Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 43. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 mbl.is Uppnám eftir tapið Enska landsliðið skammað eftir tap fyrir Ástralíu Íþróttir 53 Menntaskólinn við Hamrahlíð setur upp Örlagasystur í Austurbæ Fólk 60 Lagskipt eins og lasagna Gísli Rúnar Jónsson stílfærir farsann Allir á svið Menning 30 Ævintýrin gerast enn RANNSÓKN skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum Jóns Ólafssonar á árunum 1996– 2001 og á bókhaldi og skattskilum Jóns Ólafs- sonar & Co sf., hefur leitt í ljós þá niðurstöðu að vanframtaldar tekjur, eignir, söluhagnaður og hlunnindi, á því tímabili sem rannsóknin náði til, nemi samanlagt um 3,2 milljörðum kr. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem hófst 21. febrúar á seinasta ári, eru birtar í tveimur skýrslum embættisins og hafa lögmenn Jóns Ólafssonar afhent skattrannsóknarstjóra and- mæli hans. Þar er niðurstöðum rannsóknarinn- ar harðlega mótmælt sem röngum og málsmeð- ferð embættisins er gagnrýnd. Getur verið brot á hegningarlögum Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að embættið telur að vanframtaldar tekjur Jóns Ólafssonar á tímabilinu sem rannsóknin náði til séu tæpar 208 milljónir kr., vanframtalin bif- reiðahlunnindi séu 7,4 milljónir kr., vanframtal- in önnur hlunnindi séu 7,3 milljónir kr., van- framtalinn söluhagnaður sé að lágmarki 1,284 milljarðar kr. og vanframtaldar eignir séu um 500 milljónir. Samhliða rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum Jóns Ólafssonar, gerði embættið sjálfstæða rannsókn á bókhaldi og skattskilum félagsins Jóns Ólafssonar & Co. sf. fyrir rekstr- arárin 1998 og 1999. Kemst embættið að þeirri niðurstöðu að söluverðmæti eignarhluta skatt- aðilans í Fjölmiðlun hf. til Inuit Enterprises Ltd., með aðsetur á Bresku Jómfrúreyjum, hafi numið að lágmarki rúmum 1,3 milljörðum króna og að vanframtalinn söluhagnaður hafi numið rúmlega 1,2 milljörðum kr. Er því m.a. haldið fram að telja verði að Jón Ólafsson og Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, hafi af ásetningi rangfært bók- hald og skattframtal skattaðilans í tengslum við sölu á eignarhlut Jóns Ólafssonar & Co. í Fjöl- miðlun hf. Er þessi meðferð á viðskiptunum í bókhaldi talin geta brotið gegn ákvæðum laga um bókhald, laga um ársreikninga og almennra hegningarlaga. Þá sýnist að sú háttsemi Jóns og Símonar að standa skil á röngum skattframtöl- um fyrir skattaðilann kunni að varða þá refsingu skv. 5. mgr., sbr. 107. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- og eignarskatt og 262. gr. hegningarlaga. Segir fulla skattskyldu í Bretlandi Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vísar á bug í andmælum fyrir hönd Jóns Ólafs- sonar að Jón hafi vanframtalið tekjur sínar og stundað skattsvik. Fram kemur í andmælum hans að bresk skattyfirvöld hafi staðfest að Jón beri fulla skattskyldu í Englandi. Ragnar gagn- rýnir málsmeðferð skattrannsóknarstjóra harð- lega, segir hann hafa misbeitt valdi sínu við rannsóknina, brotið gegn lögum um meðferð op- inberra mála og gegn meðalhófsreglu stjórn- sýsluréttarins. Niðurstöðu rannsóknar skattrannsóknar- stjóra á bókhaldi og skattskilum Jóns Ólafsson- ar & Co. er einnig mótmælt sem rangri og órök- studdri í andsvörum við skýrsluna. Fram kemur í skýrslu skattrannsóknarstjóra að rannsókn á bókhaldi og skattskilum Norður- ljósa samskiptafélags hf. og tengdra félaga hafi leitt í ljós, að vel á annan tug einstaklinga hafi þegið greiðslur vegna starfa sinna í þágu félag- anna á árunum 1996–2001, án þess að gerð hafi verið grein fyrir þeim launagreiðslum sem slík- um í bókhaldi og launauppgjöf félaganna til skattayfirvalda. Jón Ólafsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hann segist hafa heimilað lögmönnum sínum að afhenda Morgunblaðinu öll gögn varð- andi skattamál sitt og JÓCÓ ehf. „enda hef ég ekkert að fela hvorki gagnvart íslenskum né enskum skattayfirvöldum, sem hafa úrskurðað mig sem enskan skattþegn frá árinu 1998 að telja. Með því að afhenda Morgunblaðinu öll gögn svo blaðamenn þar geti unnið úr þeim fréttir vonast ég til að sögusögnum um stórfelld skattsvik mín linni og ég fái notið þeirra mann- réttinda á Íslandi að vera saklaus þar til sekt mín hefur verið sönnuð með þeim hætti sem lög kveða á um,“ segir í yfirlýsingunni. Rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum Jóns Ólafssonar og Jóns Ólafssonar & Co. sf. Vanframtaldar fjárhæðir taldar nema 3,2 milljörðum Ásökunum um undanskot harðlega mótmælt í andmælum Rannsókn og andmæli  14–23 VOPNAEFTIRLITSMENN Sameinuðu þjóðanna leituðu í gær gereyð- ingarvopna nærri bænum Khan Bni Saad í Írak, sem er 30 km norður af Bagdad. Á meðan reyndi þessi íraski maður að tryggja sér tekjur með sölu eggja á útimarkaði í Khan Bni Saad. Íbúar Íraks munu sjálfsagt fylgjast grannt með fundi öryggisráðs SÞ í dag. Reuters Selur Írökum egg ÍRAKAR sögðust í gær vænta þess að niðurstöður skýrslu sem Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna, flytur ör- yggisráði SÞ í dag yrðu þeim hag- stæðar. Skýrslunnar er beðið með eftirvæntingu en margir telja að vitnisburður Blix um það hvort Írakar hafi sýnt viðleitni til að af- vopnast, líkt og öryggisráðið hefur gert kröfu um, kunni að ráða úrslit- um um hvort til hernaðaríhlutunar komi í Írak. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekki væri sjálfgefið að Írak yrði lagt í rúst þó að gerð yrði árás á landið til að bola Saddam Hussein frá völd- um. „Ég vona að átökin verði skammvinn og að þau miðist fyrst og fremst gegn leiðtogum landsins, en ekki samfélaginu í heild,“ sagði Powell er hann kom fyrir þingnefnd í Washington. Powell verður viðstaddur fund öryggisráðsins í dag og kveðst hann þar ætla að spyrja franska og þýska starfsbræður sína hversu langan tíma þeir vilji gefa Saddam, en Frakkar og Þjóðverjar vilja að vopnaeftirlitið verði útvíkkað. „Er- uð þið aðeins að tefja fyrir í þeim tilgangi að koma Saddam Hussein úr klípunni? Um þetta ætla ég að spyrja þá,“ sagði Powell. Skýrslu Blix beðið með eftirvæntingu  Eldflaugar/26  Schröder ver/27 Bagdad, Washington. AFP. JAPANIR vöruðu í gær við því að þeir myndu ráðast að fyrra bragði gegn Norður-Kóreu ef fyrir lægju skýrar vísbendingar um að stjórnvöld í Pyongyang hygðust skjóta eldflaugum á Jap- an. Sagði Shigeru Ishiba, varnar- málaráðherra Japans, að of seint yrði að bregðast við ef eldflaugar Norður-Kóreu- stjórnar væru þegar á leið til Japans. Frá þessu var sagt á fréttasíðu BBC. Ummæli Ishibas vekja athygli en þau eru til marks um hversu mikil spenna er hlaupin í deilur um kjarn- orkuáætlanir Norður-Kóreustjórnar. Ummælin koma ennfremur í kjölfar yfirlýsinga Norður-Kóreumanna þess efnis að þeir séu færir um að ráð- ast gegn bandarískum skotmörkum, hvar sem þau eru í heiminum. Ishiba sagði mikilvægt fyrir Jap- ana að þróa eldflaugavarnir, til að geta varist hugsanlegum árásum frá Norður-Kóreu, og að efla hernaðar- mátt landsins þannig að Japan sé ekki jafn háð Bandaríkjunum og það er nú. Í ágúst 1998 skutu Norður-Kóreu- menn eldflaug af gerðinni Taepod- ong-1 yfir Japan, en þannig gerðu þeir lýðum ljóst, að vopn þeirra væru nægilega langdræg til að geta valdið óskunda á vesturströnd Japans. Hóta að ráðast á N-Kóreu að fyrra bragði Shigeru Ishiba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.