Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIKTOR Kortsnoj er þekktur
fyrir góða varnartaflmennsku og
hann þurfti á henni að halda í
skákinni við Stefán Kristjánsson á
stórmóti Skákfélagsins Hróksins í
gær.
Hvítt: Stefán Kristjánsson
Svart: Viktor Kortsnoj
Skoski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7
7. De2 Rd5 8. c4 Db4+ 9. Rd2 Rf4
10. De3 Rg6 Nýjung. Þekkt er 10.
…Re6 11. Bd3, t.d. 11. – Dc5 12.
Rb3 Dxe3+ 13. Bxe3 a5 14. f4 a4
15. Rd4 Bb4+ 16. Kf2 Rxd4 17.
Bxd4 c5 18. Be3 d6 19. Be4 Ha6
20. exd6 cxd6 21. f5 0–0 22. Bf4
He8 23. Kf3 g6 24. g4 a3 25. b3
Bc3 26. Had1 Be5 27. Hhe1, með
betra tafli fyrir hvít (Rublevskij-
Gligoric, Novi Sad 2000).
11. Bd3 Db6 12. Rf3 Bb4+ 13.
Kf1 Be7 14. h4 Bb7 15. b4!? –
Stefán er óhræddur við hinn
aldna meistara. Til greina kemur
15. h5 Rf8 16. h6 g6 17. De2 Re6
18. Be3 c5 o.s.frv.
15. …Dxe3 16. Bxe3 f6 17.
exf6 Bxf6 18. He1 0–0 19. h5 Re5
20. Rxe5 Bxe5 21. c5 a5 22. Hd1! –
Hrókurinn er á leiðinn til d7 og
hvítur virðist vera að ná afgerandi
yfirburðum. Vandinn er sá, að
tími til umhugsunar er orðinn lítill
hjá honum.
22. – axb4 23. Bc4+ Kh8 24.
Hxd7 Ba6 25. Bxa6 Hxa6 26. Hh4
Hxa2 27. Hxb4 h6 28. f4 Hc2 29.
He4 Bc3! 30. Hde7 –
Eftir 30. Hxc7 Ha8 31. Bf2
Ha1+ 32. Be1 Bxe1 33. Hxe1
Haa2 34. He8+ Kh7 35. Hcc8
Hc1+ 36. He1 Hxc5 37. He2 er
jafnteflið á næstu grösum.
30. …Hf5!
Kortsnoj finnur besta varnar-
leikinn eins og hans er von og vísa.
Ef hvítur nær kaupum á öðrum
hróknum getur orðið erfitt fyrir
svart að verja peðin á c7 og c6.
31. Hxc7 –
Eða 31. g4 Hd5 32. Bf2 Hd1+:
33. Be1 Bxe1 34. Hxe1 Hdd2 35.
H1e2 Hxe2 36. Hxe2 Hc4 37.
He8+ Kh7, með jöfnu tafli.
31. …Hxh5 32. Kg1 He2 33.
Hxc6 Hxe3 34. Hxe3 Bd4 35. Kf2
Bxc5 jafntefli.
Kortsnoj náði jafn-
tefli gegn Stefáni
SKÁK
Bragi Kristjánsson
MINNIHLUTINN í borgarstjórn
gagnrýndi gjaldskrárhækkun
Strætó bs., sem tók gildi 10. febrúar
sl., á fundi borgarstjórnar í gær.
Einkum var deilt um hver bæri póli-
tíska ábyrgð á hækkuninni, en flestir
sem tóku til máls á fundinum, að nýj-
um borgarstjóra undanskildum,
einnig fulltrúar meirihlutans, virtust
fyrst hafa frétt af hækkuninni í fjöl-
miðlum. Meirihlutinn sagði það tví-
skinnung hjá sjálfstæðismönnum að
vera á móti gjaldskrárhækkuninni,
þar sem þeir hefðu nýlega lagt til að
framlög til fyrirtækisins yrðu skorin
niður um 100 milljónir króna.
Ákvörðunin sigldi fram
hjá borgarkerfinu
Kjartan Magnússon, Sjálfstæðis-
flokki, sagði hækkunina hafa siglt
fram hjá borgarkerfinu. Sérstakt
væri að borgarfulltrúar læsu fyrst
um hækkun af þessu tagi í dagblöð-
unum, „sérstaklega þegar um er að
ræða einhverjar mestu fargjalda-
hækkanir í sögu almenningssam-
gangna í Reykjavík. Að minnsta
kosti frá tímum óðaverðbólgu. Frá
síðustu fargjaldahækkun sem varð í
júlí 2001 hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 5% en fargjaldahækk-
unin er nú allt að 25%,“ sagði hann.
Þórólfur Árnason borgarstjóri
sagði gjaldskrárhækkun einu leiðina
sem stjórn Strætó bs. hefði til að
bæta reksturinn. Hann sagðist hafa
vitað af hækkuninni áður en hún
kom til framkvæmda en sagði
ákvörðunina algjörlega stjórnar
byggðasamlagsins Strætó bs., sem
Reykjavíkurborg ætti í félagi við
önnur sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu.
Kjartan sagði það stórpólitískt
mál að hækka gjaldskrá hjá stræt-
isvögnunum. Greinilegt væri að
borgarstjóri hefði stutt þessa hækk-
un því stjórn Strætó hefði aldrei
gengið gegn vilja hans sem æðsta
embættismanns borgarinnar, þar
sem borgin ætti stærstan hlut í fyr-
irtækinu, eða um 67%. „Þarna virðist
algjörlega hafa verið farið fram hjá
samgöngunefnd og borgarstjóri
ákveður nánast upp á sitt eindæmi
að hækka gjöld svo rosalega hjá
strætó, sem við stöndum frammi fyr-
ir nú,“ sagði Kjartan. Stjórn Strætó
bs. tæki vissulega ákvörðunina, en
það væri gert í umboði eigenda og
Reykjavík væri stærsti eigandinn.
„Þessu tek ég ekki orðalaust“
Þórólfur sagði þetta óeðlilegar
ásakanir á sig persónulega, það væri
stjórn Strætó bs. sem hefði með
gjaldskrárhækkunina að gera. Benti
borgarstjóri einnig á að ákvörðunin
hefði verið tekin þann 31. janúar, eða
degi áður en hann hóf störf. „Hvern-
ig í ósköpunum átti ég að vita um
þessa hækkun áður en ég hóf störf. Á
ég að vera skyggn? Þetta stendur í
fundargerðinni, það er 31. janúar.
Ýmsu var nú reynt að klína upp á
mig áður en ég hóf störf hér en þessu
tek ég ekki orðalaust.“
Þórólfur sagði byggðasamlög lúta
sjálfstæðum stjórnum og þessi
ákvörðun hefði aldrei komið á hans
borð. „Eigandi, hvort sem er í hluta-
félagi eða byggðasamlagi, getur
aldrei gripið fram fyrir gerðir stjórn-
ar. Þetta hélt ég að væri á hreinu og
þyrfti ekki að stafa ofan í menn,“
sagði Þórólfur. Tilhæfulaus inngrip
gætu ekki talist til stjórnvisku, milli
aðalfunda lytu byggðasamlög kjörn-
um stjórnum. „Borgarstjóri grípur
ekki einn inn í ákvarðanir sem stjórn
byggðasamlags tekur sem eru tekju-
aukandi fyrir byggðasamlagið og þar
af leiðandi sparnaður fyrir Reykja-
víkurborg,“ sagði borgarstjóri.
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði það stórfrétt ef
þessi túlkun Þórólfs væri rétt, ef
stjórnir byggðasamlaga og hluta-
félaga í eigu borgarinnar væru ekki í
neinum tengslum við kjörna sveitar-
stjórnarmenn og bæru enga ábyrgð
á því sem þar fer fram.
„Ég tel ekki að valdsvið borgar-
stjóra nái til þess að grípa inn í sam-
þykktir þegar þær hafa verið teknar
af stjórnum byggðasamlaga eða
hlutafélaga. [...] Ég hef hvergi sagt,
ef það er verið að leggja mér þau orð
í munn, að meirihluti við stjórn borg-
arinnar eða að borgarfulltrúar hafi
ekkert um þessi mál að segja, það
hef ég aldrei sagt,“ sagði Þórólfur.
Árni Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar, sagðist telja að stjórn
Strætó bs. hefði átt að kynna hækk-
unina fyrir aðildarsveitarfélögunum
og sagði hækkunina að meðaltali
nema 12%. „Það er auðvitað ljóst að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei
haft sérstakan áhuga á almennings-
samgöngum,“ sagði Árni Þór. Þau ár
sem Sjálfstæðisflokkurinn var í
meirihluta hefði allt miðast við að
menn kæmust leiðar sinnar með
einkabílum en almenningsvagnarnir
hefðu nánast verið félagsmálaaðstoð.
Ekki meirihluti fyrir hækkun
Árni Þór minnti á að Sjálfstæð-
ismenn hefðu þann 19. desember,
þegar fjárhagsáætlun ársins 2003
var til umræðu, lagt til að framlög til
Strætó bs. yrðu minnkuð um 100
milljónir króna. „Ekki var sú tillaga
til þess fallin að efla almenningssam-
göngur eða styrkja fyrirtækið, þvert
á móti,“ sagði Árni Þór.
Kjartan kallaði eftir svari um
hvort R-listinn hefði lagt pólitíska
blessun á hækkun fargjaldanna.
„Hér virðist hafa verið bolað í gegn
mikilli hækkun á fargjöldum Reyk-
víkinga sem ekki virðist vera meiri-
hluti fyrir í borgarstjórn,“ sagði
Kjartan.
Helgi Hjörvar, R-lista, sagðist
hafa frétt af hækkuninni eftir að
ákvörðunin var tekin. Sér væri þó
ekki kunnugt um annað en að full og
algjör samstaða hefði verið í stjórn
byggðasamlagsins. Sveitarfélögin
sem eiga Strætó bs. bæru þannig
sameiginlega ábyrgð á ákvörðuninni.
Hann sagði að þar á meðal væru
sveitarfélög þar sem Sjálfstæðis-
menn væru í meirihluta, sér væri
ekki kunnugt um annað en þeir
hefðu einnig stutt ákvörðunina fylli-
lega.
Ólafur F. Magnússon, F-lista,
sagðist eindregið mótfallinn gjald-
skrárhækkuninni. Hann sagði mik-
ilvægt að snúa vörn í sókn í þessum
málaflokki, almenningssamgöngur
væru ekki síst samfélags- og um-
hverfismál og því hefði hann á sínum
tíma verið mótfallinn tillögu sjálf-
stæðismanna um að lækka framlög
til Strætó bs. Til að auka aðsókn
þurfi fargjöldin að vera lág, sérstak-
lega fyrir börn og lífeyrisþega.
Hart deilt um pólitíska ábyrgð á gjaldskrárhækkun Strætó bs. í borgarstjórn Reykjavíkur
Fréttu af hækkun-
inni í fjölmiðlum
SENDIBIFREIÐ með hengivagni
stórskemmdist í gærmorgun er hún
fór útaf Snæfellsvegi í Berserkja-
hrauni og valt niður 8–9 metra há-
an vegkant. Tveir menn voru í bíln-
um og slösuðust ekki en kvörtuðu
undan eymslum undan bílbeltum.
Óhappið varð klukkan 11 í Kálfa-
dal við svonefnt Smáhraun, í vest-
urjaðri Berserkjahrauns, á norðan-
verðu Snæfellsnesi, um það bil einn
kílómetra frá veginum um Vatna-
leið.
Mennirnir í bifreiðinni vinna hjá
Aðalskoðun hf. og voru þeir að
flytja búnað til Grundarfjarðar sem
notaður er til að skoða stóra bíla.
Tildrög þess að bifreiðin fór út af
veginum og valt eru óljós, að sögn
lögreglu, en þá var talsverð hálka á
veginum. Vildi það til happs að bíll-
inn var ekki á mikilli ferð. Krana-
bifreið þurfti til að ná bílnum og
tengivagninum upp á veg aftur og
var því verki ekki lokið fyrr en um
klukkan 15.
Valt niður vegkant
BÓKIN Samvinnuhreyfingin í sögu
Íslands er komin út, en í dag er
101 ár síðan hreyfingin var stofn-
uð. Bókin hefur að geyma sex fyr-
irlestra sem fluttir voru í október
2002 í tilefni af aldarafmæli Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga á
því ári. Fjórir fyrirlestranna eru
eftir Helga Skúla Kjartansson
sagnfræðing sem rannsakað hefur
ítarlega sögu hreyfingarinnar.
Fyrir utan almennt inngangserindi
er þar rætt um samvinnuhreyf-
inguna sérstaklega með hliðsjón af
sveitunum, félagsmálunum, stjórn-
málunum og samkeppni. Loks
fjallar Jónas Guðmundsson um fall
Sambandsins og framtíð félagslegs
reksturs og Jón Sigurðsson um
samtíð og framtíð samvinnustarfs,
en þeir eru fyrrverandi rektorar
við Samvinnuháskólann.
Bókin er gefin út af Áhugahópi
um samvinnusögu og Sögufélag-
inu.
Samvinnu-
hreyfingin í
sögu Íslands
komin út
Morgunblaðið/Sverrir
Reynir Ingibjartsson, Gerður Steinþórsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Jón
Sigurðsson og Loftur Guttormsson kynntu bókina um samvinnustarfið.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
fengið bréf frá lögmanni fyrrverandi
kennara við Menntaskólann á Laug-
arvatni þar sem óskað er eftir við-
ræðum við fulltrúa ráðuneytisins til
að fara yfir mál mannsins og komast
að samkomulagi um hæfilegar bætur
fyrir tjón sem hann hafi hlotið vegna
starfsloka sinna sem kennari við
skólann. Ráðuneytið hefur leitað eft-
ir því að ríkislögmaður taki að sér
milligöngu í málinu.
Hæstiréttur sýknaði ríkið fyrir
nokkru af kröfum kennarans um að
staðið yrði við skuldbindingar í
tengslum við starfslokasamning sem
við hann var gerður um mitt ár 2001.
Maðurinn hefur átt við veikindi að
stríða og fóru skólayfirvöld á Laug-
arvatni fram á það að hann léti af
störfum gegn því að honum yrðu
greiddar fullnaðarbætur vegna
starfslokanna, samtals rúmar 5
milljónir og hann féllst á það.
Hann fékk ekki greidda pen-
ingana og þegar ljóst var að mennta-
málaráðuneytið hafði framsent
samninginn til ríkislögmanns og ósk-
að eftir áliti um gildi hans höfðaði
maðurinn mál fyrir héraðsdómi þar
sem hann krafðist þess að fá greitt í
samræmi við samninginn.
Á launaskrá síðan í ágúst 2001?
Ríkið taldi á móti að samningurinn
væri ekki skuldbindandi þar sem
ekki hefði verið fengin fyrir honum
formleg heimild, ekki hefði heldur
verið leitað eftir heimild í fjárauka-
lögum fyrir 2001 eða fjárlögum 2002.
Dómur gekk í Héraðsdómi í apríl
2002 þar sem kröfur kennarans voru
teknar til greina. Ríkið áfrýjaði
dómnum og féllst Hæstiréttur á rök
ríkisins í málinu. Fram kemur í
dómsniðurstöðu að báðum aðilum
hafi mátt vera ljóst að engin formleg
heimild hafi verið fyrir gerð samn-
ingsins. Einn dómari skilaði séráliti
og taldi að staðfesta bæri dóminn.
Í grein sem Ragnar Halldór Hall,
hæstaréttarlögmaður og lögmaður
mannsins, ritaði í Morgunblaðið fyr-
ir skömmu bendir hann á að Hæsti-
réttur taki ekki afstöðu til þess hvort
stefndi kunni að eiga rétt á greiðslu
vegna brotthvarfs síns úr skólanum
heldur einungis að lagaheimild hafi
skort til að greiða manninum sam-
kvæmt samningnum. Þá veltir
Ragnar upp þeirri spurningu hvort
dómur Hæstaréttar þýði að maður-
inn eigi inni laun hjá Menntaskólan-
um síðan í ágúst 2001 þar eð samn-
ingurinn um starfslok hans reyndist
ekki skuldbindandi fyrir ríkissjóð.
Að sögn Guðmundar Árnasonar,
ráðuneytisstjóra í menntamálaráðu-
neytinu, hefur fjármálaráðuneytið
jafnframt leitað eftir því að málið
verði ekki til lykta leitt nema að áður
verði kallað eftir afstöðu mennta-
málaráðuneytisins til málsins. Búið
sé því að marka málinu ákveðinn far-
veg.
Fyrrverandi kennari við ML krefst bóta
Ríkislögmanni falið að
hafa milligöngu í málinu