Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Sverrir
FORMLEGA hófst rannsókn skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins með því að
Jóni Ólafssyni var sent bréf, dagsett
21. feb. 2002, þess efnis að hafin væri
rannsókn á skattskilum hans fyrir
umrædd ár.
Samhliða því hóf skattrannsókn-
arstjóri ríkisins rannsókn á bókhaldi
og skattskilum Íslenska útvarps-
félagsins, Sýnar, Skífunnar og Norð-
urljósa vegna sömu ára, 1996–2001,
með því að leggja hald á mikið magn
gagna sem tengjast störfum Jóns í
þágu félaganna og hans eigin, á
skrifstofu Jóns og fleiri skrifstofum í
starfsstöð Norðurljósa á Krókhálsi.
Framkvæmd rannsóknarinnar
Að rannsókn þessari unnu eftir-
taldir starfsmenn skattrannsóknar-
stjóra ríkisins:
Ásgeir Jón Ásgeirsson,
rannsóknarmaður,
Erla Skúladóttir,
lögfræðingur,
Garðar G. Gíslason,
forstöðumaður,
Gunnar Th. Kristjánsson,
verkefnastjóri,
Hlynur Leifsson,
rannsóknarmaður,
Jens Svavarsson,
forstöðumaður,
Ómar Ingi Bragason,
rannsóknarmaður,
Sigurður Jensson,
verkefnastjóri,
Sæmundur Grétarsson,
rannsóknarmaður,
Vigdís Guðmundsdóttir,
rannsóknarmaður.
Auk þeirra tóku eftirtaldir starfs-
menn þátt í vettvangsaðgerðum:
Berglind Helgadóttir,
skrifstofumaður,
Elísabet Unnsteinsdóttir,
skrifstofumaður,
Hafsteinn Hafsteinsson,
rannsóknarmaður,
Kristján Jóhannsson,
verkefnastjóri,
Sigurður Fannar Ólafsson,
rannsóknarmaður.
Í upphafi skýrslunnar þar sem
fjallað er almennt um skattaðilann,
segir m.a.: „Skattaðilinn er Jón
Ólafsson Friðgeirsson, kt. 060854-
5219, Stigahlíð 82, 105 Reykjavík.
Rannsókn skattrannsóknarstjóra
ríkisins nær til tekjuáranna 1996–
2001.“ Þau ár sem rannsóknin tekur
til var Jón Ólafsson stjórnarformað-
ur Skífunnar, Íslenska útvarps-
félagsins, Fjölmiðlunar hf. og Sýnar
hf., auk þess sem Jón varð svo
stjórnarformaður Norðurljósa sam-
skiptafélags hf. við stofnun þess fé-
lags á árinu 1998, en það félag tók
síðan yfir starfsemi Fjölmiðlunar hf.
á árinu 1999.
Skattrannsóknarstjóri ákvað að
eigin frumkvæði, að því er fram kem-
ur í skýrslunni, að hefja rannsókn á
skattskilum Jóns.
Grunur vaknaði
„Við áðurgreinda athugun vaknaði
grunur um að skattframtöl Jóns um-
rædd ár væru efnislega röng og að á
skorti að Jón hefði gert viðhlítandi
grein fyrir tekjum sínum, eignum og
söluhagnaði á skattframtölunum. Í
ljósi áralangrar opinberrar umfjöll-
unar í ljósvakamiðlum, dagblöðum
og tímaritum um umfangsmikil fjár-
málaumsvif Jóns, eignarhalds hluta-
fjár í hinum ýmsu lögaðilum og
stjórnunarlegrar stöðu hans í fjöl-
mörgum lögaðilum, þótti athugunar-
vert að samkvæmt skattaframtali
hans gjaldárið 1999 væru einu skatt-
skyldu tekjurnar … tilgreindar
stjórnarlaun að fjárhæð 600.000
krónur,“ segir orðrétt í skýrslunni.
Í skýrslunni kemur fram að þegar
líða tók á rannsóknina, þótti ljóst að
ekki væri efni til sérstakrar umfjöll-
unar um framtals- og skattskil Jóns
vegna tekjuársins 1996 og einnig er
umfjöllun um tekjuárið 1997 tak-
mörkuð, því rannsóknin beinist fyrir
það ár fyrst og fremst að einum við-
skiptum sem gerð var grein fyrir á
skattaframtali Jóns fyrir það tekju-
ár, en það var sala hans á Skífunni.
„Rannsókn skattrannsóknarstjóra
ríkisins hefur leitt í ljós að tilhögun
fjármálaumsvifa og skattskila Jóns
frá og með árinu 1998, hvort heldur
tengd eignum eða tekjum, virðist
hafa verið í samræmi við fyrirfram
ákveðna áætlun sem m.a. virðist hafa
haft að markmiði að koma Jóni und-
an skattgreiðslum. Fram hefur kom-
ið af hálfu Jóns við rannsókn máls-
ins, að það hafi verið í samræmi við
ráðleggingar innlendra og erlendra
sérfræðinga á vegum hans,“ segir í
skýrslunni.
Margþætt rannsókn
Rannsókn skattrannsóknarstjóra
beindist aðallega að eftirtöldum
þáttum:
Greiðslum vegna starfa Jóns í
þágu Íslenska útvarpsfélagsins,
Sýnar, Skífunnar og Norðurljósa/
Fjölmiðlunar á árunum 1998–
2001.
Hlunnindum vegna afnota af bif-
reiðum í eigu Íslenska útvarps-
félagsins og/eða Norðurljósa.
Greiðslum Norðurljósa og
tengdra félaga á kostnaði sem Jón
hefur stofnað til og var gjaldfærð-
ur í bókhaldi umræddra félaga.
Greiðslum vegna starfa Jóns í
þágu félagsins Kundkraft í Sví-
þjóð.
Hlutabréfaviðskiptum Jóns (hluta
slíkra viðskipta).
Kaupum og sölu fasteigna og
framtalsgerð vegna þeirra.
Einkafyrirtækjum Jóns, sem
skráð eru erlendis.
Aðgerðum er varða tilhögun á
fjárhagslegum umsvifum og
skattskilum Jóns í tengslum við
tekjumyndun og eignatilfærslur.
Í skýrslunni kemur fram að skatt-
rannsóknarstjóri byggir rannsókn
sína á skattframtölum Jóns vegna
áranna 1997–2001, upplýsingum og
Skýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum Jóns Ólafssonar árin 1996—2001
Telur vanframtalið um
rúma tvo milljarða króna
Í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins til Jóns Ólafssonar til and-
mæla sem fjallar um rannsókn embættisins á skattskilum Jóns árin
1996—2001 kemur m.a. fram að embættið telur að vanframtaldar
tekjur Jóns á tímabilinu séu tæpar 208 milljónir króna, vanframtalin
bifreiðahlunnindi séu 7,4 milljónir króna, vanframtalin önnur hlunnindi
séu 7,3 milljónir króna, vanframtalinn söluhagnaður sé að lágmarki
1,284 milljarðar króna og vanframtaldar eignir séu um 0,5 milljarðar
króna. AGNES BRAGADÓTTIR kynnti sér skýrslu skattrannsóknar-
stjóra, sem send var Jóni Ólafssyni til andmæla hinn 7. nóvember sl.
14 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Telur vanframtalið um
rúma tvo milljarða króna
Fyrsta grein: Gerð er grein fyrir innihaldi og
niðurstöðum í skýrslu skattrannsóknarstjóra
ríkisins um rannsókn embættisins á skatt-
skilum Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns
Norðurljósa samskiptafélags hf. 14—17
Skýlaust brot á öllum
reglum um hlutlægni
Önnur grein: Gerð er grein fyrir andmælum til
skattrannsóknarstjóra ríkisins, sem Ragnar
Aðalsteinsson hrl. hefur sent skattrannsókn-
arstjóra ríkisins fyrir hönd Jóns Ólafssonar,
þar sem hann segir m.a. að allar reglur um
hlutlægni hafi verið brotnar af skattrannsókn-
arstjóra. 18—20
Telur söluhagnað vanframtalinn
um 1,2 milljarða króna
Þriðja grein: Gerð er grein fyrir innihaldi og
niðurstöðum í skýrslu skattrannsóknarstjóra
á bókhaldi og skattskilum Jóns Ólafssonar &
Co. sf. fyrir rekstrarárin 1998 og 1999, þar
sem helsta niðurstaða er sú að Jón Ólafsson
hafi vanframtalið söluhagnað um 1,2 milljarða.
21—22
Niðurstöðunni
mótmælt sem rangri
Fjórða grein: Gerð er grein fyrir andmælum
Jóns Ólafssonar & Co. við skýrslu skattrann-
sóknarstjóra um rannsókn embættisins á bók-
haldi og skattskilum félagsins. 23
Yfirlit