Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 41 ✝ Steinunn Jó-hannsdóttir fæddist á Löngu- mýri 19. febrúar 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 12. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson, óðals- bóndi á Löngumýri í Skagafirði, f. 10.4. 1876, d. 21.8. 1954, og Sigurlaug Ólafs- dóttir, húsfreyja, f. 26.5. 1882, d. 14.8. 1947. Sigurlaug var dóttir hjónanna Ingibjargar Ein- arsdóttur, Hannessonar b. á Víði- mýri, Skagafirði, og Mælifellsá, og Ólafs b. og trésmiðs á Hamars- gerði og Húsey, Guðmundssonar b. á Egg í Hegranesi, Sigurðsson- ar (Ásætt) og Ragnheiðar Arnórs- dóttur, b. á Hrappstöðum í Kræk- lingahlíð Geirmundssonar, b. á Brekku í Svarfaðardal Þorleifs- sonar. Jóhann var sonur Sigurðar Jónssonar b. og oddvita á Litlu- Seylu og Guðbjargar Björnsdóttur Haukur áttu fjögur börn. Þau eru: 1) Jóhann, húsasmíðameistari og sjómaður, f. 24.7. 1944, d. 7.5. 1987, eiginkona Anna S. Aradótt- ir, f. 18.3. 1947. Dætur þeirra eru Steinunn, Dóróthea Elva og Bjarney. 2) Kristinn, húsasmíða- meistari, f. 6.10. 1947, eiginkona Helga Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 10.9. 1948. Börn þeirra eru Alda Snæbjört, Steinunn og Friðrik. 3) Sigurlaug, skólaliði, f. 28.7. 1949, maki Sigurjón Kristófersson, f. 21.3. 1947. Dætur þeirra eru Gyða Gunnvör og Svanhildur. 4) Vigfús Haukur, húsasmíðameistari, f. 6.7. 1955, eiginkona Helga L. Valdi- marsdóttir, f. 25.1. 1954. Börn þeirra eru Haukur, Helga Mar- grét, Davíð og Valdís Ýr. Stein- unn eignaðist 11 langömmubörn. Steinunn tók kennarapróf 1938 en hafði áður lokið prófi úr 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Hún var barnakennari í þrjá ára- tugi og kenndi lengst af á Hellis- sandi en þar áður í Varmahlíð í Skagafirði. Samhliða kennara- starfi var hún húsmóðir um árabil á eignarjörð sinni Lauftúni sem var jarðarhelmingur Löngumýrar í Skagafirði og starfaði með Kven- félagi Seyluhrepps á sínum tíma. Útför Steinunnar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hafliðasonar í Glæsibæ, Skagafirði, og kona hans hét Guð- rún Bjarnadóttir syst- ir Jóns Bjarnasonar í Eyhildarholti þing- manns Dalamanna. Steinunn átti tvær al- systur; Ingibjörg, f. 1.6. 1905, d. 9.6. 1995, kennari og skólastjóri á Löngumýri og Stað- arfelli, hún var ógift og barnlaus; Ólöf Ragnheiður, f. 20.3. 1908, d. 3.4. 1991, húsfreyja í Krossa- nesi, hennar maður hét Sigurður Óskarsson bóndi, þau eignuðust þrjár dætur. Uppeldissystkini Steinunnar voru; Ingibjörg Sigur- laug Júlíusdóttir, f. 11.9. 1918, d. 1991, og Páll Jónsson, f. 7.7. 1913, d. 2001. Hinn 27. desember 1942 giftist Steinunn Hauki Vigfússyni sjó- manni og bónda, f. 17.12. 1913, d. 20.4. 1995. Hann var sonur hjónanna Vigfúsar Jónssonar og Kristínar Jensdóttur Steinunn og Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar. Margt hefur leitað á huga okkar systra þessa seinustu daga. Sorg vegna andláts ömmu en einnig góð- ar minningar frá æskuárunum á Hellissandi. Þessum minningum tengjast amma og afi okkur órofa böndum því þau voru svo stór hluti af lífi okkar. Við vorum svo heppnar að alast upp í næsta húsi við ömmu og afa og þar af leiðandi nutum við góðs af öllu því yndislega sem þau höfðu upp á að bjóða. Rúntur á gulu Lödunni hans afa, ferðir í berjamó, amma að kenna okkur að lesa, elda fyrir okkur kakó eða annað sem var í uppáhaldi hjá okkur. Svona gæt- um við lengi talið. Við erum báðar sammála um það að amma hafi ver- ið ein besta manneskja sem við höf- um þekkt, aldrei talaði hún illa um nokkurn mann og frá henni skein viska sem fáir eru svo heppnir að búa yfir. Hún var óspör á að miðla þessari visku til fróðleiksfúsra systra sem aldrei þreyttust á að spyrja hana spjörunum úr. Við getum ekki neitað því að það er hryggð í hjarta okkar þegar við tökumst á við þennan erfiða tíma en einnig þakklæti fyrir allt sem þið afi gáfuð okkur systrum, án ykkar hefði líf okkar orðið svo miklu fá- tækara. Við kveðjum að sinni, geymum þessar dýrmætu minning- ar í hjarta okkar og erum þess full- vissar að þið verðið með okkur hvar sem vegir okkar munu liggja í framtíðinni. Ástar- og saknaðarkveðja. Gyða og Svanhildur. Í dag kveðjum við Steinunni frænku. Hún var einstök kona á margan hátt, glaðlynd, iðin, listræn en umfram allt einstaklega lífsglöð kona. Það var alltaf gaman að heim- sækja Steinunni, ræða við hana um heima og geima og fá að njóta ein- staks minnis hennar. Heyra hana rifja upp og segja frá liðnum tímum í heimahögunum í Skagafirði. Segja frá fólki þar og búskaparháttum og mannlífinu yfirleitt. Steinunn var einnig vel inni í nú- tímanum og fylgdist vel með. Lífs- gleði hennar fólst meðal annars í því að hún hafði alltaf eitthvað til að hlakka til. Það var alltaf eitthvað fram undan, einhverjir atburðir í fjölskyldunni, eitthvað að gerast í félagsstarfinu eða bara að ljúka ein- hverju verkefni sem beið hennar. Oftast voru það verkefni af listræn- um toga, svo sem að mála eða sauma, og á heimilum okkar ætt- ingjanna eru ófá listaverkin eftir Steinunni. Þau munu minna okkur á stórbrotna konu og minna okkur á að njóta lífsins eins lengi og nokkur kostur er, eins og hún gerði. Líf hennar var þó ekki áfalla- laust. Hún varð fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn á besta aldri og elskulegan eiginmann sinn, hann Hauk, fyrir nokkrum árum. Hún sýndi mikinn dug við þau áföll. Steinunn átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár. Hélt heimili eins lengi og nokkur kostur var en hefur síðustu árin verið vistmaður á Hrafnistu. Frábært starfsfólk þar annaðist hana af alúð og þar leið henni vel. Við söknum Steinunnar. Sérstak- lega móðir mín en Steinunn hafði oft á orði að hún væri eins og dóttir hennar. Megi hún hvíla í guðs friði. Fjölskyldu hennar sendum við sam- úðarkveðjur. Sigurður Þorsteinsson og fjölskylda. Fyrir hartnær fjórum áratugum varð ég og fjölskylda mín þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast og eiga samleið með þeim sæmdarhjónum Steinunni og Hauki þegar leiðir okkar lágu saman á Hellissandi. Á þeim tíma var Steinunn kenn- ari við Grunnskóla Hellissands. Einn af nemendum hennar var elsti sonur okkar hjóna. Síðar meir áttu fleiri synir okkar eftir að njóta til- sagnar hennar, sem leiddi til þess að við tengdumst órjúfanlegum vin- áttuböndum sem aldrei bar skugga á. Kennslan var Steinunni í blóð borin, leynt og ljóst miðlaði hún þekkingu af sinni alkunnu hógværð. Var henni það svo eðlilegt að ég efa að hún hafi gert sér grein fyrir öllum þeim gullkornum sem hún sáði í kringum sig. Steinunn hafði einstakt lag á að sjá og laða fram það besta í fari hvers og eins og voru börnin þar ekki undanskilin. Heimili þeirra hjóna bar þess ljósan vott að mikil virðing var bor- in fyrir arfleifðinni og að þarna byggju víðförul og samhent hjón. Steinunn og Haukur áttu miklu barnaláni að fagna. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn en urðu fyrir þungbærri sorg þegar sonur þeirra, Jóhann, féll frá langt um aldur fram. Eftirtektarvert var hve sterk og samstillt þau voru í sorg- inni. Um nokkurra ára skeið var móð- ursystir mín, Magga, samtímis þeim hjónum á Hrafnistu en vinátta þeirra átti sér lengri sögu og hélst til dauðadags þeirra hjóna. Við fráfall Hauks, okkar kæra vinar, naut Steinunn hlýju og stuðnings barna sinna í víðustu merkingu þeirra orða. Kaflaskipti urðu í lífi Steinunnar á þeim tíma. Hún færði sig um set innan veggja Hrafnistu og hélt ótrauð áfram eins og hennar sterki persónuleiki bauð henni. Steinunn naut þess að ferðast og lét hún hjólastólinn ekki aftra för sinni. Ófáar ferðasögur voru sagðar af einstakri frásagnargleði og var kímnin sjaldnast langt undan. Hún eyddi drjúgum tíma í handavinnu- stofunni og einkenndust öll hennar verk af vandvirkni. Steinunn var vel lesin og unnandi íslenskrar tungu. Nokkrum sinnum leitaði ég til hennar með mín verk- efni eftir ráðleggingum um orðalag eða merkingu orða og veitti hún mér af viskubrunni sínum með mik- illi gleði. Kæra vinkona. Þó komið sé að leiðarlokum þá vona ég að leiðir okkar eigi eftir að liggja saman á ný þó síðar verði. Innilegustu sam- úðarkveðjur til allra þeirra sem tengdust Steinunni og til allra þeirra sem nú geta huggað sig við að vera afkomendur þessarar merku konu. Jóhanna Gunnarsdóttir. STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR Eiginmaður minn, ÞORSTEINN DANÍELSSON, sem lést laugardaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Lund, Hellu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólöf Snælaugsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, GÍSLA BJARNASONAR, Orrahólum 7, Reykjavík, áður til heimilis á Þórólfsgötu 12a, Borgarnesi. Sigurður Valur, Gunnþórunn Birna, Ólafur Waage, Jón Valgeir, Guðbjörg Björnsdóttir, Elías Bjarni, Halla Margrét Tryggvadóttir, Magnús Þorkell, Rósa Rögnvaldsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristín H. Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÓLMFRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kirkjuvegi 15, Keflavík. Þökkum sérstaklega starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Víðihlíðar í Grindavík fyrir framúrskarandi hjúkrun, umhyggju og elsku í hennar garð. Guð blessi ykkur öll. Árni Þ. Þorgrímsson, Helga Árnadóttir, Árni Árnason, Þorgrímur St. Árnason, Ásdís M. Óskarsdóttir, Eiríka G. Árnadóttir, Þórður M. Kjartansson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Guðjón I. Guðjónsson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, RANNVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi, áður til heimilis á Austurgötu 3, Stykkishólmi. Ester S. Kristjánsdóttir, Vernharð Sigursteinsson, Sigurður Kristjánsson, Hanna Jónsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Nanna Lárusdóttir, Guðrún R. Kristjánsdóttir, Lúðvíg A. Halldórsson, Ólafur Kristjánsson, Ástrós Þorsteinsdóttir, Edda S. Kristjánsdóttir, Runólfur Guðmundsson, Þuríður Kristjánsdóttir, Guðmundur M. Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞORGERÐAR INGIBJARGAR EGILSDÓTTUR, Skagfirðingabraut 5, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalar- og hjúk- runarheimilisins á Sauðárkróki fyrir frábæra umönnun og hlýju. Elsa Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Jón Þór Bjarnason, Svanhildur Guðmundsdóttir, Bjarni Már Bjarnason, Auður Sigríður Hreinsdóttir, Ómar Örn Bjarnason, Helga Jóna Hannesdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Ragnar Kári Ragnarsson, Steinunn Sveinsdóttir, langömmubörnin og langalangömmubörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓNATAN GUÐMUNDSSON frá Hjörsey, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni fimmtudagsins 20. febrúar. Lea Kristjánsdóttir, Guðmundur Jónatansson, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigríður Jónatansdóttir, Bergsveinn Þorkelsson, Örlygur Jónatansson, Lára Sveinbergsdóttir, Ragnar Jónatansson, Hugrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.