Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 33
Forsætisráðherra Íslands
Hvað fær forsætisráðherra Ís-
lands til að stíga fram og lýsa yfir
því að Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir sé forsætisráðherraefni tiltek-
inna fyrirtækja, verslana eða ein-
staklinga? Í yfirlýsingunni felst
að þessar staðreyndir muni móta
afstöðu hennar til mikilvægra
mála í framtíðinni. Það muni
skipta hana miklu sem ráðherra
hvort Norðurljósum gangi vel að
afla auglýsingatekna eða hvort
sölutölur Útilífs í Glæsibæ, sem
er sérverslun í eigu Baugs, séu
undir væntingum eða ekki.
Hverskonar málflutningur er
þetta! Finnst fólki þetta vera for-
sætisráðherra sæmandi? Ég þori
að fullyrða að ekki einu sinni for-
sætisráðherra sjálfur trúir þessu,
hvað þá aðrir. Líklega var það til-
viljun ein sem réð því að í kjölfar
þessarar yfirlýsingar forsætisráð-
herra var álit skattrann-
sóknastjóra þess efnis, að annar
hinna meintu útgerðarmanna ráð-
herraefnisins hefði ekki skilað
þeim greiðslum til samfélagsins
sem honum bar, gert opinbert.
Þar með fór umræðan smám sam-
an að snúast um það hvort og
hversu náin tengsl Ingibjargar
Sólrúnar eru við viðkomandi per-
sónu! Það þarf því ekki að koma á
óvart í ljósi alls þessa að menn
skuli nú þegar vera farnir að hug-
leiða það í alvöru hvort fljótlega
sé von á niðurstöðum úr annarri
rannsókn, rannsókn ríkislög-
reglustjóra á öðru máli. Það
þyrfti ekki að koma á óvart.
Þá vöktu athygli skrif stjórn-
arformanns olíufélagsins Skelj-
ungs, Benedikts Jóhannessonar,
sem taldi vegna ummæla Ingi-
bjargar Sólrúnar um að stjórn-
málamenn eigi ekki að taka af-
stöðu með eða á móti tilteknum
fyrirtækjum, að í þeim fælist að
hún tæki þá ekki heldur afstöðu
gegn fyrirtækinu Norðurljósum
hf. Þar sem hún gerði það ekki
hafi hún um leið tekið afstöðu
með fíkniefnasölum! Er nema von
að spurt sé hvort allt sé í lagi!
Framsóknar-íhaldið
Það hefur verið forvitnilegt að
lesa ummæli núverandi eða verð-
andi þingmanna stjórnarflokk-
anna undanfarið í tilefni af inn-
komu Ingibjargar Sólrúnar í
landsmálin. Þeir, sem hafa tjáð
sig, hafa allir sem einn tekið und-
ir yfirlýsingar og skrif sem vitnað
er til hér að framan, auk þess að
bæta inn í umræðuna nokkrum
heimspekilegum sjónarmiðum.
Þeir hafa m.a. fullyrt að komist
Samfylkingin til áhrifa hafi þing-
menn flokksins harðan og ein-
beittan vilja til þess að ganga af
landsbyggðinni dauðri! Til þess að
sannfæra fólk enn frekar um
þennan ásetning hafa óttaslegnir
frambjóðendur þessara flokka,
einkum Framsóknarflokks, reynt
að lífga við gamlar hugmyndir um
ævilanga andstöðu jafnaðarmanna
við bændur, en sú hugmynd hélt
Framsóknarflokknum lengi vel á
lífi í dreifbýlinu. Í þessari um-
ræðu hafa liðsmenn stjórnarflokk-
anna þrammað í takt. Það er því
ekki nema von að gömul hugmynd
Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar um sameiningu þessara
tveggja flokka hafi fengið byr
undir báða vængi. Þá ætti það
ekki að draga úr áhuga manna á
hugmyndinni að formaður Fram-
sóknarflokksins hefur ákveðið að
flytja sig af landsbyggðinni og
bjóða sig fram í Reykjavík. Það er
því fleira núorðið sem sameinar
þessa flokka en sundrar.
Niðurlag
Öllum er ljóst að ummæli og
skrif sem hér hefur verið vísað til
að framan bera með sér tauga-
veiklun og ótta vegna ótvíræðra
vísbendinga úr skoðanakönnunum
um að þjóðin sé orðin þreytt á
stjórnarflokkunum. Það er ólík-
legt að slík orðræða muni breyta
hinu pólitíska landslagi, því hún
felur í sér mikinn hroka og van-
mat gagnvart öllum almenningi.
Láti þeir ekki af þessu mun hún
aðeins smækka hina minni. Við
því mega þeir ekki.
Orðræða óttans
Eftir Lúðvík
Bergvinsson „Ég þori að fullyrða
að ekki einu sinni for-
sætisráðherra sjálfur
trúir þessu, hvað þá
aðrir.“
Höfundur er alþingismaður.
ALLAR framkvæmdir á vegakerf-
inu auka á umferðaröryggi, hvort
sem um er að ræða nýbyggingu
vega og brúa eða endurbætur.
Þær stórfelldu framkvæmdir sem
nú eru fyrirhugaðar samkvæmt
samgönguáætlun og því viðbót-
arfjármagni sem ríkisstjórnin hef-
ur ákveðið að veita til vegamála,
munu því bæta öryggi vegakerf-
isins og ætti þar af leiðandi að
draga úr slysum. Fyrir utan ný-
framkvæmdir og viðhald vega-
kerfisins almennt er í þágu um-
ferðaröryggis lögð áhersla á
fækkun einbreiðra brúa og aukið
umferðareftirlit á vegum sem
stuðli að ábyrgri hegðun í umferð-
inni.
Nýframkvæmdir
Samgönguáætlun gerir ráð fyrir
miklum úrbótum í vegakerfinu.
Vegagerðin hefur unnið áætlun
um endurbætur á vegakerfinu þar
sem hugað er sérstaklega að þeim
stöðum sem úrbóta er þörf m.t.t.
öryggis vegfarenda. Í því sam-
bandi má nefna framkvæmdir á
borð við mislæg gatnamót við
Stekkjabakka, breikkun Reykja-
nesbrautar, breikkun Vest-
urlandsvegar í Mosfellsbæ, end-
urbætur á vegi um Hellisheiði,
þverun Kolgrafarfjarðar, veggöng
milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð-
arfjarðar, uppbygginngu vegarins
um Tjörnes og endurgerð Vest-
fjarðavegar um Barðaströnd og í
Djúpinu.
Við hönnun nýrra umferð-
armannvirkja eru öryggismál veg-
farenda höfð að leiðarljósi.
Reynslan sýnir að alvarlegum
slysum í umferðinni fækkar mjög
á þeim köflum þar sem vegir hafa
verið endurgerðir og/eða veg-
stæðum breytt. Vegakerfið sem
við búum við hefur ýmsa ágalla
sem verið er að sníða af eftir
fremsta megni, enda víðast byggt
upp miðað við aðrar kröfur en
gerðar eru í dag m.a. meiri um-
ferð og meiri hraða. Vissulega
væri ákjósanlegt að það gengi
hraðar fyrir sig en sníða verður
stakk eftir vexti í þessum efnum
sem öðrum.
Einbreiðum
brúm fækkar ört
Á síðasta kjörtímabili hefur ver-
ið unnið við að fækka einbreiðum
brúm. Samkvæmt svari sem ég
veitti á Alþingi fækkaði ein-
breiðum brúm um 50 á árunum
1991–1995. Á árunum 1996–1998
fækkaði þeim um 80 og á árunum
1999–2002 fækkaði þeim einnig
um 80. Samtals er því um að ræða
210 brýr á rúmum áratug.
Um síðustu áramót var 71 ein-
breið brú á hringveginum. Það er
of mikið, en óumdeilanlega hefur
verulegur árangur náðst á síðast-
liðnum áratug í fækkun þeirra. Í
nýrri samgönguáætlun er síðan
gert ráð fyrir átaki í fækkun
slíkra brúa enda forgangsatriði
m.t.t. umferðaröryggis. Stefnt er
að því að losna við þessar brýr
sem fyrst úr þjóðvegakerfinu.
Einn af meginþáttum í fækkun
umferðarslysa er aukið forvarn-
arstarf og aukið eftirlit með um-
ferðinni og umferðarmann-
virkjum. Á undanförnum árum
hefur nokkuð áunnist í þessu efni
en margt má þó enn til betri veg-
ar færa. Þá ber að geta þess að í
umferðaröryggisáætlun stjórn-
valda 2001–2012 eru sett fram
skýr markmið um fækkun slysa í
umferðinni. Trú mín er að á
næstu árum muni okkur takast að
gera átak til að bæta hér enn
frekar umferðaröryggi og því er í
nýrri samgönguáætlun auknum
fjármunum varið til framkvæmda
og þeirra aðgerða sem eiga að
auka öryggi í umferðinni.
Framkvæmdafé
stóraukið
Samkvæmt samgönguáætlun
verður varið meiri fjármunum til
vegagerðar en áður hefur verið.
Er þess að vænta að ástand vega
um landið allt batni mikið næstu
tólf árin og afkastageta vegakerf-
isins aukist og umferðaröryggið
verði meira. En til að ásætt-
anlegur árangur náist í fækkun
alvarlegra umferðarslysa er ör-
yggi vegakerfisins ekki nægj-
anlegt heldur verður einnig að
eiga sér stað þjóðarátak um
aukna ábyrgð og tillitssemi öku-
manna.
Umferðaröryggi
hefur forgang
Eftir Sturlu
Böðvarsson
„Er þess að vænta að ástand
vega um landið allt batni mikið
næstu tólf árin og afkastageta
vegakerfisins aukist og umferð-
aröryggið verði meira.“
Höfundur er samgönguráðherra.
ur um-
á sagði
upp á
eldur á
a og að
til þess
mast að
du þjóð-
ð samn-
a mætti
a EES
ann átti
ddssyni
ifsdótt-
Halldóri
erra.
loknum
a lögðu
að þeir
gegnum
tíðina og góðan fund þar sem þeir
hefðu m.a. rætt um stækkun Evr-
ópusambandsins, EES og greiðslur
Íslendinga til sambandsins. Spurð
um afstöðu Svía til þessara við-
ræðna sagði Lindh að þar sem Sví-
ar ættu aðild að Evrópusamband-
inu ættu þeir beina aðild að þessum
viðræðum og styddu því kröfur
ESB. Hún sagði Halldór þó hafa
gert sér skýra grein fyrir afstöðu
Íslendinga í málinu í morgun.
Lindh sagði að þótt Svíar myndu
fagna því að Íslendingar gengju í
ESB, þar sem það myndi auka
áhrifamátt Norðurlandanna innan
sambandsins, væri ekki þar með
sagt að Norðurlöndin myndu
standa saman í öllum málum sem
upp koma innan ESB, þar sem hver
þjóð mundi ávallt setja eigin hags-
muni í fyrirrúm.
Ráðherrarnir ræddu einnig hval-
veiðimálið á fundinum í morgun og
sagði Lindh að þótt afstaða þjóð-
anna væri augljóslega ekki sú sama
hefði það ekki leitt til fjandskapar.
Viðræður um málið hefðu verið vin-
samlegar í morgun og hún vonaðist
til að samningaviðræður héldu
áfram og að þær skiluðu árangri.
Þá sagðist hún fagna aðild Íslend-
inga að Hvalveiðiráðinu undir öðr-
um kringumstæðum.
Íraksmálið var einnig rætt á fundi
ráðherranna og sagði Lindh að af-
staða Svía væri svipuð afstöðu
Frakka þ.e. að þeir teldu að leita
bæri allra leiða til að leysa Íraksdeil-
una með friðsamlegum hætti og inn-
an Sameinuðu þjóðanna. Svíar hefðu
þó ekki útilokað stuðning við hugs-
anlegar hernaðaraðgerðir reyndust
aðrar leiðir árangurslausar.
tofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála
Morgunblaðið/Jim Smart
du þegar Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, flutti fyrirlestur í gær á opn-
tofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
mun Króatía skila inn
nnu við Úkraínu og
t í að lofa aðild.
ðild Tyrklands.
að er því ekki lengur
ð Tyrkir uppfylli þau
ætur sem við höfum
erðum við að standa
n, Carl Bildt og Uffe
grein á dögunum að
NATO. Hvernig líst
ekki að segja öðrum
ð segja Íslendingum
ar vekja yfirleitt upp
auðvitað fagna aðild
íþjóð eru hins vegar
ekki uppi nein áform um aðild að NATO. Hver svo sem nið-
urstaðan verður þá tel ég mikilvægt að eiga öflugt svæðis-
bundið samstarf. Ég tel ekki að Norðurlandasamstarfið hafi
veikst, þvert á móti hefur aðild Eystrasaltsríkjanna hleypt í
það nýju lífi. Við vorum svolítið barnaleg þegar við vorum ný-
gengin í ESB hvað svæðisbundið samstarf varðar. Fljótlega
sáum við hins vegar að flest ríki sambandsins eru í einhverju
slíku samstarfi
– Það hefur lengi verið markmið ESB að taka upp sameig-
inlega stefnu í öryggis- og varnarmálum. Sýnir Íraksdeilan
ekki að það er nær ómögulegt. Og er slík stefna æskileg í ljósi
hlutleysistefnu Svía?
Það má segja að við séum ekki hlutlaust ríki heldur ríki sem
stendur utan hernaðarbandalaga. Hins vegar eigum við aðild
að ESB sem er pólitískt bandalag. Það tekur tíma að byggja
upp sameiginlega stefnu. Hún verður hins vegar ekki eina ut-
anríkisstefna aðildarríkjanna heldur einmitt sú sameiginlega.
Ég tel til dæmis mikilvægt að til verði annar sterkur aðili í al-
þjóðasamstarfinu þannig að ekki verði einungis eitt ríki sem
hefur áhrif um allan heim.
Íraksdeilan reyndist okkur hins vegar ofviða. Það olli mér
miklum vonbrigðum. Hins vegar komum við aftur saman til
fundar og náðum að samræma sjónarmiðin. Vandinn er auðvit-
að sá að mál á borð við Írak er mjög samtvinnað mati einstakra
ríkja á sínum öryggishagsmunum. Á Balkanskaga, til dæmis í
Makedóníu, höfum við náð miklum árangri.
– Íraksdeilan virðist hafa skipt Evrópuríkjunum í fylkingar
hvað stuðning við Bandaríkin varðar.
Óháð því hvort við styðjum Bandaríkin í þessu máli eða ekki
er mikilvægt að við byggjum upp eigin mátt. Í þessu máli er
hins vegar mikilvægast hvernig hægt er að afvopna Íraka. Ég
vona að hægt verði að gera það án valdbeitingar í gegnum eft-
irlitsmennina. Ef beita verður hervaldi er hins vegar mik-
ilvægt að það verði gert í umboði Sameinuðu þjóðanna.
– Hversu lengi er hægt að bíða?
Eins lengi og vopnaeftirlitsmennirnir telja að starf þeirra
skili árangri. Ef þeir meta stöðuna sem svo að þeir komist ekk-
ert áfram verður hins vegar að kalla þá heim. Það er þó líka
ljóst að Írakar munu ekki sýna samstarfsvilja ef ekki er til
staðar hótun um beitingu hervalds.
– Þessa stundina er verið að semja um nýja stjórnarskrá
Evrópusambandsins. Hverjar eru áherslur Svía varðandi
framtíð ESB?
Við viljum ekki að ESB verði að eins konar Bandaríkjum
Evrópu. Við teljum hins vegar rétt að beita meirihlutaat-
kvæðagreiðslum í auknum mæli en alls ekki alltaf. Við viljum
ræða hvernig hægt sé að búa til fleiri störf og frá hreinna loft.
Það eiga að vera ákveðin málefni sem reka þróunina áfram. Ef
menn fara of greitt þá getur það haft þveröfug áhrif.
– Það má skilja af tillögunum að ESB gæti farið að hafa úr-
slitaáhrif varðandi mótun skattastefnu og félagslegrar stefnu í
aðildarríkjunum.
Við getum ekki sætt okkur við að ESB ákveði skattastefnu
einstakra ríkja. Grundvallarstefnan í öryggismálum og í efna-
hagsmálum verður áfram að vera á könnu einstakra aðild-
arríkja.
fvopna Íraka
Morgunblaðið/Sverrir