Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 23           SPRENGIDAGUR er þriðjudagur í 7. viku fyrir páska (3. febrúar til 9. mars) og ber upp á 4. mars að þessu sinni. Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur segir vitað um salt- kjöt og baunir frá síðari hluta 19. aldar í Sögu daganna og virðist sú hefð síst á undanhaldi. Verslanir auglýstu hráefni í salt- kjöt og baunir í gríð og erg fyrir helgi og hafði Guðmundur Mar- teinsson, framkvæmdastjóri Bón- uss, selt 12 tonn af saltkjöti snemma í gærdag. Kveðst hann vanur að selja um 15 tonn af salt- kjöti fyrir sprengidag. Flestir kaupa hráefnið daginn áður enda þurfa baunirnar að liggja í bleyti dágóða stund. Bónus er með sérpakkaða síðu- bita á boðstólum annað árið í röð og segir Guðmundur þá hafa „sleg- ið í gegn“, þótt um sé að ræða „spikfeita bita“, eins og hann tekur til orða. Kílóið af söltuðum síðubitum var á 71 krónu í gær í Bónusi, að sögn Guðmundar, og 40% afsláttur veitt- ur af uppgefnu verði á blönduðum og völdum bitum í pakkningum. Kíló af saltkjöti hefur lækkað um 20% síðan í fyrra að hans mati og segir Guðmundur 30% afslátt hafa verið veittan af uppgefnu verði á pökkuðu saltkjöti fyrir ári. Tekur hann fram að framboð sé meira af ódýrari bitum nú. Framhryggjarbitar sækja á Sigurður Gunnar Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, áætlar að selja 30 tonn af saltkjöti fyrir sprengidag. Um eða yfir 60% þess magns eru valdir bitar og segir Sigurður Gunnar þróunina hafa verið þá undanfarin ár, að sífellt fleiri kjósi bita af völdu kjöti. Í þeim flokki er um að ræða fram- hryggjarbita, sem eru fituminni. Einnig segir hann að sífellt fleiri noti blaðlauk í stað lauks í bauna- súpuna og fleiri tegundir rótar- grænmetis en gulrætur og rófur. „Áhugi hefur aukist mikið á sölt- uðum síðubitum, sérstaklega hjá eldra fólki. Margir úr þeim hópi kaupa bara síðubita. Einnig hefur færst í vöxt að fólk kaupi bita af reyktri svínasíðu til þess að gefa meira bragð í baunasúpuna,“ segir hann. Í hefðbundinni blöndu af salt- kjöti er aðallega um að ræða fram- part sem búið er að brytja niður í súpukjötsbita. Segir Sigurður Gunnar úrval saltkjöts meira nú en áður og um fleiri útfærslur að ræða. Ódýrari útfærslan af blönduðu saltkjöti var á 269 krónur kílóið í Nóatúni í gær. Kíló af hefðbundnu blönduðu saltkjöti á 499 krónur og kíló af völdu súpukjöti á 998 krón- ur. Þá var kíló af söltuðum síðubit- um á 99 krónur. Segir Sigurður Gunnar kílóverð á hefðbundnu blönduðu saltkjöti hafa lækkað um 100 krónur síðan í fyrra, úr 598 krónum í 499 krónur. Aukinn áhugi á þjóðlegheitum Elías Þór Þorvarðarson, versl- unarstjóri Nettó í Mjódd, áætlar að selja sex tonn af saltkjöti í Mjóddinni fyrir sprengidag. Sagði hann sölu á saltkjöti hafa verið „rífandi“ í gærdag. „Sala á saltkjöti var mjög góð í fyrra og virðist ætla að vera jafn- góð í ár. Ég finn fyrir auknum áhuga hjá fólki á því sem þjóðlegt er,“ segir hann. Kílóið af síðubitum var á 99 krónur í Nettó í gær, ódýrari út- gáfan af blönduðu saltkjöti á 299 krónur kílóið og dýrari útgáfan á 599. Kílóið af völdu saltkjöti kost- aði frá 989 krónum upp í 1.248 krónur. Landsmenn taka hraustlega til matar síns í kringum bolludag og sprengidag og segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs, að hefðin sem tengist þessum dögum sé bara skemmtileg og engin ástæða til þess að láta ráðleggingar um hollt mataræði draga úr sér. „Nú einblínum við bara á þetta jákvæða. Þeir sem vilja passa sig geta hins vegar borðað minna af saltkjöti og meira af baunum,“ seg- ir hún. Laufey segir ekki ástæðu til þess að óttast mikinn saltpétur í saltkjöti um þessar mundir þar sem framleiðslan sé undir góðu eft- irliti. „Saltpétur var notaður í óheyri- legu magni hér áður þegar menn vissu ekki betur, en það er nú liðin tíð,“ segir hún. Viðkvæmum hætt við veikindum eftir saltkjötsát „Saltinnihald er mjög mikið eftir sem áður og þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir salti, til dæmis hjartasjúklingar, verða því að gæta sín, enda geta þeir orðið verulega veikir.“ Er haft eftir læknum á öldrunar- og sjúkrastofnunum að veikindi eftir saltkjötsát á sprengidag séu árviss viðburður. Ekki er mælt með því að ungum börnum sé gefið mikið saltkjöt og segir Laufey líkama barna undir eins árs ekki þola jafn mikið magn af salti og er í saltkjöti. Framhryggur og blað- laukur vinsæll í súpuna Vinsældir salt- kjöts og bauna síst á undanhaldi Morgunblaðið/Jim Smart Aðalsalan á saltkjöti og baunum fer fram daginn fyrir sprengidag og segja kaupmenn fjölbreytni saltkjöts hafa aukist á undanförnum árum. NATHAN & Olsen greinir frá tveimur nýjum gerð- um orku- stanga á markaði. Um er að ræða bita úr náttúrulegu hráefni með fáum hitaeiningum, samkvæmt tilkynningu frá fyr- irtækinu. Stangirnar eru meðal annars úr heilum höfrum, hnetum og rúsínum og verður um tvær gerðir að ræða, með ávöxtum og hnetum og „granola“. Vörumerk- ið er Nature Valley og framleið- andi General Mills. Stangirnar eru seldar saman, sex í kassa. Fleiri orku- stangir í boði VOR- og sum- arlistar Otto eru komnir út og er aðallist- inn tæplega 1.400 síður, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Í listunum er að finna fatnað á alla fjöl- skylduna í öllum stærðum, vefn- aðarvöru, úrval af húsgögnum, borðbúnað og margskonar gjafavöru og fleira. Vakin er at- hygli á fjölmörgum sérlistum Otto. Allir listarnir koma út tvisvar á ári. Nánari upplýs- ingar á www.otto.is. Einnig fást listarnir í bókaversluninni Grímu, Garðatorgi í Garðabæ. Vor- og sum- arlistar Otto Heildverslunin i&d ehf. vekur at- hygli á nýrri blöndu vítamína og steinefna frá Vitabiotics í Bret- landi fyrir húð, hár og neglur. „Blandan inniheldur öll helstu næringarefni sem talin eru nauðsynleg til að byggja upp og viðhalda heilbrigði vefjarins sem hár, húð og neglur eru hluti af. Þar á meðal er góð blanda B- vítamína, C- og E-vítamín og blanda mikilvægra steinefna. Perfectil inniheldur að auki kar- ótín og jurtakrafta úr sólhatti og krókalöppu sem kunna að hjálpa til við að styrkja og efla hreinsun og endurnýjun,“ segir í tilkynningu frá i&d. Bætiefni fyrir húð og hár VERSLUNIN Bónus tók á móti 40 feta gámi af suður-afr- ískum Dole vínberjum í gær- dag og verður kílóið selt á 199 krónur, að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmda- stjóra Bónuss. Í gámnum eru 14,4 tonn af vínberjum sem Guðmundur segir þola tveggja vikna geymslu hjá versluninni. Annars vegar er um að ræða græn steinlaus vínber og blá vínber með steinum hins vegar. Guðmundur segir hagstæð magninnkaup og litla álagningu gera versluninni kleift að bjóða kíló af vínberjum á þessu verði. „Hér er um tilraun að ræða af okkar hálfu en framhaldið ræðst af undirtektum við- skiptavina.“ Vínber á 199 krón- ur kílóið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.