Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, og jafnaðarmanna- flokkur hans biðu mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningum í sambandslandinu Slésvík-Hol- stein á sunnudag. Fékk hann nú 29,3% atkvæða en 42,4% í síð- ustu kosningum. Kristilegi demókratarflokkurinn var sig- urvegari kosninganna og fékk 50,8% á móti 39,1% síðast. Græningjar, samstarfsflokkur jafnaðarmanna í stjórn, bættu við sig og fengu nú 8,4% en 6,8% í síðustu kosningum. Frjálsir demókratar löguðu einnig stöð- una og fengu 5,7% en 4,8% 1998. Mjög hefur hallað á jafnaðar- menn í kosningum í sam- bandslöndunum að undanförnu vegna mikils atvinnuleysis og samdráttar í efnahagslífinu. „Réttarhöld aldarinnar“ „RÉTTARHÖLD aldarinnar“, sem svo hafa verið kölluð, hefj- ast í Grikklandi í dag en þá verða leiddir fyrir dómara 19 fé- lagar í hryðjuverkasamtökun- um 17. nóvember. Eru samtök- in sökuð um 23 morð frá árinu 1975 en meðal fórnarlamba þeirra voru sendimenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Tyrklandi. Miklar öryggisráð- stafanir eru vegna réttarhald- anna en þau verða haldin í sam- ræmi við sérstök lög um hryðjuverkastarfsemi. Er þau hófust var réttarsalurinn yfir- fullur af fólki og þar var meðal annarra Dora Bakoyannis, borgarstjóri í Aþenu, en sam- tökin eru grunuð um að hafa myrt eiginmann hennar 1989. 500 ára skjaldbaka? SKJALDBÖKU, sem að sumra mati er meira en 500 ára gömul, var nýlega forðað frá því að enda ævina sem hráefni í súpu og þess í stað sleppt aftur í sjó- inn. Sagði Kínverska dagblaðið frá þessu í gær en skjaldbakan kom nýlega í net í Suður-Kína- hafi. Var hún 68 cm löng og mun líklega hafa komið í heiminn á miðjum valdatíma Ming-keis- araættarinnar en hún ríkti frá 1368 til 1644 ef aldur hennar var rétt útreiknaður. Það var bankamaður á eftirlaunum sem keypti skjaldbökuna gagngert til að bjarga lífi hennar, en sum- ir vísindamenn segjast raunar vantrúaðir á að aldur hennar hafi verið jafnhár og af er látið. Kjúklingum slátrað YFIRVÖLD í Hollandi hófu í gær umfangsmikla slátrun á kjúklingum eftir að grunur vaknaði um svokallaða fugla- flensu á 13 kjúklingabúum í landinu. Ekki þykir mikil hætta á að flensan berist í menn en það hefur þó gerst í Hong Kong. Þar er fuglinn líka oft seldur lif- andi ólíkt því sem er í Hollandi og raunar víðast hvar. Yfirvöld vilja hins vegar hafa vaðið fyrir neðan sig enda er mikið í húfi. Kjúklinga- og hænsnaræktin í Hollandi er sú stærsta í Evr- ópu. STUTT Schröder tapar í Slésvík- HolsteinHANDTAKA Khalids Shaikhs Mo-hammeds er „mikið áfall“ fyrir al-Qaeda og mun draga mjög úr getu samtakanna til að fremja umfangs- mikil tilræði á borð við hryðjuverk- in í Bandaríkjunum 11. september, að sögn fréttaskýrenda í gær. Þeir telja þó að þótt líklega legg- ist samtökin nú í dvala á meðan þau eru endurskipulögð í kjölfar hand- töku Mohammeds, ættu Vesturlönd að búa sig undir fjölda smærri hefndaraðgerða. Mohammed er talinn hafa verið nákvæmur skipuleggjandi og hafði jafnan með sér tvo farsíma, hvert sem hann fór. Sérgrein hans var að skipuleggja umfangsmiklar og flóknar árásir á mörg skotmörk en það eru einmitt slíkar aðgerðir sem hafa skapað al-Qaeda það orðspor að vera hættulegustu glæpasamtök í heimi. Þegar hann er kominn á bak við lás og slá munu samtökin neyðast til að snúa sér aftur að smærri og einfaldari árásum, segja sérfræð- ingar. „Þetta er mikið áfall fyrir al- Qaeda – hann var límið sem hélt deildum samtakanna saman,“ sagði Rohan Gunaratna, sem er sérfróður um aðgerðir al-Qaeda og höfundur bókarinnar Inside al-Qaeda: Global Network of Terror (Innanbúðar í hryðjuverkaheimssamtökunum al- Qaeda). Enginn með viðlíka reynslu „[Mohammed] er einn fárra hryðjuverkamanna í heiminum sem gat skipulagt umfangsmiklar að- gerðir á borð við 11. september. Það mun líða langur tími þar til al- Qaeda jafnar sig. Það einfaldlega er enginn sem hefur jafnmikla reynslu og hann.“ Mohammed var handtekinn í Rawalpindi í Pakistan fyrir dögun á laugardaginn. Margir telja hann hafa verið hinn eiginlega fram- kvæmdastjóra al-Qaeda, þótt hann hafi verið þriðji æðsti maður sam- takanna, sem starfrækja deildir í 98 löndum. Gunaratna sagði í grein sem hann skrifaði í breska blaðið The Guardian að Mohammed hefði skipulagt ránið og morðið á banda- ríska blaðamanninum Daniel Pearl í fyrra, og í gær sagði lögreglan í Pakistan að ef til vill fengjust upp- lýsingar um það mál er Mohammed verður yfirheyrður. Fjórir herskáir Islamistar voru í júlí sl. fundnir sekir um að leggja á ráðin um ránið og morðið á Pearl í janúar í fyrra, en þeir voru ekki viðstaddir er hann var myrtur og hinir eiginlegu morðingjar hans hafa aldrei náðst. Tveir rannsóknarlögreglumenn sem Time fréttatímaritið ræddi við í síðasta mánuði sögðu að Fazal nokkur Karim, sem er í haldi lög- reglu og mun hafa játað að hafa rænt Pearl og verið viðstaddur er hann var myrtur, hafi sagt að Mo- hammed væri morðinginn. Yfirmaður rannsóknarlögregl- unnar í Karachi í Pakistan, Fayyaz Leghari, tjáði AFP að engar líkur væru á að Mohammed hefði sjálfur afhöfðað Pearl, en að lögreglan væri að rannsaka hvort hann hefði gefið fyrirskipunina um það. „[Mohammed] er háttsettur al- Qaeda-maður. Svo háttsettir menn gefa aðeins fyrirskipanir,“ sagði annar rannsóknarlögreglumaður við AFP. Pakistanar krafðir skýringa Í kjölfar handtökunnar á laug- ardaginn hafa ýmsir stjórn- málamenn og bandarísk stjórnvöld beðið pakistönsk stjórnvöld um út- skýringar á því hvers vegna nokkr- ir meintir al-Qaeda-liðar hafi fund- ist á heimilum félaga í áhrifamiklum stjórnmálaflokki Is- lamista í landinu, Jamaat-i-Islami (JI). Mohammed var handtekinn á heimili félaga í kvennahreyfingu flokksins, að sögn öryggismálafull- trúa. Haft var eftir þeim að hand- takan á laugardaginn hafi verið ein af mörgum handtökum á meintum al-Qaeda-liðum á heimilum félaga í JI. Talsmaður pakistanska utanrík- isráðuneytisins, Aziz Ahmed Khan, sagði í gær að Mohammed væri enn í Pakistan þar sem verið væri að yf- irheyra hann, en pakistanskir og vestrænir embættismenn sögðu að ætlunin væri í gær að Bandaríkja- menn flyttu hann frá landinu til ónafngreinds staðar. Bæði pakistanskir og bandarískir embættismenn yfirheyrðu Moham- med um helgina, að sögn innanrík- isráðherra Pakistans. Glaumgosi á kvöldin Mohammed notaði daginn til að leggja á ráðin um hryðjuverk, en þegar kvöldaði var hann glaum- gosi. Þetta sögðu embættismenn í Manila á Filippseyjum í gær, en það var þar í landi sem Mohammed lagði grunninn að starfsemi al- Qaeda í Suðaustur-Asíu. Mohammed hafi verið búsettur á Filippseyjum skamma hríð um miðjan síðasta áratug og notað þar yfir tuttugu dulnefni til að villa á sér heimildir, einkum meðal fjöl- margra vinkvenna sinna, sögðum rannsóknarlögreglumenn í Manila. „Samkvæmt skýrslum sem við höfum undir höndum átti hann margar kærustur og var tíður gest- ur í „rauðum hverfum“ borg- arinnar, þar sem hann kynnti sig sem ríkan „sheikh“ og jós þær gjöf- um,“ sagði embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Varað við hefndaraðgerðum eftir handtöku á „framkvæmdastjóra“ al-Qaeda Sérfræðingur í skipulagn- ingu flókinna tilræða Hong Kong, Karachi, Islamabad, Manila. AFP. AP Khalid Shaikh Mohammed skömmu eftir að hann var handtekinn í Pak- istan á laugardagsmorgun. STJÓRN Moammars Gaddafís Líb- ýuforseta er meiri ógn við araba- heiminn en erlend stórveldi, og nauðsynlegt er að hann verði hrak- inn frá völdum, sagði eitt helsta dag- blaðið í Sádi-Arabíu í leiðara í gær. „Fyrsti liðurinn í áætlun um að bæta hlutskipti araba hlýtur að vera sá, að tekist verði á við geðveikina í Gaddafí og mönnum á borð við hann, annars mun halla undan fæti,“ sagði blaðið Okaz. Á sunnudaginn sökuðu sádi-arab- ísk blöð Gaddafí um að þjóna hags- munum óvina araba í kjölfar heift- arlegrar deilu hans við krónprins Sádi-Arabíu, Abdullah bin Abdul Aziz, á ráðstefnu er haldin var í Egyptalandi um Íraksdeiluna. „Þú ert lygari“ Sjónvarpsáhorfendur hvarvetna í arabaheiminum fylgdust með í beinni útsendingu er Abdullah prins formælti Gaddafí. „Hver var það ná- kvæmlega sem kom þér til valda?“ spurði prinsinn Gaddafí, og skírskot- aði þar til sögusagna um að Gaddafí hefði notið stuðnings Bandaríkja- manna er hann steypti konungi Líb- ýu af stóli 1969. „Þú ert lygari og gröfin bíður þín,“ sagði krónprinsinn ennfremur. Gaddafi hafði sakað Sádi-Araba og önnur Persaflóaríki um að bera ábyrgð á Íraksdeilunni. Hafði hann sérstaklega gagnrýnt Sádi-Araba fyrir að styðja Bandaríkjamenn. Í gær tilkynntu Líbýumenn að þeir hygðust kalla sendiherra sinn í Sádi-Arabíu heim til skrafs og ráða- gerða, og einnig væri líbýska þingið að endurskoða tengslin við Sádi-Ar- abíu og aðild sína að Arababandalag- inu. Gaddafí verði steypt AP Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu, otar fingri að Gaddafí og spyr hver nákvæmlega hafi komið honum til valda. Riyadh. AFP. Ætluðu að ráðast á Pearl Harbor Washington. AFP. FÉLAGAR í hryðjuverkasam- tökunum al-Qaeda ætluðu að gera árás á stöðvar bandaríska hersins í Pearl Harbor á Hawaii-eyjum, sem Japanir réðust á í síðari heimsstyrjöld, að því er bandaríska blaðið Washington Post greindi frá í gær. Blaðið segir, að tilkynningar frá leyniþjónustumönnum um yfirvofandi árás á Pearl Harb- or – þar sem nokkur kjarn- orkuknúin skip og kafbátar hafa aðsetur – hafi verið send- ar háttsettum bandarískum embættismönnum undanfarinn hálfan mánuð. Embættismenn sem séð hafa þessar skýrslur tjáðu blaðinu að al-Qaeda-samtökin hefðu valið Pearl Harbor sem skotmark vegna táknræns gildis og vegna þess að hægt hefði verið að gera árásina úr lofti. Ætlunin hafi verið að ræna flugvélum sem farið hefðu í loftið frá alþjóðaflugvellinum í Honolulu og fljúga þeim á kaf- báta eða skip í höfninni. „Þeir gætu auðveldlega ráðist á kaf- báta í höfninni,“ hefur Wash- ington Post eftir leyniþjón- ustumanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.