Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 1
KRAKKARNIR í Austurbæjarskóla nutu veðurblíðunnar til hins ýtrasta í gær og brugðu á leik á skólalóðinni í frímín- útunum. Þau dóu ekki ráðalaus, þótt þau hefðu ekki snjóþotu og gripu það sem hendi var næst og gott að renna sér á. Þessi unga stúlka hefur til að mynda fundið plastpoka, sem getur verið hinn fínasti sleði þegar ekkert annað býðst. Til að maður meiði sig ekki á botninum er þó mikilvægt að aðgæta að brekkan sé alveg rennislétt, eins og í þessu tilviki, því það getur verið hættulegt að lenda á grjóthnullungi á mikilli ferð. Einnig er mikilvægt að börn gæti sín á umferðinni – og að sjálfsögðu að öku- menn séu vakandi fyrir því að börn séu að leik í brekkum nálægt umferð- argötum. Morgunblaðið/Sverrir Ráðagóðir Austurbæingar STOFNAÐ 1913 50. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 mbl.is Nútímaverk á fjölunum Íslenski dansflokkurinn frum- sýnir þrjú ný verk Listir 26 Vörn gegn farsímabylgjum Eva María og Óskar nota heima- tilbúinn símabúnað Daglegt líf 1 Coldplay sigursæl Mikið var um dýrðir á Brit- hátíðinni í gærkvöldi Fólk 60 ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar hefðu fengið „uggvekjandi upplýs- ingar“ um að Bandaríkjamenn beittu vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna miklum þrýstingi til að fá þá til að leggja fram skýrslu sem hægt væri að nota sem „afsökun til að beita hervaldi“ í Írak. Ívanov lagði áherslu á að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna þyrfti að fá „óvilhallar upplýsingar“ frá eftir- litsmönnunum og hvatti þá til að halda áfram að gæta hlutleysis. Háttsettur embættismaður í Washington sagði að tillaga um nýja ályktun um Íraksmálið yrði lögð fram í öryggisráðinu í næstu viku. Í ályktuninni yrði því lýst yfir að Írak- ar hefðu gerst sekir um skýlaus brot á fyrri ályktunum öryggisráðsins. Ívanov gaf til kynna að Rússar myndu beita neitunarvaldi sínu gegn slíkri ályktun. Tyrkir draga Powell á svarinu Powell bjóst í gær við svari frá Tyrkjum við beiðni Bandaríkja- manna um að fá að nota flugvelli í Tyrklandi til árása á Írak. Yasar Yakis, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði hins vegar að tyrkneska stjórn- in myndi ekki svara beiðninni strax. Tyrkir krefjast trygginga fyrir því að Bandaríkin veiti þeim fjárhagsað- stoð komi til stríðs í Írak. Rússar gefa til kynna andstöðu Moskvu, Washington. AFP. Ný ályktun í Íraksmálinu lögð fram í næstu viku  Fjölgun eftirlitsmanna/17 EKKI hefur verið hægt leggja bráðveika unglinga inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) svo vikum og mánuðum skiptir og eru dæmi um að foreldrar hafi þurft að sitja yfir börn- um sínum allan daginn vegna þessa. Ólafur Ó. Guð- mundsson, yfirlæknir á deildinni, segir „ástandið skelfilegt. Þetta hefur ekki bara áhrif á geðheilsu unglingsins heldur allrar fjölskyldunnar. Ég veit að margir foreldrar eiga í miklum vanda út af þessu.“ Ólafur segir að í vetur hafi 10–15 unglingar að jafnaði verið á biðlista eftir að komast á legudeild þrátt fyrir að marga hafi þurft að leggja inn taf- arlaust. Um 50–60 börn séu á biðlista göngudeildar. Erfið bið eftir þjónustu Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að af hálfu Landspítala verði farið grannt ofan í málið en nefnir jafnframt að það sé umhugsunarefni hvers vegna eftirspurn eftir þjónustu við geðsjúk börn hafi aukist eins mikið og raun ber vitni. Kristín Anna Jónsdóttir á tvö börn og hefur feng- ið að kenna á ástandinu. Barnalæknir vísaði tíu ára gömlum syni hennar inn á dagdeild barna- og ung- lingageðdeildar í fyrravor en drengurinn er ofvirk- ur, með athyglisbrest og hefur auk þess þjáðst af þunglyndi og kvíða. Engin leið var að koma honum inn á BUGL um vorið en Kristínu var tjáð að hann kæmist líklega inn um jólin Hún segir líðan sonar síns hafa stöðugt versnað þegar leið á sumarið og um vorið hafi hún þurft að taka frí í sautján daga frá vinnu vegna veikinda hans og nánast allt sumarfríið hafi verið notað til sinna honum. Um haustið hafi hún loks komið barninu inn „með frekjunni“ en þá hafi í raun verið um algjört neyðarástand að ræða. Sonur hennar fór á göngudeild BUGL og hlaut þar meðferð og frekari greiningu. Segir Kristín að hann hafi tekið greinilegum framförum en biðin hafi hins vegar tekið verulega á, bæði fyrir soninn og aðra í fjölskyldunni. Átta ára gömul dóttir Kristínar er með asberger- heilkenni og ofvirk og þurfti hún að bíða í 6–7 mán- uði eftir greiningu á BUGL. Henni var síðan vísað í taugasálfræðilegt mat og tók um ár að bíða eftir því. Þá var henni vísað á ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, sú bið hafi þegar tekið 6–7 mánuði og enn sé beðið. Kristín segir verst að vita ekki hvað ami að börnunum og þar með sé ekki hægt að bregðast á réttan hátt við veikindunum. Til dæmis fái grunn- skólar ekki úthlutað fé til sérkennslu fyrr en grein- ing liggi fyrir og tafir á greiningu þýði því að börnin fái ekki kennslu við hæfi. Kristín segir lækna á BUGL greinilega hafa mik- ið að gera og stundum sé ótrúlega erfitt að ná í þá. „Þeir eru allir af vilja gerðir, það vantar ekki. Það er bara erfitt að komast að,“ segir hún. Sem dæmi um álagið nefnir hún að læknar svari oft skilaboðum klukkan átta eða níu á kvöldin og taki á móti börn- um á laugardögum. „Þetta er náttúrlega ekki í lagi.“ Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildarinnar segir að ekki hafi verið hægt að leggja bráðveika unglinga inn á deildina svo vikum og mánuðum skiptir „Ástandið skelfilegt“  Ekki nýtt/6 KRISTJÁN Jóhannsson tenór- söngvari er staddur í Hamborg þar sem hann mun syngja í gala- sýningu Staatsoper á óperunum Cavalleria Rusticana og I Pagli- acci. Kristján var við æfingar á sömu óperum á Ítalíu þegar vinur hans Jose Cura, sem er stjórnandi sýningarinnar, bað hann um að koma í skyndi til Hamborgar og taka þátt í sýningunni. Áður höfðu aðrir söngvarar verið vald- ir í hlutverkin en Cura þótti þeir ekki nógu góðir. „Mér var boðið að syngja í sýn- ingunni fyrir ári en ég hef sungið hérna í yfir fimmtán ár,“ sagði Kristján í gærkvöldi er hann var nýlentur í Hamborg. „Ég hef ekki sungið hérna í tvö ár, ég þótti of dýr, en Þjóðverjar eins og margir aðrir, hafa skorið mikið niður. Það hefur svo þýtt að gæðin hafa minnkað. Fólkið er ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa hér sína listamenn sem þeir hafa dáð jafnvel í mörg ár.“ Kristján segir sýninguna í Hamborg merkilega m.a. að því leyti að Jose Cura, sem er þekktur söngv- ari, stjórni henni. „Það kom upp úr dúrnum að hann er það kröfuharður að hann gat ekki sætt sig við þá söngvara sem búið var að velja og óskaði eftir mér í þessa sýningu. Ég þekki verkin eins og höndina á mér. Ég er búinn að syngja þau tólf eða fjórtán sinn- um áður hér í Hamborg.“ Kristján er að æfa sömu óperurnar á Ítalíu. „Svo þetta kemur vel heim og saman og ég gat fengið mig lausan á Ítalíu þegar kallið kom.“ Hann segir ákvörðun Cura að boða hann til Ham- borgar vera til marks um það að ástandið í óp- eruheiminum sé að lagast. „Það er alveg vitlaust að gera. Ég er mjög bjartsýnn og þetta ár lofar góðu. Ég held að þrátt fyrir stríðshótanir og annað sé að birta til. Ég er sjálfur í góðu formi og kvíði engu, nema síð- ur sé. Það væri síðan gaman að syngja Cavalleria og I Pagliacci á Íslandi. Það hef ég enn ekki gert.“ Jose Cura Kristján Jóhannsson Jose Cura kallar Kristján til Hamborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.