Morgunblaðið - 14.02.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 14.02.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 11 ALMENNAR BÍLA- VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 Allt að 70% afsláttur Nýtt kortatímabil DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - BZR - Paul et Joe - Nicole Farhi - IKKS ÚTSÖLULOK um helgina Opið sunnudag kl. 13-17. BLÓÐBANKINN er að taka í notk- un nýtt boðunarkerfi sem býður upp á fjölbreyttari leiðir og meiri skil- virkni í tengslum við innköllun og bókun blóðgjafa. Hægt er að velja á milli þess að áfram verði hringt í þá eða þeir áminntir með tölvupósti, SMS-skeytum eða skilaboðum í GSM-síma sem byggist á GPRS- tækni. Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Framtíðartækni ehf., sem hefur þróað þetta kerfi í samstarfi við starfsfólk Blóðbankans, segir það bjóða upp á mikil tækifæri á gagnvirku sambandi við blóðgjafa. Þeir geti bókað tíma eða staðfest boð- un í gegnum Netið og farsíma. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir segir blóðgjafana mikilvægustu við- skiptavini Blóðbankans. Á hverju ári gefi átta til níu þúsund manns blóð í um 15 þúsund komum. Með nýrri tækni sé hægt að koma til móts við óskir hvers og eins ásamt því að auka skilvirkni þjónustunnar. „Markmið okkar er að minna fólk á blóðgjöf en plaga það ekki,“ segir Sveinn. Því geti fólk valið um að láta áfram hringja í sig, bókað tíma í gegnum Netið eða fengið skilaboð í símann. Allt eftir því hvað henti hverjum og einum. Sveinn segir að hringingar hafi nær eingöngu verið notaðar und- anfarin ár til að minna á blóðgjöf. Ár- ið 1994 var gerð tilraun til að senda bréf en lítil svörun hafi verið við þeim. Með þessari nýju tækni vinnist mikið; meiri hagkvæmni er innleidd í boð- unarferlið og þjónustan er sniðin að þörfum blóðgjafans. Mikill kostnaður hafi áður legið í póstsendingum auk þess sem símhringingar í farsíma séu dýrar og kosti mikla vinnu. Til- tölulega mörg símtöl séu á bak við hverja komu í Blóðbankann. Að sögn Sveins skipuleggja tveir starfsmenn komu blóðgjafa dag hvern. Starfsfólk hafi unnið þekvirki í þeirri skipulagningu undanfarin ár, t.d. í samstarfi við tengiliði innan fyr- irtækja. Mikilvægt sé að til taks séu blóðbirgðir til tveggja vikna og þar búi íslenski blóðbankinn betur en bankar í mörgum nágrannalönd- unum. Hann sér fyrir sér að þegar ný tækni bætist við sé hægt að auka enn á hagræðið og komur verði jafnari yf- ir daginn og vikuna. Það stytti líka biðtíma eftir blóðgjöf, sem kannski fer fram í vinnutíma. Allir njóti því góðs af þessum breytingum. Farsælt samstarf Bogi Þór segir að samstarfið við Blóðbankann hafi verið farsælt og lærdómsríkt. Þar hafi farið saman skemmtilegt samspil Framtíðartækni og starfsfólks í heilbrigðisgeiranum sem sé uppfullt af hugmyndauðgi og áhuga. Það vilji bæta við þekkingu sem þegar sé til staðar og auka gæði þjónustunnar. Blóðbankinn þurfi að stunda öflugt markaðsstarf rétt eins og hver önnur fyrirtæki. Góð sam- skipti við blóðgjafa er forsenda þess að þeir komi aftur og aftur, að mati Boga, og tryggir þannig stöðugt framboð af blóðeiningum. Einungis þannig geti Blóðbankinn uppfyllt skyldur sínar gagnvart viðskipta- vinum sínum í heilbrigðiskerfinu sem verði að geta gengið að nægjanlegum og réttum blóðbirgðum á hverjum tíma. Sveinn segir að blóðgjafahópurinn sé að eldast. Með þessari breytingu er því líka hægt að ná til yngra fólks sem er vant því að nota nýjustu tækni við daglegar athafnir. Þetta komi því vonandi til með að stækka hóp blóð- gjafa og breyta samsetningu hans. Markaðssókn í Bretlandi Hann segir búið að taka í notkun fullkominn blóðsöfnunarbíl og áhuga- vert sé að notfæra sér samspil þess- arar nýju leiðar til að nálgast blóð- gjafa. Bíllinn sé notaður til að heimsækja stór fyrirtæki, mennta- stofnanir og nálæg byggðarlög. Sem dæmi nefnir Sveinn að þegar farið var í fyrirtækið Marel voru starfs- menn þar, sem áður höfðu gefið blóð og skráð farsímanúmer sitt hjá Blóð- bankanum, minntir á komu blóðsöfn- unarbílsins daginn áður með SMS- skeytum. Bogi segir búið að laga kerfið, sem kallast REV-Blood Donor, að upplýs- ingakerfi Blóðbankans. Margar ábendingar komu frá starfsfólki um betrumbætur og þannig hefur þetta þróast frá upphafi samstarfsins síð- astliðið sumar. Hann segir hugmynd- ina hafa þróast frá því að vera hug- búnaðarlausn í það að vera viðskiptatækfæri sem gefi Framtíð- artækni tækifæri á að bjóða ekki ein- göngu einstæða gagnvirka lausn til innköllunar, boðunar, og bókunar blóðgjafa. Fyrirtækið sér einnig tækifæri í að veita ráðgjöf um það hvernig blóðbankar geti lækkað kostnað við hverja sótta blóðeiningu. Með samstarfi Framtíðartækni og Blóbankans verði þannig í raun til þekkingarverðmæti sem væntingar eru um að megi selja til blóðbanka víða um heim. „Undanfarnar vikur höfum við ver- ið að kynna erlendum blóðbönkum hugmyndina í símtölum og finnum fyrir miklum áhuga, því kostnaður við boðun blóðgjafa er mjög mikill. Í næstu viku munum við kynna lausn- ina fyrir blóðbönkum í Bretlandi,“ segir Bogi. Sem dæmi nefnir hann að kostnaður skosku blóðbankastofn- unarinnar við póstsendingar sé 20 milljónir króna. „Ávinningurinn af netpóstsendingum og SMS-send- ingum er því gríðarlegur, auk þess sem rannsóknir sýna að SMS- skilaboð og netpóstur höfða mun bet- ur til yngri hópa.“ Hann segist vona að kynningar í blóðbönkum í Bretlandi, Norður- löndum og öðrum löndum í N-Evrópu á næstu vikum leiði til sölu REV- Blood Donor og skapi framtíð- argrundvöll fyrir þekkingarfyrirtæki á þessu sviði á Íslandi. Þessi vinna hafi verið möguleg þar sem íslenski Blóðbankinn búi yfir framsæknu starfsfólki sem hafi gert fyrirtækinu kleift að vinna með því að greiningu þarfa á mjög þröngu sviði. Blóðbankinn tekur í notkun nýja tækni til innköllunar, boðunar og bókunar blóðgjafa Unnt að panta tíma gegnum farsímann Morgunblaðið/Sverrir Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Framtíðartækni, og Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, kynntu nýju tæknina sem verið er að taka í notkun og auðveldar umsjón með blóðgjafahópnum. LÁRA Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar, segir eng- in ný tíðindi að liðlega 40% þeirra sem fá fjárhagsaðstoð frá Fé- lagsþjónustunni séu einhleypir karl- ar. Þannig hafi það verið um árabil og hlutfallið jafnvel verið enn hærra. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi D-lista, gerði útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar að umtalsefni í borgarstjórn fyrir skömmu og vakti þá meðal annars athygli á hlutfalli einhleypra karlmanna sem fá aðstoð. Lára segir að raunin sé sú sama alls staðar í hinum vestræna heimi, karlarnir séu hópur bótaþega sem eigi það sammerkt að standa einir. „Þessir menn eiga mjög erfitt og þurfa hjálp. Það má ekki fara út á þær villigötur sem mér finnst oft ein- kenna umræðuna að vera að hneykslast á því að þeir þurfi aðstoð. Þeir þurfa í raun og veru miklu meira en fjárhagsaðstoð og ég er sammála Guðrúnu Ebbu í því.“ 7 af 39 njóta fjárhagsaðstoðar Hún segir að þessir menn hafi oft verið atvinnulausir í langan tíma af ýmsum ástæðum, vegna veikinda, þeir hafi verið í áfengismeðferðum, setið í fangelsum o.s.frv. Þeir sem lendi í því að fá fjárhagsaðstoð svo árum skipti endi í rauninni í þeirri stöðu að vera fátækir, bæði fé- lagslega og efnahagslega, og það geti jafnvel komið niður á heilsufari þeirra. Besta leiðin til að draga úr fjárhagaðstoð sé að vinna með þeim sem hafa fest í kerfinu. Frá árinu 1999 hafa verið starf- rækt átaksverkefni hjá Félagsþjón- ustunni þar sem reynt er að fækka í þeim hópi sem nýtur fjárhagsaðstoð- ar. Ráðnir hafa verið félagsráðgjaf- ar, þroskaþjálfar og iðjuþjálfar og aðrir sérfræðingar til þess að vinna að því að koma fólkinu á réttan kjöl. Alls hafa 152 tekið þátt í verkefninu og í desember sl. voru 44 þeirra virk- ir þátttakendur. Af 39 einstaklingum sem voru í upphafshópnum njóta sjö enn fjárhagsaðstoðar. Að sögn Láru er í athugun að gefa atvinnulausum bótaþegum kost á að komast í „at- vinnu með stuðningi“, svipað og reynt hefur verið með fatlaða. Segir bestu leiðina að vinna með fólkinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.