Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 25

Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 25 ÚTFLUTNINGSRÁÐ kannar nú grundvöllinn fyrir því að útflytj- endur á íslenskri tónlist standi að þjóðarbás á tónlistarsýningunni Midem, sem haldin verður í Cannes í Frakklandi á næsta ári. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði fréttabréfs Útflutningsráðs, Fréttaskoti. Fulltrúar Útflutningsráðs, ásamt fulltrúum Samtóns, samstarfsvett- vangs höfunda, flytjenda og útgef- enda, sóttu Midem 2003 nú í byrjun mánaðar- ins. Vilhjálmur Jens Árnason, forstöðumaður hjá Útflutnings- ráði, segir í Fréttaskoti að sýningin sé afar þýðingarmikil fyrir alla sem starfi í tónlistariðn- aði. Flest lönd sem standi að útgáfu tónlistar séu með þjóðarbás á Midem og því sé mikilvægt fyrir Ís- lendinga að láta þar að sér kveða. Gagnlegir fundir „Fulltrúum Samtóns leist mjög vel á sýninguna sem vettvang til að kynna íslenska tónlist,“ segir Vil- hjálmur. Hann segir að samhliða sýningunni hafi farið fram ráð- stefna, þar sem rætt hafi verið um markaðssetningu og sölu á tónlist frá öllum sviðum. Fundir með fulltrúum ýmissa samtaka tónlist- arútflytjenda hafi verið mjög gagn- legir. „Nú er ætlunin að kanna grundvöllinn fyrir íslenskum þjóð- arbás á Midem 2004, en framhaldið ræðst auðvitað af áhuga þeirra sem starfa í tónlistariðnaðinum,“ segir hann. Helga Valfells, sem einnig er for- stöðumaður hjá Útflutningsráði, segir að mjög fróðlegt hafi verið að kynnast því hvernig önnur lönd ynnu að markaðsmálum á sviðum tónlistar; einkum önnur norræn lönd. „Í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi er mikil samstaða um útflutn- ing á tónlist og af því má draga nokkurn lærdóm,“ segir hún. „Við- brögð manna í Cannes sýndu svo ekki verður um villst að íslensk tónlist er betur kynnt en margar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Ís- lensk tónlist er greinilega mikils metin erlendis og ljóst er að mikið brautryðjendastarf hefur verið unnið á þessu sviði,“ segir hún. Einar Örn Benediktsson tónlist- armaður segist vera á þeirri skoðun að „upphefð íslenskrar tónlistar komi innan frá, frekar en utan frá. Mér finnst að setja eigi smá kraft í að gera listamönnum kleift að fara til útlanda með tónlist sína, frekar en að setja tónlistina á einhvern bás á erlendri sýningu. Það held ég að verði seint vænlegt til vinnings og hefur hingað til ekki skilað þeim árangri sem búast hefði mátt við,“ segir hann. Einar Örn segir að ef til vill skili vera á Midem árangri fyrir heild- sala og smásala í tónlistargeiran- um. „Kannski skilar þetta starf betri kjörum og lægra verði í inn- flutningi á tónlist, en varla hærra verði í útflutningi,“ segir hann. Einar segir að nær væri að stofna einhvers konar upplýsingar- eða þjónustumiðstöð um íslenska tón- list hér á landi, sem listamenn og útgefendur stæðu að. Þangað gætu erlendir aðilar, sem áhugasamir væru um íslenska tónlist, leitað. „Vel mætti hugsa sér bás, einhvers staðar á hlutlausu belti hér á landi, sem væri þá um leið tónleikastaður, svo dæmi sé nefnt,“ segir hann. Grundvöllur fyrir þjóðarbás á Midem 2004 kannaður Umfram- eftirspurn eftir skulda- bréfum Stoða SKULDABRÉF að nafnvirði 2,3 milljarðar króna seldust í lokuðu skuldabréfaútboði til fagfjárfesta sem Kaupþing banki lauk í þessari viku fyrir Fasteignafélagið Stoðir. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfunum og var útboðið því stækk- að um 950 milljónir að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kaup- þingi banka hf. Útboðið var liður í endurfjármögnun skammtíma- skulda Stoða. Í tilkynningunni segir að í boði hafi verið verðtryggð vaxtagreiðslu- bréf til átta ára og óverðtryggð ein- greiðslubréf til þriggja ára. Upphaf- lega stóð til að selja fyrir samtals 1.350 m.kr. að nafnverði en vegna mikillar umframeftirspurnar var ákveðið að stækka útboðið um 950 m.kr. að nafnverði og voru því sam- tals 2.300 m.kr. að nafnverði seldar til fagfjárfesta. Kaupþing banki mun sækja um skráningu skuldabréfanna í Kaup- höll Íslands og mun jafnframt taka að sér viðskiptavakt með skuldabréf- in. Skuldabréfamarkaður að verða hagkvæm og mikilvæg leið Jónas Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Fasteignafélagsins Stoða hf., segir í fréttatilkynningunni að nið- urstaða skuldabréfaútboðsins hafi farið fram úr björtustu vonum og beri vott um traust á rekstri og eignastöðu félagsins. Stefán Ákason, forstöðumaður Skuldabréfamiðlunar Kaupþings, segir að mikil eftirspurn væri skýrt merki um að fagfjárfestar séu í auknum mæli farnir að horfa á skuldabréf traustra fyrirtækja sem góða viðbót í eignasafn sitt. „Með lækkandi markaðsvöxtum er skulda- bréfamarkaður að verða hagkvæm og mikilvæg leið fyrir traust íslensk fyrirtæki til fjármögnunar,“ segir Stefán í fréttatilkynningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.