Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 29

Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 29 SUÐURNES MIKLAR framkvæmdir eru fyr- irhugaðar við gamla íbúðarhúsið á Héðinshöfða á Tjörnesi næsta sum- ar. Húsið var byggt árið 1880 af Benedikt Sveinssyni sem var settur sýslumaður í Þingeyjarþingi 8. ágúst 1874, en frá 1876 bjó hann á Héðinshöfða. Hús þetta er eitt af fáum stein- hlöðnum húsum frá 19. öld og hefur lítið breyst að innan frá því að það brann að hluta um aldamótin 1900. Steinsmiður þessa húss var Stein- þór Björnsson frá Litlu-Strönd og voru veggirnir gerðir úr tilhöggnu grjóti úr Reyðarárgili sem er skammt frá bænum. Steinþór þessi lærði steinsmíði í Kaupmannahöfn og var hans fyrsta verk að byggja tvílyft steinhús á Stóruvöllum í Bárðardal þegar hann kom frá námi og stendur það hús enn í dag. Eigandi hússins, Jónas Bjarnason bóndi á Héðinshöfða, hefur að und- anförnu átt annríkt við að undirbúa framkvæmdina, mála og glerja glugga, en til stendur að gera húsið alfarið upp að utan en halda innra skipulagi óbreyttu. Jónas bjó síðast í húsinu ásamt fjölskyldu sinni en flutti í nýtt hús árið 1974 og síðan þá hefur það verið notað sem geymsla. Flest herbergi eru panel- klædd að innan og hefur fúi ekki komist inn í þau þar sem enginn leki hefur komist að timbrinu. Um tíma var þríbýlt í húsinu og eru inn- réttingar sérstakar að því leyti að í kjallaranum voru þrjú lítil eldhús og síðan átti hver fjölskylda ákveðnar vistarverur víðs vegar á þremur hæðum byggingarinnar. Svandís Sverrisdóttir, húsasmið- ur á Húsavík, hefur lokið við að smíða alla gluggana auk alls timb- urverks í húsið, svo sem tréverk á stafna, gluggalista, vindskeiðar o.m.fl. Hún er einnig að smíða úti- dyrahurð í húsið sem verður eins og virðulegu húsi sæmir. Búið er að sérpanta hurðarhúninn frá Svíþjóð. Norðurhliðina þarf að mynst- urmúra til þess að grjótið í veggn- um haldi sér í upprunalegri mynd og einnig þarf að múra hluta húss- ins að sunnan þar sem grjótið er byrjað að hrynja úr veggnum. Að sögn Jónasar hefur torf, sem hefur verið notað til þess að ein- angra, víða rýrnað og á það við bæði um veggi og þak. Þyrfti því að taka allt torfið á þakinu og setja steinull í staðinn. Einnig þarf að koma einangrun í veggi þar sem það er hægt. Stafnar hússins voru hlaðnir en eyðilögðust í eldinum og voru þá endurbyggðir úr timbri og báru- járni sem nú þarf að endurnýja auk þess sem járnið á þakinu er illa far- ið. Síðast var skipt um það upp úr 1950. Ljóst er að hér er um mjög kostn- aðarsama framkvæmd að ræða en Jónas er bjartsýnn og ætlar sér að bjarga þessu merkilega húsi sem staðið hefur á Héðinshöfða í meira en 120 ár. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jónas Bjarnason fyrir framan gamla húsið á Héðinshöfða. Gamla hús- ið á Héðins- höfða end- urgert Laxamýri EINKENNILEGUR þefur barst um ganga grunn- skólans einn daginn í liðinni viku og var ekki laust við að sumum yrði hálfflökurt. Skýringuna á þessu mátti finna í náttúrufræðistofu skólans en þar höfðu fjórðubekkingar sett upp sýningu á hátt í 20 fiskteg- undum í tengslum við þemavinnu sína: Við sjáv- arsíðuna. Þó að Borgarnes sé við sjávarsíðu er þar engin útgerð og því ekki auðvelt að ná í fisk. Jens Jónsson, vélstjóri á Vigra RE 71, safnaði fiskinum sem var veiddur á miðunum sunnan og vestan við landið í janúar síðastliðnum og færði nemendum. Höfðu flestir nemendur gagn og gaman af að sjá þessar mismunandi tegundir sem lifa í sjónum um- hverfis landið. Fiskur til sýnis Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Krakkarnir í Grunnskóla Borgarness voru áhugasamir um fiskinn þó þeim þætti hann ekki lykta sérlega vel. Borgarnes BÆJARSTJÓRN Grindavíkurbæj- ar vinnur að því að leita leiða til að fá til bæjarins fleiri gesti sem sækja Bláa lónið. Tilefni þeirrar vinnu er fyrirsjáanleg fækkun erlendra ferðamanna inn í bæinn vegna þess að Kynnisferðir eru hættar að koma með farþega til Grindavíkur í sinni daglegu ferð í Bláa lónið. Kynnisferðir eru með daglegar ferðir fyrir erlenda ferðamenn um Suðurnes. Meðal annars er komið við í Bláa lóninu og farið hefur verið í hádegismat í Sjómannastofuna Vör í Grindavík í tólf ár. Vegna þessara ferða hefur veitingahúsið verið opið á hverjum einasta degi ársins og segir Sigurgeir Sigurgeirsson veit- ingamaður að þessi viðskipti hafi verið ákveðin kjölfesta í rekstrinum. Hann staðfestir það að Kynnisferðir hafi hætt að koma með þessa hópa í hádegismat en dvelji þess í stað lengur í Bláa lóninu og beini fólkinu í mat þar. Hann segir að tekið sé fram að engin óánægja sé með matinn eða þjónustuna og segist vita að þetta sé gert í óþökk leiðsögumanna og bíl- stjóra. Hins vegar sé því haldið fram að farþegarnir vilji dvelja lengur í Bláa lóninu. Sigurgeir segir að breytingin hafi veruleg áhrif á reksturinn en hann muni reyna með öllum ráðum að bjarga sér. Allrahanda komi áfram með hópa þangað og Kynnisferðir muni halda áfram að koma með aðra hópa. Þá hyggist hann ná til sín öðr- um viðskiptum, nefnir sem dæmi fólk sem áður borðaði í veitingahús- inu Jenný við Bláa lónið en Bláa lón- ið hf. hefur keypt staðinn og lokaði honum sem almennum veitingastað. Hins vegar kveðst Sigurgeir óánægður með þá stefnu Bláa lóns- ins hf. að gleypa allt sem að kjafti komi, og að það rífi af öðrum í stað þess að skapa sjálf ný viðskipti. Vilja fá fleiri ferðamenn Af þessu tilefni samþykkti bæjar- stjórn Grindavíkur að fela nefndar- mönnum bæjarins í samstarfsnefnd Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar að leggja fyrir bæjarráð tillögu um hvernig hægt sé að fjölga komum til bæjarins meðal þeirra ferðamanna sem sækja Bláa lónið. Fulltrúar Framsóknarflokksins vildu jafnframt láta kanna hvernig unnt yrði að koma upp fyrirhuguð- um veitingasal við Saltfisksetrið. Þeirri hugmynd var vísað til bæj- arráðs. Daglegu ferðirn- ar hættar að koma við í Vör Grindavík BÆJARFULLTRÚAR Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks, sem mynda meirihluta um stjórnun Grindavíkurbæjar, hafa látið bóka áhyggjur og vanþóknun vegna þess sem þeir segja árásir og einelti odd- vita Framsóknarflokksins á hendur bæjarstjóra Grindavíkur. Hart hefur verið tekist á í bæjar- stjórninni á þessu kjörtímabili í kjöl- far myndunar nýs meirihluta án að- ildar Framsóknarflokksins og ráðningar Ólafs Arnar Ólafssonar í stöðu bæjarstjóra. Á fundi í lok síð- asta mánaðar, eftir að meirihlutinn samþykkti breytingar á skipulagi tækni- og byggingafræðivinnu fyrir bæjarfélagið, lögðu Hallgrímur Bogason og Gunnar Már Gunnars- son, fulltrúar Framsóknarflokksins, fram tillögu um að víkja bæjarstjóra úr starfi. Var hún felld og lýsti meirihlutinn fullu trausti á bæjar- stjóra. Á bæjarstjórnarfundi í þessari viku létu fulltrúar Samfylkingarinn- ar bóka eftirfarandi: „Að gefnu til- efni og vegna framgöngu oddvita framsóknarmanna vill Bæjarmála- félag Samfylkingarfélags Grindavík- urlistans lýsa yfir vanþóknun á störfum oddvita framsóknarmanna vegna síendurtekinna árása á bæj- arstjóra og hans störf. Það er ósk bæjarmálafélagsins að oddviti fram- sóknarmanna láti af persónulegum árásum á bæjarstjóra og fleiri emb- ættismenn bæjarins enda er það ekki íbúum Grindavíkur til fram- dráttar.“ Við sama tækifæri létu bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: „Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn lýsa yfir áhyggjum vegna þeirrar til- hneigingar oddvita framsóknar- manna að leggja nýráðinn bæjar- stjóra Grindavíkurbæjar í einelti. Það er ljóst að uppá síðkastið hefur verið brotið blað í umfjöllun bæjar- stjórnar á málefnum bæjarfélagsins þar sem oddviti framsóknarmanna hefur kosið að beina síendurtekinni ósanngjarnri og órökstuddri gagn- rýni sinni á störf bæjarstjóra. Og verða slík vinnubrögð að teljast með öllu óviðunandi.“ Skamma oddvita minnihlutans Grindavík Sérstætt þorrakvöld verður í kvöld á veitingahúsinu Vitanum í Sand- gerði. Eftir þorramatinn taka Pétur Kristjánsson og hljómsveit hans við og skapa stemningu frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Kvöldið hefst með þorrahlaðborði og þjóðlegum skemmtiatriðum sem eru í höndum Einars Arnar og Torfa Ólafssonar. Þegar líða tekur á kvöldið taka Pétur Kristjánsson og hljómsveit hans við. Í tilkynningu frá Vitanum segir að einstakt tæki- færi gefist til að heyra bestu lögin frá sjöunda og áttunda áratugnum, lög Bítlanna, Rolling Stones, Kinks, Pelikan, Paradísar og Start. Í DAG HÚSFÉLAGIÐ ehf. átti lægsta til- boð í frágang gólfa í austursal Duus- húsa í Keflavík. Býðst félagið til að vinna verkið fyrir tæpar 3,9 milljónir kr. sem er um 75% af kostnaðaráætl- un. Gert var ráð fyrir að verkið myndi kosta tæpar 5,2 milljónir kr. þannig að lægsta tilboð er um 1,3 milljónum undir kostnaðaráætlun. Fagtré ehf. átti tilboð sem er litlu hærra en tilboð Húsfélagsins og Smiðshöggið ehf. það þriðja lægsta. Undirbúa frágang gólfa í austursal Keflavík Lara Verð frá 8.900.000 kr. Princesa Maria Verð frá 10.993.267 kr. Glæsilegar 2ja og 3ja herb. íbúðir Stutt í alla þjónustu. Sameiginleg sundlaug. Nokkurra mínútna akstur í bæinn. Þetta glæsilega parhús er mjög vandað og staðsett í göngufæri frá stórkostlegri strönd og nálægt allri þjónustu, verslunum, veitingastöðum, börum og golfvöllum. Hverfið er með eigin sundlaug. Í húsnum eru tvö eða þrjú herbergi. Hvert hús er með bílastæði og garði. ATLAS INTERNATIONAL Hluti af Atlashópnum hefur verið staðsettur í Torrevieja í 24 ár. Höldum sýningu á fasteignum frá sólarströnd Costa Blanca. ÞITT HEIMILI Á COSTA BLANCA SPÁNI VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYNNINGARFUND UM HELGINA 15. OG 16. FEBRÚAR Á HÓTEL SÖGU, A SAL, 2. HÆÐ KL. 12-17. Ókeypis aðgangur. Sími 896 2047, Laddi. Komið, sjáið og fáið fría bæklinga! A f m æ l i s t i l b o ð Í tilefni 25 ára afmælis Atlas International fylgja húsgögn frítt með öllum eignum. Ungbarnanudd fyrir barnið þitt Heilsusetur Þórgunnu Skipholti 50c • s. 562 4745 – 896 9653.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.