Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 26

Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 26
ÞAÐ SKEMMTILEGASTAvið þessa sýningu er auð-vitað að um frumsköpuner að ræða í öllum verk- unum – þau eru samin sérstaklega fyrir dansflokkinn og eru ákaflega ólík innbyrðis,“ segir Katrín Hall, listdansstjóri Íslenska dansflokks- ins, sem frumsýnir í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins sýningu undir heitinu Lát hjartað ráða för. Þrjú verk eru á efnisskránni, eitt þeirra eftir Katrínu sjálfa, og taka níu dansarar flokksins þátt í sýn- ingunni. „Tvö verkanna eru samin af mjög þekktum danshöfundum í Evrópu, Itzik Galili og Ed Wubbe. Itzik Galili starfaði með okkur í fyrra líka þegar hann setti upp verkið Með augum Nönu, sem fékk mjög góðar viðtökur. Ed Wubbe hefur verið hér oft áður, reglulegur gestur í rauninni. Hann starfaði hérna fyrst árið 1986 og aftur 1998. Þetta er sjötta verkið sem Íslenski dansflokkurinn setur upp eftir hann og önnur frumsköpunin.“ Með frelsið að leiðarljósi Stingray er heiti verks Katrínar sem frumsýnt er í kvöld og lætur heitið næsta framandi í eyrum. „Stingray kemur úr tónlistinni, eins og oft á tíðum með mín verk – það er heiti eins laganna sem tónlist verksins byggist á. Stingray er nafn á fisktegund, ég ákvað að halda mig bara við enska heitið, sem er afar fallegt orð og alþjóðlegt. Í rauninni finnst mér ekki að titlar eigi eða þurfi að gefa algerlega upp um hvað verkin fjalla.“ En um hvað fjallar verkið þá? „Mér þykir skemmtilegt ef verkið er svolítið órætt og hver áhorfandi upplifi það á sinn hátt, þó svo að ég hafi að sjálfsögðu alltaf eitthvað sérstakt í huga þegar ég er að semja, einhverja tjáningu eða til- finningu sem ég vil segja með verk- inu. Ég vil gefa áhorfendum það eftir að finna út fyrir sig um hvað verkið er, því oft er maður að fjalla um svo margt, ekki bara eitthvað eitt ákveðið. Tilvitnunin sem ég hef notað um verkið er stutt og laggóð: „Með frelsið að leiðarljósi“. Ég er að hugsa um frelsi í þessu verki, hvað það sé og hvort það sé nauð- synlegt. Einstaklinginn andspænis sínum löngunum og þrám, og þrána eftir frelsi. Þetta gæti þess vegna verið ferðalag um huga einnar manneskju.“ Katrín segir dansverk nú til dags oft vera eins óhlutbundin og hún lýsir hér, fremur sé lögð áhersla á að tjá tilfinningar eða aðstæður en að segja ákveðna sögu. „En það fer auðvitað eftir danshöfundum. Ed Wubbe túlkar til dæmis ákveðið ástand í sínu verki, eitthvað sem hefur gerst á ákveðnum stað og er óuppgert, kannski, og það skapar andrúmsloftið í dansverkinu. Oftar erum við danshöfundar að fást við eitthvað slíkt. Það er svolítið af sem áður var, þegar ævintýrin voru alls- ráðandi. Nútímadansverk fjalla oft um eitthvað sem allir eru að fást við – tilfinningar, þarfir, langanir. Þau eru miklu nær manneskjunni.“ Sjö dansarar flokksins dansa í verki Katrínar, en hún samdi verk sitt, líkt og Galili og Wubbe, með þessa ákveðnu dansara Íslenska dansflokksins í huga. Hún segir dansarana hafa mikið að segja um útkomu dansverks, þegar um slíka frumsköpun er að ræða. „Það er bæði skemmtilegt og gefandi, og líka fyrir dansarann sjálfan, að ég held. Þegar verkið er samið með ákveðna dansara fyrir augum, er það öðruvísi verk en ef maður sér fyrir sér einhverja aðra, því þeir eru einfaldlega öðruvísi dansarar.“ Katrín bætir við, að hver danshöf- undur þrói þó með sér sinn per- sónulega stíl, sem yfirleitt sé greinilegt að sjá í gegn. „En dans- ararnir útfæra stílinn líka með manni. Og svo eru sumir danshöf- undar auðvitað meiri áhrifavaldar en aðrir.“ Stefnumót við sjálft sig Tónlistina í Stingray hafa tveir íslenskir tónlistarmenn, Daníel Ágúst Haraldsson og Birgir Sig- urðsson, frumsamið fyrir dans- verkið. „Ég leitaði til þeirra vegna þess að mér finnst tónlist þeirra spennandi. Dansflokkurinn hefur starfað með þeim áður, en þeir sömdu tónlist að hluta við Diaghilev sem við sýndum árið 2000, sem var mjög vel heppnað. Þetta eru mjög ljúfir og samvinnuþýðir menn, og skapandi, þannig að mér fannst gaman að geta leitað til þeirra. Ferlið var langt og strangt, því við köstuðum boltanum nokkuð oft á milli. Oft var ég að semja við enga tónlist, og fékk hana eftir á, og þá þurftu þeir að laga tónlistina að því sem ég var búin að semja – þetta var óvenjulegt ferli og kannski erf- iðara en það þarf að vera. En um leið gefur það ef til vill eitthvað annað inn í verkið.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Katrín tekur þátt í slíku ferli, því Skárr’en ekkert samdi tónlistina við NPK, sem var fyrsta verkið sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokk- inn. „Ég þekki svona vinnu mjög vel og virðist ekki kjósa að fara auð- veldustu leiðina að hlutunum,“ seg- ir hún og hlær við. „Þú veist, það er svo auðvelt að finna sér fallega tón- list og setja eitthvað við hana. Þetta sem ég valdi er lengri leiðin.“ En hver er kosturinn við þá aðferð? „Mér finnst mikið atriði að hafa frumsköpun á sem flestum stigum. Íslenskt tónlistarlíf stendur í svo miklum blóma og við eigum mikið af flottu tónlistarfólki, sem gaman er að eiga samstarf við. Íslenski dansflokkurinn hefur á und- anförnum árum leitað í auknum mæli til fólks á því sviði sem okkur finnst vera að skara framúr og gera eftirtektarverða og skemmtilega hluti. Að hluta til höfum við líka gert það með það fyrir augum að geta haft lifandi tónlist í sýningum okkar – til dæmis spilaði Skárr’en ekkert með á sviðinu á sínum tíma. Það finnst mér mjög skemmtilegt, en því varð því miður ekki við kom- ið í þetta sinn.“ Þó að tónlistarmennirnir séu ekki á sviðinu í Stingray, eru þar búningar, leikmynd og lýsing nokk- uð áberandi. Elín Edda Árnadóttir hannaði búninga og leikmynd, en lýsing var í höndum Lárusar Björnssonar og Benedikts Axels- sonar, og eiga þau jafnframt heið- urinn að útliti verks Ed Wubbe. „Verkið mitt er kannski leik- hústengdara en það sem ég hef áð- ur verið að gera. Ég nýti mér tækni mun meira, í leikmynd, búningum og lýsingu. Ásamt tónlistinni skap- ar þetta saman ákveðna heild, sem ég á engan veginn allan heiðurinn af. Í raun er verkið einskonar stefnumót við sjálft sig,“ segir Katrín að lokum. Symbiosis og Black Wrap Verk ísraelska danshöfundarins Itzik Galili ber heitið Symbiosis. Dansarar í verkinu eru tveir, Katr- ín Johnson, sem starfað hefur með Íslenska dansflokknum undanfarin ár, og Yaron Barami, landi Galili, sem gekk til liðs við flokkinn nú í janúar. Tónlistin í verkinu er úr smiðju J.S. Bach en Galili hefur sjálfur hannað búninga, lýsingu og leikmynd. Þriðja verk sýning- arinnar nefnist Black Wrap og er eftir hollenska danshöfundinn Ed Wubbe. Höfundur tónlistar er bandaríska tónskáldið Alan Strange og dansa allir dansarar flokksins í verkinu. Sýningar á Lát hjartað ráð för verða átta talsins og er önnur sýn- ing sunnudaginn 23. febrúar. Þær hefjast að jafnaði kl. 20. Nútímadansverk miklu nær manneskjunni Íslenski dansflokkurinn frumsýnir þrjú ný dansverk í Borgarleikhúsinu í kvöld. Inga María Leifsdóttir ræddi við listdanstjóra flokksins og einn af danshöfundum, Katrínu Hall, um nútímadansverk og framlag hennar til efnisskrárinnar, Stingray. Úr verkinu Black Wrap eftir hollenska danshöfundinn Ed Wubbe, sem frumsýnt verður á sýningunni Lát hjartað ráða för í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Jim Smart „Ég er að hugsa um frelsi í þessu verki, hvað það sé og hvort það sé nauð- synlegt. Einstaklinginn andspænis sínum löngunum og þrám, og þrána eft- ir frelsi,“ segir Katrín Hall um Stingray. ingamaria@mbl.is LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir revíuna Það sem enginn veit í Bæjarleikhúsinu kl. 20 í kvöld, föstudagskvöld. Hugmyndavinna fór fram í hópvinnu í sumar en endanlegt handrit samdi Birgir J. Sig- urðsson sem jafnframt er leik- stjóri. Söngtextar eru eftir ýmsa höfunda við kunn íslensk lög. Moldviðri, hrossakaup og kosningaloforð Revían fjallar meðal annars um pólitísk mál sem komið hafa upp í Mosfellsbæ á undanförn- um mánuðum, m.a. pólitísk hrossakaup og moldviðri og kosningaloforð. Leikarar eru 14 talsins í ýmsum hlutverkum. Um leikmynd og búninga sér Helga Rún Pálsdóttir. Lýsing er í höndum Alfreðs Sturlu Böðvarssonar. Sýningar eru í kvöld og á laugardagskvöld. Revía um pólitísk mál Mos- fellsbæjar MATTHÍAS Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóri hlaut í gær heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV, en þau eru veitt í sjö listgreinum, nú í 25. sinn. Þetta er í annað sinn að heiðurs- verðlaunin eru veitt. Í bókmenntum hlaut verðlaunin Andri Snær Magnason fyrir skáldsöguna LoveStar. Í tónlist Hilmar Örn Hilmarsson, Stein- dór Andersen og Sigur Rós fyrir Hrafnagaldur Óðins. Í bygg- ingarlist Batteríið ehf. fyrir Þjónustuskála Alþingis. Í leiklist Sveinn Einarsson fyrir Hamlet hjá Leikfélagi Akureyrar. Í myndlist Magnús Pálsson fyrir verk á þremur sýningum árið 2002. Í kvikmyndalist Ólafur Sveinsson fyrir Hlemm og í list- hönnun Steinunn Sigurðardóttir fyrir fatahönnun. Menningarverð- laun DV í 25. sinn Handhafar Menningarverðlauna DV 2003. Ljósmynd/Teitur Matthías Johannessen, veitir heiðursverðlaununum viðtöku úr hendi Sigmundar Ernis Rúnarssonar ritstjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.