þar að auki fjórar tilnefn- ingar fyrir leikframmistöðu, Réne Zellweger sem aðalleikkona, Cath- erine Zeta-Jones og Queen Latifah sem aukaleikkonur og John C. Reilly sem aukaleikari. Hinsvegar varð Golden Globe-verðlaunahaf- inn Richard Gere af tilnefningu fyrir aðalhlutverk. Leikstjórinn Rob Marshall er tilnefndur fyrir sitt framlag en þetta er fyrsta mynd sem hann gerir. Verið er að sýna Chicago hér á landi um þess- ar mundir. Enn og aftur eru hin margverð- launuðu Meryl Streep og Jack Nicholson tilnefnd fyrir leik- frammistöðu sína. Streep, sem unnið hefur tvisvar, hlaut sína 13. tilnefningu, fyrir aukahlutverk í Adaptation en engin leikkona hef- ur hlotið svo margar óskars- verðlaunatilnefningar. Sama gildir um Nicholson sem bætti eigið met með því að hljóta 12. tilnefninguna fyrir aðalhlutverk í About Schmidt, sem frumsýnd verður hér á landi um næstu helgi. Karl- inn mun þar etja kappi við Adrien Brody úr The Pianist, Nicolas Cage úr Adaptation, Michael Caine úr The Quiet American og Daniel Day-Lewis úr The Gangs of New York. Martin Scorsese hlaut og tilnefningu sem besti leikstjóri fyrir þá mynd en hann hefur þrisvar sinnum áður verið til- nefndur, án þess hafa unnið í þess- um flokki. Sýningar á The Gangs of New York hefjast hér 21. febr- úar. Julianne Moore hefur ærna ástæðu til að mæta á athöfnina í Kodak-leikhúsinu því hún fékk tvær tilnefningar, fyrir aðal- hlutverk í Far From Heaven, og aukahlutverk í The Hours. Nicole Kidman er einnig tilnefnd til verð- launa í flokki aðalleikkvenna fyrir túlkun sína á Virginiu Woolf í sömu mynd, The Hours. Sem bestu aðalleikkonur voru tilnefndar að auki Diane Lane fyrir Unfaithful og Salma Hayek en hugarfóstur hennar, kvikmyndin Frida, kemur svolítið á óvart með því að hljóta alls 6 tilnefningar. Leikstjóri The Hours, Bretinn Stephen Daldry, er tilnefndur í annað sinn á tveimur árum en árið 2001 var hann tilnefndur fyrir fyrstu mynd sína Billy Elliott. Af öðrum tilnefningum The Hours má nefna að Ed Harris er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. Aðrar myndir sem fá vænan skammt af tilnefningum eru mynd Romans Polanskis The Pianist með 7 tilnefningar, The Two Tow- ers með 6 tilnefningar, The Road To Perdition með 5 og Adaptation og Far From Heaven með 4. Finnska myndin Maður án for- tíðar eftir Aki Kaurismaki hlaut tilnefningu sem besta erlenda myndin ásamt framlagi Kína, Hol- lands, Mexíkó og Þýskalands. Töluverða athygli hefur vakið að tvær af rómuðustu „erlendu“ myndum síðasta árs, spænska Ræddu málin eftir Almodóvar og mexíkanska Móðir þín líka eftir Alfonson Cuarón, voru ekki gjald- gengar í þessum flokki því þær höfðu fengið almenna dreifingu í Bandaríkjunum. Báðar hlutu myndirnar þó sárabætur því Almodóvar er tilnefndur til tvennra verðlauna, fyrir bestu leikstjórn og handrit og Cuarón er einnig tilnefndur fyrir besta hand- ritið ásamt bróður sínum. Fróðlegt verður að sjá hvort Disney verður líkt og í fyrra af verðlaunum í flokki teiknimynda en af 5 sem tilefndar er á teikni- myndarisinn 3 þeirra, Lilo & Stitch, Spirited Away og Treasure Planet, en hinar eru Ice Age og Spirit: Stallion of The Cimarron. Óvænt tilnefning Michael Moore Það á síðan ugglaust eftir að vekja nokkra athygli og umtal að kvikmyndagerðarmaðurinn og rit- höfundurinn róttæki Michael Moore skuli hafa hlotið tilnefningu fyrir hina umdeildu en margróm- uðu heimildarmynd Bowling For Columbine en myndin fjallar á gagnrýnin hátt um byssueign í Norður-Ameríku, sögu hennar og menningaráhrif. Moore hlaut sér- stök verðlaun fyrir myndina á Cannes í fyrra og var á dögunum tilnefndur nokkuð óvænt af Sam- tökum handritshöfunda í Banda- ríkjunum fyrir handrit sitt að heimildarmyndinni. Rapparinn Eminem þekkir vart þá tilfinningu að fara tómhentur af verðlaunahátíðum. Hann er til- nefndur til sinna fyrstu Ósk- arsverðlauna, ekki fyrir leik sinn í 8 Mile, eins og einhverjir höfðu getið sér til um, heldur fyrir besta frumsamda lag, úr sömu mynd, „Lose Yourself“. U2 gætu líka hlotið sinn fyrsta Óskar en sveitin er tilnefnd í sama flokki fyrir lag- ið „The Hands That Built Am- erica“ úr The Gangs of New York en á dögunum hlaut írska sveitin Golden Globe-verðlaunin fyrir lag- ið. Þess má geta að nú í fyrsta sinn fellur tilnefning í skaut ímynd- aðrar persónu. Er hér um að ræða ímyndaðan tvíburabróður ólík- indatólsins Charles Kaufmans, en saman eru þeir „bræður“ tilefndir fyrir handritið byggt á öðru verki, sem síðan varð að myndinni Adaptation. Kaufman hlaut sína fyrstu tilnefningu fyrir tveimur árum fyrir frumsamið handrit sitt að Being John Malkovich. Það kemur svo í ljós 23. mars í Kodak-leikhúsinu í Los Angeles hvort sigurvegarar verði ímynd- aðir eða alvöru. Kynnir verð- launathafnarinnar verður Steve Martin og Stöð 2 mun sýna beint frá henni.    #  $%   !""& ' () *+ ,-* .,//./(* - 0,) 1+,*)/*,233)/) $3*1+,*)/./ 1+* *0/ - 45 3..+ 6*// !& * /3    . ,.378.                                      . ,.3*.                  !       "       #   * ,.332/*   $        !   "%     "  & !  90.:*(2 #*/( 2 ; <23 0 2) 0 ;2 2;= 0 >.*/. * 31.3?/@      .3*. - *)3*0,)13. ' #    % ! #    " (      )   $ %   $     .332/* - *)3*0,)13. "%     *%   +        & "   , - %+./% & $'( ) * ,/@* 31.3?/@ # 0 & *( /%1 + 2/ &    # 2+2% & +,   &%3& &    -    #  .    / .   0 : ( * .3/.?/@ .,2 A .:0   4   +   .,2 A .:0 *) >,*/ Tilnefningar til 75. Óskarsverðlaunanna Chicago efst á blaði Reuters Stjörnur The Hours eru allar til- nefndar, Nicole Kidman og Jul- ianne Moore fyrir þátt sinn í mynd- inni, en Meryl Streep fyrir hlutverk sitt í Adaptation. Reuters Catherine Zeta Jones hlýtur eina af 13 tilnefningum Chicago. Reuters Adrien Brody og Roman Polanski eru báðir tilnefndir fyrir framlag sitt til Píanístans. Reuters Óskarsakademían fær ekki nóg af Jack, sem hlaut nú sína 12. tilnefn- ingu fyrir About Schmidt. Meryl Streep og Jack Nicholson slá enn met

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.