Morgunblaðið - 12.02.2003, Side 52
FÁIR rithöfundar af yngri kynslóð-
inni hafa náð eins langt og Michael
Chabon sem hlaut meðal annars Pul-
itzer-verðlaunin fyrir þriðju bók sína.
Áberandi hefur verið undanfarið hve
margir þekktir rithöfundar hafa tek-
ið til við að skrifa barnabækur og
Chabon er þar engin undantekning;
fyrir skemmstu kom út fjórða skáld-
saga hans og um leið fyrsta bók hans
sem skrifuð er fyrir börn og ung-
menni, Summerland.
Nærtækasta skýringin á þessum
aukna áhuga á barnabókum er að
skyndilega tóku útgáfur og höfundar
eftir því að þar var til markaður og
hann ekki lítill, en líka þykir rithöf-
undum sem glíma við hinstu rök til-
verunnar og póstmódernískar flækj-
ur fróun í því að fá að skálda allt upp
og skrifa eftir hjartanu, í það
minnsta segir Chabon að það sé fátt
auðveldara en að skrifa ævintýri þar
sem hann getur búið til hvaðeina sem
hentar söguþræðinum.
Bíómynd og verðlaun
Chabon sló rækilega í gegn með
bókinni The Amazing Adventures of
Kavalier and Clay sem kom út 2001
og hann fékk meðal annars Pulitzer-
verðlaun fyrir. Fyrsta bók hans sem
vakti verulega athygli var aftur á
móti Wonder Boys sem samnefnd
kvikmynd var gerð eftir fyrir þremur
árum. Hann segist hafa beðið í þrjá
áratugi eftir því að skrifa bók eins og
Summerland, þar sem hann gæti
steypt saman áhuga sínum á horna-
bolta og bandarískum þjóðsagnaarfi.
Chabon segist hafa langað til að
verða rithöfundur frá unga aldri og
þá að skrifa ævintýrabækur með
þjóðsagnaívafi í ætti við þær bækur
sem hann las sem ungmenni, en þær
byggðust gjarnan á breskum þjóð-
sögum. Ekkert varð þó úr á þeim
tíma og ekki fyrr en hann fór að lesa
fyrir sín börn að hann enduruppgötv-
aði barnabækurnar sem hann ólst
upp við og hugmyndin kviknaði aft-
ur. Ekki fannst honum þó nóg að
skrifa ævintýrabók heldur vildi hann
flétta saman við hana frásögn af
hornarbolta, skila til lesenda dálæti
sínu á hornabolta og því hvað sé svo
heillandi við íþróttina, en honum
fannst sem enginn hefði náð að skila
því fram til þessa.
Ekki kemur á óvart að Chabon
Hornabolti í Sumarlandi
til að bjarga föður sínum. Faðirinn er
mikill áhugamaður um hornabolta en
Ethan ekki, spilar eiginlega bara til
að geðjast föður sínum. Sagan dreg-
ur nafn sitt af því að skammt þar frá
sem þeir feðgar búa er álagablettur
þar sem alltaf er sól, sannkallað
Sumarland og þar er einmitt horna-
boltavöllurinn; á mörkum tveggja
heima eins og kemur í ljós.
Chabon segist hafa haft áhuga á
hornabolta frá því hann var
stráklingur, segist hafa haldið með
Brooklyn Dodgers líkt og faðir sinn.
Sagan af Dodgers er sorgarsaga;
minni um glatað æskusakleysi og
talsvert notað í bandarískum bók-
menntum. Liðið stóð alltaf í skugg-
anum af Yankees og þótt það hafi
náð að verða Bandaríkjameistari
flutti eigandi þess, Walter O’Malley,
það til Los Angeles og fyrir vikið
töldu Brooklyn-búar hann með
mestu illmennum 20. aldar: Hitler,
Stalín og O’Malley sögðu þeir. Treg-
ann sem spratt af þessum flutningi
segir Chabon hafa litað áhuga sinn á
hornabolta en ekki dregið úr honum,
fyrir honum er hornaboltinn ekki síst
tákn um liðna æsku, sumarlok, og fer
svo sem vel á því í bókinni Summer-
land sem er fyrst og fremst þroska-
saga ungs pilts.
Summerland hefur verið vel
tekið vestan hafs og Chabon
hefur þegar samið við útgáfu
bókarinnar tvær framhalds-
bækur. Hann hefur annars í
nógu að snúast, lauk fyrir
skemmstu við kvikmynda-
handrit að sögunni um þá
félaga Kavalier og Klay
og er sem stendur að
skrifa handrit framhalds-
myndar Spiderman.
saga en uppspuni. Önnur saga er af
blökkumanninum Cool Papa Bell
sem var svo snöggur að hann slökkti
á ljósinu og skaut sér undir sængina
áður en birtan var horfin. Allt varð
þetta Chabon að efnivið, ekki alltaf
beinlínis en þá sem innblástur. Hann
sótti einnig í þjóðsögur um Paul Bun-
yan, skógarhöggsmanninn risa-
vaxna, Pecos Bill, kúreka sem alinn
var upp af sléttuúlfum og sat allt sem
hægt var þar á meðal skýstrók og
fjallaljón, Stormalong gamla, sjó-
manninn ógurlega, og John Henry,
sem sigraði gufusleggjuna. Einnig
segist hann hafa fengið sitthvað úr
teiknimyndasögum; þegar hann var
ungur sá ekki ekki mikinn mun á
Superman, Paul Bunyan eða Hercu-
les.
Sorgarsagan af
Brooklyn Dodgers
Hornabolti er áberandi í bókinni,
Ethan Feld, sem hefur
engan sérstakan áhuga
á hornabolta, þarf að
verða góður
í snatri
hafi viljað gera veg hornaboltans
sem mestan, skemmst er að minnast
þess að eftir að hann sendi frá sér
fyrstu bókina, The Mysteries Of Pitt-
sburgh, sem kom út 1988, sat hann
við í fimm ár og skrifaði skáldsögu
sem hann kallaði Fountain City og
fjallaði um arkitekt hornaboltagarðs
í Flórída. Honum tókst þó ekki að
ljúka við bókina, því þegar hann hafi
skrifað einhverjar þúsundir
síðna sprakk hann á limminu,
lagði bunkann til hliðar og
skrifaði The Wonder Boys.
Chabon segir að lítið mál
hafi verið að tengja saman
bandarískar goðsagnir og
hornabolta því hornabolt-
inn eigi sínar goðsögur,
ekki síst hvernig
íþróttin á að hafa orð-
ið til; Abner Dou-
bleday, sem síðar
varð herforingi í borg-
arastyrjöldinni vestan
hafs, strikaði línur á
völl í Cooperstown í
New York-ríki og sagði
mönnum til – skemmtileg
Æ fleiri ráðsettir rithöf-
undar glíma nú við
barnabækur vestan hafs
og austan. Árni Matth-
íasson segir frá barna-
bókinni Summerland
eftir Michael Chabon.
Gerð var kvikmyndin rómaða The Wonder Boys með Michael Douglas eftir sögu Chabons.
52 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.50. B.i. 12. Stranglega bönnuð innan 16 ára
Náðu þeim í bíó í dag.
í mynd eftir Steven Spielberg.
Kl. 5.50 og 10. B. i. 14.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10. Enskur texti
H.K DV
Kvikmyndir.is
H.L MBL
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6.
Aðalhlutv. Helga Braga Jónsdóttir,Steinn Ármann Magnússon, Kjartan
Guðjónsson, Sjöfn Evertsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og kristín Ósk Gísladóttir.
Framleiðandi : Kristlaug María Siguðrard. / Kikka Leikstjóri : Helgi Sverrisson
byggð á
samnefndri bók
sem kom út fyrir
jólin.
Bráðskemmtileg
mynd fyrir alla
fjölskylduna
DV
Sýnd kl. 6 og 8.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 8 og 10.
SV MBL Radíó X
OHT Rás 2
HK DV
/ /
/
/ /
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára.
/
Nú verður ekkert gefið eftir í
lokabaráttunni.
Hasarhlaðnasta Star Trek myndin til þessa
Lokabaráttan
er hafin!
KRINGLAN
MARGIR þekkja Carl Hiaasen
fyrir mergjaðar glæpasögur sem ger-
ast allar í Flórída, nefna má Double
Whammy, Sick
Puppy, Skin Tight,
sem varð að kvik-
mynd, og Strip
Tease. Hiaasen er
mikill spaugari en
undir niðri kraum-
ar djúp alvara þar
sem hann dregur
sundur og saman í
háði nýríka og
sígráðuga athafnamenn sem láta auð-
inn alltaf njóta vafans þegar náttúru-
vernd er annars vegar og eru á góðri
leið með að gera Flórída að stein-
steypu- og stálparadís í stað náttúru-
fegurðarinnar sem menn voru upp-
runalega að sækjast eftir. Það kemur
því ekki á óvart að Hoot, fyrsta barna-
saga Hiaasens, snúist öðrum þræði
um náttúruvernd þó að ekki sé verið
að troða henni ofan í lesendur eins og
margra náttúruvina er siður. Fyrir
vikið er bókin skemmtilesning með
beinskeyttum boðskap, barnabók af
bestu gerð.
Hoot segir frá Roy Eberhardt sem
er sífellt að flytja vegna starfs föður
hans sem starfar hjá hinu opinbera, í
mikilli ábyrgðarstöðu þó að aldrei sé
fyllilega ljóst við hvað hann vinnur.
Roy er því orðinn býsna sjóaður í því
að eiga við nýja skóla og nýja skóla-
félaga, sérstaklega kann hann vel á
hrekkjusvín en aðalóþokkinn í nýja
skólanum, Trace-miðskólanum í
Coconut Grove í Flórída, er svo sið-
blindur að illt er við að eiga. Hann
eignast óvæntan bandamann í Beatr-
ice, hávaxinni og þrekvaxinni stúlku
sem buffar hrekkjusvín þegar sá gáll-
inn er á henni, og einnig kemst hann í
tæri við dularfullan flökkudreng. Inn í
allt saman blandast svo pönnuköku-
keðja sem ætlar að reisa nýjan
pönnukökustað á lóð þar sem búa
smávaxnar jarðuglur. Roy ákveður að
leggja þeim lið sem bjarga vilja ugl-
unum og lendir í ýmsum ævintýrum.
Hiaasen er frægur fyrir ævintýra-
legan söguþráð, mergjaða kímni og
ríkan boðskap. Persónusköpun hans
er annáluð og víst eru margar persón-
ur úr glæpasögum hans minnisstæð-
ar löngu eftir að lestri bókarinnar er
lokið, í því svipar honum óneitanlega
nokkuð til Toms Sharpes hins breska,
ef einhver man þá eftir honum lengur.
Í Hoot fer Hiaasen aftur á móti
hvergi yfir strikið, er skemmtilegur
án þess að vera klúr eða groddalegur.
Forvitnilegar bækur
Beinskeyttur
boðskapur
Hoot, unglingabók eftir Carl Hiaasen.
276 síðna kilja sem Macmillan gefur út
2002. Kostar 2.275 kr. í Máli og menn-
ingu en er einnig til innbundin í Penn-
anum-Eymundssyni.
Árni Matthíasson