Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HAGUR BANKA BATNAR
Samanlagður hagnaður Íslands-
banka, Landsbanka, Búnaðarbanka
og Kaupþings banka nam 10.798
milljónum króna eftir skatta á síð-
asta ári. Var hagnaðurinn 59% meiri
en árið áður.
Slæmt ástand á geðdeild
Ekki hefur verið hægt að leggja
bráðveika unglinga inn á Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans svo
mánuðum skiptir og dæmi eru um að
foreldrar hafi þurft að sitja yfir
börnum sínum allan daginn af þeim
sökum. Ástandið er skelfilegt að
mati yfirlæknis deildarinnar.
Tillaga um gistináttagjald
Gistináttagjald verður hugsanlega
tekið upp á Íslandi sumarið 2004 til
að byggja upp fjölsótta ferða-
mannastaði. Lagt er til að gjaldið
verði 100 krónur fyrir hverja gisti-
nótt og tekjurnar gætu numið um
175 milljónum króna á ári.
Ályktun um Írak felld?
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, gaf til kynna í gær að
Rússar myndu beita neitunarvaldi
gegn tillögu um nýja ályktun í Íraks-
málinu sem ráðgert er að leggja
fram í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna í næstu viku. Ívanov gagnrýndi
einnig Bandaríkin fyrir að beita
vopnaeftirlitsmenn þrýstingi til að fá
þá til að leggja fram skýrslu sem
hægt væri að nota sem „afsökun til
að beita hervaldi“.
Átján farast í flugslysi
Átján manns fórust þegar Fokk-
er-flugvél brotlenti í Pakistan í gær,
nálægt landamærunum að Afganist-
an. Ekki var vitað hvað olli slysinu,
en slæmt veður var á þessum slóð-
um.
Má banna einkadans
Hæstiréttur hefur staðfest að
Reykjavíkurborg hafi mátt setja
ákvæði í lögreglusamþykkt sem
meðal annars bannar einkadans á
nektarstöðum. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði áður ógilt ákvæð-
ið.
F Ö S T U D A G U R 2 1 . F E B R Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B
KARTÖFLUGEYMSLA VERÐUR SÝNINGARSALUR/2 MÚSÍK OG
MJALTIR/2 DULARFULLU NÁMSKEIÐIN/4 LESBLINDA – MYND-
RÆN HUGSUN Í ÞRÍVÍDD/6 BÚTASAUMUR/6 AUÐLESIÐ EFNI/8
MARGIR eru smeykir viðbylgjurnar sem farsím-ar gefa frá sér þar semekkert hefur verið sann-
að um áhrif þeirra á heilsu manna.
Fæstir þeirra grípa þó til ráðstafana
heldur tala mismikið í hinn ómissandi
farsíma.
Hjónin Eva María Jónsdóttir dag-
skrárgerðarmaður og Óskar Jón-
asson kvikmyndagerðarmaður eru
meðal þeirra fáu sem hafa tekið til
sinna ráða þegar kemur að því að
verjast farsímabylgjum og vekja af
þeim sökum athygli þegar þau tala í
farsímana sína sem hjá þeim eins og
öðrum eru orðnir ómissandi tól.
Óskar á heiðurinn af því að festa
hlustunarpípu við farsíma með bút úr
hjólaslöngu úr gúmmíi sem smeygt
er utan um símann til að allt haldist á
sínum stað. Þegar hann talar í sím-
ann setur hann hlustunarpípu í eyrun
en hún nemur hljóðið sem berst úr
þeim hluta farsímans sem við berum
yfirleitt upp að eyranu. Hann talar í
símann á venjulegan hátt en mun-
urinn er sá að síminn er hvorki upp
við höfuðið né tengdur því með hand-
frjálsum búnaði og notandinn verður
því ekki fyrir farsímabylgjunum.
Losnaði við þrálátan hausverk
„Ég gerði þetta af illri nauðsyn,“
segir Óskar. „Ég var búinn að reyna
allt til að losna við þrálátan hausverk.
Þegar ég hætti að nota farsíma hætti
ég að fá hausverk, það var beint sam-
band þarna á milli.“ Óskar heyrði af
manni sem talaði í farsímann sinn í
gegnum hlustunarpípu og greip hug-
myndina á lofti. Sá hafði ekki fest
hlustunarpípuna við símann og til að
tækið yrði handhægt datt Óskari í
hug að nota teygjur. Þær runnu hins
vegar af og hjólaslanga varð lausnin.
Sterkt gúmmíið heldur hlustunarpíp-
unni á sínum stað, bæði að ofan- og
neðanverðu.
Tækið er ekki beint
fyrirferðarlítið eða
þægilegt í notkun
enda lítur Eva
María á síma
sem neyðartæki
eins og pabbi
hennar reyndi
að segja henni
þegar hún tal-
aði ótæpilega í heimilissímann á ung-
lingsárunum.
Óskar prófaði handfrjálsan búnað
á sínum tíma en hausverkurinn lagað-
ist ekkert. „Handfrjáls búnaður er
málmþráður úr símanum og upp í
eyra og gerir ekki annað en að magna
bylgjurnar eins og loftnet.“ Og eftir
að hlustunarpípufarsíminn komst í
gagnið fyrir u.þ.b. þremur árum hef-
ur Óskar ekki fundið fyrir hausverk.
Eva María átti ekki far-
síma fyrr en fyrir um
tveimur árum þegar
það var orðið nauð-
synlegt vegna vinn-
unnar. Um ári eftir
að hún byrjaði að
nota farsíma að stað-
aldri fór hún að finna fyrir
hausverk og Óskar útbjó
þá sams konar síma fyrir hana. Fleiri
eiga ekki hlustunarpípufarsíma hann-
aðan af Óskari Jónassyni og ekki
stendur til að fjöldaframleiða tækið,
að hans sögn. „Farsímafyrirtækin
gætu nú samt framleitt eitthvað af
sama tagi, bara nettara,“ segir hönn-
uðurinn.
Þau kannast bæði við að vekja at-
hygli þegar þau tala í farsímana og
útlendingar hafa m.a.s. tekið mynd af
Evu Maríu að tala í símann! „Og
margir gera grín að þessu en ég er
ekkert viðkvæm fyrir því. Óskar fer
meira í felur með þetta og er vanur
því að fara afsíðis að tala í símann.
Einu sinni hringdi hann í mig af kló-
setti á sænskum flugvelli,“ segir hún
brosandi.
Þau halda því fram að nú sé eins lít-
ið vitað um skaðsemi farsíma og um
reykingar fyrir hundrað árum. Þau
vilja því fara að öllu
með gát þótt síma-
framleiðendur
keppist við að
fullyrða að
farsímar séu
skaðlausir.
Hlustunarpípa
og hjólaslanga
M
orgunblaðið/Sverrir
Óskar og Eva María
með hlustunarpípu-
farsímana góðu.
Heimatilbúin vörn gegn farsímabylgjum
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 32
Viðskipti 14/16 Viðhorf 36
Erlent 17/19 Minningar 36/45
Höfuðborgin 20 Bréf 48
Akureyri 22 Dagbók 50/51
Suðurnes 24 Íþróttir 52/55
Landið 25 Fólk 56/61
Listir 26/27 Bíó 58/61
Menntun 28 Ljósvakamiðlar 62
Umræðan 31/46 Veður 63
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgja
„Stúdentablaðið“ sem dreift er um
allt land og kynningarblaðið „Golf
Digest“ sem er dreift um allt land,
nema á höfuðborgarsvæðinu og á
Akureyri.
Tilraunir Baugs til að kaupa Arcadia vöktu mikla at-
hygli hér heima og í Bretlandi. Guðrún Hálfdánardóttir
rekur ævintýralega sögu úr heimi viðskiptanna.
Á vélsleða í krapaelg
Andrína Guðrún Erlendsdóttir sat í þrjá tíma föst á
vélsleða úti í miðjum krapaelg og beið björgunar.
Ragnhildur Sverrisdóttir ræðir við Andrínu.
Nói albínói
Kvikmyndin Nói albínói hefur notið góðs gengis á evr-
ópskum kvikmyndahátíðum undanfarið og verður brátt
frumsýnd hér heima. Ragna Sara Jónsdóttir hitti aðal-
leikara myndarinnar, Tómas Lemarquis, að máli.
Arcadia
á sunnudaginn
HEIÐA Jóhannsdóttir, sem sat aftan á vélsleða hjá
unnusta sínum, telur sig heppna að hafa sloppið lifandi
þegar sleði þeirra féll skyndilega tíu metra þar sem
þau voru á ferð á Bláfjallasvæðinu. „Við vorum að snúa
heim þegar við keyrðum ofan í gil sem við sáum ekki.
Við féllum beint niður,“ segir Heiða.
Áður höfðu þau verið á hægri ferð á vélsleðanum
austanmegin við Bláfjallagarðinn – þeim megin sem
engar lyftur eru. Í kring hefði verið sléttlendi og stígar
fyrir skíðagöngumenn. Enginn var þarna á ferli þegar
slysið varð. Heiða telur mikilvægt að vélsleðafólk sé á
varðbergi gagnvart þeim hættum sem leynast.
„Ég þakka guði fyrir að vera lifandi,“ segir Heiða
sem þurfti að gista á spítala í fyrrinótt þar sem hún
hlaut þungt höfuðhögg og hefur þurft að vera undir
eftirliti læknis. Unnusti hennar slasaðist illa á báðum
hnjám og blæddi bæði inn á liði og vöðva. Þau eru bæði
óvinnufær. „Ég fékk höfuðhögg og rifbeinsbrotnaði.“
Heiða segir að þau hafi bæði fallið fram á stýrið,
hann rak hnén í það og hún höfuðið. Við það brotnaði
stýrið. „Við þurftum að keyra sleðann með hálfu stýri
um sex kílómetra leið að bílnum. Síðan keyrðum við í
algjöru áfalli í bæinn, á slysadeildina. Okkur var orðið
svo kalt að við gátum ekki beðið eftir hjálp,“ segir
Heiða.
Hún segist hafa látið lögregluna vita af slysinu. Eng-
ir aðrir vélsleðar hefðu verið á þessu svæði en hún vildi
vara fólk við giljum sem þarna gætu leynst.
Par á vélsleða á Bláfjallasvæðinu féll tíu metra
Morgunblaðið/Sverrir
Heiða Jóhannsdóttir og Egill Ragnar Sigurðsson þakka
sínum sæla að ekki fór verr er sleðinn féll tíu metra.
„Ég þakka
guði fyrir að
vera lifandi“
HÆSTIRÉTTUR sneri við dómi
héraðsdóms frá því í nóvember og
staðfesti að Reykjavíkurborg hefði
mátt setja ákvæði í lögreglusam-
þykkt sem m.a. bannar svonefndan
einkadans á nektarstöðum.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður ógilt ákvæðið á þeirri forsendu
að farið hefði verið út fyrir laga-
heimildir með breytingum sem
gerðar voru á lögreglusamþykkt
fyrir Reykjavík. Hæstiréttur taldi á
hinn bóginn að lög leyfðu yfirvöldum
að fylgjast með sýningum á nekt-
ardansi og ganga úr skugga um að
allsherjarreglu og velsæmis væri
gætt og að ekki færi fram refsiverð
háttsemi í næturklúbbum.
Nektardans leyfilegur en
koma verður við eftirliti
Forsaga málsins er að eigendur
veitingahússins Austurvallar ehf.,
sem rekur skemmtistaðinn Óðal,
höfðuðu mál á hendur Reykjavík-
urborg og íslenska ríkinu þar sem
þeir töldu að í ákvæði umræddrar
lögreglusamþykktar væri vegið að
atvinnufrelsi sem varið sé í stjórn-
arskrá; fyrirtækið ræki löglega
starfsemi og lögreglusamþykktir
geymdu engar reglur sem heimiluðu
stjórnvöldum takmörkun þess rétt-
ar sem lög um veitinga- og gististaði
og lög um lögreglusamþykktir
tryggðu.
Hæstiréttur sýknaði ríki og
Reykjavíkurborg af báðum kröfum
eigenda veitingastaðarins, þ.e. að
breytingin á lögreglusamþykktinni
yrði dæmd ógild og sömuleiðis af
kröfu þeirra um að viðurkennd yrði
skaðabótaskylda vegna þess tjóns
sem breytingin á lögreglusamþykkt-
inni hefði valdið þeim.
Hæstiréttur taldi að þótt nektar-
dans væri leyfður lögum samkvæmt
væri engu að síður heimilt að setja
þeirri atvinnustarfsemi almennar
skorður í þágu velsæmis og allsherj-
arreglu. Í 3. gr. laga um lögreglu-
samþykktir fælust ótvíræðar heim-
ildir til að setja um þetta reglur í
lögreglusamþykkt og bæri lögreglu
að hafa eftirlit með því að þeim
reglum væri fylgt og að ekki ætti
sér stað refsiverð háttsemi á veit-
ingastöðum. Einkasýningar á nekt-
ardansi færu fram í lokuðu rými inn-
an veitingastaðanna og yrði slíku
eftirliti þar ekki við komið. Fyrr-
nefnd breyting á lögreglusamþykkt-
inni fæli ekki í sér bann við nekt-
ardansi en áskildi aðeins að
nektardansara væri bannað að loka
að sér með viðskiptamanni meðan á
sýningu stæði og fara um meðal
áhorfenda á staðnum.
Borgin mátti
banna einkadans
BANDARÍSKA blaðið New York
Post birti nýverið frásögn þar
sem rakið er hversu hagkvæmt sé
að kaupa merkjavörur í íslenskum
verslunum. Sagt er að Reykjavík,
sem sé ekki lengra frá New York
en San Francisco, sé best geymda
leyndarmál tískuheimsins.
Í greininni er lögð fram tillaga
að tveggja daga verslunarleið-
angri. Fylgja upplýsingar um
vörur, verð, heimasíður, hús-
númer og hvaðeina sem getur
leiðbeint ferðalöngum. Sagt er að
merkjavörur á Íslandi séu um 30%
ódýrari og við bætist end-
urgreiddur skattur ef keypt er
fyrir meira en fjögur þúsund
krónur í einni verslun. Þar sé
einnig að finna grípandi hönnun
heimamanna og ekki spilli fyrir
að allir tali góða ensku.
Ferðaáætlunin gengur út á það
að byrja efst á Laugaveginum.
Fyrst er komið við í Gallerý
Sautján þar sem götutískuna er
að finna. Aðeins neðar er GK og
þá er mælt með Burberry kaupum
á kallana. Trefill og rykfrakki í
innkaupapokann þar.
Ferðin heldur áfram. Næsti
stoppistaður er skóbúðin 38 þrep
og sígildir skór á konur sagðir á
góðu verði. Önnur skóbúð, Kron,
er sögð sportlegri. Þá er mælt
með MaxMara á Hverfisgötunni. Í
greininni segir að líklega séu
bestu kaupin hjá Sævari Karli og
mælt með Armani jakkafötum á
þúsund dollara.
Fram kemur að hægt sé að
spara enn meiri pening með því
að kaupa vörur hannaðar af Ís-
lendingum. Fólk á að byrja á
ELM við Laugaveg þar sem þrjár
konur hanna falleg föt. Hand-
gerðir íslenskir skartgripir eru
sagðir frægir og hægt sé að skoða
sýningu í skartgripaversluninni
Or. Eggert Feldskeri er sagður
sjá landanum fyrir loðfeldinum og
Ástþór Helgason fyrir skart-
gripum sem hægt sé að borða.
Til þess að hvíla sig á milli
þessara viðburðaríku daga er
mælt með gistingu á Hótel Borg
og næringu á Apótekinu. Ef tími
gefist til sé hægt að dilla sér á
Astró en vinsælasti staðurinn til
að hanga yfir drykk sé Kaffibar-
inn.
Mælir með
merkjavöru
á Íslandi
New York Post fjallar
um íslenska verslun