Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 29 EIN grunnþarfa mannsins er að eiga sér heimili, þak yfir höfuðið. Á Íslandi gerum við að auki kröfu um stöðugleika og réttlæti í því húsnæðiskerfi sem við búum við. Undir forystu Framsóknar- flokksins hafa verið gerðar miklar breytingar til batnaðar á félagslega íbúðakerfinu. Flestir geta nú valið sér húsnæði á sínum forsendum, kerfið vel- ur fólki ekki lengur samastað eins og áður var. Stöðugleiki og réttlæti í húsnæðismálum Félagslega íbúðakerfið eins og það var rekið áður var komið að fótum fram. Byggingarsjóður verkamanna, sem sá um lánveitingar til félagslegra eignaríbúða og félagslegra leiguíbúða, stefndi í gjaldþrot með um 16 milljarða króna í neikvætt eigið fé. Hann var rek- inn með hátt í 2 milljarða króna halla á ári hverju og hafði étið upp allt eigið fé Byggingarsjóðs ríkisins. Húsnæð- iskerfið stefndi þannig í þrot þegar framsóknarmenn tóku við forsvari þess. Það lá fyrir að á hverju ári hefði þurft að borga gífurlegar fjárhæðir með kerfinu úr ríkissjóði til að viðhalda því. Þar að auki vantaði verulega upp á að það veitti fólki þá þjónustu sem til- hlýðileg var, biðtími eftir húsnæði var langur og margir hnökrar á kerfinu yf- irleitt. Breyttir tímar og bætt þjónusta Nú eru breyttir tímar, aðrar aðferðir og betri þjónusta. Í stað niðurgreiddra vaxta af lánum greiðir lántakinn nú eðlilega vexti af lánum sínum. Hins veg- ar njóta þeir sem eru tekjulitlir, að- stoðar í formi vaxtabóta. Opið húsnæð- iskerfi, með háu þjónustustigi, hefur tekið við af gömlu stöðnuðu skömmt- unarkerfi og öll kaup fara nú fram á al- mennum markaði. Ekki eru lengur byggð upp félagsleg hverfi heldur velur hver sér þann stað sem hann vill búa á. Nú eru tekjulágum einstaklingum veitt sérstök viðbótarlán sem nema 90% af kaupverði húseignar. Þeir sem fá viðbótarlán fá nú vaxtabætur greidd- ar 4 sinnum á ári, í stað einu sinni. Slíkt auðveldar fólki að standa í skilum og vanskilaskostnaður hrannast því síður upp. Þetta er félagslegt úrræði sem ekki bauðst áður. Vextir eru talsvert hærri en í gamla kerfinu en á móti koma vaxtabætur sem jafna muninn. Þannig er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði á árinu 2003 um 4,6 milljarða króna í vaxtabætur. Það er eðlilegt, í félagslegu tilliti, að greiðsla vaxtabóta fari eftir efnum og aðstæðum í stað þess fyrirkomulags að fólk njóti niðurgreiðslna vaxta um alla framtíð, óháð því hvernig aðstæður breytast, varðandi t.d. tekjur eða eign- ir. Eins og kerfið var áður gat fólk búið í íbúðum sem voru fjármagnaðar með niðurgreiddum vöxtum, þó svo að í ein- hverjum tilfellum væri um hátekjufólk að ræða. Með núverandi kerfi á hins vegar félagslega aðstoðin að gagnast þeim einum sem á henni þurfa að halda. Aldrei hafa fleiri tekjulágar fjöl- skyldur komist í eigið húsnæði heldur en eftir að viðbótarlánakerfið var sett á fót. Kerfið virkar sérlega vel fyrir námsmenn og aðra tekjulága hópa og eru nú um 6.000 fjölskyldur sem hafa komist í eigið húsnæði með viðbótarláni frá árinu 1999. Að viðbættum félags- legum leiguíbúðum eru þær ríflega 7.000. Leigumarkaðurinn Húsaleigubætur hafa hækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar og verða um 1 milljarður króna á þessu ári. Þær hafa mikla þýðingu fyrir ýmsa þjóðfélags- hópa, svo sem öryrkja, aldraða og námsmenn. Framsóknarmenn munu á komandi kjörtímabili standa vörð um þann mikilvæga hlekk í velferð- arkerfinu sem húsaleigubæturnar eru. Þær eru nú greiddar í öllum sveit- arfélögum og bera engan skatt, ólíkt því sem var í ríkisstjórn Sjállfstæð- isflokks og Alþýðuflokksins sáluga, nú Samfylkingarinnar. Það er nauðsynlegt að styrkja og efla leigumarkaðinn almennt. Íbúðalána- sjóður hefur haft lánaheimildir fyrir 400 íbúðir á ári, sem bera 3,5% vexti, sem sveitarfélög og félagasamtök geta sótt í. Hér er um að ræða lánaflokk þar sem ríkisvaldið greiðir vexti verulega niður til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfé- laganna. Lánin eiga að gagnast þeim sem hvað verst standa í samfélaginu. Það er áhyggjuefni og nánast óskilj- anlegt að á sl. 2 árum hafi eftirspurn í lánaflokkinn verið mun minni en fram- boðið. Það skýtur skökku við í ljósi þess að biðlistar eftir félagslegu leigu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru langir, að sveitarfélögin hér skuli ekki hafa séð ástæðu til þess að sækja meira en raun ber vitni í þennan lánaflokk. Einkaaðilar tóku aftur á móti vel við sér þegar félagsmálaráðherra hleypti af stokkunum sérstöku leiguíbúðaátaki Markmiðið er að fjölga þeim aukalega um 600 á næstu 4 árum og eru þær fjár- magnaðar með niðurgreiddum vöxtum. Þar virðist því allt annað uppi á ten- ingnum en hjá sveitarfélögunum hér á þessu svæði. Viljum ekki einkavæða Íbúðalánasjóð Framsóknarmenn vilja ekki einka- væða húsnæðislánakerfið og færa það inn í bankana. Við viljum að áfram verði til staðar öflug, sjálfstæð lánastofnun í eigu ríkisins, Íbúðalánasjóður. Hún hafi eins og nú það hlutverk að tryggja jafn- ræði í húsnæðismálum með því að veita hagkvæm grunnlán til byggingar eða kaupa íbúðarhúsnæðis. Íbúðalánasjóð- ur er ekki rekinn með arðsemissjónar- mið að markmiði, það er ekki hlutverk hans að skila eiganda sínum hagnaði. Sjóðnum er gert að standa undir rekstrarkostnaði sínum og er vaxtaálag hans einungis 0,35%, á meðan vaxtaálag í bankakerfinu er margfalt hærra. Ef húsnæðislánakerfið yrði einka- vætt og fært inn í bankana myndi greiðslubyrði fjölskyldnanna í landinu vegna húsnæðislána aukast verulega. Líklega um 110 þúsund krónur á fjöl- skyldu á ári. Með því væri verið af- henda bankakerfinu 50 milljarða króna eign landsmanna sem er núverandi virði Íbúðalánasjóðs. Framsóknarflokk- urinn er því á móti einkavæðingu hús- næðislánakerfisins og yfirfærslu þess til bankakerfisins. Miklar framfarir í húsnæðismálum Eftir Árna Magnússon „Aldrei hafa fleiri tekju- lágar fjölskyldur komist í eigið húsnæði heldur en eftir að viðbótarlána- kerfið var sett á fót.“ Höfundur er frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. HVAÐ sem líður atvinnumálum, efna- hagsmálum, byggðamálum og virkj- unarmálum, sem efst hafa verið á baugi að undanförnu, er þó ótalið það málið, sem stærst er og afdrifaríkast í íslensk- um stjórnmálum okkar tíma. Þar á ég við fiskveiðistjórnunina, gjafakvótann, auðlindina, sameign íslensku þjóð- arinnar. Það mál spannar öll hin til sam- ans, atvinnu-, efnahags- og byggðamál. Núverandi stjórnarflokkar hafa stað- ið vörð um þá stefnu, sem heimilar kvótahöfum að kaupa og selja óveiddan fiskinn í sjónum, sem sína prívateign. Kvótunum var fyrst úthlutað sam- kvæmt veiðireynslu skipa og skipstjóra, upp úr 1980. Frjálst framsal var heim- ilað í upphafi tíunda áratugarins og all- ar götur síðan hafa örfá fyrirtæki og einstaklingar búið að þeim einstöku og ótrúlegu forréttindum að umgangast þessa stærstu og verðmætustu auðlind þjóðarinnar sem sína einkaeign. Í skjóli pólitískrar verndar núverandi stjórn- arflokka. Allt ku þetta vera gert í nafni hag- ræðingar. Afleiðingarnar blasa hinsvegar hvar- vetna við. Útgerðin safnar skuldum um leið og hún sankar að sér auknum kvóta. Kvótahafar hverfa úr greininni með milljarða á milli handanna. Nýliðun í fiskveiðum heyrir sögunni til, þar sem ný kynslóð getur ekki lengur stundað veiðar nema kaupa kvóta dýrum dómi af þeim, sem telja sig eiga hann. Sjávar- byggða meðfram ströndinni, hringinn í kringum landið, bíður hrun og auðn. Svo ekki sé minnst á brottkastið. Og sjálfir fiskistofnarnir og aflaheimild- irnar minnka og minnka með hverju árinu. Það er nú öll hagræðingin. Í raun og veru er óþarfi að telja þessa ógæfu alla upp. Meginsökin liggur í því óhæfuverki, þeim afglöpum, að afhenda ókeypis þessa dýrmætu sameign ís- lensku þjóðarinnar til örfárra útvalinna. Sú sök er alvarlegust og óafsakanleg. Hún felur í sér ranglæti, misskiptingu, sérhagsmunagæslu og þá ótrúlegu bí- ræfni að afsala, í hendur örfárra, þeirri auðlind sem landsmenn allir eiga. Ætlar þjóðin, ætla kjósendur, að kyssa vöndinn og verðlauna þá stjórn- málamenn, sem að þessu verki hafa staðið og ábyrgðina bera, með því að greiða götu þeirra í komandi kosn- ingum? Það má öllum vera ljóst, að í kosning- unum í vor gefst síðasta tækifærið til að snúa kúrsinum við. Að óbreyttu mun kerfið endanlega festast í sessi. Athygli vekur, að fáir ef nokkrir frambjóðendur núverandi stjórn- arflokka gera minnstu tilraun til að verja þetta athæfi. Það á að þegja það í hel og halda því fram að breytt kerfi, endurheimt auðlindarinnar, muni valda kollsteypu í sjávarútveginum. Sá hræðsluáróður er í senn aumur málstaður og ástæðulaus. Tillögur Sam- fylkingarinnar og annarra andstæðinga gjafakvótans eru þær að fiskurinn verði hægt og sígandi settur á markað. Þau útgerðarfyrirtæki sem hafa haslað sér völl, munu hafa alla burði til að bjóða í og fá aflaheimildir í sinn hlut. Það verð- ur engum fótum kippt undan þeim, þótt frjáls markaðsvæðing haldi innreið sína á þessum vettvangi og annars staðar hefur verið viðurkennd og viðgengist. En mergurinn málsins er þessi: eig- um við, kjósendur góðir, að umbuna þeim stjórnmálaflokkum, sem hafa gef- ið óveiddan fiskinn, sameign þjóð- arinnar, með atkvæði okkar? Er ekki kominn tími til breytinga og uppgjörs? Það er nú eða aldrei. Það er nú eða aldrei Eftir Ellert B. Schram „Það má öllum vera ljóst, að í kosningunum í vor gefst síðasta tækifærið til að snúa kúrsinum við.“ Höfundur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. yfirlýsingu sinni frá 28. maí, 1999. Þann 22. janúar sl. gengu þingmenn Samfylkingar eftir efndum. Forsætisráðherra kvað engra stórbreytinga að vænta það sem eft- ir lifði kjörtímabilsins. Málið væri svo erf- itt. Þrekleysi ríkisstjórnarinnar kemur því í veg fyrir löngu tímabæra nútímavæðingu stjórnkerfisins. Boðberi breytinga Þrátt fyrir uppgjöf ríkisstjórnarinnar í málinu kom okkur Samfylkingarfólki þægilega á óvart að Framsóknarflokk- urinn tók upp stefnu okkar í þessu máli á síðasta flokksþingi sínu. Það er því ljóst að málflutningur okkar að þessu leyti hefur borið árangur. Framsóknarmönnum er raunar velkomið að ljósrita fleiri góðar til- lögur Samfylkingarinnar – svo framarlega sem höfundar sé getið! Engum sem fylgist með þróun stjórn- mála um þessar mundir dylst þó, að ólíkt Framsóknarflokknum er Samfylkingin boðberi breytinga í íslenskum stjórn- málum. Tillögur okkar um endur- skipulagningu stjórnarráðsins standa ekki stakar. Þær ber ekki að skoða frá þröngum sjónarhóli kerfiskallsins, heldur í sam- hengi við aðrar hugmyndir okkar um nú- tímalegri og opnari stjórnarhætti. Nýskip- an ráðuneyta er nátengd hugmyndum Samfylkingarinnar um jöfnun atkvæða og landið sem eitt kjördæmi; skýrari að- greingu framkvæmda- og löggjafarvalds; endurskoðun ráðherraábyrgðar og stjórn- festu í stað duttlungavalds; og ekki hvað síst hugmyndum um aukin áhrif borg- aranna á ákvarðanatöku. Ríkisstjórn undir forystu Samfylking- arinnar mun því ekki aðeins fylgja ný stefna í landsmálum, heldur nýir og nú- tímalegir stjórnarhættir. r. gin hefur einnig talið nauð- durskoða stjórnarráðið að eirri uppbyggingu er nauð- lgreina verkefni ríkisins og á kipa þeim saman í ráðuneyti. r vitaskuld að færa saman ka ráðuneytum en styrkja Ljóst er til dæmis að nokkuð samgönguráðuneytisins ins nýja atvinnuvegaráðu- egan hluta af verkefnum fé- mgöngu- og dóms- og kirkju- tisins mætti hæglega u öflugu ráðuneyti, innan- ti. Óþarft er að rekja að sinni ur. Hugmyndir okkar munu eytum og ráðherrum, enda að jafn lítið land og Ísland ráðherra að gera. n er sú, að tíminn hefur hjá stjórnarráðinu. Það hefur g minna óbreytt frá 1969, dantekningu sem helst felst í uneytinu. Byltingar á sviði atvinnuhátta, sem felast í kkingar- og vitundariðnaði, í samsvarandi breytingum á u. Núverandi ríkisstjórn nn til að nútímavæða stjórn- í því að uppstokkun stjórn- eitt þeirra verka, sem rík- ðs Oddssonar lofaði í stefnu- erfisins engd hugmyndum n atkvæða og “ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. krónum í kassann, en samfélagsleg áhrif þessa yrðu auðsæ. Þannig væri hægt að gera fólki kleift að sækja þjónustu í sinni heimabyggð og það er byggðastefna í verki. Vonbrigði Ekki verður annað sagt en að stefna stjórnvalda í einkavæðingarmálum valdi vonbrigðum. Með henni koma þau sér und- an þeim skyldum sem klárlega hvíla á herðum þeirra um að halda uppi lágmarks- þjónustu fyrir fólk í hinum dreifðu byggð- um. Það er því holur hljómur í málflutningi ríkisstjórnarinnar þegar talið berst að byggðamálum. Enginn raunverulegur vilji er til aðgerða í þeim efnum. Ríkisstjórnin vill frekar slá sig til riddara með risastór- um einstökum framkvæmdum sem henta vel í kosningabaráttu. Davíð Oddsson hef- ur sýnt það síðustu tólf árin að hann hefur engan hug á að halda landinu öllu í byggð. Sú stefna hans hefur notið dyggs stuðnings Framsóknarflokksins sem og Samfylking- arinnar sem stutt hefur einkavæðingar- stefnu ríkisstjórnarinnar með ráðum og dáð. Það er því ljóst að til þess að koma raunverulegri byggðastefnu í framkvæmd verður að tryggja Vinstrihreyfingunni – grænu framboð brautargengi. slandi hafa ákveðnum skyld- við alla íbúa landsins, hvar Það er augljóst að núverandi fa ekki rækt þær skyldur Einkavæðing fyrirtækja hef- gar í för með sér að þessar ekki lengur. Einkaaðilar sem i gera það eingöngu út frá gnaðar og fjármagns. Það ki hvort félagslegar aðstæður um byggðarlögum versna eða u ef hagnaður fyrirtækja Þannig hafa aðgerðir stjórn- æðingarmálum gert það að fiðara er um vik með að halda ssamfélagsþjónustu á lands- kisvaldið getur rekið sín fyr- rum formerkjum en einkaað- stri er hægt að gera ákveðna nustustig hvar sem er á land- aaðilar myndu aldrei láta sér gera. Vissulega gæti það du fyrirtæki eitthvað færri dsbyggðinni Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi. að stefna málum valdi innan OECD-ríkjanna. Minna má á, að þegar tekjuskattur ein- staklinga var lækkaður um 4 prósentustig í 3 áföngum hömuðust formaður Samfylk- ingarinnar og aðrir forystumenn þess flokks á okkur stjórnarliðum mánuð eftir mánuð bæði á Alþingi og í fjölmiðlum og sögðu að það væri ábyrgðarleysi að lækka skatta í góðæri. Nú boða forystumenn Samfylking- arinnar hver um annan þveran skatta- lækkanir ef flokkurinn kemst til valda. Hvað veldur þessum viðsnúningi? Skyldi hann nokkuð tengjast væntanlegum al- þingiskosningum? Skyldi nokkur trúa þessum loforðum? Hvorum er nú líklegra að treysta; þeim sem aftur og aftur hafa lækkað skatta eða þeim sem barist hafa gegn skattalækkunum? kaskattur á matvæli var 24,5% í 10%. fsláttur hjóna verður að anlegur á þessu ári. erðir eiga stóran þátt í því að manna hafa stórbatnað. ráðstöfunartekna hefur auk- ng sl. 8 ár. ópuþjóð getur státað af slíkri ukningu. Skattbyrði heimila með því lægsta sem gerist Höfundur er alþingismaður. ðs Oddssonar aðar umbætur í yrir einstaklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.