Morgunblaðið - 14.02.2003, Qupperneq 48
DAGBÓK
48 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr.eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Halifax, Silvia og
Bremon koma í dag.
Mánafoss og Hanseduo
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Bremon kom í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofan, kl.
13.30 bingó. Þorrablót
annað kvöld, húsið opn-
að kl. 17. Bingó í dag.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
spilað í sal.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 hár-
greiðsla, og opin
handavinnustofa.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 applikering, kl.
10–13 opin verslunin.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, mynd-
list, gifs o.fl., kl. 9.30
gönguhópurinn Gönu-
hlaup leggur af stað,
kaffi á eftir göngunni,
kl. 14 brids og spilað.
Korpúlfar Grafarvogi
samtök eldri borg-
ara.Vatnsleikfimi kl. 14
í Grafarvogslaug.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 „opið
hús“, spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 9.30 og 13
glerbræðsla, kl. 14
spænska. Myndút-
skurður-birkirætur og
vatnslitamyndir, sýn-
ing Annýjar í Garða-
bergi opin kl. 13–17.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Bingó spilað
í Gullsmára 13 kl. 14.
Félagsvist spiluð í
Fannborg 8 (Gjábakka)
kl. 20.30.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli
Flatahrauni 3. Pútt og
brids kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dagsferð í
Fljótshlíð 26. feb. Ekið
austur að Fljótsdal,
margir merkir staðir
skoðaðir. Brottför frá
Ásgarði kl. 10, kaffi-
hlaðborð í Hest-
heimum, skráning haf-
in. Uppl. á skrifstofu
félagsins eða í s.
588 2111, opið frá kl.
10–16. Aðalfundur
FEB verður haldinn
sunnud. 23. feb. í Ás-
garði og hefst kl. 13.30.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf, kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
9.30 sund- og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing. Nám-
skeið í postulínsmálun
eru á mánu- og
þriðjud., nokkur pláss
laus. S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 9.15 vefn-
aður, kl. 13 bókband.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlistahópur,
kl. 10 ganga, kl. 14–15
bingó. Postulíns-
námskeið: Getum bætt
við nokkrum á fyr-
irhugað postulíns-
námskeið sem er að
hefjast, upplýsingar í s.
564 5260.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 11 spurt og
spjallað, kl. 14 kemur
Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur og ræð-
ir um bók sína sem kom
út fyrir jólin um Jón
Sigurðsson og svarar
spurningum. Kaffihlað-
borð. Allir velkomnir.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 og kl. 12.30 postulín.
Fótaaðgerð, hár-
greiðsla.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrýdans, kl. 11–12
stepp, kl. 13.30–14.30
sungið við flygilinn, kl.
14.30–16 dansað.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerð, kl. 12.30
leirmótun, kl. 13.30
bingó.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum með
börnin sín á fimmtud.
kl. 13–15 á Loftið í
Hinu húsinu, Póst-
hússtræti 3–5.
Seyðfirðingafélagið.
Sólarkaffi verður í Gjá-
bakka í Kópavogi 16.
mars kl. 15.
Í dag er föstudagur 14. febrúar,
45. dagur ársins 2003.
Valentínusdagur. Orð dagsins:
Takið því hver annan að yður,
eins og Kristur tók yður að sér,
Guði til dýrðar.
(Róm. 15, 7.)
Reykvíkingar eru fórn-arlömb. Og skelfilegt
hvernig með þá er farið.
Það er alltaf verið að
beina fjármunum ríkisins
annað en til Reykjavík-
ur. Og flytja stofnanir út
á land. Ef svo heldur
fram sem horfir verða
bráðum engar stofnanir
eftir í Reykjavík.
Það var því fagnaðar-efni þegar Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir til-
kynnti að hún ætlaði í
framboð til Alþingis Ís-
lendinga til að berjast
fyrir hagsmunum Reyk-
víkinga. Það hefur þing-
mönnum Reykvíkinga yf-
irsést til þessa; þeir hafa
ekki séð trén fyrir skóg-
inum – Reykvíkinga fyr-
ir þjóðinni.
Og óréttlætið helduráfram. Nú ætlar rík-
isstjórnin að verja 6,3
milljörðum á næstu 18
mánuðum til að sporna
gegn atvinnuleysi. Nýr
borgarstjóri í Reykjavík,
Þórólfur Árnason, gagn-
rýndi að einungis millj-
arður rynni til vega-
framkvæmda í Reykja-
vík, þar sem þó byggju
flestir.
Ekki er ljóst hvortborgarstjóri var á
leið út á land í sum-
arbústað þegar viðtalið
var tekið, eins og þegar
honum bauðst staða
borgarstjóra. Það getur
eiginlega ekki verið, því
hann er Reykvíkingur,
og eins og allir vita
þjóna vegirnir úti á landi
ekki Reykvíkingum.
Reykvíkingar eru alltof
uppteknir við að mót-
mæla Eyjabökkum og
Kárahnjúkum á Aust-
urvelli til þess að komast
nokkurn tíma austur.
Til hvers að splæsabundnu slitlagi í
landsbyggðina eða veg-
um yfir höfuð? Hvaða
máli skiptir þótt for-
stöðumaður Hag-
fræðistofnunar segi það
þjóðhagslega hagkvæmt
að bæta samgöngur? Það
sem er hagkvæmt fyrir
þjóðina þarf ekki nauð-
synlega að vera hag-
kvæmt fyrir Reykvík-
inga.
Að vísu væri hægt aðbenda á að hundruð
Reykvíkinga hafa setið
föst á Hellisheiði og í
Þrengslum í stórviðrum
og beðið eftir björgun.
Því hljóti 200 milljóna
vegabætur á Hellisheiði
og 500 milljónir í Suður-
strandarveg, sem trygg-
ir færa leið frá Suður-
landi til Reykjavíkur í
nánast hvaða veðri sem
er, að vera hagsmuna-
mál Reykvíkinga.
Nei, eina réttlætið væriauðvitað að Hver-
gerðingar stæðu straum
af framkvæmdum á
Hellisheiðinni. Bændur í
Jökuldal stæðu straum
af veglagningu niður
Arnórsstaðamúlann. Því
öll vötn renna til Reykja-
víkur. Og allir vegir
líka.
STAKSTEINAR
Hvers eiga Reykvík-
ingar að gjalda?
Víkverji skrifar...
VALENTÍNUSARDAGURINNer í dag. Víkverji hefur ekki haft
hugmynd um það, frekar en aðrir,
hvaðan þessi dagur kemur. Ekki er
nein íslenzk hefð fyrir honum. Vík-
verji hefur bara tekið eftir því und-
anfarin ár að í febrúar fara að dynja
á honum alls konar auglýsingar frá
blómaverzlunum, skartgripaverzl-
unum, sælgætisframleiðendum,
undirfatasölum og meira að segja
frá Póstinum í tilefni Valentínus-
ardagsins. Víkverja hefur fundizt að
bóndadagurinn, konudagurinn og
mæðradagurinn dygðu alveg til að
auka sölu á vörunum, sem um ræðir,
en hið frjálsa framtak leitar víst sí-
fellt að tækifærum til að auka hjá
sér veltuna.
x x x
TIL AÐ bæta úr vanþekkingusinni leitaði Víkverji svara við
því á Netinu hver væri uppruni Val-
entínusardagsins, og fann þau á for-
síðu vefjarins Brúðkaup.is. Sá pistill
er svo óborganlegur hvað varðar
mál, stíl og efnisinnihald að Víkverji
sér sig knúinn til að birta upp úr
honum orðrétt: „Valentínusardag-
urinn nálgast, dagur elskhuga.
Rekja má uppruna Valentínusar-
dagsins aftur til forn Rómverja en
þá héldu þeir hátíð ræktunar og
uppskeru þann 15. febrúar hvers
árs. Seinna innleiddu Kristnir menn
þessa hátíð og héldu upp á píslavott-
inn heilaga Valentínu þann 14. febr-
úar. Sögum ber ekki saman um kyn
og afrek þessa dýrlings. Þessa sögu
fannst höfundi áhugaverð og nokk-
uð trúverðug. Valentína var tekin af
lífi fyrir það eitt að hafa gifst á launi
manni sem var meðlimur í róm-
verska hernum, en það var yfirlýst
stefna að hermenn ættu að vera ein-
hleypir og tileinka hernum lífi sínu.
Eftir að Valentína hafði þjáðst og
kvalist vegna ástar sinna og tekin að
lífi fyrir slíkar tilfinningar varð hún
ósjálfrátt verndari ástarinnar. Þetta
er hinn rómantíski uppruni Valent-
ínusardagsins, að deyja fyrir ást-
ina.“
x x x
ÞAR höfum við það á kjarnyrtriíslenzku; að deyja fyrir ástina,
það er innihald Valentínusardags-
ins. Víkverji sér nú í nýju ljósi „Val-
entínusarauglýsingu“ í Morgun-
blaðinu í gær, um skræpóttar hnefa-
leikara-nærbuxur sem konur eru
hvattar til að gefa mönnum sínum í
tilefni dagsins. Fyrir Víkverja rifj-
aðist upp heilræðið sígilda: Alltaf
vera í hreinum nærbuxum, það er
aldrei að vita hvenær maður gæti
lent í slysi og dáið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ef menn eiga á hættu að deyja fyrir
ástina er rétt að vera í hreinum
nærbuxum.
Fyrirspurn
HAFA ráðamenn gleymt
að lækka eignaskattinn?
Ég er ekkja í gömlu húsi
og var mér lofað að eigna-
skatturinn yrði lækkaður
en ég var að fá álagn-
inguna og get ekki séð að
neitt hafi breyst. Getur
einhver svarað því hvern-
ig þessi breyting verður?
Kona.
Hvar fæst
kanínukjöt?
ER einhver sem getur
bent mér á hvar hægt er
að kaupa kanínukjöt? Þeir
sem gætu gefið mér upp-
lýsingar hafi samband í
síma 553 1025.
Gagnslaus samkoma
ÉG vil koma á framfæri
óánægju minni með sam-
komuna í Smáralindinni
þar sem prédikarinn ætl-
aði að losa fólk við sjúk-
dóma. Ég fór og ætlaði að
losa mig við sjúkdóm sem
ég hef haft síðan ég var
krakki en ég finn enga
breytingu og fæ ennþá
köst. Vil ég vara fólk við
slíkum samkomum.
Þór Ólafsson.
Lambakjötið of feitt
Landbúnaðarráðherra er
oft að ráðleggja fólki að
borða lambakjöt. Fór ég
því og keypti mér kótilett-
ur í Hagkaup en þær voru
lítið annað en bein og fita.
Var ég óánægð með þetta
og bað kjötvinnslumann-
inn að skera mestu fituna
af fyrir mig.
Fress í óskilum
GELTUR fress, ca. 1 árs,
svartur með hvíta bringu
og hvítar tær, er í óskilum
á Digranesvegi 81. Hann
er eyrnamerktur en ólar-
laus. Upplýsingar í síma
891 8289 eða 567 1807.
Köttur á flækingi
ÞESSI köttur, sem er
ómerktur, er á flækingi í
Seljahverfi, Bakkaseli og
nágrenni. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um
hann eru beðnir að hafa
samband í síma 557 3461
eða 617 6453.
Kvenmannsgleraugu
í óskilum
LJÓSBRÚN Donnu Kar-
an-kvenmannsgleraugu í
brúnni öskju fundust í
miðbænum fyrir rúmri
viku. Upplýsingar í síma
867 7855.
Dýrahald
Dísarpáfagaukur
týndist í Grafarvogi
DÍSARPÁFAGAUKUR
hvarf frá heimili sínu í
Breiðuvík í Grafarvogi
eftir hádegi sl. sunnudag.
Hann er hvítur með gulan
fjaðratopp og appelsínu-
gula bletti sitt hvorum
megin á hausnum. Þeir
sem hafa orðið hans varir
vinsamlega látið vita í
síma 866 0082.
Læða fæst gefins
SEX mánaða læða, svört,
fæst gefins á gott heimili.
Uppl. í síma 557 8487.
Því spyr ég: er ekki
hægt að framleiða lamba-
kjöt sem er ekki með
svona mikilli fitu.
Eldri borgari.
Desemberuppbót
Í DESEMBER eiga allir
að fá desemberuppbót en
maðurinn minn sem er at-
vinnulaus og á bótum fékk
ekki desemberuppbót.
Mér var sagt að þeir sem
væru atvinnulausir hafi
aldrei fengið desem-
beruppbót. Þeir sem lifa á
atvinnuleysisbótum og
með börn þyrftu kannski
mest á þessu að halda.
Laufey.
Tapað/fundið
Barnagleraugu
í óskilum
BARNAGLERAUGU
fundust á bílastæði í
Mjóddinni 10. febrúar sl.
Upplýsingar í síma
567 0711.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
LÁRÉTT
1 vegna þess, 4 fletja fisk,
7 fimur, 8 ástríki, 9 guð,
11 forar, 13 bylur, 14
læðast, 15 sálda, 17 svöl,
20 iðn, 22 örlög, 23 við-
bjóður, 24 fíflið, 25
mannsnafn.
LÓÐRÉTT
1 drepa, 2 fæðir kópa, 3
magurt, 4 falskur, 5 end-
urtekið, 6 hægt, 10 fisk-
inn, 12 forsögn, 13 agnúi,
15 gana, 16 aflaga, 18 dá-
in, 19 blundi, 20 hafi upp
á, 21 stara.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 löðrungur, 8 fílum, 9 fúska, 10 Syn, 11 sigla, 13
amman, 15 stegg, 18 salli, 21 rok, 22 lygna, 23 örgum, 24
landskuld.
Lóðrétt: 2 öflug, 3 romsa, 4 nefna, 5 ufsum, 6 ofns, 7
hann, 12 lag, 14 móa, 15 sálm, 16 eigra, 17 grand, 18
skökk, 19 legil, 20 ilma.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16