Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
YFIRLÆKNIR á barna- og ung-
lingageðdeild Landspítalans (BUGL)
segir ástandið geðheilbrigðismálum
barna skelfilegt. Stjórn Barnageð-
læknafélags Íslands telur að neyðar-
ástand ríki í geðheilbrigðismálum
barna og ungmenna og segja að málið
þoli enga bið. Aðspurður kveðst Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
ekki tilbúinn að svara því til hvaða að-
gerða hægt sé að grípa með skjótum
hætti. Af hálfu Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss verði farið grannt ofan í
málið. „Ég ætla að sjá hvað út úr því
kemur. Það er auðvitað grundvallar-
aðtriði að fagmenn fari yfir það hvaða
aðgerðir eru árangursríkastar í
þessu,“ segir hann.
Aukin eftirspurn er áhyggjuefni
Jón segist taka þessi mál alvarlega
en honum finnst umhugsunarefni
hvers vegna eftirspurn eftir þjónustu
við geðsjúk börn hafi vaxið svo mikið
sem raun beri vitni. Hann vilji gera
það sem hægt sé að gera til að bregð-
ast við þessu en aukin eftirspurn sé
áhyggjuefni og kveðst hann ekki hafa
fengið fullnægjandi skýringu á henni.
Spurður um áhrif þess að lögræðis-
aldurinn var hækkaður úr 16 í 18 ár
segir Jón að það sé aðeins hluti skýr-
ingarinnar. Jón ræddi þessi mál við
Magnús Pétursson, forstjóra Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, á reglu-
bundnum fundi þeirra í gærmorgun.
Segir Jón að Magnús hafi ákveðið að
skoða sérstaklega starfsemi BUGL
og ekki síst stöðu hennar í skipulagi
spítalans. Varðandi samninga við
einkarekna þjónustu barna- og ung-
lingageðlækna segir Jón að málinu
hafi verið vísað til Tryggingastofnun-
ar ríkisins.
Spurður hvort ekki hafi verið rætt
um alvarlegt ástand í geðheilbrigðis-
málum barna- og unglinga um
margra ára skeið, bendir Jón aftur á
að eftirspurnin eftir þjónustu hafi far-
ið vaxandi. Þá hafi geðheilbrigðismál
verið til umræðu eins lengi og hann
muni, enda erfiður málaflokkur. Eitt
af því sem Félag barnageðlækna
benti á var að ekki hefði verið brugð-
ist við hærri sjálfræðisaldri. Jón
bendir hins vegar á að meira fjár-
magn hafi verið sett í geðheilbrigð-
ismál, 50 milljónir aukalega á síðasta
ári, en það virðist ekki hafa dugað.
Hann minnir á að geðheilbrigðismál-
um barna- og unglinga sé sinnt á
mörgum vígstöðvum, í heilsugæslu-
stöðvum, hjá barnalæknum, sálfræð-
ingum og fleirum. Þegar í óefni sé
komið sé börnunum vísað á BUGL.
Ástandið versnað
á síðustu 2–3 árum
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn-
ir á BUGL, segir ástandið skelfilegt.
Um lengri tíma hafi ekki verið hægt
að leggja inn bráðveika unglinga, svo
vikum og mánuðum skipti, unglinga
sem ekki geti sótt skóla vegna veik-
inda sinna og foreldrar þurfi jafnvel
að sitja yfir þeim allan daginn. Í vetur
hafi að jafnaði 10–15 unglingar verið á
biðlista til að komast á legudeild,
þrátt fyrir að marga þeirra hafi þurft
að leggja inn tafarlaust. Þar að auki
séu 50–60 börn á biðlista göngudeild-
ar. Ólafur segir að ástand í meðferð-
armálum fyrir unglinga hafi versnað
hægt og sígandi á síðustu 2–3 árum.
„Þannig að manni svíður svolítið því
þetta er ekki nýtt mál og það er
margbúið að benda á þetta og reyna
að fá breytingar en án árangurs.“
Stjórnendum geðsviðs Landspítal-
ans, stjórn spítalans, lækningafor-
stjóra og forstjóra hafi verið kunnugt
um stöðuna. Aðspurður segir Ólafur
að tafir á því að barn eða unglingur
geti lagst inn á deildina valdi því að
veikindi þeirra verða illviðráðanlegri.
„Þetta hefur ekki bara áhrif á geð-
heilsu unglingsins heldur allrar fjöl-
skyldunnar. Ég veit að margir for-
eldrar eiga í miklum vanda út af
þessu,“ segir hann. Ástandið sé skelfi-
legt fyrir nútímaþjóðfélag að eiga við,
ekki síst ef miðað er við það að á
Norðurlöndunum sé staða þessara
mála miklu betri. Þar sé litið svo á að
það sé góð fjárfesting að fjárfesta í
geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn.
Ódýrasta lausnin
kostar tugi milljóna
Á BUGL eru þrjár legudeildir;
barnadeild, framhaldsmeðferðardeild
fyrir börn og unglingageðdeild sem
jafnframt er eina bráðamóttökudeild-
in. Auk þess er ein göngudeild. Á ung-
lingadeild er pláss fyrir níu unglinga,
þar af eru tvö dagpláss. Spurður um
til hvaða aðgerða væri hægt að grípa
með skjótum hætti segir Ólafur að
hugsanlega mætti færa göngudeild-
ina annað og bæta við sex plássum á
unglingadeild. Verði tekin ákvörðun
um slíkt gæti framkvæmdum verið
lokið á nokkrum mánuðum. Ólafur
segir að ódýrasta lausn á húsnæðis-
vanda kosti tugi milljóna en einnig
þurfi tugi milljóna vegna aukins
rekstrarkostnaðar.
Ólafur segir að staða BUGL innan
stjórnskipulags Landspítalans hefti
framfarir á deildinni. Þrátt fyrir
ábendingar og beiðnir um úrbætur
frá því í haust hafi framkvæmda-
stjórn spítalans fyrst tekið erindi
þeirra formlega fyrir í þessari viku.
„Þetta er merki um að eitthvað er að í
stjórnskipulagi spítalans hvað varðar
stöðu deildarinnar. Þetta hefur ítrek-
að verið bent á og við teljum nauðsyn-
legt að taka á þessu,“ segir hann.
Starfsemi deildarinnar sé afar sér-
hæfð og ólík annarri starfsemi á
geðsviði spítalans. Því sé nauðsynlegt
að hún lúti eigin stjórn. Eðlilegast
væri að staða hennar væri svipuð og
Barnaspítala Hringsins, þ.e. sjálf-
stæðu sviði innan spítalans, eða hún
yrði gerð að sjálfstæðri stofnun undir
stjórn heilbrigðisráðuneytisins.
Ekkert pláss á FSA
Fyrir um tveimur árum fékk
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
viðbótarfjárveitingu til að auka þjón-
ustu við börn og unglinga með geð-
ræn vandamál en Halldór Jónsson,
forstjóri FSA, segir að ekki hafi verið
hægt að nýta þá fjárveitingu til fulln-
ustu vegna húsnæðisskorts. Nú vinn-
ur einn læknir á sjúkrahúsinu að
þessum málum og sálfræðingur hefur
störf í vor en Halldór segir að ráða
þurfi einn lækni í viðbót og nokkra
sálfræðinga. Engin vinnuaðstaða sé
til á sjúkrahúsinu fyrir þetta starfs-
fólk og því ekki hægt að ráða það til
starfa.
Barna- og unglingageðdeild FSA
er ætlaður staður á einni af þremur
hæðum sjúkrahússins sem ekki hafi
verið lokið við að innrétta. Deildin
mun þó aðeins þurfa hluta af hæðinni
en Halldór segir að fari menn annað
borð af stað verði að klára alla hæð-
ina. Það kosti liðlega 100 milljónir en
FSA eigi um 25 milljónir í fram-
kvæmdasjóði. Rætt hafi verið við rík-
isvaldið um fjárveitinu í 2–3 ár en enn
hafi ekki tekist að tryggja fjármagn.
Síðast hafi hann rætt málið við heil-
brigðisráðherra fyrir um viku. Hall-
dór vonast til að hægt verði að hefja
framkvæmdir á þessu ári. Til þess
þurfi FSA að fá heimild til fram-
kvæmda og vilyrði fyrir fjárveitingu á
næsta ári.
Mun sinna Norðurlandi
og jafnvel Austurlandi
Ekki stendur til að opna sérstaka
legudeild fyrir börn og unglinga með
geðræn vandamál heldur verða þau
lögð inn á barnadeild, eða aðrar deild-
ir ef tilefni er til. Halldór segir að stór
hluti af þjónustu deildarinnar felist í
öðru en innlögnum. Þetta snúist um
að sinna sjúklingum en til þess þurfi
vinnuaðstöðu. Halldór segir augljóst
að að einn læknir geti ekki sinnt öllu
svæðinu sem heyri til FSA en með því
að styrkja þjónustuna með fleira
starfsfólki verði sjúkrahúsið í stakk
búið til að sinna öllu Norðurlandi og
væntanlega líka Austurlandi.
Aðspurður segir Halldór að ofan-
greind viðbótarfjárveiting hafi ekki
verið lögð til hliðar heldur hafi pen-
ingarnir verið nýttir í rekstur sjúkra-
hússins. Án þeirra hefði rekstrarhalli
FSA orðið enn meiri en ljóstað
sjúkrahúsið sé, eins og fleiri heil-
brigðisstofnanir, rekinn með halla.
Það takmarki þó ekki vilja hans til að
ráða fleiri starfsmenn.
Jón Kristjánsson vonast til að ár-
angur náist í húsnæðismálum FSA
fljótlega. Aðspurður hvort til greina
komi að nota eitthvað af þeim 6,3
milljörðum sem ríkisstjórnin ætlar að
veita til að stemma stigu við atvinnu-
leysi á næstu 18 mánuðum til fram-
kvæmda við FSA, segir Jón að ákveð-
ið að ráðstafa þeim peningum til
vegagerðar og menningarhúsa.
Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar segir ástandið í geðheilbrigðismálum barna vera skelfilegt
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Ekki nýtt vanda-
mál og margbúið
að benda á það
10–15 bráðveikir unglingar eru jafnan á
biðlista eftir að komast á legudeild barna-
og unglingageðdeildar Landspítalans og
tugir barna bíða þess að komast á
göngudeild. Heilbrigðisráðherra bíður
eftir tillögum frá Landspítalanum.
KRISTÍN Anna Jónsdóttir á tvö
börn sem hafa þurft á þjónustu
barna- og unglingageðdeildar
(BUGL) að halda. Tíu ára sonur
hennar er ofvirkur, með athygl-
isbrest og hefur auk þess þjáðst af
þunglyndi og kvíða. Í apríl 2002 vís-
aði barnalæknir honum inn á dag-
deild barna- og unglingageðdeildar
enda var vanlíðan hans orðin mikil.
Jafnframt fékk hann lyf en Kristín
segir að þau hafi lítið virkað. Engin
leið hafi verið að koma honum inn á
BUGL í apríl og henni var tjáð að
hann kæmist líklega inn um jólin.
Eftir því sem leið á sumarið hafi líð-
an sonar hennar stöðugt versnað.
Honum hafi liðið ákaflega illa,
stundum verið árásargjarn og í
rauninni varla húsum hæfur. Um
vorið hafi hún þurft að taka frí í 17
daga frá vinnu vegna veikinda hans
og nánast allt sumarfríið hafi verið
notað til sinna honum. Um haustið
hafi hún loks komið stráknum inn
„með frekjunni“ en þá hafi í raun
verið um algjört neyðarástand að
ræða. Sonur hennar fór á göngu-
deild BUGL og hlaut þar meðferð
og frekari greiningu. Segir Kristín
að hann hafi tekið greinilegum
framförum. Biðin hafi hins vegar
tekið á, bæði fyrir soninn og aðra í
fjölskyldunni. „Maður varð alveg
uppgefinn en svo komst jafnvægi á
þegar hann fékk réttu meðferðina,“
segir hún.
Engin greining –
engin sérkennsla
Átta ára gömul dóttir Kristínar
er með asberger-heilkenni og er of-
virk. Kristín segir að hún hafi þurft
að bíða í 6–7 mánuði eftir greiningu
á BUGL. Henni hafi síðan verið vís-
að í taugasálfræðilegt mat og það
hafi tekið um ár að bíða eftir því.
Þá hafi henni verið vísað á ráð-
gjafar- og greiningarstöð ríkisins,
sú bið hafi þegar tekið 6–7 mánuði
og enn sé beðið. Biðin hafi í sjálfu
sér lítil áhrif á líðan dóttur hennar,
hún sé frekar róleg og að því leyti
öðruvísi en sonurinn. Það sem sé
verst við biðina sé að vita ekki hvað
ami að börnunum og þar með sé
ekki hægt að bregðast á réttan hátt
við veikindunum. Til dæmis fái
grunnskólar ekki úthlutað fé til
sérkennslu fyrr en greining liggi
fyrir. Tafir á greiningu þýði því að
börnin fái ekki kennslu við hæfi.
Kristín tekur fram að hún sé afar
ánægð með þá þjónustu sem börn
hennar hafi fengið á BUGL – þegar
hún loksins fékkst. Læknar á deild-
inni hafi greinilega mikið að gera
og stundum sé ótrúlega erfitt að ná
í þá.
„Þeir eru allir af vilja gerðir, það
vantar ekki. Það er bara erfitt að
komast að,“ segir hún. Sem dæmi
um álagið nefnir hún að læknar
svari oft skilaboðum klukkan átta
eða níu á kvöldin og þeir taki á móti
börnum á laugardögum. „Þetta er
náttúrulega ekki í lagi,“ segir
Kristín.
Móðir tveggja barna segir þjónustuna ekki vera í lagi
Löng bið eftir meðferð