Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 12

Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Reykja- nesi, segir ekki hægt að hefja framkvæmdir við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar fyrr en eftir 18 mánuði þar sem eftir eigi að hanna gatnamótin og setja þau í umhverfismat. Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, segir vissulega hægt að hefjast handa við undirbúning og hönnun fyrir þann tíma. Hægt sé að flýta því ferli til að hefja sjálfar framkvæmdirnar sem fyrst. Að sögn Jónasar er verkið nú til umfjöllunar í samvinnuhópi Vega- gerðarinnar og Reykjavíkurborgar þar sem unnið er að stefnumótun varðandi útfærslu á gatnamótum áður en það verður sent til verk- fræðistofa sem síðan munu hanna gatnamótin. Sú útfærsla sé hins vegar ekki endanlega ákveðin. Samkvæmt svæðisskipulagi sé gert ráð fyrir að Kringlumýrar- brautin verði í fríu flæði en Miklu- braut verði á ljósum. Hins vegar hafi komið fram hugmyndir um að hafa báðar brautirnar í fríu flæði en að sögn Jónasar yrði sú lausn talsvert dýrari en hin. Kostnaður, miðað við að aðeins Kringlumýr- arbrautin verði í fríu flæði, sé áætl- aður í kring um 1,5 milljarð króna. Hann segir ljóst að framkvæmd- in þurfi að fara í umhverfismat og að hálft eða heilt ár sé í að hönn- unartillaga verði tilbúin til þess. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að flýta ferlinu mikið. „Ég held reyndar að það verði keyrt á þetta á fullum krafti núna en þetta mun samt taka marga mánuði. Það er alveg útilokað að þetta verði komið til framkvæmda innan 18 mánaða.“ Framkvæmdin sjálf mun svo taka um 18 mánuði að hans mati gangi allt greiðlega. Ágreiningur milli Vegagerðar og borgarinnar um útfærslu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur, bendir á að vegamálastjóri hafi sagt að ekki væri hægt að ljúka framkvæmd- unum á 18 mánuðum. „Hins vegar er að sjálfsögðu hægt að hefjast handa strax við hönnun, undirbún- ing og framkvæmdir og við höfum sagt að það standi ekki á okkur að hefjast handa sé vilji til þess hjá forsætisráðherra.“ Aðspurð hvort raunhæft sé að hefja framkvæmdir við gatnamótin fyrr en eftir 18 mánuði þar sem eftir eigi að hanna gatnamótin og setja þau í umhverfismat segir Steinunn: „Mér er sagt að það sé alveg möguleiki ef það er vilji til að setja fjármuni í það. Þá munum við auðvitað hraða undirbúningi, hönn- un og svo framvegis.“ Hún bendir á að lengi hafi verið ágreiningur milli Vegagerðarinnar og borgarinnar um útfærslu á gatnamótunum. „Þeir hafa alltaf viljað hefðbundin mislæg slaufu- gatnamót. Við teljum hins vegar að skipulags- og umhverfislega séð og með tilliti til hljóðvistar komist þau ekki fyrir á þessum stað því þetta er alveg ofan í byggðinni í Álfta- mýri og eins Suðurveri hinum meg- in. Þess vegna kom fram hugmynd um að setja umferðina þarna undir í stokk sem er sýndur núna í að- alskipulagi.“ Hún segir Vegagerð- ina hins vegar aldrei hafa ljáð máls á því að gera jarðgöng í Reykjavík og nefnir staði eins og Hringbraut, Miklubraut, Sæbraut og Mýrar- götu í því sambandi. Staða framkvæmda á ýmsum stigum Steinunn vísar gagnrýni Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um stöðu skipulagsmála í Reykjavík alfarið á bug. „Staða einstakra framkvæmda í Reykjavík er auð- vitað á ýmsum stigum skipulags- lega séð líkt og hlýtur að eiga við um allar framkvæmdir sem rætt var um að fara í á landinu í tengslum við þessar tillögur ríkis- stjórnarinnar. Það er ekkert annað sem á við í Reykjavík en annars staðar á landinu. Auk þess eru mörg önnur verkefni í vegamálum í Reykjavík en þessi gatnamót sem hægt væri að ráðast í með skömm- um fyrirvara og klára. Þá hef ég t.d. nefnt færslu Hringbrautar sem hefur staðið til í mörg ár og skipu- lagsþáttur þess máls er klár. Þar er bara umhverfismatið eftir þann- ig að það ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir þar í byrjun næsta árs.“ En hvenær væri þá hægt að hefja framkvæmdir við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar að mati Steinunnar? „Við eigum eftir að fara yfir það með okkar embættismönnum. Ég ósk- aði eftir því í skipulagsnefnd á mið- vikudag að fá skriflegt yfirlit frá borgarverkfræðingi um hvað þetta myndi þýða fyrir okkur í tíma, bæði Kringlumýrarbraut og Miklu- braut og önnur verkefni í Reykja- vík,“ segir hún. Mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar ekki í sjónmáli Eftir að hanna mannvirkið og setja í umhverfismat Morgunblaðið/Júlíus Mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar hafa lengi verið í umræðunni en að sögn formanns skipu- lagsnefndar Reykjavíkur hefur ágreiningur verið milli Vegagerðarinnar og borgarinnar um útfærslu þeirra. Útfærsla til um- fjöllunar í sam- vinnuhópi Vega- gerðarinnar og borgarinnar ÞJÓÐKIRKJAN hefur hafið und- irbúning að umfangsmikilli stefnu- mótunarvinnu þar sem ætlunin er að greina stöðu kirkjunnar og hvert hún skuli stefna í framtíðinni. Háteigskirkja er í hópi fjöl- margra kirkna um allt land sem hafa hafið stefnumótunarvinnuna. Að sögn Péturs Björgvins Þor- steinssonar, fræðslufulltrúa í Há- teigskirkju, hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar undanfarna daga um nýjungar í kirkjustarfinu. Skemmtilegasta hugmyndin er hins vegar, að hans mati, sú sem fram kom á fundi sóknarnefndar á dögunum um að endurnýja ferm- ingarheitið. „Fólk hugsar kannski með sér, ég komst ekki af stað með kirkjunni þarna um árið en nú lang- ar mig að setja í gírinn,“ segir Pét- ur, sem segir ekki fráleitt að ætla að hugmyndin verði einhvern tím- ann að veruleika. Stefnumótunarferlið er opið öll- um áhugasömum og hafa vinnu- gögn verið send sóknarnefndum, félögum og stofnunum kirkjunnar um allt land. Einnig er hægt að nálgast gögnin á vef kirkjunnar: www.kirkjan.is. Stefnt er að því að ræða fram komnar hugmyndir á málþingi öðru hvor megin við hvítasunnu og að þær verði síðan lagðar fyrir Kirkjuþing í haust. Ræða nýjungar í starfi þjóðkirkjunnar Ljósmynd/Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Fulltrúar frá nokkrum kirkjum í Reykjavík ræða stefnumótun í Neskirkju. Frá vinstri: Guðmunda I. Gunnarsdóttir, æskulýðsfulltrúi í Neskirkju, Hans Guðberg Alfreðsson, æskulýðsfulltrúi í Dómkirkju, Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi í Háteigskirkju, Halldór Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Grensáskirkju, og Hrund V. Þórarinsdóttir djákni. SJÓNTÆKJAFRÆÐINGAR ætla að halda áfram að sjónmæla, þrátt fyrir að landlæknir hafi mælst til þess að þeir hættu mælingum með- an ráðið verði fram úr því hvort og þá hvenær sjóntækjafræðingar fái að gera sjónmælingar. Félagsfund- ur hjá Félagi íslenskra sjóntækja- fræðinga ákvað einróma að halda mælingunum áfram, að sögn Krist- ins Kristinssonar, sjóntækjafræð- ings og stjórnarmanns í félaginu. Kristinn segir að sjóntækjafræð- ingar séu að reyna að koma á fundi með heilbrigðisráðherra og fái sjón- tækjafræðingar einhver loforð frá ráðherra sé inni í myndinni að hætta mælingum í bili. Rúmlega 20 félagsmenn voru á fundinum á þriðjudag, en alls eru hátt í 40 í fé- laginu. Kristinn segir að meirihluti þeirra, eða rúmlega 30, hafi réttindi til að mæla sjón og þeir hafi allir mælt sjón fyrir gleraugu, í trássi við lög, frá því aðgerðirnar hófust. Sammála um að halda áfram Kristinn segir að allir hafi verið sammála því að halda mælingunum áfram, en tillaga um hvort ætti að hætta þeim hafi verið rædd. „Það hefur ekki gefist vel að láta undan hingað til. Við erum búin að vera að reyna að berjast fyrir þessu og sjáum engan tilgang með því að hætta þessu,“ segir Kristinn. Að- spurður segir hann menn vissulega óttast að aðgerðirnar geti haft ein- hverjar afleiðingar í för með sér. „Ég hef bara enga trú á því, þá þarf landlæknir eða ráðherra að svipta heila starfsstétt starfsleyfi.“ Kristinn segir að sjóntækjafræð- ingar hafi mælt fyrir linsum í 35 ár á Íslandi, allan þann tíma hafi verið horft í gegnum fingur með það að í raun væri það lögbrot. Kristinn seg- ir sjóntækjafræðinga vera sér- menntaða í sjónmælingum en augn- lækna vera sérfræðinga í augn- sjúkdómum. „Það er munurinn,“ segir hann. Stál í stál „Þá er bara stál í stál. Við erum búin að segja að slík pressa flýtir ekki fyrir því að við klárum þetta mál,“ segir Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir. Hann segir að embættið hafi nú til umsagnar er- indi sjóntækjafræðinga til heilbrigð- isráðuneytisins þar sem sjóntækja- fræðingar fara fram á að lögum verði breytt þannig að þeir geti mælt sjón, bæði fyrir linsum og gleraugum. „Við höfum sagt að erindið verði tilbúið eftir vikur, en ekki mánuði,“ segir Haukur. Hann segir að land- læknisembættið þurfi nú að fara ná- kvæmlega yfir stöðu mála til að komast að einhverri niðurstöðu. „Það er mjög erfitt þegar farið er að gera þetta undir svona þrýstingi, þá snýst þetta allt og við getum ekki unnið í þessu máli. Það sem við lendum í núna er bara að fást við kvartanir og kærur út af þeim og meðan það er þá vinnum við ekki við annað,“ segir Haukur. Hann segir að á síðsta ári hafi nokkrar kærur borist frá augnlækn- um vegna starfsemi sjóntækjafræð- inga, en engar kærur hafi borist frá því sjóntækjafræðingar vöktu at- hygli á því í byrjun mánaðarins að sjóntækjafræðingar hefðu um árabil sjónmælt í trássi við lög. Þingmenn hvattir til að gera lagabreytingar Samband ungra sjálfstæðismanna samþykkti í fyrradag ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að gera nauðsynlegar breytingar á lögum svo sjóntækjafræðingum verði gert kleift að stunda sjónmæl- ingar óhikað. „Í 75. gr. stjórnar- skrárinnar er atvinnufrelsið vernd- að og löggjafanum gert óheimilt að skerða það nema almannahagsmun- ir krefji. Samband ungra sjálfstæð- ismanna fær ekki séð að almanna- hagsmunir krefjist þess að sjóntækjafræðingum sé meinað að sjónmæla fólk, enda eru þeir full- færir til þess. Þvert á móti krefjast almannahagsmunir þess að staðið sé vörð um atvinnufrelsið og það verndað gegn þröngum sérhags- munum,“ segir í ályktun SUS. Sjóntækjafræðingar halda mælingum áfram SETIÐ er um gistirými á Raufar- höfn í lok maí en þá verður sólmyrkvi sjáanlegur frá landinu. Að mati franskra sérfræðinga er Raufarhöfn einn ákjósanlegasti staður heims til að fylgjast með sólmyrkvanum og er það ekki síst vegna þess að engin fjöll skyggja þar á. Hótelið á Raufarhöfn er nú þegar uppbókað en verið er að reyna að fá heimamenn til að taka þátt í að veita aukið gistirými. Um 50 manns eiga bókaða gistingu á Hótel Norðurljósi þar sem Erlingur Thoroddsen er hótelstjóri. „Það er dálítið gaman að sjá hvað við snúum vel að sólmyrkv- anum. Svo er sólin svo lágt á lofti að við erum nokkuð vel í sveit sett til að sjá þetta,“ segir Erlingur. Mest er um bókanir frá útlending- um. „Bókanirnar byrjuðu að koma í október. Strax eftir áramótin fóru svo margar fyrirspurnir að berast á þennan eina dag og þá fór ég að kanna hvað væri í gangi og frétti af sólmyrkvanum.“ Nær hámarki kl. fjögur að morgni Samkvæmt vefsíðu almanaks Há- skóla Íslands er sólmyrkvinn hring- myrkvi sem merkir að tunglið fer allt inn fyrir sólkringluna en nær ekki að hylja hana. Hringmyrkvinn mun ná hámarki um kl. 4 að morgni laug- ardaginn 31. maí og mun standa yfir í um það bil 3,6 mínútur. Þessi sól- myrkvi verður sá mesti sem sést hef- ur frá Íslandi frá árinu 1986. „Hring- myrkvinn sést fyrst við Bret- landseyjar en skugginn færist síðan til vesturs yfir Færeyjar, Ísland og Grænland. Þessi myrkvastefna, frá austri til vesturs eftir yfirborði jarð- ar, er afar sjaldgæf og stafar af því að skugginn frá tunglinu fer yfir heimskautið. Annað sem er óvenju- legt við myrkvann er hin mikla breidd skuggasvæðisins sem nemur meira en 1.200 km þar sem það er breiðast, í námunda við Ísland,“ seg- ir á vefsíðu almanaks HÍ. Mesti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1986 Setið um gistirými á Raufarhöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.