Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALVARLEGAR ÁSAKANIR Ummæli sem Davíð Oddssonforsætisráðherra viðhafði ímorgunþætti í Ríkisútvarp- inu í gærmorgun hafa vakið þjóðarat- hygli og valdið miklu uppnámi. For- sætisráðherra sagði orðrétt um fund þeirra Hreins Loftssonar, stjórnar- formanns Baugs, í London í janúar á síðasta ári, sem hefur verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum yfir helgina: „Ég get sagt frá því, að á þessum fundi okkar Hreins Loftssonar, fyrst þú nefnir hann, þá sagði hann mér frá því, að Jón Ásgeir í Baugi hefði sagt sér, að það þyrfti að bjóða mér 300 milljónir króna gegn því að ég léti af ímyndaðri andstöðu gegn fyrirtæk- inu. Ég lét nú Hrein segja mér þetta tvisvar og hann sagði mér það tvisv- ar, að Jón forstjóri hefði nefnt við sig, að það þyrfti að bjóða mér 300 millj- ónir króna. Ég var nú svo þrumulost- inn og Hreinn sjálfsagt sá það nú og sagðist hafa sagt við forstjórann: Þú þekkir ekki forsætisráðherrann. Það þýðir ekkert að bera á hann fé. Þá hafði Jón þessi að sögn Hreins Lofts- sonar sagt: Það er enginn maður, sem stenzt það að fá 300 milljónir, sem hvergi koma fram, hvergi er greiddur skattur af og greiddar eru inn á reikning hvar sem er í heiminum.“ Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hreinn Loftsson m.a. um sam- tal sitt og forsætisráðherra í London: „Þá gat ég þess, að Jón Ásgeir hefði sagt í hálfkæringi, að það væri kannski rétt að borga honum (Davíð) 300 milljónir inn á reikning í útlönd- um … Þetta ítrekaði ég við hann í morgun, þegar Davíð hringdi í mig áður en hann fór í útvarpið. Þá ítrek- aði ég að þetta hefði verið sagt undir þessum kringumstæðum í hálfkær- ingi og engin alvara hefði verið á bak við.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ekki sammála þessari lýs- ingu stjórnarformanns Baugs í sam- tali við Morgunblaðið í dag og segir: „Þetta er einfaldlega alrangt, í öll- um atriðum … Vel má vera að ein- hvern tíma hafi einhver orð verið lát- in falla og þá í fullkomnu gríni, að við hjá Baugi ættum hugsanlega að kanna slíka leið, en þau orð eru ekki úr mínum munni komin. Svona lagað hef ég aldrei nokkurn tíma sagt enda er það ekki einu sinni fyndið, að hafa hugsanlegar mútur til forsætisráð- herra í flimtingum.“ Jón Ásgeir Jóhannesson er spurð- ur hvað hann segi um að stjórnarfor- maður Baugs hafi slík orð eftir hon- um í samtali við forsætisráðherra og svarar á eftirfarandi hátt: „Það er náttúrlega ekki gott að við erum ekki sammála um það, hvernig þetta fór fram og hver forsaga málsins er, en við erum sammála um það, að þótt Hreinn hafi látið þessi orð falla úti í London, þá var það ekkert annað en ábyrgðarlaust glens, enda hefur Hreinn staðfest það.“ Fram hefur komið, að Illugi Gunn- arsson, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, hafi verið viðstaddur fund þeirra Hreins og Davíðs Oddssonar í London og hlustað á samræður þeirra um þetta efni. Í yfirlýsingu, sem Hreinn Loftsson sendi frá sér í gær, segir m.a.: „Hið rétta er að við Davíð sátum einir á tveggja til þriggja tíma löngum fundi um hádeg- isbil þennan dag. Illugi var þá stadd- ur annars staðar og getur því ekki vitað hvað fram fór á fundi okkar Davíðs. Hann snæddi hins vegar með okkur kvöldverð þennan dag.“ Í samtali við Morgunblaðið í dag um þessa yfirlýsingu segir Illugi Gunnarsson: „Það getur vel verið að þeir hafi hitzt eitthvað áður og talað saman en ég var viðstaddur, þegar þeir tóku þetta mál upp. Eins og ég hef áður sagt þá er frásögn forsætisráðherra af málinu bæði nákvæm og rétt og það þýðir lítið fyrir Hrein Loftsson að halda því fram, að ég hafi ekki heyrt það tal.“ Af þessum tilvitnunum er ljóst að Hreinn Loftsson staðfestir að það hafi borizt í tal af sinni hálfu að for- stjóri Baugs teldi að það þyrfti að bjóða forsætisráðherra 300 milljónir en að þetta hefði verið sagt í hálfkær- ingi og engin alvara legið að baki. Jón Ásgeir Jóhannesson segir réttilega að það sé ekki fyndið að hafa mútur til forsætisráðherra í flimtingum en hann hafi aldrei haft orð um slíkt. Forráðamenn Baugs greinir því á um lykilatriði þessa máls. Óhætt er að segja, að óhug hafi sett að mörgu fólki við þessi tíðindi. Eftir því, sem bezt er vitað, hefur það ekki gerzt á þeim tæpum hundrað árum, sem liðin eru frá því að Ísland fékk heimastjórn, að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafi skýrt frá því að slíkt samtal hafi farið fram. Þótt stjórnarformaður Baugs segi að engin alvara hafi legið að baki til- vitnuðum orðum og forstjóri Baugs hafni því að hann hafi látið slík orð falla er ljóst að forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans hafa tekið orð stjórnarformanns Baugs alvarlega. Það er ekki að ástæðulausu að margir landsmenn spyrji, hvort við- skiptalífið á Íslandi hafi farið úr böndum. Fyrir nokkrum vikum birti Morgunblaðið greinaflokk um bar- áttu, sem háð var að mestu að tjalda- baki um yfirráðin yfir stærsta banka landsins, Íslandsbanka, þar sem milljarðar streymdu fram og til baka. Fyrir skömmu birti blaðið ítarlega frásögn af rannsókn á skattskilum Jóns Ólafssonar að frumkvæði hans sjálfs og andmælum hans. Þar er um að ræða ásakanir um skattsvik af slíkri stærðargráðu, að fólk stendur agndofa. Nú bætast við upplýsingar frá for- sætisráðherra þess efnis að orðað hafi verið að bera á hann fé. Það er tímabært að Alþingi Íslend- inga taki rækilega til hendi og setji viðskiptalífinu það stífan starfs- ramma, að atburðir af þessu tagi geti ekki gerzt. Þá er m.a. átt við að herða skattalöggjöf til þess að koma í veg fyrir skattaglufur og setja strangari löggjöf og reglur um reikningsskil fyrirtækja. Hvoru tveggja mundi stuðla að heilbrigðara viðskiptalífi. Í DAG hugsum við um atvinnulífið sem eina heild. Þannig var það hins vegar ekki um langt árabil. Atvinnulíf landsmanna var skilgreint í skýrt afmarkaðar atvinnu- greinar sem hver um sig hlaut sérstaka fyrirgreiðslu í fjármálastofnunum og op- inberum sjóðum. Útvegsbankinn, Versl- unarbankinn, Iðnaðarbankinn, Bún- aðarbankinn, Iðnlánasjóður og Fiskveiðisjóður voru fjármálastofnanir, sem á síðustu öld voru settar á stofn til að þjóna skýrt afmörkuðum atvinnuvegum sem tengdust lítt, eða ekkert. Í dag eru þetta nöfn á stofnunum sem urðu til í tíma sem er horfinn, og minnisvarðar um hug- arfar og samfélag sem er framandi ungu fólki í dag. Aðeins Búnaðarbankinn stend- ur eftir, og einungis nafnið er til marks um forn tengsl hans við landbúnaðinn. Stjórnarráð fast í fortíðinni Þessi skipting heyrir til liðnum tíma. Flestir eru sammála því að eitt skuli yfir alla ganga. Með almennum aðgerðum skuli skapa atvinnulífinu öllu sömu skilyrði til að vaxa og hvert fyrirtæki skuli metið að verðleikum án tillits til hvaða atvinnuvegi það annars tilheyrir. Þó þetta sé hin út- breidda skoðun og vinnuaðferð í atvinnulíf- inu sjálfu situr gamli tíminn enn gikk- fastur í skipulagi stjórnarráðsins. Þar höfum við ráðuneyti sem taka ekki mið af breytingunum sem hafa orðið í at- vinnulífinu heldur eru áfram kennd við sjávarútveg, landbúnað, iðnað og viðskipti. Ferðaþjónustan og samgöngumálin eru í samgönguráðuneytinu. En atvinnu- starfsemi nýja tímans, sem byggistfyrst og fremst á þekkingu og rannsóknum, er heimilislaus. Hvernig ber til dæmis að skil- greina þá fjölbreyttu starfsemi sem við kennum við upplýsingatækni? Hvar á minni en nú er Samfylking synlegt að end öðru leyti. Í þe synlegt að ski þeim grunni s Markmiðið er verkefni, fækk þau um leið. L af verkefnum mun fara til hi neytis. Verule lagsmála-, sam málaráðuneyt sameina í einu landsráðuneyt frekari tillögu fækka ráðune má spyrja hva hafi með tólf r Staðreyndin streymt framh verið meira og með þeirri und umhverfisráðu fjarskipta og a Netinu og þek speglast ekki stjórnarráðinu skortir kraftin arráðið. Það birtist í arráðsins var isstjórn Davíð þekkingariðnaðurinn heimilisfesti í stjórn- arráðinu? Sólrisugrein framtíðarinnar er á vergangi innan stjórnkerfisins, þó engum dyljist að þekkingariðnaður verður helsta drifafl auðsköpunar í framtíðinni. Flestir sjá í hendi sér að þessi staða er fjar- stæðukennd. Eitt atvinnuvegaráðuneyti Frá stofnun sinni hefur Samfylkingin því lagt á það áherslu að endurskoða verði skipulag stjórnarráðsins frá grunni. Sér- stakur vinnuhópur hefur á vegum Sam- fylkingarinnar unnið að þessu máli frá síð- asta sumri undir minni stjórn. Markmiðið er að hafa til reiðu tillögur að breytingum á stjórnarráðinu þegar flokkurinn tekur þátt í myndun ríkisstjórnar. Hornsteinninn í hugmyndum Samfylk- ingarinnar um endurskipulagningu stjórn- arráðsins er að sameina atvinnuvegaráðu- neytin í eitt ráðuneyti, þar sem stjórnsýsla og stefnumörkun fyrir atvinnulífið í heild sinni yrði færð til nútímans. Á þessa breyt- ingu munum við leggja þunga áherslu við myndun ríkisstjórnar. Samhliða þessu yrði umhverfisráðuneytið eflt og rannsóknir og eftirlit með auðlindum lands og sjávar yrði fært til þess. Hafrannsóknarstofnun yrði þannig færð undir umhverfisráðuneytið, en ákvarðanir um nýtingu fiskistofnanna yrðu eftir sem áður teknar í atvinnuveg- aráðuneytinu. Með þessum hætti yrði stefnan skýrari og áhrif sérhagsmuna Nútímavæðing stjórnke Eftir Össur Skarphéðinsson „Nýskipan ráðuneyta er náte Samfylkingarinnar um jöfnun landið sem eitt kjördæmi...“ NÚVERANDI ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hefur á góðum stundum haft uppi fögur orð um byggða- stefnu. Í upphafi þessa kjörtímabils mátti sjá stórhuga áætlanir um flutning fjar- vinnslustarfa út á land. Flest þessara verk- efna hafa hægt og rólega fjarað út og lítið hefur orðið um efndir. Stefna ríkis- stjórnarinnar í byggðamálum hefur helst verið sú að dæla milljarðatugum og hundr- uðum í stærstu framkvæmd Íslandssög- unnar. Ýmsar aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til hafa hins vegar markvisst unnið gegn stefnu hennar í byggðamálum. Þar má t.d. nefna stefnu stjórnarinnar í einkavæðingarmálum. Lokun útibúa Ríkisstjórnin hefur á síðustu árum haft þá skýru stefnu að koma fyrirtækjum úr eigu almennings og á hendur fárra. Í því skyni hafa ýmis skref verið stigin, hvort sem það er sala fyrirtækja eða undirbún- ingur með því að breyta ríkisreknum fyr- irtækjum í hlutafélög. Hvor leiðin sem far- in hefur verið hefur haft í för með sér svokallaða hagræðingu í rekstri hvers fyr- irtækis. Það er í sjálfu sér nokkuð jákvætt að fyrirtæki hagræði í rekstri, það má hins vegar ekki bitna á þeirri þjónustu sem þau Stjórnvöld á Ís um að gegna v sem þeir búa. Þ stjórnvöld haf nægilega vel. E ur það hins veg skyldur gilda e reka fyrirtæki forsendum hag snertir þá ekk fólks í ákveðnu ekki, eingöngu þeirra eykst. Þ valda í einkavæ verkum að erf uppi lágmarks byggðinni. Rík irtæki eftir öðr ilar. Í ríkisrek kröfu um þjón inu, sem einka detta í hug að skilað umrædd veita almenningi – hvar sem er á landinu. Eftir að Pósturinn og Síminn voru hluta- félagavædd hefur þjónustan við lands- byggðina t.a.m. versnað til muna. Póst- húsum fækkar og lengra verður á milli þeirra, dýrara verður að senda póstinn. Um þessar mundir er verið að leggja niður alla póstþjónustu á Eyrarbakka svo dæmi sé tekið og allur póstur fyrir Suðurland verður nú flokkaður í Reykjavík. Skiptir þá engu þótt verið sé að senda bréf frá Klaustri til Hafnar í Hornafirði, fyrst skal það flokkað í Reykjavík. Upplýsingabraut sú sem Síminn stóð fyrir og átti m.a. að verða til þess að auka fjarvinnslu á lands- byggðinni, heimsækir heldur ekki öll byggðalög. Árborgarsvæðið er ekki tengt ljósleiðara fyrirtækisins þótt hann liggi þar í gegn. Hið sama á við um fleiri svæði á Suðurlandi. Bankastofnanir hafa einnig á undanförnum árum lokað nokkrum útibú- um sínum á landsbyggðinni. Nýafstaðin einkavæðing þeirra mun auka á þá þróun. Einkavæðing gegn land Eftir Kolbein Óttarsson Proppé „Ekki verður annað sagt en a stjórnvalda í einkavæðingar vonbrigðum.“ FORMENN ríkisstjórnarflokkanna hafa að undanförnu kynnt hugmyndir sínar um skattalækkanir. Forystumenn Samfylk- ingarinnar hafa reynt að gera þessar hug- myndir tortryggilegar og þrástagast á því að ekkert sé að marka þetta því þessir flokkar hafi ekki gert annað en hækka skatta á undanförnum árum. Þetta er ótrúlegur málflutningur og víðsfjarri sannleikanum. Staðreyndin er sú að í for- sætisráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið gerðar margháttaðar umbætur í skattamálum til hagsbóta fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Rifjum upp nokk- ur atriði þeirra umbóta sem sjálfstæð- ismenn hafa beitt sér fyrir: – Tekjuskattur einstaklinga var 32,8% – Virðisauk lækkaður úr 2 – Persónua fullu millifæra Þessar aðge lífskjör landsm Kaupmáttur r ist um þriðjun Engin Evró kaupmáttarau hér á landi er 1990 en 25,75% í dag. – Eignarskattur lækkar um helming á þessu ári, jafnt á einstaklinga og fyr- irtæki. – Aðstöðugjald var fellt niður. – Iðgjöld í lífeyrissjóði voru gerð skatt- frjáls. – Þjóðarbókhlöðuskattur var aflagður. – Tekjuskattur fyrirtækja var stór- lækkaður til að bæta samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs. Skattalækkanir Eftir Guðjón Guðmundsson „Í forsætisráðherratíð Davíð hafa verið gerðar marghátta skattamálum til hagsbóta fy og fyrirtæki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.