Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Íslendingar munu sennilega fáaðild að Evrópusambandinuá tiltölulega skömmum tíma,ákveði þeir að sækja um aðild
að sambandinu, ekki vegna þess að
þeir muni fá undanþágur eða með-
höndlun innan sambandsins heldur
vegna þess að aðstæður kalla ekki á
flókið aðlögunarferli. Þetta kom
fram í fyrirlestri sem Anna Lindh,
utanríkisráðherra Svía, hélt í Stofn-
un stjórnsýslufræða og stjórnmála
við Háskóla Íslands í dag.
Lindh lagði áherslu á að hún vildi
ekki reyna að hafa áhrif á það hvort
Íslendingar sæktu um aðild að sam-
bandinu þar sem það yrði að vera
alfarið ákvörðun Íslendinga. Hún
mundi hins vegar fagna aðild Ís-
lendinga að sambandinu ef til henn-
ar kæmi, m.a. vegna þess að það
mundi styrkja stöðu Norður-
landanna innan sambandsins. Þá
sagðist hún í fyrstu ekki hafa lagt
mikið upp úr samvinnu nágranna-
þjóða innan sambandsins en að
reynslan hefði sýnt sér að slík sam-
vinna gæti aukið áhrifamátt þjóða í
ákveðnum málum enda væri sam-
vinna þjóða, sem hafa svipaðan bak-
grunn, áberandi innan sambands-
ins. Þetta breytti því þó ekki að
ákveðnar þjóðir gætu einnig haft
áhrif í öðrum málum þótt þær
tækju sig út úr hópnum.
Upptaka evru mikilvæg
Anna Lindh vék einnig að fyrir-
hugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um
evruna í Svíþjóð og sagðist telja að
það mundi draga úr áhrifamætti
Svía innan Evrópusambandsins,
höfnuðu þeir upptöku evrunnar í
þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust.
Lindh sagði að hún teldi upptöku
evrunnar mikilvæga fyrir sænskt
efnahagslíf auk þess sem hún ótt-
aðist að Svíar yrðu að einhverju
leyti afskrifaðir, sem fullgildir að-
ilar sambandsins, höfnuðu þeir evr-
unni. „Aðrar þjóðir munu spyrja
hvað búi að baki og hvort við viljum
í raun vera með,“ sagði hún.
Lindh sagði áhrif lítilla þjóða
vissulega vera minni en stærri
þjóða innan sambandsins en að litl-
ar þjóðir hefðu engu að síð
talsverð áhrif innan þess. Þ
hún deilur sjaldnast koma
milli lítilla og stærri þjóða h
milli mismunandi hagsmuna
yfirleitt gætti mikils vilja t
innan sambandsins að kom
samkomulagi. Þannig reynd
ir fremur að fá sitt fram með
ingum en með því að beita
sínum.
Ræddu greiðslur vegna
Sænski utanríkisráðherra
í gær fundi með Davíð Od
forsætisráðherra, Siv Friðlei
ur umhverfisráðherra og H
Ásgrímssyni, utanríkisráðhe
Á blaðamannafundi að l
fundi utanríkisráðherranna
ráðherrarnir áherslu á a
hefðu átt gott samstarf í g
Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, á fundi S
Aðild Íslands
myndi styrkja
stöðu Norður-
landanna
Það komust færri að en vild
um fundi í Odda á vegum St
S
víar hafa átt aðild að Evrópusambandinu í rúm
átta ár en kannanir sýna þó að enn sé stór hluti
þjóðarinnar hikandi í afstöðu sinni gagnvart
ESB. Hver er skýringin á því?
Það varð mikil viðhorfsbreyting til ESB þegar
Svíar fóru með formennsku í ráðherraráðinu.
Það að Svíar voru í formennsku og fundir ESB voru haldnir í
Svíþjóð færði sambandið nær Svíum. Það má því segja að eftir
formennskutímabilið hafi Svíar orðið fullgildir aðilar. Ég tel að
nú séu flestir jákvæðir í garð sjálfrar aðildarinnar þó svo að
skiptar skoðanir séu á aðild að EMU.
– Kannanir sýna að þjóðaratkvæaðgreiðslan um evruna í
haust gæti orðið tvísýn. Veldur það þér áhyggjum?
Umræðan um EMU er varla byrjuð. Hættan er sú að ef við
höfnum aðild dragi úr vægi Svía í ESB. Andstöðuna má meðal
annars skýra með því að margir Svía vilja fara varlega. Þá
halda margir að með því að gerast aðilar að EMU séum við að
ganga inn í enn meiri samruna. Munurinn er hins vegar ekki
svo mikill.
– EMU-aðild hefur verið gagnrýnd harðlega út frá hag-
fræðilegum sjónarmiðum og bent á að Svíar muni ekki geta
brugðist við hagsveiflum með vaxtastýringu.
Ég held að við munum áfram geta nýtt önnur hagstjórn-
artæki í þessum tilgangi. Þó svo að seðlabankinn muni ekki
lengur ráða vaxtastigi þá geta þing og ríkisstjórn tekið ýmsar
ákvarðanir í ríkisfjármálum sem ættu að geta skilað sama ár-
angri.
– Tíu ný aðildarríki bætast við árið 2005. Hverju telur þú að
stækkunin muni breyta?
Ég held að breytingin verði ekki jafnmikil og menn halda.
Þetta kallar hins vegar á að gera verður ákvarðanatökuferli
skilvirkari innan sambandsins. Þá verður að huga að tungu-
málaþættinum í innra starfi sambandsins. Borgarar og stjórn-
málamenn tel ég að verði ávallt að fá að nota sitt tungumál en
embættismenn gætu þurft að einskorða sig við færri. Þá yrðu
ríki væntanlega að taka upp hópvinnu, t.d. varðandi for-
mennsku í ráðherraráðinu.
Auðvitað er ávallt einhver áhætta tengd stækkun og kostn-
aður. ESB hefur hins vegar þegar tekið þátt í mikilli uppbygg-
ingu í Austur-Evrópu. Nú mun öll Evrópa uppskera vegna
þess.
– Hvað um frekari stækkun? Nú knýja Búlgaría, Rúmenía
og Tyrkland á um aðild og hvað á að gera við ríki á borð við
Úkraínu og Hvíta-Rússland?
Við eigum að gera þetta í áföngum. Rúmenía, Búlgaría og
Tyrkland eru þegar á listanum og brátt m
umsókn. Við eigum þegar nána samvin
Hvíta-Rússland en við eigum að fara hægt
– Það eru einnig skiptar skoðanir um að
Við erum búin að lofa Tyrkjum aðild. Þa
til umræðu. Skilyrði þess er hins vegar að
skilyrði t.d. varðandi lýðræðislegar umbæ
sett fyrir aðild. Ef Tyrkir uppfylla þau ve
við loforð okkar.
– Tveir þekktir fyrrum stjórnmálamenn
Ellemann-Jensen, hvöttu til þess í blaðag
Norðurlöndin öll myndu ganga í ESB og
þér á þá hugmynd?
Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi e
ríkjum fyrir verkum. Svíar eiga ekki að
hvað þeim sé fyrir bestu. Slíkar yfirlýsinga
gagnstæð viðbrögð. Hins vegar myndi ég
Íslendinga og Norðmanna að ESB. Í Sví
Það verður að af
M
Anna Lindh, utanríkisráðherra Svía.
Anna Lindh, utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, ræddi við
Steingrím Sigurgeirsson um
Svía og ESB, Norðurlandasam-
starf og Íraksdeiluna.
ÓFREMDARÁSTAND
Ýmsir hafa orðið til þess á und-anförnum árum að vekja at-hygli á bágri stöðu í geðheil-
brigðisþjónustu fyrir börn og
unglinga. Fyrir fjórum árum komu
samtök foreldra barna og unglinga
með geðraskanir í fyrsta sinn fram
á sjónarsviðið og beindu sjónum al-
mennings að því ófremdarástandi,
sem þá ríkti í þjónustu við fárveik
börn og unglinga; hvernig heimilis-
líf þeirra var allt úr skorðum vegna
þess að engin úrræði fengust og lífi
og limum barnanna, sem um ræddi,
var í sumum tilvikum í hættu stefnt.
Á þeim tíma, sem síðan er liðinn,
hafa ýmsar úrbætur verið gerðar á
Barna- og unglingageðdeild Land-
spítala háskólasjúkrahúss (BUGL)
og aukið fé veitt til þjónustu við
börn og unglinga, sem glíma við
geðsjúkdóma. Nú virðist hins vegar
blasa við að það hefur ekki dugað
til, enda fer eftirspurn eftir geð-
læknisþjónustu fyrir börn og ung-
linga vaxandi. Að hluta til er sú
aukning væntanlega tilkomin vegna
þess að það er minna feimnismál en
áður að viðurkenna að fjölskyldu-
meðlimur eigi við geðsjúkdóm að
stríða og þurfi á hjálp að halda. En
er sú hjálp fyrir hendi, þegar fólk
leitar eftir henni?
Stjórn Barnageðlæknafélags Ís-
lands hefur í bréfi til heilbrigðisráð-
herra og landlæknis vakið athygli á
stöðu mála á BUGL. Þar kemur
m.a. fram að deildin sé að jafnaði yf-
irfull og ekki óalgengt að 25–40%
fleiri séu lagðir inn en þar er í raun
rúm fyrir. Ítrekað hafi þurft að
leggja börn inn á fullorðinsgeð-
deildir, sem geðlæknarnir benda
réttilega á að sé algert neyðarúr-
ræði.
Barnageðlæknarnir benda enn-
fremur á að þjónustusamningur
milli LSH, Barnaverndarstofu og
Vogs, sem talinn er hafa bætt þjón-
ustu við veik börn og unglinga tals-
vert, sé í uppnámi og framtíð hans
óljós. Þá hafi uppbygging geðheil-
brigðisþjónustu fyrir börn og ung-
linga á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri dregizt og sérhæfðri þjón-
ustu við dreifðari byggðir sé mjög
ábótavant.
Loks bendir stjórn Barnageð-
læknafélagsins á að einkarekin
þjónusta barna- og unglingageð-
lækna hafi átt undir högg að sækja
vegna þess að Tryggingastofnun sé
ekki reiðubúin að taka þátt í kostn-
aði við hana. Þar með er vanda-
málum, sem e.t.v. væri hægt að
sinna annars staðar, velt yfir á
BUGL. Þar bíða að jafnaði 10–15
mikið veikir unglingar eftir plássi á
legudeild og 50–60 börn eru á bið-
lista eftir göngudeildarplássi.
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir-
læknir Barna- og unglingageðdeild-
arinnar, segir í samtali við Morg-
unblaðið í dag að ástandið sé
„skelfilegt“; ekki sé hægt að leggja
inn bráðveika unglinga svo vikum
og mánuðum skipti, en þeir geti
ekki sótt skóla vegna veikinda sinna
og foreldrar þeirra þurfi jafnvel að
sitja yfir þeim allan daginn.
Þessi staða er auðvitað með öllu
óviðunandi og sérhvert foreldri get-
ur séð sjálft sig í þeim sporum, sem
foreldrar þeirra barna, sem eiga við
erfið veikindi að glíma en fá ekki
viðeigandi meðferð, standa í. Myndi
heilbrigðiskerfið láta þessi börn
bíða ef þau væru fótbrotin eða hefðu
brennt sig? Hvers eiga þessi börn
og fjölskyldur þeirra að gjalda?
Ólafur Ó. Guðmundsson bendir
réttilega á að tafir á því að barn eða
unglingur fái þá læknisþjónustu,
sem við á, geti orðið til þess að veik-
indin verði illviðráðanlegri og hafi
áhrif ekki aðeins á geðheilsu ung-
lingsins sjálfs heldur allrar fjöl-
skyldunnar. Niðurstöður rann-
sókna sýna m.a. að unglingar, sem
ekki fá viðeigandi meðhöndlun
vegna geðraskana, eiga fremur á
hættu en aðrir að leiðast út í vímu-
efnaneyzlu, andfélagslega hegðun
og afbrot, með tilheyrandi kostnaði
fyrir einstaklinginn, fjölskyldu
hans og samfélagið.
Það er afar brýnt að brugðizt
verði skjótt við þessum vanda. Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra,
landlæknisembættið og stjórnend-
ur Landspítala – háskólasjúkrahúss
viðurkenna vandann. Áður hefur
hins vegar einnig verið ákveðið að
setja málefni BUGL í forgang á
LSH, án þess að það hafi skilað við-
unandi árangri. Hér þurfa augljós-
lega meiri fjárveitingar að koma til,
bæði til spítalans og til einkarek-
innar sérfræðiþjónustu á sviði
barna- og unglingageðlækninga.
Jafnframt hlýtur að koma til skoð-
unar hvort BUGL eigi að fá aukið
sjálfstæði innan spítalans til að
þessi mál fái þá athygli, sem þau
verðskulda.
Af hálfu stjórnvalda hefur á und-
anförnum árum komið fram mikil-
væg viðurkenning á þeim vanda,
sem geðsjúkdómar eru í samfélag-
inu og mikilvægi þess að kljást við
þá. Í stefnuræðu sinni á Alþingi
haustið 2001 sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra: „Geðraskanir eru
meðal algengustu sjúkdóma á Ís-
landi. Það eru æði mörg íslenzk
heimili, sem þurfa að kljást við
þennan vanda, þótt það fari ekki
alltaf hátt. Þessir sjúkdómar eru
taldir valda meira vinnutapi og
kostnaði fyrir samfélagið en flestir
aðrir sjúkdómsflokkar, sem undir-
strikar mikilvægi þess að bregðast
við þeim af mikilli alvöru.“
Í kjölfar þessarar yfirlýsingar
hafa komið fleiri fyrirheit ríkis-
stjórnarinnar um að taka með festu
á geðheilbrigðismálunum. Þar hef-
ur á margan hátt verið vel að verki
staðið en veruleikinn er sá, að meira
þarf til.
Það kostar mikla fjármuni að
bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir
börn og unglinga, en þau fjárútlát
spara ýmsan annan kostnað fyrir
samfélagið. Í þessum málum eins og
ýmsum öðrum gildir að ef nógu
snemma er gripið inn í, er hægt að
afstýra óbætanlegum skaða.