Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 48
KVIKMYNDIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ TEIKNIMYNDAHETJUR virð- ast höfða öðrum betur til bíógesta. Það væri langt mál að telja þær upp en skemmst að minnast Leð- urblöku-, Ofur-, Kóngulóarmanns- ins og X-manna, en þessir dáða- drengir eru úr sömu smiðju, af sama toga með örlitlum frávikum. Öðlast ofurmennishæfileikana fyr- ir slysni, gjarnan tengda kjarn- orkuúrgangi eða einhverju ámóta heilsusamlegu jukki. Matt Mur- doch (Affleck), fær yfir sig slíkt „gummelade“ og blindast fyrir vik- ið en fær á hinn bóginn yfirnátt- úrlega heyrn, ilman, smekk og til- finningu. Vinnur sem lögmaður á daginn en þegar næturhúmið leggst yfir New York-borg tekur hann sér stöðu uppi á skýjakljúf og fylgist grannt með ódæðis- mönnum og tugtar þá til er þeir hyggjast gera samborgurunum eitthvað til miska. Fyrir vikið fær þessi óttalausa og grímubúna hetja viðurnefnið Ofurhugi af borgarbúum. Inn í söguna flækist mærin Elektra (Garner), hörkutól hið mesta og verða þessi svaðamenni ástfangin upp fyrir haus. Heldur harðnar á dalnum er írska bar- dagabullan Tarfsauga kemur til sögunnar. Vinnur hann fyrir erki- bófann Kingpin (Duncan) og upp- gjörið færist nær og nær. Afþreyingargildi Ofurhuga er óvenju ósvikið og munar mestu að kappinn er leikinn af Affleck, reffi- legum strák með talsverða stjörnuútgeislun og skákar þar og mátar kjóalega mærðardrengi á borð við Toby Maguire. Ekkert er til sparað og það sýnir sig í glæsi- legum leikmyndum, búningum og tónlist Revells. Leikaravalið er nokkuð sterkt með Affleck og hina kynþokkafullu Garner í aðalhlut- verkunum og Duncan er mikilfeng- legur óþokki. Ef ég ætti að veðja hvor héldi betur út í Hollywood, tískusveinninn Farrell eða Affleck, veðjaði ég hiklaust á þann síð- arnefnda, svei mér þá. Favreau og Pantoliano bæta allar myndir sem þeir koma nærri. Galli stórmyndarinnar Ofurhuga liggur í handritinu sem líður fyrir teiknisöguklisjurnar sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsunum um árabil. Ofurmennin eru því miður hvert öðru lík, sem og fjendur þeirra og framvinda. Myndin er góð skemmtun hasarmyndafíklum, aðrir segja sjálfsagt sem svo: „Hef ég ekki séð þetta áður?“ Jamal í djúpum … „Óvenju ósvikið“ afþreyingargildi. Ben Affleck sem Ofurhuginn. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Sambíóin í Keflavík og Borgarbíó á Akureyri. OFURHUGI /„DAREDEVIL“  Leikstjórin og handrit: Mark Steven John- son. Kvikmyndatökustjóri: Ericson Core. Tónlist: Graeme Revell. Aðalleikendur: Ben Affleck, Jennifer Garner, Michael Clarke Duncan, Colin Farrell, Joe Pant- oliano, Jon Favreau, David Keith. 120 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2003. Sæbjörn Valdimarsson Út af sporinu (Derailed) Spenna Bandaríkin/Þýskaland 2002. Myndform. VHS (88 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Bob Misiorowski. Aðalleik- endur: Jean-Claude Van Damme, Tomas Arana, Laura Elena Harring, Susan Gibney. ENGINN skyldi ætla að dagar belgíska buffleikarans Jean Claude Van Damme væru allir. Hann er þvert á móti sprellifandi og hefur fundið skjól í illviðrum harðhausa- samkeppninnar á látlausum slóðum B-, kapal- og sjónvarpsmynda. Nýj- asta afurðin nefnist Derailed og hef- ur farið beint á myndband hér sem annarsstaðar, Fyrir svo sem áratug gengu afþreyingarhasarmyndir á borð við þessa í bíóhúsum þannig að hún er hvorki verri né betri en fyrri slagsmálahraðréttir vöðvabúntsins. Damme leikur sérsveitarmanninn Kristoff sem verður að sleppa af- mælisveislunni til að bjarga heimin- um úr höndum vit- stola hryðjuverka- manns. Sá hefur komist yfir djöfla- veiru og útlitið allt annað en fagurt. Mikið guðslán að geta reitt sig á and- lega og líkamlega snilligáfu manna á borð við Kristoff. Hann drepur og örkumlar fleiri dusilmenni hér en John Wayne í meðal indjánamynd frá sjötta áratugnum. Sögusviðið er stjórnlaus farþegalest á fullri ferð og þó að við séum því miður ekki stödd um borð í The Runaway Train, þá eru til staðar vel útfærð spennuatriði til að halda manni nokkurn veginn vakandi. Miltisbrandurinn liggur í loftinu og byssukúlur hvína. Leik- stjórnin er viðvaningsleg og Harring (Mulholland Drive) eina kunnuglega andlitið í aukaleikarahópnum. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Van Damme og djöflaveiran TRY ME buxur í miklu úrvali Hallveigarstíg 1 588 4848 Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Nýtt! drapplitur föst 7.3 kl. 21, UPPSELT lau 8.3 kl. 21, UPPSELT þri 11.3 kl. 21, AUKASÝNING föst 14.3 kl. 21, UPPSELT, lau 15.3 kl. 21, Nokkur sæti föst 21.3 kl. 21, Örfá sæti, lau 22/3 kl, 21, Nokkur sæti föst 28/3 kl, 21, laus sæti "Björk er hin nýja Bridget Jones." morgunsjónvarpið ÓSÓTTAR PANANIR SELDAR FJÓRUM DÖGUM FYRIR SYNINGU Sun. 2/3 kl. 14 Sun 9/3 kl. 14 Sun. 16/3 kl. 14 Sun. 23/3 kl. 14 Sun. 30/3 kl. 14 Miðapanntanir frá kl. 13-18. S: 552 3000 www.alfheimar.is Síðustu sýningar! Munið hópafsláttinn Þekktasta brúðkaup allra tíma... BRUÐKAUPFígarós 8. mars kl. 15 - Frumsýning 9. mars kl. 15 - 2. sýning 11. mars kl. 20 - 3. sýning Miðasala frá 3. mars 14-18 daglega í síma 552-7366 og við innganginn flutt í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabraut 54 ´ nemendaó era Söngskólinn í Reykjavík p Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 8/3 kl 21 Sun 9/3 kl 21 Örfá sæti Fös 14/3 kl 21 Nokkur sæti Fim 20/3 kl 21 Fös 21/3 kl 21 Fös 28/3 kl 21 „Engum er hollt að hlæja samfellt í lengri tíma“ Sveinn Haraldsson Mbl Stóra svið LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe 5. sýn sun 16/3 kl 20 blá kort Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 ATH: Aðeins 4 sýningar eftir SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fim 6/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20, Lau 15/3 kl 20, Fö 21/3 kl 20, Lau 22/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Su 30/3 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fö 7/3 kl 20 AUKASÝNING Lau 8/3 kl 20 AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 9/3 kl 14, Su 16/3 kl 14, Su 23/3 kl 14 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 038 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mið 5/3 kl. 20 UPPSELT, Fi 6/3 kl 20, Su 9/3 kl 20, Lau 15/3 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fim 6/3 kl 20, Su 9/3 kl 20, Lau 15/3 kl 20, Su 16/3 kl 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 7/3 kl 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 8/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 8/3 kl 14, Mi 12/3 kl 10 UPPSELT Lau 15/3 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 8/3 kl 20, UPPSELT Fi 13/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20 HERPINGUR eftir Auði Haralds HINN FULLKOMNI MAÐUR e. Mikael Torfason í samstarfi við Draumasmiðjuna Su 9/3 kl 20 AUKASÝNING Aðeins þessi eina sýning Takmarkaður sýningarfjöldi Uppistand um jafnréttismál sýn. fös. 7. mars kl. 20 sýn. fös. 14. mars kl. 20 Leyndarmál rósanna sýn. lau. 8. mars kl. 19 sýn. lau. 15. mars kl. 19 Vörðufélagar Landsbanka Íslands fá 25% afslátt gegn framvísun gulldebetskorts. Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Miðasala 5523000 - www.madeinusa.is SÝNT Í LOFTKASTALNUM Næstu sýningartímar fim 6.3 kl. 20 aukas. Laus sæti lau. 8.3 kl. 20 Örfá sæti fös 14.3 kl. 20 Laus sæti Síðustu sýningar SÖNGLE IKUR EFTIR JÓN GNARR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.