Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 41
FJÖLÞJÓÐLEGT meistaralið Hróksins átti ekki í miklum vandræð- um með að snúa af sér íslenska keppi- nauta sína og tryggja sér sigurinn á Íslandsmóti skákfélaga. Félagið hafði einnig sigur í annarri og þriðju deild, en Haukar sigruðu í fjórðu deild. Keppninni lauk á laugardaginn og hlaut Hrókurinn 45 vinninga af 56 mögulegum. Taflfélagið Hellir varð í öðru sæti með 39½ vinning og Tafl- félag Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti með 36½ vinning. Mikla athygli vakti gríðarlega góð frammistaða A- liðs Taflfélags Reykjavíkur í fimmtu umferð mótsins þegar það sigraði hina sterku sveit Hróksins 4½-3½. Sann- arlega óvænt úrslit og skyndilega eygði Hellir von, en að vísu veika, um að hreppa Íslandsmeistaratitilinn. Sú von varð þó að engu í næstu umferð þegar Hrókurinn tefldi fram sínu sterkasta liði með sjö erlendum meist- urum og einum íslenskum gegn Tafl- félaginu Helli og sigraði 5½-2½. Á sama tíma töpuðu TR-ingar gegn B- liði Hellis 4½-3½. Erlendu meistar- arnir í Hróknum sluppu ekki óskadd- aðir gegn Helli og sjálfur Ivan Soko- lov (2.688) varð í annað sinn á stuttum tíma að játa sig sigraðan gegn Helga Ólafssyni (2.475). Þá bætti Sigurbjörn Björnsson (2.267) vænni skrautfjöður í hatt sinn þegar hann sigraði enska stórmeistarann Luke McShane (2.568). Afar óvænt úrslit miðað við 300 stiga mun á keppendum. Loka- staðan í fyrstu deild: 1. Hrókurinn-A 45 v. 2. Hellir-A 39½ v. 3. TR-A 36½ v. 4. Skákfélag Akureyrar-A 29 v. 5. TR-B 22 v. 6. Hellir-B 20 v. 7. Skákfélag Akureyrar-B 18 v. 8. Bolungarvík 14 v. Þessi úrslit í fyrstu deild, ásamt sigri B-liðs Hróksins í annarri deild, þýða að í haust verða einungis fjögur skákfélög með lið í fyrstu deild: Hrók- urinn, Hellir, TR og Skákfélag Akur- eyrar. Hvert þessara félaga verður með tvö lið í deildinni. Í annarri deild urðu úrslit þessi: 1. Hrókurinn-B 32 v. 2. Vestmannaeyjar 27 v. 3. Taflfélag Kópavogs 22 v. 4. Taflfélag Garðabæjar-A 21 v. (8 stig) 5. Reykjanesbær-A 21 v. (6 stig) 6. TR-C 19 v. 7. Akranes 14 v. 8. Hellir-C 12 v. Hrókurinn klykkti út með naumum sigri í þriðju deild og hampar því meistaratitlinum í þremur af fjórum deildum keppninnar.: 1. Hrókurinn-C 27 v. 2. Selfoss-A 26½ v. 3. Dalvík 22½ v. 4. Seltjarnarnes 20 v. 5. Skákfélag Akureyrar-C 20 v. 6. Austurland 18½ v. 7. TR-D 17 v. 6. TR-G 16½ v. Lokastaðan 4. deild: 1. Haukar 35 v. 2. KR 30 v. 3. TG 26½ v. 4. Hrókurinn-D 25½ v. 5. Hellir-E 22½ v. 6. Laugdælir 22 v. 7.-12. Sauðárkrókur, Vestmanna- eyjar, Hreyfill, SA-D, TR-E, Sel- foss-B 20½ v. 13. Reykjanesbær-B 20 v. 14. Hellir-D 18 v. 15. Haukar-B 16½ v. 16. TR-F 13½ v. 17. Hellir-F 11½ v. Þessi stutta og fjöruga skák var tefld í viðureign Akureyringa og Bol- víkinga í fimmtu umferð. Hvítt: Arnar Þorsteinsson Svart: Sigurður Gunnar Daníelsson Júgóslavnesk vörn 1.e4 d6 2.d4 g6 3.Rc3 Bg7 4.f4 Rc6 5.d5 Rd4 6. Be3 c5 7.Dd2 -- Nýr leikur. Þekkt er 7.Rf3 (7.dxc6 Rxc6 8.Rf3 Rf6 9.Be2 0–0 10.Rd2 d5) 7. -- Rxf3+ 8.Dxf3 Da5 9.Bb5+ Kd8 10.Bd2 a6 11.Be2 Dc7 12.0–0–0 Bd7 13.e5, með mun betra tafli fyrir hvít (Scharfenberg-Gerst, Bonn 1996). 7...a6 8.Bxd4 -- Önnur leið er 8.Rge2 Db6 9.0–0–0 Bg4 10.He1 e5 11.dxe6 fxe6 12.h3 Bxe2 13.Bxe2 o.s.frv. 8...cxd4 9.Rd1 e6 10.Rf3 exd5 11.exd5 Rf6 12.Rxd4 0–0 Svartur getur náð aftur peðinu, sem hann fórnaði, t.d. 12...Rxd5 13.Be2 0–0 14.c4 Rb6 15.Rc3 Dc7 16.b3 d5 17.cxd5 Dc5 o.s.frv. 13.Rc3 He8+ 14.Be2 Re4 15.Rxe4 Hxe4 16.Rf3 De7 17.c3 Bg4 18.Kf2 He8 19.Hae1 Bh6 20.g3 -- Svartur hefur komið öllum mönn- um sínum í spilið, svo að eitthvað verð- ur undan að láta hjá hvíti. 20...Bxf4! 21.Dd1 -- Eða 21.gxf4 Bxf3 22.Kxf3 He3+ 23.Kf2 De4 24.Dd1 Dxf4+ 25.Kg2 Dg5+ 26.Bg4 (26.Kf2 H8e5 27.Bf3 Dh4+ 28.Kg2 Hxe1 29.Hxe1 Dxe1 30.Dxe1 Hxe1) 26...Hxe1 27.Hxe1 Hxe1 28.Dxe1 Dxg4+ og svartur vinnur. 21...Be3+ 22.Kg2 Ba7 og hvítur gafst upp, því að hann tap- ar miklu liði, t.d. 23.Rd4 (23.h3 Hxe2+ 24.Dxe2 Dxe2+ 25.Hxe2 Hxe2+ 26.Kf1 Bxf3, eða 23.Bd3 Bxf3+ 24.Dxf3 Hxe1) 23...Bxe2 24.Hxe2 Hxe2+ 25.Rxe2 Dxe2+ o.s.frv. Magnús Örn Úlfarsson hraðskákmeistari Íslands Hraðskákmót Íslands fór fram á sunnudag í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Magnús Örn Úlfarsson sigraði í æsispennandi keppni og tryggði sér þar með titilinn hraðskák- meistari Íslands 2003. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Magnús Örn Úlfarsson 14½ v. af 18 2. Stefán Kristjánsson 14 v. 3. Áskell Örn Kárason 13½ v. 4. Jón Viktor Gunnarsson 13 v. 5. Sigurður Daði Sigfússon 12 v. 6. Guðmundur Gíslason 10½ v. 7. Sigurbjörn Björnsson 10½ v. 8. Dagur Arngrímsson 10½ v. 9. Sigurður G. Daníelsson 10½ v. o.s.frv. Kramnik og Leko efstir í Linares Kramnik og Leko eru efstir í Lin- ares eftir átta umferðir. Kramnik gerði jafntefli við Kasparov, en Leko lagði Radjabov. Anand gerði jafntefli við Ponomariov. Staðan á mótinu er þessi: 1.-2. Kramnik og Leko 4½ v. 3.-4. Anand og Kasparov 4 v. 5.-6. Radjabov 2½ v. og Ponomariov 2½ v. 7. Vallejo Pons 2 v. Vallejo Pons hefur teflt sex skákir en hinir keppendurnir sjö. Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga Daði Örn Jónsson SKÁK Menntaskólinn við Hamrahlíð ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 28. feb. – 1. mars 2003 Þessi stutta og fjöruga skák var tefld í viðureign Akureyringa og Bolvíkinga í fimmtu umferð. Hvítt: Arnar Þorsteinsson. Svart: Sig- urður Gunnar Daníelsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 41 Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.