Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 12
Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra Frásögn Davíðs nákvæm og rétt ILLUGI Gunnarsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, segir fullyrðingar Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, um að hann hafi ekki verið viðstaddur samtal Hreins og Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra um Baugs- veldið vera rangar. „Það getur vel verið að þeir hafi hist eitthvað áður og talað saman en ég var viðstaddur þegar þeir tóku þetta mál upp,“ segir Illugi. „Eins og ég hef áður sagt þá er frásögn forsætisráðherra af mál- inu bæði nákvæm og rétt og það þýðir lítið fyrir Hrein Loftsson að halda því fram að ég hafi ekki heyrt það tal,“ segir hann. Annars sagði hann Hrein Loftsson verða að eiga það við sína samvisku hvað hann segi um málið. Hreinn sendi frá sér yfirlýsingu í gærdag þar sem hann segir þá Davíð hafa setið eina á tveggja til þriggja tíma löngum fundi þegar málið kom upp og að Illugi geti ekki vitað hvað fram hafi farið á fundinum þar sem hann hafi verið staddur annars staðar. Illugi hafi hins vegar snætt með þeim kvöld- verð síðar sama dag. Illugi sagði hárrétt hjá Hreini að hann hafi snætt með þeim kvöld- verð umræddan dag en að það væri ekki rétt að hann hefði ekki orðið vitni að þessu tali. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir það ekki fyndið að hafa hugsanlegar mútur til for- sætisráðherra í flimtingum. Ein- hvern tíma kunni orð í gríni að hafa fallið, í þá veru hvort Baugur ætti að athuga með sérstakar greiðslur til forsætisráðherra, „en þau orð eru ekki úr mínum munni komin,“ segir Jón Ásgeir. Forstjórinn segir það ekki gott, að hann og Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, séu ekki sammála um hver forsaga málsins er. Jón Ásgeir segir jafn- framt að honum hafi ekki verið skemmt, þegar hann sá Fréttablað- ið á laugardag; um fundargerðir Baugs og önnur gögn félagsins eigi að ríkja fullkominn trúnaður. – Hvað vilt þú, Jón Ásgeir, segja um þau ummæli forsætisráðherra í morgunþætti RÚV í morgun, um að Hreinn Loftsson hafi á fundi sínum með forsætisráðherra í London í janúar í fyrra, sagt að þú hafir sagt við hann, að það þyrfti að bjóða for- sætisráðherra 300 milljónir króna gegn því að hann léti af ímyndaðri andstöðu við Baugs-fyrirtæki? „Þetta er einfaldlega alrangt, í öllum atriðum. Það má hugleiða hvers vegna forsætisráðherra kem- ur fram með slíkar ásakanir núna, snemma á mánudagsmorgni. Mér sýnist að forsætisráðherra hafi kannski lent í einhverjum vandræð- um með það hvernig hann ætti að svara því sem kom fram í Frétta- blaðinu á laugardaginn, um að hann hafi á þessum fundi með Hreini í fyrra rætt um Jón Gerald Sullen- berger og Nordica. Því tel ég að forsætisráðherra hafi samið þessa sögu á helginni og mætt með hana í morgunútvarpið. Ég veit ekki hvað Hreinn Lofts- son og Davíð Oddsson voru að gant- ast með, yfir vínglasi í London á sínum tíma, en í fyrsta lagi þori ég að fullyrða að þessi ummæli um 300 milljónirnar eru ekki frá mér komin og í öðru lagi, að hafi Hreinn Lofts- son hent einhverju slíku á loft, þá hefur það verið í ábyrgðarlausu glensi og nákvæmlega engin alvara þar að baki.“ – Hreinn Loftsson hefur sjálfur sagt að þetta hafi verið sagt í hálf- kæringi, hefur þú einhvern tíma, í hálfkæringi eða ekki hálfkæringi, ýjað að því að þú værir reiðubúinn til þess að greiða forsætisráðherra mútur? „Ég hef verið að fara yfir helstu kjaftasögur í þjóðfélaginu, undan- farin misseri, bæði þær sem snúa að mér og mínu fyrirtæki og svo aðrar kjaftasögur, eins og þá kjaftasögu, að ákveðið fyrirtæki hér í borg, hafi greitt forsætisráðherra 100 milljónir króna inn á erlendan bankareikning, fyrir velvild og fyr- irgreiðslu í garð fyrirtækisins. Vel má vera að einhvern tíma hafi einhver orð verið látin falla og þá í fullkomnu gríni, að við hjá Baugi ættum hugsanlega að kanna slíka leið, en þau orð eru ekki úr mínum munni komin. Svona lagað hef ég aldr- ei nokkurn tíma sagt, enda er það ekki einu sinni fyndið, að hafa hugsanlegar mútur til forsætisráðherra í flimt- ingum.“ – Hvað segir þú þá um það að stjórnarfor- maður þíns eigin fyrir- tækis, Hreinn Loftsson, skuli hafa slíkt eftir þér í samtali við forsætis- ráðherra? „Það er náttúrlega ekki gott að við erum ekki sammála um það hvernig þetta fór fram og hver for- saga málsins er, en við erum sam- mála um að það, að þótt Hreinn hafi látið þessi orð falla úti í London, þá var það ekkert annað en ábyrgð- arlaust glens, enda hefur Hreinn þegar staðfest það.“ – En er það ekki óþægilegt fyrir þig, sem forstjóra Baugs, að Hreinn leggi þér þessi orð í munn, í samtali sínu við forsætisráðherra, hversu mikil alvara sem svo var á bak við orðin? „Það er auðvitað óþægilegt, en það er einfaldlega staðreynd, að ég hef aldrei sagt neitt í þessa veru.“ – Forsætisráðherra vitnar í orð Hreins, þegar hann upplýsir um efnisatriði fundarins í London. Þú hefur þegar lýst því yfir, að þú munir höfða meiðyrðamál – meið- yrðamál á hendur hverjum – for- sætisráðherra eða þínum eigin stjórnarformanni? „Ég mun stefna forsætisráðherra fyrir þessi ummæli og höfða meið- yrðamál á hendur honum, því efn- islega getur hann ekki einvörðungu skjaldað sig með meintum umælum Hreins. – Er ekki kominn upp trún- aðarbrestur á milli þín og stjórn- arformanns Baugs? „Það er auðvitað mjög óþægilegt ef einhver gengur á fund annars manns með eitthvað í farteskinu, sem er ekki rétt, svo einfalt er það. Þó að nú sé sagt, að þessu hafi verið varpað fram í hálfkæringi, í ákveðnu samhengi, við kvöldverð- arborð á kínverskum veitingastað í London, þá breytir það engu um það, að þetta er bæði óheppilegt og óþægi- legt. Ég lít þannig á, að það sé ekki hægt að hafa mútu- greiðslur til for- sætisráðherra að gamanmálum. Eftir stendur, að ég sagði þetta aldrei og ég tel að ef for- sætisráðherra hefur talið, þegar Hreinn varpaði þessu fram, að þetta væri raun- veruleg tilraun til þess að bera á hann mútur, þá bar honum að tilkynna réttbærum yfirvöldum um þessa tilraun samdægurs.“ – Hann sagði í útvarpinu í morg- un, að hann hefði komið þessum upplýsingum með óformlegum hætti til lögreglu hér á landi. „Þetta stenst ekki skoðun hjá forsætisráðherra. Hefði hann gert það og yfirvöld tekið mark á hon- um, þá hefði tafarlaust verið hafin rannsókn á málinu og haft samband við mig og upplýsinga aflað um mál- ið. Ég tel að fyrst Davíð Oddsson kaus að bíða í rúmlega þrettán mánuði með þessa frásögn sína, þá hafi hann ekki tekið orð Hreins Loftssonar ýkja alvarlega í upphafi. Hann hafi sem sé áttað sig á gríntil- raunum Hreins. Davíð sagðist í viðtali í dag hafa rætt við lögreglu með óformlegum hætti og segist ekki hafa getað komið fram með málið þar sem orð stæði gegn orði. Síðar í dag segir hann hins vegar að aðstoðarmaður hans hafi verið vitni, sem ætti þar með að hafa getað staðfest útgáfu Davíðs, ekki satt?“ – Hvaða ástæður tilgreindi Hreinn Loftsson við þig, þegar hann í fyrra greindi þér frá því að hann hygðist láta af stjórnarfor- mennsku í Baugi? „Það var eftir stjórnarfund Baugs í Svíþjóð 3. maí í fyrra, sem Hreinn tilkynnti mér að hann vildi láta af stjórnarformennsku, í kjöl- far þess, að ákveðið var að fara í innri skipulagsbreytingar á félag- inu og skipta því upp í þrjár ein- ingar. Hreini fannst að með þessari skipulagsbreytingu myndi hann fjarlægjast reksturinn á Íslandi og væri í raun og veru ekki í stjórn þar, ef hann sæti áfram sem stjórn- arformaður félagsins, sem var raunar með þessari breytingu orðið eignarhaldsfélag. Þessar ástæður voru þær einu sem hann tilgreindi fyrir afsögn sinni. Einnig fannst honum sem eign- arhaldsfélagið væri yfirmannað með mig sem forstjóra og Tryggva sem aðstoðarforstjóra.“ – Er kominn upp trúnaðarbrest- ur innan stjórnar Baugs, eftir að Þorgeir Baldursson og Guðfinna Bjarnadóttir hafa greint frá því að frásögn Fréttablaðsins af stjórnar- fundi Baugs þann 12. febrúar í fyrra sé tekin úr samhengi og end- urspegli ekki þær umræður sem fram fóru á fundinum? „Þetta eru ekki skemmtileg mál og mér var ekki skemmt þegar ég sá Fréttablaðið á laugardaginn. Menn eru að gefa sér það í dag, að ekki hafi verið tekist á um þessi mál um helgina, sem er rangt. Það er slæmt fyrir okkur og fyrirtæki okk- ar, að hluti úr fundargerðum félags- ins og tölvupósti komist í dagblöð. Um slík mál á að ríkja trúnaður.“ – Hver lét Fréttablaðinu í té þær upplýsingar sem stuðst var við í frásögn Fréttablaðsins á laugar- dag? „Ég veit bara, að það var ekki ég. Mín eina aðkoma að þessari um- fjöllun Fréttablaðsins var sú, að ákveðinni spurningu var beint til mín frá blaðinu sl. mánudag.“ – Þarf ekki að rannsaka hvaðan lekinn úr stjórn Baugs er? „Stjórn Baugs mun hittast á fundi á fimmtudaginn og þar mun- um m.a. fara gaumgæfilega yfir þessi mál. Ég á von á því að við munum breyta og herða okkar vinnureglur, því það er ekki minn vilji að svona upplýsingar, eins og hlutar úr fundargerðabókum stjórnar Baugs, berist til fjölmiðla. Það eru um tuttugu manns sem með einum eða öðrum hætti geta haft aðgang að slíkum gögnum og þetta kallar á breytingar sem upp- ræta svona vinnubrögð.“ – Getur orðið uppstokkun í stjórn Baugs á allra næstu dögum? „Hér situr stjórn sem hefur gengið í gegnum margt með félag- inu og fyrir mig sem forstjóra er ómetanlegt að hafa öfluga stjórn með sér. Síðustu dagar hafa verið okkur stjórnendum og starfsfólki erfiðir og það er virkilega sárt að sjá Davíð Oddson ráðast á þetta fyrirtæki með þessum hætti. Það stenst ekki að forsætisráðherra geti með dylgjum einum saman reynt að leggja 2.500 manna fyrirtæki að velli. Enn og aftur gerist hann sek- ur um árásir á okkur án þess að hafa neinar sannanir nema Gróu á Leiti.“ Ekki fyndið að hafa mútur til forsætisráð- herra í flimtingum Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segist aldrei nokkurn tíma hafa reifað nokkra hugmynd í þá veru, að gerð væri tilraun til þess að bjóða Davíð Oddssyni forsætisráðherra greiðslu, gegn því að hann léti af andstöðu við Baugs-fyrirtæki. Agnes Bragadóttir ræddi við Jón Ásgeir um atburði helgarinnar og viðtal RÚV við forsætisráðherra í gærmorgun. agnes@mbl.is Jón Ásgeir Jóhannesson Yfirlýsing Hreins Lofts- sonar vegna ummæla Illuga Gunnarssonar Var ekki viðstaddur fund okkar Davíðs HREINN Loftsson, stjórnar- formaður Baugs, sendi frá sér eft- irfarandi yfirlýsingu í gær vegna ummæla Illuga Gunnarssonar, að- stoðarmanns forsætisráðherra, um samtal Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Hreins í London 26. janúar 2002: „Illugi heldur því fram að hann hafi verið viðstaddur fund okkar Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í Lundúnum hinn 26. janúar 2002 og geti staðfest frásögn Davíðs af þeim fundi. Hið rétta er að við Davíð sátum einir á tveggja til þriggja tíma löngum fundi um hádegisbil þennan dag. Illugi var þá staddur annars stað- ar og getur því ekki vitað hvað fram fór á fundi okkar Davíðs. Hann snæddi hins vegar með okk- ur kvöldverð þennan dag. Ég tel að inngrip Illuga nú breyti í engu því sem ég hef áður sagt um efni samtala okkar Davíðs.“ ÞORGEIR Baldursson, stjórnarmaður í Baugi, segist lítið geta tjáð sig um ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um samtal hans og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, varðandi hugsanlegar mútugreiðslur. Málið sé alfarið á milli Davíðs og Hreins. Hvað varðar aðgang Fréttablaðsins að fundargerðum og öðrum trúnaðargögnum Baugs segir Þorgeir: „Þarna er algjör trún- aðarbrestur og ég vil að það verði rannsakað hvaðan þessar upplýsingar koma. Það er náttúrulega óþolandi ef það er ein- hver leki einhvers staðar þannig að það sé ekki hægt að treysta því að trúnaðargögn fái að vera í friði. Ég sætti mig ekki við að sitja undir þessu því við í stjórninni og aðrir starfs- menn liggjum svosem öll undir grun.“ Í fjölmiðlum í gær hélt forsætisráðherra því fram að Hreinn Loftsson hefði lesið yfir um- fjöllun Fréttablaðsins áður en hún birtist. „Mér þykir það með ólíkindum ef það er rétt,“ segir Þorgeir. „Ég verð að játa að mér finnst það mjög ólíklegt en ég rengi það svosem ekki ef menn telja sig vita þetta.“ Hann segist því munu fara fram á það á næsta stjórnarfundi að málið verði rannsakað. Ekki sé búið að boða fundinn en til standi að halda hann um leið og stjórnarformaður fyr- irtækisins komi aftur til landsins. Ummæli gripin úr samhengi og stílfærð Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Baugi, segist líta á það sem alvarlegan trún- aðarbrest að Fréttablaðið hafi fengið aðgang að fundargerðum og öðrum gögnum fyrirtæk- isins enda um trúnaðarmál að ræða. „Í öðru lagi voru ummælin gripin úr samhengi og stíl- færð á einhvern veg sem mér hugnaðist alls ekki,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hún muni fara fram á rannsókn á því, hvaðan blaðið fékk upplýsingarnar, þar sem stjórn fyrirtækisins hafi ekki hist ennþá. „En það er alveg ljóst að það þarf að gera eitthvað í þess- um málum.“ Hún segir ekki búið að boða formlega til fundar í stjórninni en ljóst sé að hún muni koma saman fljótlega. Fram kemur í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson, í Morg- unblaðinu í dag, að stjórnarfundur verði hald- inn næstkomandi fimmtudag. Guðfinna vill ekkert tjá sig um ummæli Davíðs Oddssonar í fjölmiðlum í gær. Ætlar að óska eftir rann- sókn á upplýsingaleka ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.