Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 19 HÓPUR nemenda í sjötta bekk í Ár- bæjarskóla brá út af hefðbundinni kennslu í síðustu viku á sérstökum þemadögum og fræddist um dag- legt líf barna og fjölskyldna í Írak í ljósi yfirvofandi stríðsátaka í land- inu. Þau hafa undanfarna daga viðað að sér efni á Netinu, horft á myndbönd og velt fyrir sér við- fangsefninu frá ólíkum sjón- ahornum. Afraksturinn er í þann veginn að fæðast, verður sýndur á veggjum skólans, bæði myndir og textar, sem aðrir nemendur geta virt fyrir sér. Morgunblaðið ræddi við tvo nemendur sem fóru ekki í grafgötur með skoðanir sínar á hugsanlegu stríði og alfleiðingum þess, mönnum og málefnum. „George Bush er að fara að drepa fólk, hann er ekki að fara ráðast inn í eyðimörk,“ segir Tómas Daði Hall- dórsson, 12 ára, blákalt í upphafi samtalsins. „Saddam Hussein er góður við börnin í Írak,“ bætir skólabróðir hans, Eyþór Ingi Eyþórsson við, en dregur svo hálfvegis í land. Fljót- lega kemur upp úr dúrnum að það eru fleiri hliðar á málflutningi þeirra, þótt þeir séu eftir sem áður mjög á móti hugsanlegu stríði. Saddam Hussein á litla samúð skilið, að þeirra mati. „Saddam er stórhættulegur mað- ur en Geroge Bush hefur komist yfir miklu fleiri vopn. Hann er að fara í stríð af því að hann vill olíuna þeirra og vill hækka gengi dollarans og hefna fyrir að Saddam sleit sam- bandi við Bandaríkin,“ segir Tómas. Hann segist hafa fylgst mjög náið með Bush og því sem hefur verið skrifað og rætt um hann. Hann hef- ur jafnvel tekið þátt í mótmæla- göngu vegna stríðsins, tjáir hann viðstöddum, og færist nú allur í aukana. „Ef þú blandar saman George Bush og Saddam Hussein þá kemur út Hitler. Ég er að segja það, George Bush notar aðferð sem Hitl- er notar …“ Hláturrokurnar taka nú að berast frá Eyþóri sem á bágt með sig. Hann þarf að standa upp til að jafna sig. „Hann byggir upp fasisma í land- inu,“ segir Tómas, áður en málið er tekið af dagskrá. Í treyju með Che Guevara Drengirnir eru sammála um að Saddam Husein hafi með tíð og tíma misnotað vald sitt og sé nú orðinn vondur leiðtogi. Á meðan á viðtalinu stendur verður blaðamanni starsýnt á bol Tómasar. Stærðar mynd af Che Guevara, byltingarleiðtoga og vini Kastrós, prýðir treyjuna. Hon- um verður á að spyrja út í bolinn og Tómas svarar um hæl. „Þetta er einn stærsti pólitíkus allra tíma, auðvitað geng ég í bol með honum,“ og þar með er málið útrætt. Spjallið við drengina heldur áfram og leiðist út í alls kyns vanga- veltur um Al Gore og síðustu for- setakosningar í Bandaríkjunum, stríðið í Afganistan, Nixon, seinn heimsstyrjöldina og námsár George Bush. Blaðamaður á augljóslega í mesta basli með að fá viðmælendur sína til að einbeita sér að Íraksmál- inu, þvílíkur er orðflaumurinn í þessum ungu herramönnum! Blaðamanni leikur hugur á að vita hvort samnemendur þeirra hafi sömu skoðanir á Íraksmálinu. Í ljós kemur að þær eru ekki jafnsterkar og sjást í þessu viðtali. Hins vegar eru nemendur almennt á því að vopnaeftirlitsmennirnir eigi að fá tíma og ráðrúm til að vinna sína vinnu svo hægt verði að komast hjá stríði, að sögn drengjanna. Sigurborg Ragnarsdóttir kennari er konan á bak við Íraksmálið í Ár- bæjarskóla, ef svo má segja. „Við byrjuðum á því að skoða úr- klippur á skjávarpa, allur árgang- urinn saman. Sáum inn í landið, hvað er að gerast, fátæktina, eymd- ina og volæðið,“ segir hún. Hún segist hafa spurt krakkana út í hvað þeim finnist um ástandið í Írak og hugsanlegan stríðsrekstur og þau séu sammála um að hugs- anlegt stríð sé versti kosturinn. Ástæða þess að krakkarnir velta upp þessum áleitnu spurningum ein- mitt nú er að undanfarna daga hafa sérstakir þemadagar verið í skól- anum og urðu samfélagsgreinar fyrir valinu að þessu sinni. „Mér fannst svolítið forvitnilegt að kíkja á þetta land, gera eitthvað nýtt,“ segir Sigurborg. Hún segir krakkana hafa verið mjög áhuga- sama um verkefnið og segist munu koma til með að taka fyrir fleiri „heit“ lönd og átakasvæði sem eru umræðunni, síðar meir. Syngja múslimskan söng við undirspil Spurð hvort æskilegt sé að nem- endur taki upp málið í skólanum þar sem þau skynji ástandið hvort eð er í umræðunni dag frá degi, segir hún að ákveðið hafi verið að leyfa þeim að móta eigin skoðanir á málinu. „Uppgötva sjálf hvað er í þessu landi, hvað er um að vera, hvers vegna á að ráðast á það, hugleiða það,“ segir Sigurborg. „Það er mikilvægt að þau fræðist um hluti sem alltaf er verið að tala um, að þau fái tækifæri til að mynda sér skoðanir,“ bætir hún við. Eftir hádegi sameinuðust nem- endur í söng, sungu þekkt mús- limskt lag við undispil hljómsveitar sem skipuð er jafnöldum þeirra. Ráðgert er að verkefni barnanna verði síðan sett upp á göngum skól- ans þar sem nemendur og aðrir áhugasamir geta kynnt sér þau. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Krakkarnir voru önnur kafnir við verkefnagerð í gær. Frá vinstri: María, Hrafnhildur og Elísa. Nemendur í Árbæjarskóla fræðast um líf barna í Írak Saddam er stórhættulegur en Bush á fleiri vopn Árbæjarhverfi Tómas Daði Halldórsson og Eyþór Ingi Eyþórsson sögðu skoðun sína á Íraksmálinu. TENGLAR ..................................................... Þeir sem vilja kynna sér nánar efnið sem krakkarnir hafa unnið með geta nálgast upplýsingar á slóðinni: http://pages.ivillage.com/sjottibekk- ursr2003/ hærri við Héðinslóðina en við Rán- argrund, með því að kaupa aðeins hluta Héðinslóðarinnar sé hún sömu- leiðs óheppileg með tilliti til reksturs skóla. Þá sé leyfilegur hávaði á lóð- armörkum Héðins 70dB en 55dB á skólalóð og 30dB í skólastofum. Þar segir einnig að staðsetning skóla nálægt miðsvæði Grunda gefi sveigjanleika á að hluti skólahverfa Flataskóla, Sjálandsskóla og jafnvel Hofsstaðaskóla verði sameiginlegur. Að sögn Eiríks Bjarnasonar bæjar- verkfræðings er málið áfram til um- ræðu og á hann von á að það skýrist nánar á næstu vikum enda knappur tími til stefnu eigi skólinn að verða tilbú- inn árið 2005 eins og gert er ráð fyrir. BÆJARRÁÐ fjallaði í síðustu viku um staðsetningu nýs grunnskóla vestan Hafnarfjarðarvegar sem stefnt er að því að taka í notkun árið 2005. Bæjarverkfræðingur lagði fram minnisblað á fundinum um saman- burð á tveimur skólalóðum, á lóð Héð- ins við Stórás og á Sjálandi. Af tveim- ur kostum sem til umræðu voru mælti hann með staðsetningu skólans á lóð á Sjálandi við Ránargrund. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvar skólinn muni rísa. Bæjarverkfræðingur nefnir í minn- isblaði sínu að stofnkostnaður sé mun Skóli rísi á Sjálandi Garðabær Umsögn bæjarverkfræðings FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra stendur fyrir Íþróttahátíð – leikdegi aldr- aðra, á morgun í Laugardals- höll milli kl. 13 og 15. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, bæði leikir, söngur, leik- fimi og dans og eru allir áhuga- samir hvattir til að mæta að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Meðal þess sem boðið verður upp á er kínversk leik- fimi og íslenskir dansar. Leikdagur aldraðra í Höllinni Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.