Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 4
Ekkert fór til spillis ÞAU Einar Páll og Lilja Eivor, nemendur í 4. bekk Hlíðaskóla, gæddu sér á ljúffengum rjómabollum á bolludaginn í gær. Þau áttu í mestu vandræðum með að koma öllum rjómanum á sinn stað en gættu þess að ekk- ert færi til spillis. Margir tóku sér frí frá megrunarkúrum og nutu her- legheitanna. Bakarar hlakka gjarnan mikið til þessa dags. „Við bakarar hlökkum alltaf til bolludagsins. Við reynum að hafa nóg framboð af bollum og vonum að allt gangi upp. En við erum líka jafn fegnir því þegar þess- ari törn lýkur,“ sagði Guðni Andreasen, bakari á Sel- fossi og formaður Landssambands bakarameistara, en hann hafði þá staðið tæplega 10 stundir við baksturinn í bakaríi sínu á Selfossi. Sala á bollum var víða mikil og sagði Elías Þór Þor- varðarson, verslunarstjóri Nettó í Mjódd, aldrei hafa selt jafn mikið af bollum og á sunnudag. Þá seldi hann um 19.000 bollur á 1 krónu stykkið. Hann sagði fólk sýna síaukinn áhuga á bollum enda voru flestir ánægðir með verðið sem hann setti upp. Morgunblaðið/Jim Smart Vilja neyðarteymi til að sinna bráðatilvikum NEFND um málefni barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala – há- skólasjúkrahúss, BUGL, leggur til að rúmum á deildinni verði þegar í stað fjölgað úr níu í tólf, að göngu- deildin verði flutt annað og ung- lingageðdeildin stækkuð. Þá leggur nefndin til að þegar í stað verði komið á stofn neyðarþjónustuteymi til að sinna bráðatilvikum. Í því felst nokkur fjölgun starfsfólks sem veit- ir geðheilbrigðisþjónustu. Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðs- stjóri hjúkrunar geðsviðs og for- maður nefndarinnar, segir að um bráðatillögur sé að ræða en að nefndin leggi ríka áherslu á að sam- hliða þessum tillögum verði áfram unnið að varanlegri lausn. Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, bárust til- lögurnar í gær og segir hann að sér lítist vel á þær þótt þær muni kosta verulega fjármuni. Tillögur nefndarinnar eru í þrem- ur liðum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að rúmum á unglingageðdeild verði þegar í stað fjölgað úr níu í tólf. Þetta yrði gert með því að dag- deild á BUGL yrði fundinn staður annars staðar í húsnæði deildarinn- ar. Ekki yrði um umtalsverðan kostnað að ræða vegna þessa að mati nefndarinnar. Göngudeildin flutt annað Í öðru lagi er gerð tillaga um að göngudeildin sem nú er rekin á BUGL verði flutt annað og ung- lingageðdeildin stækkuð. Með því er talið gerlegt að fjölga rúmum á ung- lingageðdeild í sautján til frambúð- ar og hefði rúmum þá verið fjölgað úr níu í sautján. Er í þessu skyni lagt til að leitað verði eftir leigu- húsnæði fyrir göngudeild BUGL. Í þriðja lagi er lagt til að þegar í stað verði komið á fót sérstökum starfshópi sem einbeitti sér að bráðatilvikum. Í þessu felst nokkur fjölgun starfsfólks sem veitir geð- heilbrigðisþjónustu að mati nefnd- arinnar. Auk þess að sinna bráða- tilvikum yrði meginviðfangsefni hópsins að vinna á bráðabiðlistum unglingageðdeildar, heimsækja unglinga í vanda og veita sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu utan spítal- ans. Þá myndi átakshópurinn greiða fyrir innlögn unglinga á unglinga- geðdeild í samráði við inntökustjóra og vakt barnageðlækna. „Hópinn yrði því hægt að nýta á margan hátt,“ segir Eydís. „Hann yrði hreyfanlegur. Erlendis er þetta töluvert notað í geðheilbrigðisþjón- ustu, þar sem starfsfólkið er hreyf- anlegra en hefðbundin sjúkrahús- þjónusta leyfir. Við höfum ekki gert þetta hér nema í undantekningartil- vikum. Í þennan hóp færi aðeins reynt fólk. En það fer eftir fjárveit- ingu hvað við getum haft hópinn stóran og sterkan.“ Nefndina skipa auk Eydísar Ólaf- ur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir BUGL, Vilborg G. Guðnadóttir, deildarstjóri BUGL, Ásgeir Har- aldsson, prófessor og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, og Magnús Ólafsson, sviðsstjóri hjúkrunar á barnasviði. Nefndin mun skila ítarlegri til- lögum að lausn vanda BUGL í lok mars. Þarf að taka ákvörðun fljótt Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, líst vel á tillögurnar og segist vera að kanna hvaða möguleikar eru til að fram- kvæma þær. „Kostnaðurinn er veru- legur við tillögurnar og við erum að fara yfir þær tölur. Mér sýnist hins vegar að þær séu settar fram af raunsæi.“ En hvenær er að vænta ákvörð- unar um hvort tillögunum verði hrint í framkvæmd? „Vonandi sem allra fyrst,“ segir Jón. „Ég þarf að komast að niðurstöðu í þessu máli fljótt.“ Lagt til að rúmum á barna- og unglingageðdeild LSH verði fjölgað þegar í stað Ráðherra segir tillögurnar raunhæfar FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fundu um 50 þúsund myndir með barnaklámi LÖGREGLAN í Reykjavík hefur fundið um 50 þúsund myndir með barnaklámi í tölvum tveggja karl- manna auk um fimm þúsund klám- mynda sem tengjast dýrum. Rann- sókn er lokið og fara málin sína leið til ákæruvalds og dómsvalds. Grunur um myndirnar vaknaði í janúar í fyrra þegar verið var að rannsaka tvö óskyld mál. Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn segir að í báðum tilvikum hafi verið lagt hald á tölvu og í ljós hafi komið að mikið magn mynda hafi verið geymt í tölvunum. Ríkislögreglustjóri hafi lagt fram búnað og mannskap til að rannsaka þetta nánar og nú liggi fyr- ir að í annarri tölvunni hafi verið geymdar rúmlega 39.000 myndir sem flokkist undir barnaklám og virðast hafa verið teknar af Netinu. Í hinu tilvikinu hafi verið rúmlega 15.000 myndir, þar af um tveir þriðju hlutar sem tengdust barnaklámi en þriðjungur klámmyndir sem tengj- ast dýrum, sem líka virðast hafa ver- ið teknar af Netinu. Samkvæmt lögum sem sett voru í febrúar í fyrra skal hver sá sem flyt- ur inn eða hefur í vörslu sinni ljós- myndir, kvikmyndir eða sambæri- lega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, en fyrir þann tíma voru viðurlögin eingöngu sektir. Vinnumiðlun skólafólks tekin til starfa Yfir 140 umsóknir á fyrsta degi YFIR 140 atvinnuumsóknir bárust Vinnumiðlun skólafólks í gær, en þá hóf miðlunin að taka við umsóknum fyrir sumarið. Vinnumiðlunin, sem er í Hinu húsinu, er opnuð mánuði fyrr í ár en í fyrra. „Það er töluverð- ur léttir að opna fyrr og við erum mjög vel undirbúin enda meðvituð um að atvinnuleysi er fyrir hendi,“ segir Auður Kristín Welding, verk- efnastjóri Vinnumiðlunar skólafólks, en á heimasíðu Hins hússins, hitt- husid.is, eru umsóknareyðublöð. „Við áttum von á mörgum um- sóknum en við erum sérstaklega ánægð með hvað fólk er duglegt að nota Netið og sækja um.“ Auður segir að umsóknirnar verði fljótlega sendar á starfsstöðvar og umsækjendur megi eiga von á að fá svör í apríl. Síðasta föstudag mættu um 500 ungmenni í Hitt húsið til að kynna sér þau fjölbreyttu tækifæri sem standa til boða varðandi nám, leik og störf erlendis. Dagskráin nefndist Útþrá 2003. „Þetta var okkar svar við atvinnuástandinu,“ útskýrir Auð- ur. „Við vildum reyna að vera já- kvæð og sýna fólki að það eru miklu fleiri möguleikar í boði en störf hjá borginni.“ Skemmdin á vatnsleiðsl- unni fundin FRIÐRIK Friðriksson veitustjóri í Vestmannaeyjum telur að búið sé að finna lekann á vatnsleiðslunni sem liggur til Vestmannaeyja. Eftir ítarlega leit er haldið að skemmdir á leiðslunni séu um kílómetra út af ströndinni rétt vestan við ósa Mar- kafljóts, utan við flugvöllinn á Bakka. Erfitt er þó að komast að skemmdunum. „Það er fjögurra metra ölduhæð í briminu þrátt fyrir fínasta veður. Þetta er þar sem grunnið er, á svona 12-15 metra dýpi, mjög grunnt og þægilegt,“ sagði Friðrik. Hann sagði bát, sem var þarna í gærmorgun, hafa þurft frá að hverfa vegna öldugangs. Hann sagði jafnframt að beðið væri eftir norðanátt því þá stæðu vonir til sjóinn lægi. „Það er voða- leg þolinmæði sem þarf í þetta en við hljótum að finna þetta eins og skot þegar brimið lægir,“ sagði Friðrik. Leiðslan skemmdist í óveðri 11. febrúar og hafa Vestmanneyingar þurft að fara sparlega með vatn síð- an. Vetnisstöð á leið í skip ALLUR búnaðurinn sem not- aður verður í fyrstu vetnisstöð heims sem opin verður almenn- ingi og Skeljungur hyggst taka í notkun á sumardaginn fyrsta er tilbúin í Noregi. Norsk Hydro framleiddi allan búnað- inn og er gert ráð fyrir að siglt verði af stað með búnaðinn til Íslands næsta föstudag. Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs smásölu hjá Skeljungi, segir að gert sé ráð fyrir því að búnaðurinn verði kominn til Ís- lands um miðjan mars og þá verði hafist handa við að reisa stöðina. Stefnt er að því að opna hana á sumardaginn fyrsta, hinn 24. apríl. Til að byrja með mun vetn- isstöðin þjónusta eina vetnisbif- reið, en í sumar bætast þrír al- menningsvagnar á vegum Strætó bs. við. Kostnaðurinn við uppbygginguna er um 100 milljónir króna, en Skeljungur og Íslensk nýorka byggja stöð- ina í sameiningu. Í tengslum við opnun stöðvarinnar verður haldin alþjóðleg ráðstefna hér á landi um vetni sem orkugjafa. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.