Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 16

Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska útvarpsfélagsins við Jón Ólafsson frá því í ársbyrjun 1998 þegar Jón varð starfandi stjórnar- formaður en Hreggviður Jónsson tók við af honum sem forstjóri fé- lagsins, kemur fram að Jón fái sem stjórnarformaður í laun kr. 600.000 á mánuði, auk bílafríðinda, ákveðnar greiðslur vegna ferða- og dvalar- kostnaðar, 10% lífeyrisgreiðslur, áskriftir að blöðum, greiðslur vegna heimilissíma, bílasíma og GSM-síma, auk iðgjalda af líf-, veikinda-, slysa- og ferðatryggingu. Jafnframt heldur hann samningsbundnum greiðslum vegna ráðgjafastarfa, sem samið var við Jón um á árinu 1995. Þessi samn- ingur tók aldrei formlegt gildi, en í skýrslu skattrannsóknarstjóra kem- ur fram að efnislega hafi hann komið til framkvæmda lítið breyttur. Stýrði fjárhæð reikninga Í mars 1998 byrjaði Rotschild á Guernsey að senda reikninga til Ís- lenska útvarpsfélagsins, Spors, Skíf- unnar og Sýnar í nafni Inuit Ent- erprises Ltd. vegna ráðgjafastarfa Jóns. Fram kemur í skýrslu skatt- rannsóknarstjóra að Jón Ólafsson stýrði fjárhæð þessara reikninga, texta og til hvaða félaga senda átti reikningana hverju sinni. Á árinu 1999 var gerður samningur við Jón Ólafsson sem var því sem næst efn- islega samhljóða ofangreindum drögum, með þeirri breytingu þó að tilgreint var að Inuit Enterprises Ltd. tæki við endurgjaldi vegna starfa Jóns. Á árinu 1999 var einnig gerður annar samningur í nafni Inuit Enterprises Ltd. sem tók yfir allt endurgjald vegna svokallaðra ráðgjafastarfa Jóns fyrir Norðurljós samskiptafélag hf., en það félag varð á því ári móðurfélag Íslenska út- varpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar, en áður hafði Spor verið sameinað Skífunni. Greiðslur til Inuit Enterprises Ltd. vegna ráðgjafastarfa Jóns Ólafssonar námu: Árið 1998 kr. ................. 31.705.788 Árið 1999 kr. ................. 52.309.854 Árið 2000 kr. ................. 49.594.623 Árið 2001 kr. ................. 70.480.700 Í kaflanum þar sem fjallað er um ráðgjafagreiðslur til Jóns Ólafssonar segir m.a.: „Fyrir liggur frá því í júní 1998 minnisblað „Memorandum“ á milli Jóns og Sigurjóns Sighvatsson- ar þar sem fram kemur að Íslenska útvarpsfélagið skuli greiða Jóni USD 175.000 á ári (13,5 milljónir króna að núvirði – innskot blm.) og komi sú greiðsla til viðbótar við aðr- ar greiðslur sem Jón fær frá Ís- lenska útvarpsfélaginu. Enn fremur kemur fram að Íslenska útvarps- félagið hf. skuli greiða í lífeyrissjóð fyrir Jón 10% af framangreindri fjárhæð. Þá skuli Jón fá bíl til afnota fyrir sig í London, til viðbótar þeim sem hann hafi til afnota á Íslandi. Með samningi, dagsettum 12. mars 1999, eru greiðslur frá Íslenska útvarpsfélaginu hf. vegna starfa Jóns hækkaðar úr USD 175.000 í 192.600 (tæpar 15 milljónir króna – innskot blm.). Samningurinn er gerður í nafni Inuit Enterprises Ltd. annars vegar og Íslenska útvarps- félagsins hf. hins vegar.“ Síðar í sama kafla kemur fram að þeir Jón Ólafsson og Sigurjón Sig- hvatsson, tveir stærstu hluthafarnir í Norðurljósum, hafi samið sín á milli, hinn 14. júlí 1999 um greiðslu á launum og svonefndum ráðgjafa- greiðslum. Fram kemur að þessi samningur tryggði Jóni Ólafssyni USD 600.000 á ári (46,2 milljónir króna að núvirði, en var á þávirði 45 milljónir króna – innskot blm.) í heildargreiðslur frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. og dótturfélög- um, auk afnota af tveimur bifreiðum, greiðslu á tryggingum, ferða- og uppihaldskostnaði, áskriftar að fjöl- miðlum og alls símakostnaðar. Auk þess var samið um að Inuit Enter- prises Ltd. fengi USD 50.000 (3,75 milljónir á þávirði – innskot blm.) greidda fyrirfram fyrsta dag hvers mánaðar vegna stjórnarformennsku hjá Norðurljósum og síðar stjórnar- formennsku í Northern Lights Communication SA, í Lúxemborg, þegar eignarhald í hlutum félaga- samsteypunnar væri komið þangað. „Í sérstökum þjónustusamningi, dagsettum 21. júlí 1999, sem gerður er í nafni Inuit Enterprises Ltd. ann- ars vegar og Fjölmiðlunar hf. (móð- urfélags Norðurljósa – innskot blm.) hins vegar eru þessi efnisatriði fest frekar niður,“ segir orðrétt í skýrsl- unni. Niðurlag 7. kafla skýrslunnar fjallar um fjárhæð skattskyldra tekna. Þar segir m.a.: „Í töflu nr. 7.6 hér á eftir getur að líta samantekt skattrannsóknarstjóra ríkisins á reikningum þeim sem gefnir hafa verið út í nafni Inuit Enterprises Ltd. samkvæmt framangreindu árin 1998–2001, gjaldfærðir hafa verið í bókum viðkomandi félaga og greidd- ir. Það er niðurstaða rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins, að um sé að ræða tekjur sem hafi í reynd tilheyrt Jóni persónulega sem launamanni og því skattskyldar í hans hendi sem slíkar. Fyrir liggur að ekki var gerð grein fyrir greiðslum þessum í launauppgjöf til skattyfirvalda af hálfu félaganna, ekki haldið eftir af þeim til stað- greiðslu opinberra gjalda og Jón ekki talið þær fram í skattframtölum sínum. Samkvæmt samantektinni er um að ræða kr. 31.705.788 vegna tekjuársins 1998, kr. 52.309.854 vegna tekjuársins 1999, kr. 49.594.623 vegna tekjuársins 2000 og kr. 70.480.700 vegna tekjuársins 2001, eða samtals kr. 204.090.965 vegna allra áranna.“ Í skýrslunni kemst skattrann- sóknarstjóri að þeirri niðurstöðu að fyrir árin 1998, 1999, 2000 og 2001 hafi Jón Ólafsson vanframtalið bif- reiðahlunnindi sem metin eru á 7,4 milljónir króna, en Jón hafi við skýrslutöku svarað því til að þessi hlunnindi vegna bifreiðarinnar í Bretlandi yrðu talin fram á framtöl- um fyrir hann í Bretlandi, en gleymst hafi að telja fram hlunnindi vegna afnota hans af bifreiðum á Ís- landi. Greint er frá því að Jón hafi vantalið tekjur á skattframtölum sín- um vegna bifreiðahlunninda allt frá árinu 1992. Persónulegur kostnaður Þá er greint frá því að við rann- sókn skattrannsóknarstjóra hafi komið í ljós að Norðurljós sam- skiptafélag og/eða tengd félög hafi greitt fyrir Jón persónulegan kostn- að hans, sem telja beri honum til tekna. Sé um að ræða greiðslu á líf- tryggingariðgjöldum og greiðslu á launum vegna starfsmanna sem unnu fyrir Jón persónulega, eða þáðu laun frá Norðurljósum sam- skiptafélagi hf. og/eða tengdum fé- lögum vegna þeirra starfa. Orðrétt segir: „Samkvæmt fram- burðum starfsmanna Norðurljósa samskiptafélags hf. og tengdra fé- laga, … liggur fyrir að starfsmaður- inn Ingunn Halldórsdóttir sá m.a. um persónuleg málefni Jóns og fjöl- skyldu hans. Hefur hún sjálf borið um það. Ingunn var ritari hjá Skíf- unni og síðar Norðurljósum og þáði þaðan launagreiðslur sínar. Ber að telja Jóni til tekna að hafa notið þeirra starfa án endurgjalds. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikill hluti af störfum Ingunnar hef- ur verið í þágu Jóns persónulega … Ingunn hefur borið, að langmestur hluti starfa hennar hafi verið vegna starfa fyrir Jón. Þá hefur Hreggvið- ur Jónsson borið að um 70–80% af störfum Ingunnar hafi verið unnin samkvæmt fyrirmælum Jóns … Að þessu virtu þykir ekki óvarlegt að miða við, að u.þ.b. helmingur af störfum Ingunnar fyrir Jón, eða 35% af heildarstörfum hennar, hafi verið í þágu Jóns og fjölskyldu hans per- sónulega.“ Fyrir tekjuárin 1998–2001 telur skattrannsóknarstjóri því að Jóni beri að telja sér til tekna tæpar fimm milljónir króna, vegna starfa Ing- unnar í hans þágu og fjölskyldu hans. Fram kemur í skýrslunni að Norð- urljós hafi ráðið aðstoðarmanneskju, Barbel Gamsu, fyrir Jón með aðset- ur í London á árinu 2001 og greitt henni laun. Hún starfaði hjá Jóni í nokkra mánuði og samkvæmt gögn- um málsins sýnast störf hennar hafa verið fólgin í að vera Jóni og fjöl- skyldu hans til aðstoðar á heimilinu, „nánar tiltekið gæta barnanna á heimilinu, … sjá um að framreiða máltíðir fyrir þau, fylgjast með heimanámi þeirra og öðrum skyldum gagnvart skólum þeirra og tóm- stundastarfi, auk þess að gæta þeirra í hvívetna þegar foreldrar þeirra … væru í burtu, hvort heldur Skattframtal vegna tekjuársins 1997  Skattrannsóknarstjóri telur að Jón Ólafsson hafi vanframtalið sölu- hagnað vegna eignarhluta sinna í Skífunni ehf. um sem nemur kr. 1.187.100.000. Skattframtal vegna tekjuársins 1998  Skattrannsóknarstjóri telur að Jón Ólafsson hafi vanrækt að gera grein fyrir tekjum að upphæð kr. 31.705.788, bifreiðahlunnindum að upphæð kr. 426.667, hlunnindum að upphæð kr. 1.305.200 og söluhagnaði að upphæð kr. 97.120.250. Skattframtal vegna tekjuársins 1999  Skattrannsóknarstjóri telur að Jón Ólafsson hafi vanrækt að gera grein fyrir tekjum að upphæð kr. 52.309.854, bifreiðahlunnindum að upphæð kr. 1.749.164 og öðrum hlunnindum að upphæð kr. 1.214.860. Skattframtal vegna tekjuársins 2000  Skattrannsóknarstjóri telur að Jón Ólafsson hafi vanrækt að gera grein fyrir tekjum að upphæð kr. 45.594.623, bifreiðahlunnindum að upphæð kr. 2.712.210, hlunnindum að upphæð kr. 1.356.172, kaupum og eignarhaldi á fasteign í London að upphæð kr. 197.234.000, sölu á fast- eign í London og kaupum og eignar- haldi á íbúðarhúsnæði í Frakklandi að upphæð kr. 36.260.800. Skattframtal vegna tekjuársins 2001  Skattrannsóknarstjóri segir að Jón Ólafsson hafi ekki staðið skil á skatt- framtali vegna tekjuársins 2001. Skattstjóri hefur áætlað Jóni tekju- skatts- og útsvarsstofn kr. 20.000.000, sem að viðbættu álagi, kr. 2.860.639, nemur kr. 22.860.639 og eignarskattsstofn kr. 100.000.000, sem að viðbættu kr. 15.000.000 álagi nemur kr. 115.000.000. Skattrannsóknarstjóri telur að Jón hafi vanrækt að gera grein fyrir tekjum vegna starfa sinna, að upphæð kr. 74.292.999, dagpen- ingum að fjárhæð kr. 64.003 og arð- greiðslum af hlutafé kr. 115.357, bif- reiðahlunnindum að fjárhæð kr. 2.512.791, öðrum hlunnindum að fjár- hæð kr. 3.409.018 og að Jón hafi vanrækt að gera grein fyrir fast- eignum í London, Cannes og Reykja- vík að verðmæti kr. 269.297.800. Skattskil Rannsókn skattrannsóknarstjóra á bókhaldi og skattskilum Norðurljósa samskiptafélags hf. og tengdra félaga leiddi í ljós, að því er greint er frá í skýrslunni, að vel á annan tug ein- staklinga hefur þegið greiðslur vegna starfa sinna í þágu félaganna á ár- unum 1996–2001, án þess að gerð hafi verið grein fyrir þeim launa- greiðslum sem slíkum í bókhaldi og launauppgjöf félaganna til skatta- yfirvalda. „Hlaupa þær greiðslur á mörgum tugum milljóna króna. Hafa slíkar duldar launagreiðslur átt sér stað með skipulegum hætti innan félaganna. Hafa stjórnendur félagsins borið, að Jón hafi innleitt þetta fyrirkomulag gagnvart þeim. Fyrir liggur að einn af starfsmönnum þessum, stjórnandi hjá félögunum, hefur þegið greiðslur með líkum hætti og Jón, þ.e. innheimt greiðslur vegna hluta af störfum sín- um í þágu félagasamsteypunnar í gegnum erlent félag sem hann er eignaraðili að. Hefur sá starfsmaður borið við skýrslugjöf hjá skattrann- sóknarstjóra ríkisins, að Jón Ólafsson Friðgeirsson hafi boðið honum að haga innheimtu á hluta tekna sinna með þessum hætti. Sá starfsmaður hefur nú óskað eftir því við skattyfirvöld, að þær greiðslur verði skattlagðar sem tekjur hans, ásamt öðrum duldum launagreiðslum. Þá hafa sex aðrir ein- staklingar, fyrrverandi og núverandi starfsmenn Norðurljósa samskipta- félags hf. og tengdra félaga, á sama hátt óskað eftir því við skattyfirvöld að fá að koma að leiðréttingu á skatt- skilum sínum vegna vanframtalinna dulinna launagreiðslna frá Norður- ljósum samskiptafélagi hf. og tengdum félögum,“ segir í skýrslunni. Þáðu duldar greiðslur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.