Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 61. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Óttast afleið- ingar stríðs Nemendur í Árbæjarskóla fræðast um börn í Írak 19 Ítalskir hönnuðir kynna hátískuna í Mílanó Fólk 51 Ferillinn í hættu Þrálát meiðsli angra Ríkharð Daðason Íþróttir 45 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra greindi frá því í gær að Hreinn Loftsson, stjórn- arformaður Baugur Group hf., hefði tjáð sér í samtölum í London 26. janúar á seinasta ári að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði sagt við sig að greiða þyrfti Davíð Oddssyni 300 milljónir króna gegn því að hann léti af andstöðu við fyrirtækið. Davíð segist hafa orðið mjög brugðið við þessi ummæli en ekki talið grundvöll fyrir því að kæra málið til lögreglu þar sem erfitt yrði að koma við sönnunum í málinu. Davíð greindi fyrst frá þessu samtali í útvarps- viðtali í Ríkisútvarpinu í gærmorgun. „Ekki úr mínum munni komin“ Hreinn Loftsson segir að frásögn Davíðs af samtali þeirra sé röng. Hann segist ekki skilja hvað Davíð gangi til með ummælum sínum. Segist hann hafa ítrekað það við Davíð, síðast í símtali skömmu fyrir út- varpsþáttinn í gær, að orð Jóns Ásgeirs hefðu verið sögð í hálfkæringi. Jón Ásgeir segir frásögn Davíðs alranga, í öllum atriðum. Einhvern tímann kunni orð í gríni að hafa fallið, í þá veru hvort Baugur ætti að athuga með sérstakar greiðslur til forsætisráðherra, „en þau orð eru ekki úr mínum munni komin,“ segir Jón Ásgeir. ,,Ég bað Hrein að segja mér þetta tvisvar og hann gerði það,“ segir Davíð. „Þegar hann sá minn mikla undrunarsvip, því mér var mjög brugðið, þá sagði hann: Ég sagði nú reyndar við Jón Ásgeir að hann þekkti ekki forsætisráðherrann, það þýddi ekkert að bera á hann peninga. Þá svaraði Jón Ás- geir: Það er enginn maður sem stenst það að vera boðnar 300 milljónir króna inn á hvaða reikning sem er, sporlausa peninga,“ segir Davíð. Jón Ásgeir segist í samtali við Morg- unblaðið hafa ákveðið að stefna forsætisráð- herra fyrir ummæli hans í gær. Deilt um hvort Illugi Gunnarsson var viðstaddur Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, segist hafa verið viðstaddur þegar Davíð og Hreinn ræddu þetta mál í London og segir frásögn forsætisráðherra af málinu bæði nákvæma og rétta. Hreinn mótmælir þessu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér síðdegis í gær þar sem segir: „Hið rétta er að við Davíð sátum einir á tveggja til þriggja tíma löngum fundi um hádegisbil þennan dag. Illugi var þá staddur annars staðar og getur því ekki vitað hvað fram fór á fundi okkar Davíðs. Hann snæddi hins vegar með okkur kvöldverð þennan dag.“ Davíð sagði í samtali við Sjónvarpið í gærkvöld að þeir hefðu verið þrír saman inni á hótelherbergi og talað lengi saman auk þess sem þeir hefðu rætt aftur saman yfir kvöldverði. Illugi hefði reyndar komið seinna inn í viðræðurnar, „en hann var við- staddur þegar þetta samtal átti sér stað.“ Stjórnarmenn segja trúnaðar- brest hafa átt sér stað Þorgeir Baldursson, stjórnarmaður í Baugi, sagði í gær að algjör trúnaðarbrestur hefði orðið við það að Fréttablaðið hafi feng- ið aðgang að fundargerðum og öðrum trún- aðargögnum Baugs, en blaðið birti á laug- ardag frétt þar sem sagt var að Hreinn Loftsson hefði greint stjórn Baugs frá fundi sínum með forsætisráðherra í London. Þar hefði hann sagt sér frá fyrirtækinu Nordica og Jóni Gerald Sullenberger. Þorgeir segist munu fara fram á það á næsta stjórnarfundi að málið verði rannsakað. Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Baugi, segist líta á það sem alvarlegan trún- aðarbrest að Fréttablaðið hafi fengið aðgang að gögnum Baugs. „Í öðru lagi voru ummæl- in gripin úr samhengi og stílfærð á einhvern veg sem mér hugnaðist alls ekki,“ segir hún. „Boðnar himinháar greiðslur“ Jón Gerald Sullenberger sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöld að honum hafi verið boðnar greiðslur til að falla frá málaferlum gegn Baugi. „Mér voru boðnar himinháar upphæðir til að draga mitt mál til baka og koma með tilkynningu opinberlega um að þetta hafi allt verið á misskilningi byggt,“ sagði hann. Fram kom í máli Jóns Geralds að rangt væri hjá Hreini Loftssyni að hann hafi ekki vitað af sér, því árið 2000 hafi Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson kynnt Hrein Loftsson fyrir sér. Forsætisráðherra lýsir fundi með stjórnarformanni Baugs og meintum ummælum forstjóra Baugs Sagði að það þyrfti að bjóða mér 300 milljónir  Hreinn Loftsson segir ummælin hafa verið sett fram í hálfkæringi  Jón Ásgeir Jóhannesson segir frásögn Davíðs ranga í öllum atriðum  Í þessu samtali/10–13 Prada, Gucci, D&G ÍSLENDINGAR tóku í gær við stjórn Slatina-flugvallar í Pristina í Kosovo af Ítölum sem hafa séð um það verk- efni undanfarin þrjú ár. Ítalir afhenda hér Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra og Ibrahim Rugova, for- seta Kosovo-héraðs (t.v.), klúta með merki þeirrar sveitar ítalska flughersins sem annaðist stjórn flugvall- arins. Halldór sagði að Íslendingar hygðust sjá um þetta verkefni næsta árið, eða þar til flugvöllurinn verður færður undir borgaralega stjórn Sameinuðu þjóðanna og heimamanna í apríl á næsta ári. Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Taka við stjórn flugvallar í Kosovo  Ísland fylgir/16 KHALID Shaikh Mohammed, einn af forsprökkum al-Qaeda, var að skipuleggja hryðjuverk í Bandaríkj- unum og á Arab- íuskaga þegar hann var hand- tekinn í Pakistan um helgina, að sögn bandarískra embættismanna í gær. Nöfn hugsan- legra útsendara al-Qaeda, m.a. nokkurra sem tal- ið er að séu í Bandaríkjunum, eru á meðal fjölmargra upplýsinga sem fundust í íbúð þar sem Mohammed var handtekinn. Leyniþjónustumenn keppast nú við að rannsaka tölvur og gögn sem fundust í íbúðinni í von um að geta komið í veg fyrir hugsanleg- ar árásir og komist að því hvort hægt sé að handtaka fleiri al-Qaeda-liða. Óttast var að útsendarar al-Qaeda myndu fara í felur vegna handtöku Mohammeds eða að þeir kynnu að flýta hryðjuverkunum áður en hægt yrði að handtaka þá. Var að skipuleggja hryðjuverk Washington. AP.  Sérfræðingur/16 Khalid Shaikh Mohammed YFIRMAÐUR herafla Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu, bandaríski hershöfðinginn James L. Jones, kvaðst í gær hafa hafið viðræður við öll aðildarríki NATO um hugsanleg- ar breytingar á bandarískum her- stöðvum í álfunni. Stefnt væri að því að minnka bandaríska heraflann í Vestur-Evrópu og efla hann í aust- anverðri álfunni. Jones kvaðst ætla að fara til allra nítján aðildarríkja NATO og sjö væntanlegra aðildarríkja í Austur- Evrópu fyrir lok júlí til að ræða mál- ið. Stefnt væri að því að í mars á næsta ári lægi fyrir hvaða breyting- ar yrðu gerðar og þær yrðu hafnar skömmu síðar. Fregnir herma að Bandaríkja- stjórn hyggist loka herstöðvum í Þýskalandi, m.a. vegna andstöðu Þjóðverja við hernað í Írak, en Jones sagði að markmiðið með breytingun- um væri ekki að refsa Þjóðverjum og þær tengdust ekki Íraksmálinu. Hann neitaði því einnig að til væri listi yfir herstöðvar sem ætti að loka og sagði að áformin væru ekki enn fullmótuð. Um 116.000 bandarískir hermenn eru í Evrópu, þar af 80.000 í Þýskalandi. Breytingar á herstöðv- um ræddar Stuttgart. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.