Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „FRAMLENGIÐ samning- inn við Róbert Gunnarsson,“ skrifar Steen Nedell Christiansen, blaðamaður Århus Stiftstidende m.a. í grein sinni í blaðinu í gær þar sem hann fjallar um við- ureign Århus GF og Ajax/ Farum í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik sem fram fór á sunnudaginn. Ró- bert fór á kostum í leiknum og skoraði 13 mörk og hleð- ur blaðið lofi á framgöngu hans sem það segir hafa rið- ið baggamuninn fyrir liðið í naumum sigri, 34:32. Umfjöllun blaðamannsins um leikinn er áskorun til stjórnar fé- lagsins að gera nýjan samning við Róbert, en það hefur að mati blaðamannsins dregist úr hömlu. „Róbert Gunnarsson er einn besti línumaður úrvalsdeildarinnar. 13 mörk gegn Ajax/Farum, þar af 10 mörk í síðari hálfleik, segja allt sem segja þarf. Ég þarf ekki að segja meira,“ skrifar Steen Nedell Christiansen einnig og heldur áfram. „Hann [Róbert] hefur verið einn besti leik- maður liðsins á leiktíðinni, Hann kann allt í handknatt- leik, er góður varnarmaður, fínn í hraðaupphlaupum og nýtir vel færin sín á línunni. “ Jan Börrjesson, formaður Århus GF segir í samtali við Århus Stiftstidende að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkr- um smáatriðum í nýjum samningi við Róbert. Þau eigi ekki að koma í veg fyrir að Róbert verði áfram í her- búðum félagsins. Róbert segir í samtali við blaðið að hann reikni ekki með öðru en að leika með Århus GF á næstu leiktíð. Róbert hlaðinn lofi í Danmörku Róbert Gunnarsson FÓLK  LÁRA Hrund Bjargardóttir, sund- kona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, náði ágætum árangri á háskólamóti í Bandaríkjunum um helgina. Hún keppti m.a. í 200 stikna fjórsundi og vann, kom í mark á 2.03,38 mín., sem skv. útreikningum gæti verið nærri 2.16,95 í 25 m laug. Íslandsmetið í þessari grein á Lára sjálf og er það 2.17,31.  Í 400 stiku fjórsundi synti Lára einnig á góðum tíma, 4.24,22 mín., sem reiknast sem 4.53,28 í 25 m laug, en Íslandsmetið er 4.55,12 og á Lára það einnig.  AÐ lokum synti Lára í grein sem hún er nú ekki þekkt fyrir eða 200 stiku bringusundi og náði þar 2. sæti á 2.17,67 sem reiknast sem 2.32,81 í 25 m laug.  EMMA Ania, spretthlaupari úr FH, komst í undanúslit í 60 m hlaupi á breska meistaramótinu í frjálsíþrótt- um um helgina. Hún hljóp í milliriðl- um á 7,57 sek., og komst í undanúrslit og hljóp þá á 7,58 sek. Þess má geta að Íslandsmetið er 7,54.  FINNSKI skíðamaðurinn Kalle Pa- lander sigraði í svigi á heimsbikar- móti sem fram fór í Yongyong í Kór- eu um helgina. Pallander fékk tímann 1.42,12 en Giorgio Rocca frá Ítalíu, sem varð annar, var á 1.42,65 og Benjamin Raich frá Austurríki varð þriðji á 1.43,56.  KONURNAR kepptu í risasvigi í Innsbruck í Austurríki og þar sigraði heimamaðurinn Brigitte Obermoser á 1.28,06, Carola Montillet frá Frakk- landi varð önnur á 1.28,27 og Reneta Götschl frá Austurríki þriðja á 1.28,32.  DIEGO Forlan, gæti orðið í leik- mannahópi Manchester United ann- að kvöld þegar liðið tekur á móti Leeds í deildinni. Forlan missti af úr- slitaleiknum í deildabikarnum við Liverpool um helgina en hann meidd- ist á ökkla á upphafsmínútum viður- eigna United og Juventus í Meistara- deildinni á dögunum. Meiðslin eru minni en talið var í fyrstu.  LUIGI Del Neri, þjálfari litla Ver- ónaliðsins Chievo, sem er í fimmta sæti á Ítalíu, vonast til að lið sitt hafni í einu af fjórum efstu sætunum, þann- ig að Chievo verði með í Meistara- deild Evrópu næsta keppnistímabil. Liðið er einu stigi á eftir Lazio sem er í fjórða sæti.  RAY Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, ætlar að gefa leik- mönnum sem hafa verið á vara- mannabekknum, tækifæri til að sýna sig fyrir bikarleik gegn Burney um næstu helgi, þegar Watford leikur deildaleik gegn Preston í kvöld. Það eru Paolo Vernazza, Sean Dyche og Anthony McNamee.  MIÐHERJINN Tommy Smith hjá Watford, sem meiddist á höfði í um- ferðaóhappi á dögunum, er að ná sér en óvíst er hvort hann verður í byrj- unarliðinu gegn Preston. Strangt til tekið rann fresturinnút sl. föstudag. Ómar Smára- son, leyfisstjóri KSÍ, segir að fé- lögin sem ekki hafi tekist að skila inn umsóknum sínum sl. föstudag hafi sótt um frest þangað til í gær og hann hefði verið veittur. Farið yfir umsóknir Ómar sagði að næsta skref máls- ins væri það að fara yfir umsóknir félaganna og ræða við forráða- menn þeirra. Ljóst væri að veita yrði undanþágur frá einhverjum skilyrðum leyfiskerfisins í sumar, annars yrðu væntanlega engin lið í efstu deild. Ómar sagðist ennfremur vonast til að vinnu með félögunum við að fara yfir umsóknir og hvað þau ætli sér að gera til að standast þau skil- yrði í náinni framtíð sem krafist er af þeim vegna leyfiskerfisins verði lokið fyrir byrjun apríl. „Það er nauðsynlegt að félögin viti það með að minnsta kosti eins og hálfs mán- aðar fyrirvara hvort þau fá að keppa í deildinni eða ekki,“ sagði Ómar sem vonast að sjálfsögðu til að ekki þurfi að koma til þess að vísa félagi úr keppni í deildinni. Stórauknar kröfur Leyfiskerfi KSÍ er tekið upp samkvæmt fyrirmynd frá UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Það var samþykkt á ársþingi KSÍ á dögunum, en það hefur verið í und- irbúningi í nokkurn tíma. Það tek- ur til flestra atriða í rekstri félag- anna, svo sem vallaraðstæðna, fjármála, stjórnar og skipulags fé- laga og réttinda þjálfara. Í stuttu máli sagt eru gerðar stórauknar kröfur á hendur félögunum um um- gjörð, fjármál og faglega stjórnun. Liðin í efstu deild hafa sótt um leyfi Öll félög efstu deildar karla í knattspyrnu á komandi leiktíð hafa skilað inn umsóknum til þátttöku í deildinni samkvæmt nýju leyfis- kerfi Knattspyrnusambands Íslands. ÍA var fyrst félaga til þess að skila inn umsókn en fjögur þau síðustu fengu frest þangað til í gær- kvöldi, en það voru FH, Fylkir, Fram og Valur. Rúnar Alexanderssonkeppti með Gerpu á mótinu og stóð sig með miklum ágætum og hal- aði inn mörg stig fyrir fé- lagið, fékk alls 51,95 stig en Gerpla sigraði með 169,75 stig í efsta þrepi karla en Ármann hlaut 165,60 stig. Rúnar hefur ekki keppt mikið að und- anförnu á öllum áhöldum, hefur einbeitt sér mest að bogahesti, hringjum og tvíslá. Rúnar fékk ágæta ein- kunn á tveimur síðast- nefndu áhöldunum, 9,20 bæði í hringjum og á tvíslá en á bogahesti fékk hann „aðeins“ 8,25, sem var þó hæsta einkunn sem gefin var á hestinum. Rúnar datt í æfingunum og er það skýringin á að hann fékk ekki hærri ein- kunn. Bikarmótið er liða- keppni og því eru stig einstaklinga ekki lögð sérstaklega saman, en eins og áður segir bar Rúnar höfuð og herðar yfir aðra keppendur því næstur á eftir honum í stigum var Viktor Krist- mannsson úr Gerplu með 44,30 stig og Anton H. Þórólfsson úr Ármanni var með þriðja besta árangurinn, 42,50 stig. Það er nóg að gera hjá Rúnari þessar vikurnar því hann er á sex vikna keppnisferðalagi og tekur um næstu helgi þátt í sterku boðsmóti í Kaupmannahöfn. Síðan liggur leiðin á þrjú heimsbikarmót, fyrst í París síðan í Cottbus í Þýskalandi og loks fer hann til Grikklands. Í efsta þrepi stúlkna sigraði Grótta, hlaut 92,621 stig og er þetta í fyrsta sinn sem Grótta verður bik- armeistari í frjálsum æfingum. Gerpla varð í öðru sæti með 84,526 stig og Björk í þriðja sæti með 80,871 stig. Íslandsmeistarinn Sif Pálsdóttir, sem keppt hefur með Ármanni, keppti nú í fyrsta sinn með Gróttu og stóð sig mjög vel. Séu reiknaðar ein- kunnir einstaklinga þá hlaut hún 32,925 í einkunn en Tanja B. Jóns- dóttir úr Björkunum varð næst með 30,987 stig og Hera Jóhannesdóttir úr Gróttu náði þriðja besta árangr- inum, fékk alls 29,967 stig. Mikil ánægja ríkir meðal fimleika- fólks vegna mikillar þátttöku í lægri þrepunum og að ný lið eru að koma sterk til leiks. Akureyringar urðu til dæmis í öðru sæti í 4. þrepi kvenna og Vestmannaeyjafélagið Rán í þriðja sæti í 5. þrepi kvenna. Bikarmeistarar Gróttu í efsta þrepi stúlkna. Frá vinstri: Elín Vigdís Andrésdóttir, Hera Jóhannesdóttir, Harpa Hauksdóttir, Sif Pálsdóttir og Fanney Hauksdóttir. Rúnar fór fyrir Gerplu BIKARMÓT Fimleikasambands Íslands var haldið um helgina þar sem 35 lið sendu keppendur í níu flokkum. Hjá piltum sigraði Gerpla í þremur flokkum og Ármann í einum og hjá stúlkunum sigr- uðu Gerplurnar í fjórum flokkum og Grótta í einum. Gerpla sigraði sem sagt í sjö af níu flokkum, Ármann sigraði í einum og Grótta í einum. Keppt var í öllum þrepum og var óvenju góð þátttaka hjá yngstu keppendunum, fimm lið í 4. þrepi pilta og 15 lið í 4. og 5. þrepi stúlkna. Morgunblaðið/Jim Smart Rúnar Alexandersson, Gerplu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.