Morgunblaðið - 14.02.2003, Side 24
VIÐSKIPTI
24 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is
Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002
Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf.
13,2%
ÚTSALA!
15% mósaík
20% Versace
30 og 40% aðrar flísar
Stórhö
fða 21
- Sími
545 55
00
Varaformaðurinn
keypti sjö milljónir
KJARTAN Gunnarsson, varafor-
maður bankaráðs Landsbanka
Íslands hf., keypti í gær sjö millj-
ónir að nafnverði hlutafjár í
Landsbanka Íslands á genginu
3,76.
Samkvæmt frétt á vef Kaup-
hallar Íslands er eignarhlutur
Kjartans að teknu tilliti til eign-
arhlutar fjárhagslega tengdra að-
ila eftir viðskiptin 48.273.781 kr.
að nafnverði.
TAP af rekstri Íslandssíma hf. á
árinu 2002 nam 1.090 milljónum
króna eftir skatta. Árið áður var tap
félagsins 990 milljónir.
Í tilkynningu frá Íslandssíma segir
að kaup félagsins á Halló-Frjálsum
fjarskiptum hf. og Tali hf. á árinu
2002 setji mikinn svip á reksturinn
og afkomuna. Rekstrartekjur hafi
numið tæpum þremur milljörðum
króna en rekstrargjöld rúmum
þremur milljörðum. Samanlagðar
rekstrartekjur eininganna þriggja
hafi hins vegar numið um 5.250 millj-
ónum króna en rekstrargjöld um
4.750 milljónum. Vöxtur rekstrar-
tekna sé um 22% en á sama tíma sé
áætlað að vöxtur heildarveltu á ís-
lenskum fjarskiptamarkaði hafi
numið um 3%.
Segir í tilkynningunni að saman-
lögð afkoma félaganna þriggja komi
ekki fram í ársreikningi Íslandssíma
fyrir árið 2002 þar sem Halló og Ís-
landssími séu gerð upp saman frá 1.
júlí 2002 og Tal og Íslandssími frá 1.
október.
Áætlanir Íslandssíma gera ráð
fyrir að rekstrartekjur félagsins á yf-
irstandandi ári muni nema um 6.000
milljónum króna og að hagnaður fyr-
ir afskriftir, fjármagnsliði og skatta
verði 1.500–1.600 milljónir, sem muni
þá vera tæplega eins milljarðs króna
aukning frá árinu 2002.
Tilgreint er í tilkynningu Íslands-
síma að fimm atriði skýri að stórum
hluta 1.090 milljóna króna tap félags-
ins á árinu 2002. Þar muni mest um
kostnað vegna sameiningar félag-
anna þriggja upp á 486 milljónir
króna. Þá hafi eignarhlutir í öðrum
félögum verið færðir niður um 149
milljónir, viðskiptavild afskrifuð um
97 milljónir, framlag í afskriftasjóð
viðskiptakrafna sé 69 milljónir og
niðurfærsla á birgðum og búnaði
nemi 39 milljónum. Samanlagt nemi
þessi kostnaður um 840 milljónum
króna.
Heildarkostnaður Íslandssíma
vegna samruna félaganna þriggja er
áætlaður um 850 milljónir.
Nettóskuldir um 4,5 milljarðar
Í tilkynningu Íslandssíma segir að
þrátt fyrir tap á rekstri sé eiginfjár-
staða félagsins sterk. Í lok ársins hafi
eigið fé numið 4.802 milljónum króna
og eiginfjárhlutfallið sé því 38%.
Nettóskuldir Íslandssíma hækk-
uðu um 4.406 milljónir króna frá árs-
lokum 2001 til ársloka 2002. Þar af
eru 1.900 milljónir vegna kaupa á
hlutabréfum í Tali. Sú skuld verður
greidd upp samfara útboði á auknu
hlutafé síðar á þessu ári. Það útboð
er sölutryggt að fullu. Þá eru skuldir
að fjárhæð rúmlega 2.000 milljónir
tilkomnar vegna samruna við Halló-
Frjáls fjarskipti og Tal. Nettóskuldir
að teknu tilliti til væntanlegs hluta-
fjárútboðs síðar á árinu nema því um
4.554 m.kr.
Fjárfestingar Íslandssíma námu
4.430 milljónum króna á árinu 2002
samanborið við 1.589 milljónir árið
áður. Fjárfestingar í varanlegum
rekstrarfjármunum voru 476 millj-
ónir og fjárfestingar í öðrum félögum
3.966 milljónir.
Tap Íslandssíma hf. á árinu 2002 tæpur 1,1 milljarður
Kaupin á Halló og Tali
setja svip á afkomuna
,
((
- .
$/
!""
$
% %
& '
#$ $ !
(
) '
(
) ' *
&+
*
% $,
!#
$##
$
%!
" ""
%! ",
0*12
034562
* ! /
/
RÍFLEGA helmingur af sölu Öss-
urar hf. fer fram í Bandaríkjunum en
gert er ráð fyrir að það hlutfall
breytist á næstunni. Í ársuppgjöri
félagsins má sjá söluaukningu á öll-
um mörkuðum en sala eykst hlut-
fallslega meira í Evrópu og á Norð-
urlöndum en í Bandaríkjnum.
Einungis 1% sölunnar fer fram hér á
landi. Sala á öðrum mörkuðum nem-
ur um 8%. Forstjóri Össurar, Jón
Sigurðsson, sagði á fundi til kynn-
ingar á afkomu félagsins í gær að
Össur hygðist leggja mesta áherslu á
Vestur-Evrópu og Bandaríkin á
næstunni og ekki leggja út í miklar
fjárfestingar á öðrum mörkuðum,
s.s. í Asíu. „Við ætlum að vera þar
sem möguleikarnir eru mestir. Ætl-
um okkur að fara mjög hægt í fjár-
festingar annars staðar.“
Eiginfjárstaða Össurar er afar
góð og sagði forstjórinn að fyrirtæk-
ið væri að leita að heppilegu fyrir-
tæki til að kaupa og stuðla þannig að
ytri vexti félagsins. Þá sagði hann að
haldið verði í það markmið að innri
vöxtur félagsins verði 20% á árinu og
hagnaður á hlut (EPS) aukist um
15%. Framlegðarmarkmiðið náðist
ekki á síðasta ári.
Fallið hefur verið frá þeirri stefnu
Össurar að birta nákvæmar áætlanir
um afkomu líkt og félagið gerði fyrir
síðasta ár. „Við teljum það ekki
þjóna hagsmunum okkar hluthafa að
birta svo nákvæmar áætlanir,“ sagði
Jón.
Á fundinum kom fram að kostn-
aður við rannsóknir og þróun jókst
um rúm 39% milli áranna 2001 og
2002 og sölu- og markaðskostnaður
um 33%. Hins vegar dróst skrifstofu-
og stjórnunarkostnaður saman um
rúm 11%. Að sögn forstjórans hefur
gengi krónunnar veruleg áhrif á
kostnað en Össur færir allan kostnað
í dollurum. Hann sagði það því nauð-
synlegt fyrir félagið að skera niður
kostnað hér heima þegar gengi krón-
unnar er hátt. Hins vegar sagðist
hann ekki gera ráð fyrir að dregið
yrði mikið úr útgjöldum til rann-
sókna og þróunar á nýjum vörum.
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
sagði sölu á stoðtækjum og öðrum
vörum fyrirtækisins hafa aukist
meira í Evrópu en í N-Ameríku.
Össur fer hægt
í fjárfestingar á
nýjum mörkuðum