Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 15
gögnum úr bókhaldi Skífunnar, Ís-
lenska útvarpsfélagsins, Fjölmiðlun-
ar, Sýnar, Norðurljósa og Spors
vegna sömu tekjuára, upplýsingum
og gögnum sem hald var lagt á á
skrifstofum Stöðvar 2 hinn 21. febr-
úar í fyrra, skýrslutökum af Jóni og
skýrslutökum af fjölda manns sem
með einum eða öðrum hætti hafa
tengst Jóni Ólafssyni og fjármála-
umsvifum hans og/eða Norðurljós-
um. Auk þess byggir skattrannsókn-
arstjóri á upplýsingum og gögnum
frá breskum skattayfirvöldum og
grein sem birtist í tímaritinu Skýi ár-
ið 2001 og viðtali við Sigurð G. Guð-
jónsson forstjóra Norðurljósa, sem
birtist í Morgunblaðinu 27. júlí í
fyrra.
Í skýrslunni kemur fram að við
rannsókn málsins hafi í nokkrum til-
vikum komið upp sú staða að tölu-
verðar tafir hafi orðið á framgangi
rannsóknarinnar, m.a. hafi Jón ekki
látið embættinu í té öll gögn sem
óskað hafi verið eftir og erfiðleikum
hafi verið háð að fá Jón til að mæta til
skýrslutöku. Auk þess hafi verið erf-
iðleikum bundið að afla upplýsinga
og gagna frá Símoni Ásgeiri Gunn-
arssyni, endurskoðanda Jóns, og því
verið synjað að veita umbeðin gögn
með þeim röksemdum að Símon væri
bundinn þagnarskyldu. Lyktir urðu
þó þær að Símon afhenti umbeðin
gögn hinn 26. júní í fyrra.
Hornsteinn að umsvifum
Í þriðja kafla er fjallað um starf-
semi og umsvif skattaðilans (Jóns
Ólafssonar). Þar segir m.a. að stjórn-
unar- og eignartengsl Jóns við Skíf-
una, Íslenska útvarpsfélagið, Fjöl-
miðlun, Sýn og Norðurljós séu
hornsteinn að umsvifum Jóns hér á
landi. Auk þeirra tengsla hafi Jón
verið ráðandi eignaraðili og/eða
stjórnarformaður eftirtalinna félaga:
Jóns Ólafssonar og Co., Mola, Lang-
spils, Inn, Sonic, Bíós, Byggingar-
félagsins Arnarness, Veraldarvefj-
arins, Borgarvefjarins, OREO og
Krókháls 6.
Orðrétt segir í skýrlunni: „Á því
tímabili sem rannsókn skattrann-
sóknarstjóra ríkisins tekur til verða
miklar breytingar á fyrirkomulagi
fjárfestinga Jóns. Í lok ársins 1997
stendur Jón að stofnun lögaðila,
Inuit Enterprises Ltd., í gegnum
breskan banka, Rotschild Trust
Corporation Limited. Tilgangur með
stofnun og starfrækslu þessa lög-
aðila virðist annars vegar hafa verið
að láta endurgjald vegna starfa Jóns
renna til þessa lögaðila, en hins veg-
ar að færa þangað eignarhluti sem
Jón átti í innlendum félögum, nánar
tiltekið með því að láta lögaðilann
festa kaup á flestum rekstrartengd-
um eignum Jóns í tengslum við um-
svif hans á Íslandi, oft gegn mjög
lágu verði … Þetta gerir Jón í fram-
haldi af þeirri ákvörðun að fara út í
það sem hann nefnir skattalega fyr-
irhyggju „Tax Planning“, að hans
sögn að ráðum innlendra og erlendra
sérfræðinga í þessum málum.
Fyrirkomulag eignarhalds Jóns er
með þeim hætti að allar eignir í
hlutabréfum eru í eigu Jóns beint og
án nokkurra milliliða, ef frá er talin
eign Jóns Ólafssonar og Co. Allar
þær eignir sem eru í hlutabréfum og
fram koma á myndinni voru síðan
seldar til Inuit Enterprises Ltd.,
sem stofnað var á Bresku Jómfrúr-
eyjum í Karíbahafi í árslok 1997.
Orðrétt segir í skýrslunni: „Inuit
Enterprises Ltd. er skráð fyrir öll-
um hagsmunum tengdum Norður-
ljósum samskiptafélagi og fjárfest-
ingum tengdum því. Í gegnum það
félag rennur ennfremur allt endur-
gjald fyrir störf Jóns. Þetta félag er
skráð fyrir eignarhlutum í NLC
Holding SA, sem er eigandi Norður-
ljósa samskiptafélags hf., Tal hf., Tal
Holding SA, Inn hf., og Krókháls
ehf. Samkvæmt ársreikningum Inuit
eru bókfærðar eignir lögaðilans sam-
tals að fjárhæð USD 31.675.840.
Miðað við sölugengi dollars 5. apríl
2001, kr. 92,75, eru bókfærðar eignir
lögaðilans kr. 2.936.264.660, en
skuldir engar.“ (Miðað við gengi
dollars 5. febrúar sl. kr. 77,21 væru
bókfærðar eignir lögaðilans kr.
2.445.691.606 – innskot blaðamanns.)
Eignir seldar úr landi
Síðan segir: „Þannig hefur Jón
Ólafsson Friðgeirsson selt ákveðnar
eignir, m.a. eignarhluta sína í Skíf-
unni ehf. og Spori ehf., úr landi til
Inuit Enterprises Ltd. á nafnverði,
sem síðan selur eignirnar áfram til
Norðurljósa samskiptafélags hf.,
sem einnig er í eigu Inuit Enter-
prises Ltd. að stórum hluta, á mark-
aðsvirði, sem er margfalt nafnvirði
viðkomandi eignarhluta. Söluverð
eignarhlutanna úr landi er þannig
einungis lítið brot af söluverðinu inn
í landið aftur.“
Síðar segir: „Með stofnun Inuit
Enterprises Ltd. virðist Jón stíga
fyrsta skrefið í að færa eignarhald
sitt í fjárfestingum til erlendra lög-
aðila. Eftir það hlutast Jón til um
stofnun fjölmargra erlendra lög-
aðila, að því er virðist til að halda ut-
an um þær fjárfestingar sem farið er
í af hans hálfu í tengslum við umsvif
hans hér innanlands. Þessi fram-
gangur er í samvinnu við innlenda og
erlenda banka, s.s. Kaupþing Lux-
embourg, Íslandsbanka hf. og Rot-
schild Trust Company. Verður ekki
betur séð en þetta sé þáttur í þeim
áformum Jóns er hann kýs að kalla
„skattalega fyrirhyggju“.“
Skattrannsóknarstjóri telur óhjá-
kvæmilegt að líta svo á, að miðstöð
fjárhagslegrar umsýslu Jóns sé á Ís-
landi, þar sem hlutfall þeirra fjár-
festinga af heildarumsvifum Jóns sé
mjög hátt og nefnir máli sínu til
stuðnings að ef heildareignir Inuit
Enterprises séu skoðaðar út frá
drögum að ársreikningi vegna
rekstrarársins 5. apríl 2000 – 5. apríl
2001, megi sjá að fjárfestingar sem
ekki tengist Íslandi séu u.þ.b. 6%.
Skattrannsóknarstjóri gerir grein
fyrir því í skýrslu sinni hvernig eign-
arhaldsfélagið NLC Holding SA
verður til í nóvember 2000, þegar
Kaupþing Luxembourg stofnar fé-
lagið í Lúxemborg og var hlutafé fé-
lagsins þá tæplega 1,7 milljarðar
króna. Félagið var stofnað fyrir hönd
hluthafa Norðurljósa samskipta-
félags og voru öll hlutabréf Norður-
ljósa keypt af NLC Holding á nafn-
verði, og söluandvirðið greitt með
hlutabréfum í NLC Holding. Orðrétt
segir svo í skýrslunni: „Það sem í
raun gerist er að hluthafar Norður-
ljósa samskiptafélags hf. selja allan
eignarhlut sinn í félaginu á kr.
1.683.305.500 til eins aðila, þ.e. NLC
Holding SA. Á sama tíma liggur fyrir
verðmat frá Kaupþingi hf., dagsett
29. nóvember 2000, þess efnis að
heildarverðmæti Norðurljósa sam-
skiptafélags hf. er kr. 8.750.000.000
milljónir. (8,75 milljarðar króna –
innskot blm.) Þetta þýðir með öðrum
orðum að hluthafar í Norðurljósum
samskiptafélagi hf., innlendir sem
erlendir, selja eignarhlut sinn í félag-
inu á verði sem er langt frá raun-
verulegu virði félagsins....
Ljóst er því að það eru miklir
hagsmunir fyrir Jón Ólafsson Frið-
geirsson að koma grundvallareign
sinni, þ.e. eignarhlutanum í Norður-
ljósum samskiptafélagi hf., í þann
farveg að ekki eru greiddir neinir
skattar af hugsanlegri sölu eignar-
hlutans. Horfa verður því á söluverð
Norðurljósa samskiptafélags hf. og
þessa framkvæmd í heild sinni í því
ljósi, þ.e. að með því að selja eign-
arhlutana á nafnverði þá myndast
ekki neinn söluhagnaður fyrir eig-
endur félagsins og nýr eigandi alls
hlutafjár er eignarhaldsfélag í Lúx-
emborg.
Jón Ólafsson Friðgeirsson hefur
með sambærilegum hætti flutt eignir
sínar yfir í Inuit Enterprises Ltd., að
því er virðist til þess eins að komast
hjá skattlagningu á söluhagnaði af
raunvirði eignanna.“
Með lögheimili á Íslandi
Í 4. kafla skýrslunnar er fjallað um
skattskyldu skattaðilans á Íslandi.
Þar segir m.a.: „Jón Ólafsson Frið-
geirsson hefur öll þau ár sem rann-
sókn skattrannsóknarstjóra ríkisins
tekur til, að frátöldu því síðasta,
staðið skil á skattframtölum til skatt-
stjórans í Reykjavík, þar sem gerð
hefur verið grein fyrir tekjum, eign-
um og skuldum … Engu að síður
hefur Jón greint frá því, við skýrslu-
töku … að hann hafi í samvinnu við
erlenda ráðgjafa sína komist að
þeirri niðurstöðu, að honum hafi bor-
ið að telja fram til skatts í Bretlandi,
þar sem hann hafi verið þar búsettur
í nokkur ár ásamt fjölskyldu sinni.
Væri annað tveggja búið að telja
fram fyrir hann þar, eða því rétt
ólokið …
Þegar þessi skýrsla er rituð hafa
engin skattagögn borist til breskra
skattyfirvalda, svo vitað sé …
Skattrannsóknarstjóri ríkisins tel-
ur, … að Jón sé með lögheimili á Ís-
landi, sé með fasta atvinnustöð og
umfangsmikinn atvinnurekstur, sé
umboðsmaður erlends ríkis, (Jón er
ræðismaður Indónesíu á Íslandi –
innskot blm.) hafi sjálfur talið fram
til skatts hér á landi og ekki talið
fram eða gegnt skattskyldu annars
staðar, auk annarra atriða, að Jón
eigi ótvírætt að bera ótakmarkaða
skattskyldu á Íslandi þann tíma sem
um ræðir.“
Því næst er rætt um þann mögu-
leika að Jón Ólafsson hafi einungis
takmarkaða skattskyldu hér á landi
og þá segir m.a.: „Teljist Jón ekki
hafa ótakmarkaða skattskyldu hér á
landi, … ber hann þá takmarkaða
skattskyldu á grundvelli 3. gr. l. 75/
81. Þannig verður að telja skylt að
greiða tekjuskatt af svonefndum
„ráðgjafagreiðslum“ sem Jón/Inuit
Enterprises Ltd. … hefur þegið
vegna starfa Jóns …
Að því er varðar skattlagningu
söluhagnaðar af hlutabréfum, þá
skulu allir aðilar sem hafa tekjur, þar
með talinn söluhagnað, af íslenskum
hlutabréfum, stofnbréfum eða öðr-
um réttindum til hlutdeildar í hagn-
aði eða af rekstri íslenskra fyrir-
tækja, greiða tekjuskatt af þeim
tekjum … Hér gætu þó komið til
skoðunar ákvæði 5. tl. 13. gr. tví-
sköttunarsamnings Íslands og Bret-
lands,...
Þá skulu allir aðilar sem eiga fast-
eignir, lausafé, hlutabréf, stofnbréf
eða aðrar eignir hér á landi, greiða
eignarskatt af þeim eignum sam-
kvæmt 9. tl. 3. gr. l. 75/1981.“
Í 6. kafla skýrslu skattrannsókn-
arstjóra er gerð ítarleg grein fyrir
stofnun aflandsfélagsins (Offshore
Company) Inuit Enterprises Ltd. á
Bresku Jómfrúreyjum í árslok 1997
og tilgangur félagsins rakinn. Í nið-
urstöðum þess kafla segir m.a.: „Til-
gangur með stofnun og starfrækslu
þessa lögaðila virðist annars vegar
hafa verið að láta endurgjald vegna
starfa Jóns fyrir Íslenska útvarps-
félagið hf., Spor ehf. (síðar hf.), Sýn
hf. og síðar Norðurljós samskipta-
félag hf. renna til þessa lögaðila.
Hins vegar að færa þangað eignar-
hluti, sem Jón átti í innlendum fé-
lögum og eignast síðan á árinu 1998
og síðar,...
Flestar lykileignir og endurgjald
vegna starfa Jóns eru þannig látnar
renna til lögaðila sem skráður er er-
lendis og lýtur með því ekki lögsögu
íslenskra skattyfirvalda. Markmið
þessa fyrirkomulags er, að því er
virðist, að koma starfstengdum
greiðslum og eignatekjum hjá skatt-
lagningu hér á landi.“
Fram kemur í þessum kafla að Jón
hafi borið við skýrslugjöf hjá skatt-
rannsóknarstjóra að hann sé ekki
eigandi Inuit Enterprises Ldt. held-
ur sé hann hagnaðaraðili (Beneficial
Owner) eða sá sem njóti ábatans
verði lögaðilinn leystur upp og þá
komi hagnaður til skattalegrar með-
ferðar í því landi sem hann sé búsett-
ur í þegar það gerist.
Síðar segir: „Samstarfs- og við-
skiptamenn Jóns hafa greint frá því
við skýrslugjöf hjá skattrannsóknar-
stjóra ríkisins, að Jón hafi komið
fram f.h. Inuit Enterprises Ltd. hér
á landi og hafa þeir talið hann eig-
anda lögaðilans.
Þá liggja enn frekari gögn fyrir
sem bera með sér að Jón sé form-
legur eigandi Inuit Enterprises Ldt.
Fram kemur í bréfi frá Rotschild
hinn 21. janúar 1998, að í ljósi þess að
Jón stofnar ekki sjóð utan um eignir
sínar þá séu hlutabréf Inuit Ent-
erprises Ltd. færð Jóni til ráðstöf-
unar …
Öll atriði sem hér hafa verið talin
leiða til þeirrar niðurstöðu að Jón sé
ekki einvörðungu hagnaðaraðili, svo
sem hann hefur borið, heldur bein-
línis eigandi Inuit Enterprises Ltd.“
Sjöundi kafli skýrslunnar fjallar
um rannsókn skattrannsóknarstjóra
ríkisins á starfstengdum greiðslum
vegna tekjuáranna 1998–2001. Þar
er rakinn framburður margra þeirra
sem kvaddir voru til skýrslugjafar. Í
kaflanum er yfirlit yfir reikninga
sem Inuit Enterprises Ltd. gaf út á
árunum 1998–2001 vegna ráðgjaf-
arstarfa Jóns Ólafssonar, en samtals
námu reikningarnir á þessu fjögurra
ára tímabili rúmum 204 milljónum
króna.
Í drögum að ráðningarsamningi
!
"
$%
&
'
#
() *+ '
( , -.,/
0 1
1
# 2+ 3'
( )4) -.,/
0
-0
56
! )
78!0
'
#
() 7
/
)
+0
78!0
'
#
() '
( 7 /
4
9
:&
)
)
1
,
%(&
# 1
.
%(&
)
;0($(#+ 7
3 <
()# 1
# ,
)
) '
# )# =
# ($
# ,
)
4
) )#
-.,/
0
!
"#
$
%&' ( ) *
+ ,-
>>?($
>>@?A:
>>@? BB #( C@B #( C3@ #( D
&
:
&6)
C3E<F
CF##>>9
)
&-(! 0 $G&
!
#!
$
9
#A9
G((
())
)3
G(( )
(0
)#
; )+
1)5
09
)
)
9
#4
:
)
; )+
1)5
0 )#
!
6))&
&
>>@#
,
)
(
H&G
)I!
)
($
#3 #3
'
# )9
# $7
() 9
# )
G
CBE #(#&&
>>@<CBB#,
)
())G#
!"
#
$
,
)
7
(
3
((())
J BB #(#&>>@3
>>>#
,
)6C#BEE #(#0
($
)
&
) 7
#
%
& "
-.,/
0
. , /
/
"
"
#
.
)
)(
.
)
.
)
:
.
)
:
#
.
)
.
)
.
)
#@3
F3
B3E
3F
>3
KC3F
3
3C
E>3
C3
3E
L CFF3K
E3F
C3K
F3E
C >3F
B3B
B3
1(&'(() '((* '((( +,,, +,,' $
M
)
'
L
' "
A)
A:
# '
# ) ($
!
"
N+ =
O
)9
&
# (
(#(=
())
(
) $(
-
,
)
))
&)
$
,
)3
##)
$A((
4
#
,
)
))
&
0
3##.( ) #
#
H(
I!
,
)
PK#$
CBBQ CE> #( .!/
0
12 '((34+,,'
R> R> R>@ R>> RBB RB
+567
8,63 8'6)
7+68 5(63
),67 #( ,
)4# )#
!
"
#N+
!
"
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 15