Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Arnarfell og Freri koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss kom til Straumsvíkur í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmálun, kl. 14 söng- stund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Framtals- aðstoð verður veitt 17. mars. Panta þarf tíma í síma 553 6040. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9 vinnu- hópur gler, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 málun og tréskurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Bridge og saumar kl. 13.30. Pútt- og billjardstofur opnar alla daga. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort spil- að kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilastofa op- inn, kl. 13. boccia, á morgun ferð í Laug- ardalshöll á íþróttahá- tíð FÁÍA, upplýsingar og skráning í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund, kl. 14.30 spænska. Fótaaðgerð- ir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Briddsdeild FEBK, Gjábakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Íþróttadagur aldraðra verður á morgun kl. 13–15 í Laugardalshöllinni. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Í dag er þriðjudagur 4. mars, 63. dagur ársins 2003. Sprengidagur. Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lúk. 13, 24.) Kosningar nálgast óð-um og fundir þar sem forystumenn flokk- anna kynna sjálfa sig og stefnumið fyrir kjós- endum eru að verða dag- legt brauð. Vinstri grænir héldu flokksráðsfund fyrir helgi þar sem kosninga- áherslur flokksins fyrir alþingiskosningarnar voru m.a. kynntar. Þar er margt sem vek- ur athygli og þá ekki síst vegna þess að vinstri grænir virðast vilja koll- varpa mörgum þeim skattkerfisbreytingum, sem hrint hefur verið í framkvæmd á síðustu ár- um og komið hafa ein- staklingum og fyr- irtækjum til góða.     Fyrir nokkrum árumvar skatthlutfall á ýmsar fjármagnstekjur 40-45%. Samt sem áður skilaði sá skattur litlum sem engum tekjum ein- faldlega vegna þess að það borgaði sig ekki að eiga viðskipti er skiluðu fjármagnstekjum þegar skattar voru það háir. Þess í stað ákvað núver- andi ríkisstjórn að leggja flatan 10% fjármagns- tekjuskatt á allar fjár- magnstekjur. Sá skattur er farinn að skila veru- legum tekjum í ríkissjóð. Nú vilja vinstri grænir auka skattheimtu á fjár- magnstekjur yfir 100 þúsund krónur með því að búa til tvö ný þrep, 12% og 18%. Spá vinstri grænir því að þar með muni tekjur ríkissjóðs aukast um tvo milljarða á ári. En er það nú öruggt? Er ekki ein- mitt hætta á að eftir því sem skatthlutfallið er hækkað muni draga úr viðskiptum er skila rík- issjóði fjármagnstekjum á nýjan leik?     Hækkun þessa skattsgæti haft marg- víslegar afleiðingar. Vafalítið myndi hækkun skattsins kalla á kröfur um að fyrirtæki og ein- staklingar mættu þá draga fjármagnsgjöld frá tekjunum. Það er ekki leyft sem stendur, einmitt vegna þess hve skattprósentan er hóf- leg. En er réttlætanlegt að skattleggja fjár- magnstekjur með 18% skatti án þess að leyfa viðkomandi aðila að draga fjármagnsgjöld sín frá á móti? Þá má velta því fyrir sér hversu mikið hækk- un á þessum skatti muni hækka vexti í landinu. Ef kostnaður við útlán fjár- magns eykst er óhjá- kvæmilegt að vextir hækki á móti til að vega það upp. Einnig má spyrja hvaða áhrif hækk- un á fjármagns- tekjuskatti muni hafa á framboð og verð á leigu- húsnæði. Varla verður skattahækkun til að gera fjárfestingu í slíku hús- næði að fýsilegri kosti. Og væntanlega munu leigusalar hækka leig- una til að vega upp á móti hærri skatti. Svona mætti lengi áfram telja. Þegar upp er staðið gæti þetta þýtt verulega kjararýrnun almennings. STAKSTEINAR Skattahækkun og kjaraskerðing Víkverji skrifar... VÍKVERJI er mikill áhugamaðurum ensku knattspyrnuna og fylgir sínum mönnum, Arsenal, gegn- um súrt og sætt. Ekki verður annað sagt en aðgengi aðdáenda Arsenal hér á landi að leikjum liðsins sé prýði- legt en af kappleikjunum 44 sem liðið hefur háð í vetur hefur Víkverji séð 39 í sjónvarpinu. Sennilega hafa stuðningsmenn Manchester United og Liverpool svipaða sögu að segja en saman mynda þessi þrjú félög innsta kjarna enskrar knattspyrnu og eiga breitt og mikið fylgi á Íslandi sem víðar. Það er af sem áður var að gott þótti að sjá þrjá til fjóra leiki á leiktíð. Flesta af þessum leikjum hefur Víkverji séð heima í stofu á Stöð 2 og Sýn en þjónusta Norðurljósa við áhugamenn um knattspyrnu er í einu orði sagt stórkostleg þegar kemur að beinum útsendingum. Stundum velja þessar ágætu stöðvar að vísu að sýna aðra leiki þegar Arsenal er í eldlín- unni en það kemur yfirleitt ekki að sök því Víkverji sækir þá bara heim knattspyrnuknæpuna Champions Café á Stórhöfða. Þar hafa hús- bændur aðgang að ýmsum erlendum stöðvum sem oftar en ekki sýna frá leikjum Arsenal. Þannig hefur Vík- verji nokkrum sinnum fylgst með sín- um mönnum á hollenskri stöð, sem hann kann því miður ekki að nefna, en hún heldur bersýnilega mikið upp á Arsenal. Ekki að ósekju því einn af fremstu knattspyrnumönnum Hol- lands, Dennis Bergkamp, leikur ein- mitt með liðinu. Víkverji er ekki sleipur í hollenskunni en hefur lúmskt gaman af lýsingum þulanna, ekki síst þegar fyrirliði Arsenal fær knöttinn, en hann heitir ekki Vieira á hollensku, heldur Fieira, samkvæmt góðum og gildum framburðarreglum þar í landi. Aðstaðan á Champions Café er til fyrirmyndar og oft myndast góð stemmning meðan á leikjum stendur. Gestir eru líka af öllum stærðum og gerðum. Skyldi engan undra en áhugi á ensku knattspyrnunni er verulegur hér á landi, eins og menn þekkja. Það er aðeins eitt sem Víkverji hefur út á Champions Café að setja: Þarf nafnið endilega að vera á útlensku? x x x SEM Arsenalmaður hefur Víkverjialdrei haft sérstakan smekk fyrir sigrum Liverpool, sem um árabil réð lögum og lofum í ensku knattspyrn- unni. Hann má þó til með að óska stuðningsmönnum Rauða hersins til hamingju með sigurinn í deildabik- arnum á sunnudag. Hann var verð- skuldaður. Veturinn hefur um margt verið vondur hjá Liverpool enda mik- ils vænst af liðinu. Deildabikarinn er vitaskuld ekki merkasta mót í heimi en sigurinn er þó sárabót fyrir Gèr- ard Houllier og hans menn, ekki síst þar sem höfuðandstæðingurinn, Manchester United, var lagður á eyr- að. Reuters Thierry Henry. Víkverji missir helst ekki af mörkunum hans. Verksvið ráðherra ÉG hef einhvern veginn lengi staðið í þeirri trú að verksvið ráðherra í ríkis- stjórninni væri að vinna að framgangi þess málaflokks sem hans/hennar ráðuneyti stendur fyrir. T.d. að fé- lagsmálaráðherra eigi að standa vörð um heill hins almenna borgara hvað snertir samfélagsleg mál- efni, dómsmálaráðherra að tryggja að allir standi jafn- ir fyrir lögunum, að land- búnaðarráðherra eigi að vinna að landbúnaðarmál- um og að sjávarútvegsráð- herra tryggi fyrir hönd allra íbúa landsins að ekki verði gengið á auðæfi hafs- ins sem sagt hefur verið að séu eign allra landsmanna. Að umhverfisráðherra standi vörð um umhverfið og náttúru landsins sem einnig hefur verið sögð eign allra landsmanna. Nú á síðustu vikum og mánuðum finnst mér að verksvið ráðherranna geti ekki verið alveg svona. Ég hef t.d. ekki getað skilið að ef umhverfisráðherrann tekur afstöðu eða tjáir sig opinberlega um sinn mála- flokk verði hann/hún van- hæf til frekari ákvarðana- töku um umhverfismál. En fjármálaráðherrann má hins vegar tjá sig frjálslega og ákveðið um fjármál rík- isins, landbúnaðarráðherr- ann má kyssa íslensku kýrnar og tjá ást sína á ís- lenska kúakyninu, iðnaðar- ráðherrann má opinbera skoðun sýna um iðnað og stóriðju, utanríkisráðherr- ann lýsa afstöðu sinni til inngöngu eða ekki-inn- göngu í ES o.s.frv. o.s.frv. Mikið væri nú vel þegið ef einhver sem þekkir verk- svið og vinnureglur, skyld- ur og tjáningarfrelsi hinna ýmsu ráðherra myndi út- skýra það fyrir okkur landsmönnum til að auð- velda okkur að vega og meta störf þeirra á óhlut- drægan hátt áður en við göngum að kjörborðinu nú í vor. Með fyrirfram þakk- læti. Kjósandi. Íslenska þjóðin er farin að mótmæla ÞAÐ hljóta að þykja meiri tíðindi en svo að því séu ekki gerð betri skil í sjón- varpi allra landsmanna, en raun ber vitni. Full ástæða hefði verið til að koma með ítarlega frétt af Hálendis- göngunni hinn 28. febrúar sl. Já, gott ef sjónvarpinu er ekki skylt að skila svo merkilegum tíðindum til landsmanna á greinargóð- an hátt. Ég vil koma á framfæri vonbrigðum mín- um. Mér segir svo hugur um að það sé með ásetningi að þessi stórmerkilega frétt fékk ekki meira rúm í fréttatíma sjónvarpsins. Það væri fróðlegt að vita hver situr við „síuna“. Íbúi á Austurlandi. Tapað/fundið Geisladiskar töpuðust GEISLADISKAR, 29 í hulstri, með Saga Klass merki, týndust í Líkams- ræktarstöðinni Árbæjar- þreki, í búningsklefa kvenna sl. fimmtudag. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 848-9211 eða 823- 8062. Úr tapaðist ÚR tapaðist í Gullsól miðvikudaginn 19. febrúar sl. Úrið var útskriftargjöf og er mér mjög kært. Þetta er Cartier-úr með fer- hyrnda skífu og stálól með gyllingu á milli. Ég vil gjarnan fá það aftur og býð mjög góð fundarlaun. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 699- 1510. Dýrahald Kasper er týndur KASPER er 8 ára högni, svartur og hvítur með ól og merktur. Hann var í pössun í Heimahverfi en býr uppi í Breiðholti. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 557-9248 og 554-6730. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Ungbarnasund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. LÁRÉTT 1 ágengt, 4 laumuspil, 7 kirtil, 8 skapvond, 9 væn, 11 áll, 13 skaða, 14 esp- ast, 15 heilnæm, 17 fjöldi, 20 elska, 22 þráttar, 23 ís, 24 hlaupa, 25 hafni. LÓÐRÉTT : 1 högni, 2 baunin, 3 feiti, 4 kurteis, 5 ganga þyngslalega, 6 vindhani, 10 eignarjarðar, 12 vin- gjarnleg, 13 eldstæði, 15 tvístígur, 16 hljóðfærið, 18 hnappur, 19 tré, 20 mannsnafns, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 holdgrönn, 8 gulan, 9 nötra, 10 agg, 11 arfar, 13 teiti, 15 tyfta, 18 slota, 21 lok, 22 grand, 23 arnar, 24 hlunnfara. Lóðrétt: 2 orlof, 3 dánar, 4 rangt, 5 netti, 6 ógna, 7 tapi, 12 art, 14 ell, 15 toga, 16 fjall, 17 aldin, 18 skarf, 19 ofn- ar, 20 aurs. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.