Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt
hættulegasta verkefni til þessa...með
ennþá hættulegri félaga!
Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack
Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar
til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni.
2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.
RADIO X
SV MBL
Kvikmyndir.co
m
SG DV
SV. MBLKvikmyndir.com HK DV
Tilnefningar til Óskarsverð-
launa þ. á. m. besta mynd13
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6.
Stórskemmtileg teiknimynd eftir
frábærri sögu Astrid Lindgren.
Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10. B.i. 12.
Sýnd kl. 3.45 og 5.50.Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr.
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar
Njósnarinn Alex
Scott er að fara
í sitt
hættulegasta
verkefni til
þessa...með
ennþá
hættulegri
félaga!
Sýnd kl. 8. B.i. 16.
Sýnd kl. 4, 8 og 10.10. B.i. 16.
kl. 4.Sýnd kl. 8. Bi. 12 ára.
kl. 7.30 og 10.45.
Frábær mynd sem frá leikstjóranum Martins Scor-
sese meðstórleikurunum Leonardo DiCaprio,
Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna,
þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri10
ÞEIR eru mættir aftur blessaðir vin-
irnir Móglí og Balli, og það í sama
stuðhamnum og þeir voru í í fyrri
myndinni.
Í upphafi myndar ganga hlutirnir
þó ekki svo greitt fyrir þá félaga.
Þannig er nefnilega mál með vexti að
– einsog þið munið öll – hann Móglí
heillaðist af stúlkunni Shantí í lok
seinustu myndar og elti hana inn í
þorpið. Nú býr hann sem sagt manna
á meðal hjá Shantí og fjölskyldu. En
honum þykir mannalífið leiðinlegt,
ekkert nema vinna og aftur vinna,
sækja vatn og meiri leiðindi. Hann
vill vera frjáls, leika sér og syngja,
sveifla sér í trjánum og fljóta á bak-
inu niður ána með vini sínum Balla.
Já, skógurinn handan árinnar togar
fastar og fastar í litla villistrákinn.
Og í skóginum röltir um raulandi
einmana björn sem saknar vinar síns
og söng- og dansfélaga. Já, Balli læt-
ur sig dreyma um að ráðast inn í
þorpið til að sjá vin sinn Móglí aftur.
Jafnvel þótt hann viti að mennirnir
ráðist strax á hann.
Skógarlíf er ein af allra bestu Disn-
ey-myndunum og er vinsældir henn-
ar ekki síst einstakri tónlist að þakka.
Í Skógarlífi 2 er reynt að halda í tón-
listarstílinn með því að fá Lorraine
Feather og Paul Grabowsky til að
semja hressa djassslagara, en einnig
má heyra gömlu góðu lögin inn á
milli.
Íslenskt fagfólk í raddsetningu
gerir vel að vanda, en sjálfan Balla
leikur söngvarinn og leikarinn Egill
Ólafsson. Hinn ungi Gísli Gíslason
talar fyrir Móglí, Karen Halldórs-
dóttir er Shantí, Rafn Kumar leikur
litla bróður hennar Ranjan, Valdimar
Flygenring er Bakír og Pálmi Gests-
son ljær tígrisdýrinu ógurlega Seri
Kan rödd sína.
Balli og Móglí með nýjum vinum:
Shantí og Ranjan.
Saman á ný
Sambíóin frumsýna Disney-teiknimynd-
ina Skógarlíf 2 (Jungle Book 2). Leik-
stjóri: Steve Trenbirth. Enskar leik-
raddir: Phil Collins, Jim Cummings,
John Goodman, Tony Jay, Bob Joles,
Haley Joel Osment. Íslenskar leikraddir:
Egill Ólafsson, Gísli Gíslason, Karen
Halldórsdóttir, Rafn Kumar, Valdimar
Flygenring, Pálmi Gestsson, Eggert Þor-
leifsson, Rúrik Haraldsson, Magnús
Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Harald
G. Haralds. Leikstjóri: Júlíus Agnarsson.
Þýðandi: Jón St. Kristjánsson.
ÞAÐ ER alltaf stórviðburður þegar
Martin Scorsese, einn virtasti leik-
stjóri dagsins í dag, kemur með nýja
mynd. Þótt New York sé svo sann-
arlega hans svæði, þá þykir myndin
ólík því sem áður hefur komið frá
honum, og þá ekki síst persónurnar.
En kvikmyndin New York gengin
(Gangs of New York) hefur ekki
brugðist aðdáendum sínum og gagn-
rýnendur hafa lofað hana. Myndin er
tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna, þ. á
m. besta myndin, besti leikstjórinn og
besta handritið.
Aðalhlutverkin eru í höndum
stærstu stjarnanna. Leonardo Di-
Caprio sem átt hefur glæsilega end-
urkomu þetta árið, fer með hlutverk
Amsterdam Vallon. En með honum í
liði er snilldarvasaþjófur, Jenny
Everdeane, sem fegurðardísin Cam-
eron Diaz leikur. Sjálfur Daniel Day-
Lewis, sem löngu var hættur að leika
í kvikmyndum, hefur ekki staðist til-
boð Scorsese og leikur hér illmennið
William Cutter, eða Bill slátarara. Og
nema hvað? Hann uppskar Ósk-
arstilnefningu sem besti leikari í aðal-
hlutverki fyrir vikið.
Myndin er byggð á atburðum sem
áttu sér stað í New York, en er víst
lítið minnst á í sögubókum. Árið er
1846 og borgin er ein sú allra hættu-
legasta í heiminum, þar sem glæpir
og ofbeldi ráða lofum og lögum. Við
sjáum írska innflytjendur berjast
undir stjórn Priest Vallon í blóðugum
bardaga við innfædda af enskum upp-
runa um yfirráð á Manhattan-
eyjunni, þar sem Priest Vallon lætur
lífið. Árið 1863 kemur Amsterdam
Vallon, ungur maður, út af mun-
aðarleysingjahæli og eina markmið
hans er að hefna dauða föður síns.
Myndin þykir mikið kvikmynda-
legt afrek. Hún var mjög erfið í fram-
leiðslu, þar sem tíminn þaut áfram í
rándýrum tökustöðum í Cinecitta í
Róm. Kostnaðurinn var yfirgengileg-
ur, en mörgum þykir hver dalur hafa
verið þess virði, því myndin sýni á
hreinskilinn hátt hvernig glæpir og
lýðræði í Ameríku urðu til.
Diaz og DiCaprio í innilegum
faðmlögum í New York.
Blóði drifin sagan
Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó
Ak. frumsýna New York gengin (The
Gangs of New York). Leikstjóri Martin
Scorsese. Aðalhlutverk Leonardo Di-
Caprio, Daniel Day-Lewis, Cameron
Diaz, John C. Reilly, Jim Broadbent,
Liam Neeson, Henry Thomas, Brendan
Gleason.
ÞAÐ er sjálfsagt mörgum spennu-
fíklinum ánægjuefni að kvikmynd-
in Hringurinn eða (The Ring)
verður frumsýnd í Sambíóunum í
kvöld.
Hér er leikstjórinn Gore Verb-
inski heldur betur að skipta um
gír. Við þekkjum hann fyrir róm-
antísku ástarspennumyndina
Mexíkanann (The Mexican) og
fjölskyldufarsann Músaveiðarnar
(The Mousehunt). Hringurinn er
langt frá því að líkjast fyrirrenn-
urum sínum enda um sannkallaða
hrollvekju að ræða, eða sálfræði-
trylli af bestu gerð. Myndin er eft-
irgerð vinsælustu japönsku kvik-
myndar frá upphafi, Ringu, sem
byggist á samnefndri skáldsögu
Kôji Suzuki, en nú er það Ehren
Kruger (Arlington Road, Scream
3) sem skrifar handritið.
Í Hringnum segir frá blaðakon-
unni Rachel Keller, sem er nýfrá-
skilin með ungan son. Nýlega
fannst ung frænka hennar látin,
og þykir líklegt að hún hafi dáið
úr hræðslu. Þegar Rachel fréttir
að þrír vinir frænkunnar hafi dáið
á sama tíma, fer hún að rannsaka
málið. Hún fréttir af myndbands-
spólu sem sögð er drepa mann sjö
dögum eftir að maður horfir á
hana, og kemst yfir eintak af spól-
unni. Hún fær Nóa, fyrrverandi
eiginmann sinn, í lið með sér, og
nú er að komast fljótt að leynd-
ardómi myndbandsins til að flýja
hin illu yfirvofandi örlög.
Ein heitasta stjarnan í Holly-
wood, Naomi Watts, leikur Rachel
sjálfa. Í 15 ár hefur Naomi unnið í
Hollywood, en það var ekki fyrr
en fyrir tveimur árum að hún fékk
bitastætt hlutverk og það hvorki
meira né minna en aðalhlutverkið
í Mulholland Drive eftir David
Lynch. Þar sýndi hún slíkan
stjörnuleik að nú bítast þeir um
stúlkuna leikstjórarnir þar vestra.
Nóa leikur einnig ungur leikari á
uppleið að nafni Martin Hend-
erson sem einhverjir ættu að
þekkja sem Nellie í mynd Johns
Woo Windtalkers. Þannig að ef
myndin er alveg að taka mann á
taugum má bara einbeita sér að
fegurð og hæfileikum aðalleik-
aranna.
Hringurinn er endurgerð á samnefndri japanskri mynd.
Mynd-
band sem
drepur!
Sambíóin frumsýna hrollvekjuna Hring-
inn (The Ring). Leikstjórn Gore Verb-
inski. Aðalhlutverk Naomi Watts, Mart-
in Henderson.